Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
25
Pltrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Askriftargjald 70 kr. á mánuöi eintakiö. innanlands. I lausasölu 4 kr.
Þingfararkaup
ingmannsstarfið hefur
verið að breytast hér á
landi síðustu ár. Þróunin
hefur orðið sú, að þingmenn
helga sig einvörðungu lög-
gjafarstarfinu. Þeir hafa
ekki tök á að sinna öðrum
störfum vegna mikilla anna
í stjórnmálavafstrinu.
Þetta er gjörbreyting frá
því sem áður var, þegar
almenna reglan var sú, að
þingmennska væri hlut-
astarf. Launakjör þing-
manna voru á þeim tíma
einnig miðuð við það. Þau
voru ákveðin af þingmönn-
um með tilliti til þess, að
þeir hefðu einnig tækifæri
til að afla sér tekna með
öðrum hætti. Ýmislegt í
störfum Alþingis minnir
enn á þennan gamla tíma
svo sem eins og langt
sumarfrí og jólaleyfi.
Ástæðan fyrir því, að þessi
langi frítími hefur ekki ver-
ið afnuminn er einkum sú,
að ríkisstjórnum, sem styð-
jast við meirihluta á þingi,
finnst þægilegt að athafna
sig án daglegra afskipta
þingmanna eins og best sest
núna, þegar gefin eru út
bráðabirgðalög um almenn-
ar aðgerðir í efnahagsmál-
um í jólaleyfi þingsins, lög,
sem auðvitað hefði átt að
ræða og setja á þingtíma.
Fráhvarf frá gömlu regl-
unni um að þingmenn
sinntu ekki stjórnmálum
einvörðungu hefur eðlilega
leitt til þess, að önnur
sjónarmið ráða, þegar laun
þingmanna eru ákvörðuð.
Fram til 2. desember á
síðasta ári ákváðu þing-
menn sjálfir laun sín. Þeir
byrjuðu sjálfir að brjóta á
bak aftur gömlu sjónarmið-
in um þingfararkaupið. Að-
ferðirnar, sem þeir beittu,
vöktu oft umræður og gagn-
rýni. Segja má, að upp úr
hafi sóðið á síðasta sumri,
þegar með einhvers konar
pukri átti að koma fram
20% launahækkun þing-
manna frá 1. janúar 1980.
Var þetta gagnrýnt harð-
lega meðal annars hér í
blaðinu. Strax eftir það var
því lýst yfir, að þessi
ákvörðun kæmi ekki til
framkvæmda, hún yrði tek-
in til athugunar, þegar þing
kæmi saman að nýju. Þá
var á það bent, að líklega
væri heppilegast, að hlut-
laus aðili en ekki þingmenn
sjálfir úrskurðaði um þing-
fararkaup. Hér í blaðinu
hefur einnig verið að því
fundið, hvernig fríðindum
þingmanna hefur verið
háttað.
Með lögum frá 2. desem-
ber 1980 var ákveðið, að
Kjaradómur skyldi ákveða
þingfararkaup og jafnframt
samþykktu þingmenn, að
laun þeirra skyldi dómurinn
ákveða frá og með 1. maí
1980. Launahækkunin
skyldi sem sé vera aftur-
virk. Þetta samþykkti Al-
þingi, þótt vitað væri, að
sambærilegri kröfu hafði
verið staðfastlega hafnað í
nýgerðum kjarasamning-
um. Úrskurður Kjaradóms
liggur nú fyrir. í honum er
að finna tvö meginatriði,
sem ástæða er til að vekja
athygli á miðað við fyrri
gagnrýni: í stað 20% hækk-
unarinnar, sem þingfarar-
kaupsnefnd hafði ákveðið,
úrskurðar Kjaradómur, að
frá 1. maí skuli kaup þing-
manna hækka um 16,45%.
Kjaradómur skerðir fríð-
indi, og er breyting á þeim
greiðslum í heild óhagstæð
þingmönnum.
