Morgunblaðið - 11.01.1981, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
Afganir steyptir
í sovéskt mót
egar Babrak Karmal og
félagar komust til valda í
Afganistan í kjölfar inn-
rásar sovéska hersins í
landið fyrir rúmu ári,
mátti ætla, að þeim þætti nokk-
uð gagn af því að halda í heiðri
afganska siði, ef það mætti
verða til þess að sætta andstæð
öfl meðal þjóðarinnar. Til dæmis
afnumdu þeir rauða fánann, sem
varð þjóðfáni Afgana eftir bylt-
inguna í apríl 1978, og tóku upp
nýjan, þar sem trúarlitir Múha-
meðstrúarmanna urðu aftur
tákn þjóðarinnar. I boðskap
byltingarráðsins til þjóðarinnar,
þegar það kynnti grundvallar-
stefnu sína, kom fram, að trúar-
siðir yrðu virtir. Leiðtogar
flokks og landstjórnar sóttu
bænarstundir í moskum og hófu
fundi sína með því að lesa úr
Kóraninum.
Frá því þannig var af stað
haldið, hefur mikið breyst í
Afganistan. Nú eru það ekki
iengur siðvenjur Islams, sem
stjórnvöld hampa. Opinberir að-
ilar berjast nú fyrir rússneskjun
þjóðarinnar. Allt áð færa í
staðlað form Sovétskipulagsins.
Kom þetta til dæmis glögglega
fram, þegar minnst var 110 ára
afmælis Leníns í apríl 1980,
þegar í nokkra daga var ekki
unnt að lesa blöðin fyrir ævi-
minningabrotum um Lenín og
köflum úr sjálfsævisögu Brezh-
nevs. Afmælis Ho Chi Minhs,
fyrrum leiðtoga víetnamskra
kommúnista, var minnst með
hátíðahöldum í maí og mikið var
um dýrðir í nóvember, þegar
Sovétmenn héldu upp á 63. ára
afmæli byltingarinnar. Lenín-
safn var opnað í Kabúl í nóv-
ember. Við það tækifæri sagði
Nur Ahmad Nur, félagi í stjórn-
málanefnd afganska kommún-
istaflokksins, að miðstjórn hans
mundi gera sitt ýtrasta til að
kynna og útbreiða rit og kenn-
ingar Leníns. Sovéskir vináttu-
dagar eru fyrirhugaðir í Kabúl í
nóvember 1981 samkvæmt sam-
vinnusamningi, sem vináttufélög
landanna, samanber MÍR hér á
landi, undirrituðu í Moskvu í
október.
í ræðu, sem Babrak Karmal
flutti 14. nóvember, kom fram,
hve gífurlega áherslu lepparnir í
afgönsku ríkisstjórninni leggja á
samstöðu við sovésku herraþjóð-
ina. Ræðan var einskonar
skýrsla Karmals til valdamanna
í afganska kommúnistaflokkn-
um um ferð sína til Sovétríkj-
anna. Hann sagði m.a.: „Starf
sérhvers flokksfélaga frá hinum
lægsta til hins hæsta og sérhvers
embættismanns, frá hinum
lægsta til hins hæsta á að meta
eftir því, hvernig hann leggur sig
fram um að rækta hina eilífu
vináttu og samstöðu með lenín-
ískum kommúnistaflokki Sovét-
ríkjanna og vináttuna milli
landa okkar og þjóða."
Sovétmenn
í valdakerfinu
Sovéskir ráðgjafar og sérfræð-
ingar láta til sín taka á öllum
sviðum stjórnsýslu í Afganistan.
I mörgum greinum hafa þeir
með öllu útrýmt afgönskum
embættismönnum. í indverska
blaðinu The Statesman hefur
komið fram, að við hlið allra
afganskra ráðherra sitji sovésk-
ur ráðgjafi. Engar ákvarðanir
séu teknar án samþykkis þeirra.
Þótt hér kunni ef til vill að vera
of sterkt til orða tekið, má enn
vitna til ræðu Karmals 14. nóv-
ember, því að hann sagði þá, að
Sovétmenn hefðu sent menn til
starfa „á nær öllum sviðum
stjórnsýslunnar í þágu ráðherra
og stjórnvalda í Afganistan".
Hann gagnrýndi jafnframt þá
afgönsku embættismenn, sem
„legðu allan þunga og ábyrgð
embættisfærslunnar á herðar
(sovésku) ráðgjafanna".
Kommúnistaflokkur Afganist-
an, sem er í forystu stjórnmála-
hreyfingar í landinu, er skipu-
lagður eftir fyrirmynd frá
kommúnistaflokki Sovétríkj-
anna, helstu valdastofnanirnar
eru stjórnmálanefndin (polit-
búro) og miðstjórnin. Babrak
Karmal er aðalritari flokksins
og jafnframt forseti landsins
(eins og Brezhnev) og þar að
auki forsætisráðherra. Eins og
venjulegt er meðal kommúnista
eru Karmal og félagar hans í
forystusveitinni aldrei nefndir á
nafn nema getið sé allra virð-
ingartitla þeirra. Aldrei er ein
einasta athugasemd gerð við
skýrslur Karmals til miðstjórn-
arinnar. Að svoéskum sið er
jafnan efnt til funda víðs vegar
um Iandið, Karmal