Ekkert bendir til þess, að
aftur verði horfið til þeirra
hátta, að þingmennskan
verði hlutastarf. Þvert á
móti virðist nauðsynlegt að
stíga skrefið til fulls og
stytta jólaleyfi þingmanna
og einnig sumarfrí. Launa-
kjörin eiga einnig að taka
mið af þessu. Um það má
deila, hvort æskilegt sé, að
hér myndist stétt atvinnu-
stjórnmálamanna. Að
mönnum sé það kappsmál
vegna lífsframfæris síns að
helga sig stjórnmálum. Það
mál á ekki einungis að ræða
í sömu andrá og fjallað er
um laun þingmanna. Sífellt
karp um kjör þingmanna og
viðleitni til að sníða þeim
fjárhagslega sem þrengstan
stakk getur þó leitt til þess,
að hæfir menn sækjast ekki
eftir þingmennsku. Fyllsta
ástæða er til að hafa þá
staðreynd í huga.
Hræsni
Eftir að Kjaradómur
hefur í fyrsta sinn úr-
skurðað þingfararkaup, eru
það þingmenn, sem hafa
forgöngu um að gera úr-
skurðinn tortryggilegan.
Hæst láta þeir, sem telja
dóminn hafa hækkað kaup-
ið of mikið. Fjármálaráð-
herra Ragnar Árnalds hef-
ur látið að því liggja, að
afnema beri úrskurðinn
með bráðabirgðalögum. Slík
ráðstöfun væri aðför að
öllum stjórnskipulegum
venjum. Enda yrði til henn-
ar stofnað í blekkingar-
skyni. Eins og við var að
búast, þegar um blekkingar
gagnvart láglaunamönnum
er að ræða, hefur Guð-
mundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasam-
bands íslands og þingmaður
Alþýðubandalagsins hvatt
fjármálaráðherra til dáða í
þessu máli. Hefur Guð-
mundur J. einkum talið
ámælisvert, að launahækk-
un þingmanna sé afturvirk.
Þó liggur fyrir, að á Alþingi
lagði hann afturvirknina til
skriflega í nefndaráliti.
í áróðursleiknum í kring-
um kaupránslögin, sem rík-
isstjórnin hefur gefið út,
finnst forkólfum Alþýðu-
bandalagsins ágætt að
beina athyglinni að launa-
hækkun þingmanna. Þeir
gera það í skjóli þess, að
enginn þingmeirihluti er
fyrir því, að úrskurður
Kjaradóms verði afnuminn
í því skyni að lækka þing-
fararkaupið.
Unglingar planta í Árbæjarsvæðið sumarið 1977, en þar hafa hirkiplönturnar dafnað vel siðan innan um villtan gróður.
Skógræktarf élagið varar við að byggt
verði á skógræktarsvæði við Árbæ
BORGARRÁÐ Reykjavikur
samþykkti á fundi með þremur
atkvæðum meirihlutaflokkanna
i borgarstjórn. að hafinn verði
undirbúningur að deiliskipu-
lagi vestan Árbæjarsafns, en
þar hefur verið gert ráð fyrir
útivistarsvæði og plantað 9 þús-
und plöntum. Skógræktarfélag
Reykjavikur hefur skrifað
borgarstjórn af þessu tilefni og
sent eftirfarandi álitsgerð. þar
sem varað er við þvi að setja
byggð í fyrirhugað útivistar-
svæði og gengið á þau:
„Vegna umræðna um þéttingu
byggðar og sérstaklega þeirra
tillagna, sem benda til þess að
setja eigi byggð í fyrirhuguð
útivistarsvæði borgarinnar, vilj-
um við koma eftirfarandi álits-
gerð á framfæri.
Undanfarin ár hefur Borgar-
sjóður Reykjavíkur veitt tals-
verðu fjármagni til atvinnu
unglinga. Hluta þessa fjár hefur
verið varið til gróðursetningar
trjáplantna í fyrirhuguð útivist-
arsvæði borgarinnar, svo sem
Breiðholtshvarfi, Ártúnshöfða,
Elliðaárhólma og víðar. Hafa
verið gróðursettar um 70 þúsund
trjáplöntur á þessum svæðum
undanfarin ár.
Skógræktarfélagi Reykjavíkur
var falin leiðbeining og umsjón
með vinnu á nokkrum af þessum
svæðum og hefir látið í té
verkstjórn, trjáplöntur og um-
sjón verksins og unglingarnir
lært góð undirstöðuatriði verk-
menntunar. Yfirleitt er þetta í
fyrsta sinn sem þetta fólk kemur
til vinnu og því mikils virði að
vel takist til með fyrstu hand-
tökin.
Skemmdarverk hafa ekki ver-
ið framin á þessum gróðri og má
eflaust þakka því, hvernig að
þessari vinnu er staðið. Holtin
hér í grennd Reykjavíkur eru
grýtt og lítt gróin, en þau henta
vel fyrir trjágróður, það sýnir -
trjágróðurinn í Öskjuhlíð nú
þegar. Forsenda fyrir notkun
þessara holta er að okkar mati,
að þau verði þakin skjólgróðri.
Skógræktarfélaginu þætti
illt í efni ef nú ætti að eyði-
leggja það verk sem hér er
hafið. til þess að leysa stundar-
vanda i skipulagningu ibúða-
byggðar á höfuðborgarsvæðinu.
Auk þess teljum við um alvar-
legt mál að ræða vegna uppeldis-
legs gildis unglingavinnunnar og
almennt varðandi trú manna á
gildi plöntunar á grænum svæð-
um borgarinnar. Rétt þykir
einnig að benda á að plöntuð
græn svæði miðsvæðis í vaxandi
byggð Stór-Reykjavíkur eru
ómetanlegir möguleikar kom-
andi kynslóðum.
Ymiss konar starfsemi og
stofnanir sem við ekki þekkjum í
dag geta nýtt gróðursvæði í
framtíðarbyggð. Slíkar óþekktar
stofnanir framtíðarinnar má
fella inn í þessi grónu svæði.
Með góðum árangri eins og t.d.
Kjarvalsstaðir á Miklatúni.
Þau lungu sem grænu svæði
borgarinnar eru í dag og verða
vaxandi byggð, í framtíðinni, eru
svo ómetanleg að við viljum
eindregið vara við að gengið sé á
þau nú.
Rey kj aví kurbréf
Laugardagur 10. janúar 1981.*
Þjód í vexti
Þegar tuttugasta öldin gekk í
garð Islendinga voru þeir innan
við 80.000. Þegar ísland varð
fullvalda ríki, 1918, var íbúatalan
nálægt 92.000. Er lýðveldið var
endurreist, 1944, voru landsmenn
um 128.000. Og í dag eru íslend-
ingar taldir um 226.700 einstakl-
ingar. Þannig hefur þjóðin nær
þrefaldast að höfðatölu það sem af
er öldinni.
Þessi öri þjóðarvöxtur er at-
hyglisverður í ljósi sögunnar. Tal-
ið er að landsmenn hafi verið allt
að 70—80 þúsund frá landnámi og
fram á 17. öld, þó erfitt sé að færa
sönnur á þá ágizkun. Fyrsta
manntal á íslandi var tekið 1703
og voru landsmenn þá aðeins
50.300. 1785 kemst íbúatalan niður
í 40.600 manns. Landsmönnum
fækkaði þannig á tímabilinu
1783—1785 um nær 10 þúsund
manns. Frá þeim tíma og fram til
aldamótanna 1800 fjölgaði lands-
mönnum um tæplega 1% á ári.
Frá 1800 fram til 1850 var fjölgun-
in aðeins 0,4 til 0,5% á ári en þá
voru landsmenn 59.157. Á tímabil-
inu 1850—1860 er fjölgunin aðeins
0,4%, en fækkun 0,2% 1880—1890
en þá fluttu um 10—15 þúsund
manns til Ameríku. Næstu þrjá
áratugina er fjölgunin um 1% á
ári, 1,4% 1920-1930, 1,2% á
kreppuáratugnum 1930—1940 og
1,7% 1940—1950. Hámarki náði
aukning mannfjöldans 1950—1960
eða 2,1% meðalaukning á ári.
Síðan hefur dregið úr hlutfalls-
legri fólksfjölgun.
Hinn öri vöxtur þjóðarinnar á
20. öldinni er eftirtektarverður
þegar þess er gætt að um aldamót-
in síðustu voru landsmenn litlu
fleiri en áætlað er að þeir hafi
verið á fyrstu öldum íslands-
byggðar. Orsakir mannfjölda-
þróunar hér á landi á 20. öídinni
eru ýmsar. Höfuðorsökin eru
breyttir þjóðlífshættir, sem komu
í kjölfar betri lífskjara, sem
byggðu á aukinni verðmætasköp-
un í íslenzkum þjóðarbúskap.
Aukin verðmætasköpun grund-
vallaðist hinsvegar á tvennu fyrst
og fremst: annarsvegar aukinni
menntun þjóðarinnar og þekk-
ingu, hinsvegar á vél- og tækni-
væðingu atvinnuveganna, ekki sízt
í sjávarútvegi. Þessi aukna verð-
mætasköpun leiddi til betri að-
búnaðar hverskonar: á vinnustað,
í húsnæði, í fatnaði, í fæðusam-
setningu og síðast en ekki sízt í
heilsugæzlu, í dag skera íslend-
ingar sig úr með minnstan ung-
barnadauða og lengsta meðalævi í
gjörvallri heimsbyggðinni.
Grundvöllur
lífskjara og
velmegunar
Verðmætasköpunin í þjóðar-
búskapnum, þjóðartekjurnar,
setja okkur lífskjaramörk. Kjara-
samningar geta aðeins orðið innan
þessara marka. Það sem samið
hefur verið um út fyrir þann
ramma varð að verðbólgu, rýrðum
kaupmætti gjaldmiðilsins. Það er
semsé verðmætasköpunin og
viðskiptakjörin sem eru grund-
völlur Iífskjara okkar og ráða
ferðinni í framsókn þjóðarinnar
til betri tíma. Svokallaðir félags-
legir þættir í þjóðlífi okkar: heil-
brigðisþjónusta, fræðslukerfi,
tryggingar, samgöngur o.fl. sækja
umfang sitt til þessarar verð-
mætasköpunar ekkert síður en
einkaneyzlan, og það á við bæði
um rekstrarkostnað og fjárfest-
ingu í tækjakosti og húsnæði.
Listir, vísindi, rannsóknir og
hverskonar menningarstarf þarf
fjármagn, eins og öll mannanna
viðfangsefni, og það verður ekki
sótt nema til okkar sjálfra — til
verðmætasköpunar í þjóðarbú-
skapnum.
Framreiknaður mannfjöldi á ís-
landi árið 2000 er talinn munu
verða á bilinu frá 283.000 til
303.000, þar af vinnandi einstakl-
ingar 131 til 133 þúsund. Það er
því ljóst að skapa verður ný
atvinnutækifæri fyrir allt að 25 til
30 þúsund einstaklinga fram til
aldamóta, eða á næstu 20 árum,
umfram þá er vinnandi eru í
landinu í dag ef tryggja á framtíð-
aratvinnuöryggi. Þar að auki verð-
ur að auka verðmætasköpun á
hvern einstakling í landinu, ef ná
á því marki, sem nást verður, að
búa íslendingum sambærileg lífs-
kjör og bezt gerast með ná-
grannaþjóðum. Ella helzt þjóðinni
ekki á framsæknum einstakling-
um, sem sízt má missa.
Stofnstærð nytjafiska leyfir
ekki veiðisókn umfram þá sem nú
er, a.m.k. ekki næstu árin. Þeim
möguleikum, sem aukin stofn-
stærð nytjafiska kann að gefa í
fyrirsjáanlegri framtíð, verður
alit eins mætt með aukinni tækni
í veiðum og vinnslu og auknum
mannafla. Sama máli gegnir um
landbúnað. Móðurmoldin hefur
sín nýtingarmörk og sölumögu-
leikar búvöru eru þeir, að
landbúnaður tekur ekki við um-
talsverðu viðbótarvinnuafli fram
til aldamóta.
Sjávarútvegur og landbúnaður
verða áfram hornsteinar í íslenzk-
um þjóðarbúskap. Bróðurpartur af
því viðbótarvinnuafli, sem bætist
þjóðinni á næstu tveimur áratug-
um, verður þó að leita til iðju og
iðnaðar- og þjónustustarfa. Þang-
að verður einnig að sækja þann
verðmætaauka, sem tryggja á
sambærileg framtíðarlífskjör á ís-
landi og nágrannar búa við.
Orkan í fallvötnum og jarð-
varma felur í sér margs konar
möguleika sem nýta verður. Af
stórhug var ráðizt í Búrfells-,
Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkj-
anir. Ef vel hefði verið átti þegar
fyrir nokkru að liggja fyrir
ákvörðun um næstu stórvirkjun.
Svo er ekki. Síðast liðin tvö ár
hefur þröngsýni og hik ráðið
ríkjum í orku- og iðnaðarráðu-
neyti. Þessi tvö ár úrtöluafla í
mikilvægasta málaflokki þjóðar-
innar á líðandi stund hafa reynzt
henni dýr.
Reynslan af álverinu í Straums-
vík og járnblendiverksmiðju á
Grundartanga hefur gert allar
hrakspár úrtölumanna að engu.
Sjálfsagt er að ganga með gát og
fyrirhyggju að öllum stóriðjuvið-
fangsefnum. En við komumst ekki
hjá að nýta þá möguleika, sem
forsjónin hefur lagt okkur upp í
hendur, ef við viljum skapa þjóð-
inni framtíðaröryggi, atvinnulega
og efnahagslega. Álverið og járn-
blendiverksmiðjan veita rúmlega
1000 manns atvinnu og leggja til
15—20% af útflutningsverðmæt-
um okkar. Hver vildi vera án
þessara stórtæku atvinnufyrir-
tækja í dag? Og hver vill ekki nýta
þá möguleika, sem næstir hendi
virðast vera til að styrkja verð-
mætasköpun í þjóðarbúskapnum,
undirstöðu lífskjara okkar og at-
vinnuöryggis?
Island og
umheimurinn
Fáar þjóðir eru jafn háðar
milliríkjaverzlun, út- og innflutn-
ingi, og Islendingar. Þar af leiðir
að viðskiptakjör hafa djúptækari
áhrif á þjóðarkjör hér en víðast
annarsstaðar. Ef grannt er gáð
sjást þessa víða dæmi. Gleggsta
dæmið er e.t.v. sú viðvarandi
staðreynd í íslenzkum þjóðarbú-
skap að víxlhækkanir kaups og
verðlags hafa valdið hækkunum
framleiðslukostnaðar í sjávarút-
vegi langt umfram þróun sölu-
verðs á mörkuðum okkar erlendis,
þar sem verðlag er stöðugra og
jafnvægi í efnahagsþróun. Þetta
hefur veikt samkeppnisstöðu
okkar, leitt af sér sífellt gengissig
til að jafna metin fyrir útflutn-
ingsframleiðsluna. Nú á hinsvegar
að greiða niður halla fiskfram-
leiðslunnar til þess að hægt sé að
„festa gengið" þriðjung úr ári, þó
ekki liggi á lausu hvar þeir
fjármunir verði teknir sem til
þarf. Annað dæmi varðar marg-
földun á innflutningsverði olíu,
sem hefur komið mjög illa við
íslenzkan þjóðarbúskap og við-
skiptajöfnuð út á við, þó orðið hafi
mjólkurkýr ríkissjóðs í hlutfalls-
hækkun benzínskatta. Jafnvel
rýrnun viðskiptakjara verður rík-
issjóði þannig að féþúfu!
Helztu viðskiptalönd okkar eru
EBE- og EFTA-ríkin, sem kaupa
samtals 52% útflutnings okkar og
leggja til 69% innflutnings okkar.
Bandaríkin eru hagstæðasta
markaðssvæði okkar og raunar
það eina, sem skilar umtalsverð-
um hagstæðum viðskiptajöfnuði.
Þau kaupa 28% útflutnings okkar
en leggja til 7% innflutnings
okkar (árið 1979). Viðskipti okkar
við Bandaríkin færa okkur þann
veg verulegan gjaldeyri til frjálsr-
ar ráðstöfunar. Það er eftirtekt-
arvert að þessi þrjú markaðs-
svæði, EBE, EFTA og N-Ameríka
kaupa yfir 80% af útflutningi
okkar — og þaöan koma rúmlega
75% af innflutningi okkar (1979).
Aðild okkar að EFTA, viðskipta-
samningar við EBE (og tollfríð-
indi í þeim ríkjum) og síðast en
ekki sízt söluaðstaða okkar á
fiskafurðum í Bandaríkjunum
ráða meiru um þjóðarkjör en
menn gera sér í fljótu bragði grein
fyrir. Það er mjög mikilvægt að
varðveita viðskiptahagsmuni
okkar út á við, því viðskiptakjörin,
ásamt verðmætasköpuninni í
þjóðarbúskapnum, eru afgerandi
um þau lífskjör, sem hér bjóðast.
Þau hérlend stjórnmálaöfl sem
vinna að því baki brotnu að skera
á tengsl okkar við lýðræðisríki
V-Evrópu og N-Ameríku geta ver-
ið hættuleg hagsmunum íslend-
inga, bæði sem þjóðar og einstakl-
inga. Það er meira en vafasöm
stjórnkænska að leiða þau inn í
íslenzkt stjórnarráð.
Samanburd-
ur á þjóðfé-
lagsgerðum
Sósíalisminn hefur þegar fengið
60 ára reynslupróf í Sovétríkjun-
um, 35 ára reynslupróf í ríkjum
A-Evrópu og skemmri reynslu í
tugum ríkja Asíu og Afríku.
Hvarvetna sem þessi þjóðfélags-
gerð (hagkerfi) hefur verið reynd
hefur niðurstaðan orðið sú sama.
Verðmætasköpun í þessum ríkjum
á hvern einstakling er hvergi
nema u.þ.b. helft af því sem
gengur og gerist í ríkjum V-Evr-
ópu og N-Ameríku — og almenn
lífskjör eru að sama skapi lakari.
Markaðsbúskapur vestrænna
ríkja hefur svo augljósan vinning
fram yfir sósíalistaríkin að þar
komast engar efasemdir að.
Sama máli gegnir um frelsi
einstaklinga til félagastarfs, at-
hafna, skoðana og tjáningar.
Frelsi eða réttur hvers einstakl-
ings til að velja sér lífsform er allt
annar og meiri í borgaralegum
þjóðfélögum en þeim, sem lúta
sósíalisma. Samanburður á sjálf-
stæði launþegafélaga í V-Evrópu
og A-Evrópu er dæmigerður fyrir
þann mun, sem hér er á, að ekki sé
minnzt á skoðana-, tjáningar- og
ferðafrelsi.
Sósíalistar hvarvetna í veröld-
inni tala um „öðruvísi sósíalisma“.
Enginn vill viðurkenna þann sósí-
alisma sem reynslan hefur dregið
upp, hvarvetna þar sem þessi
þjóðfélagsgerð hefur verið reynd.
Allt talið um „öðruvísi sósíalisma"
er í raun alþjóðlegt dómsorð um
það að þessa 19. aldar kenningu
hafi dagað uppi í þróun 20.
aldarinnar.
Vestræn lýðræðisríki eru að
vísu langt frá því að vera galla-
laus. En þau þróast smám saman
frá göllum sínum til meiri fuIL
komnunar fyrir meirihlutaáhrif
almennings í frjálsum leynilegum
kosningum. Þessvegna er vestræn-
um þjóðum annt um þá þjóðfé-
lagsgerð, sem þær búa við, og vilja
fá að þróa hana hver að sínum
heimaaðstæðum.
Sósíalisma hefur hvergi verið
komið á fyrir stuðning meirihluta
í frjálsum kosningum; hvarvetna í
skjóli vopnavalds. Innrásin í
Tékkóslóvakíu, innrásin í Afgan-
istan, innlimun Eystrasaltsríkja
og tugir álíkra dæma eru hættu-
boðar, sem knúið hafa vestrænar
þjóðir til varnarbandalags, er
tryggt hefur frið í okkar heims-
hluta frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar. Þrátt fyrir yfirlýst
hlutleysi voru þrjú Norðurlanda
hernumin í þeirri styrjöld. Það er
því engin tilviljun að þessi þrjú
ríki eru öll aðilar að Atlantshafs-
bandalaginu í dag.
I ljósi framansagðs má ljóst
vera að ísland á menningarlega,
stjórnmálalega og viðskiptalega
samleið með þjóðum V-Evrópu og
N-Ameríku. Hnattstaða landsins,
á hernaðarlega mikilvægu haf-
svæði, miðsvegar milli hins nýja
og gamla heims, veldur því og, að
vera þess í NATO er sjálfgefin. Sú
skoðun á mikinn meirihluta með
íslenzkri þjóð og stuðning lýðræð-
isflokkanna þriggja. Aðeins Al-
þýðubandalagið, sem áður hét
Sósíalistaflokkur og þar áður
Kommúnistaflokkur, bergmálar
upphaf sitt í afstöðu sinni gegn
Atlantshafsbandalaginu.
Neikvæd
þversum af-
stada
Uttekt á Alþýðubandalaginu
verður ekki gerð nema í ljósi
fortíðar þess, rótarinnar er jarð-
veg á í Kommúnistaflokki íslands,
sem stofnaður var árið 1930 sem
deild í Komintern, alþjóðasam-
bandi kommúnista. Þá ortu menn
án undanbragða: „Sovét-ísland.
óskalandið, hvenær kemur þú?“
Engu að síður eru ýmis teikn á
lofti dagsins í dag, sem valda því
að enn er það ljóst hvað þeir vilja.
Alþýðubandalagið rær að því
öllum árum (a.m.k. þegar það er
utan ríkisstjórnar) að Island segi
skilið við varnarsamtök vest-
rænna ríkja, Atlantshafsbanda-
lagið.
Alþýðubandalagið rær að þvi
öllum árum að skera á önnur
tengsl okkar við vestrænar þjóðir.
Hver man ekki afstöðu þess til
aðildar okkar að EFTA og við-
skiptasamnings okkar við EBE?
Enginn efast um það í dag að
Oslóarsamkomulagið við Breta
hafi endanlega fært okkur viður-
kenningu á 200 mílna fiskveiði-
landhelgi. Hver var afstaða Al-
þýðubandalagsins til þess sam-
komulags? Taldi það ekki sigur-
samninginn til landráða?
Hver var afstaða Alþýðubanda-
lagsins til Búrfellsvirkjunar, Sig-
ölduvirkjunar og Hrauneyjafoss-
virkjunar? Hvaða flokkur vildi i
öllum þessum tilfellum mun
smærri virkjanir og dýrari á
orkueiningu? Og hversvegna?
Hver var afstaða Alþýðubanda-
lagsins til álvers í Straumsvík og
járnblendiverksmiðju á Grundar-
tanga, sem nú veita 1000 manns
atvinnu og leggja til drjúgan hlut
af útflutningsverðmætum þjóðar-
búsins? Hver vill í dag vera án
þessara atvinnutækja?
Hversvegna hefur ekki verið
tekin ákvörðun um næstu stór-
virkjun í landinu á tveggja ára
valdasetu Alþýðubandalags í rík-
isstjórn og orkuráðuneyti?
Þannig mætti lengi spyrja.
Hvarvetna blasir við neikvæð af-
staða flokks sem verið hefur
þversum í flestum hagsmunamál-
um þjóðarinnar, einkum og sérí-
lagi þeim, er lúta að tengslum
okkar við þær þjóðir, sem skyld-
astar eru okkur að menningararf-
leifð og þjóðfélagsgerð. Það getur
reynzt dýrt „spaug“ að leiða slíkan
flokk til vaxandi áhrifa í íslenzku
þjóðfélagi.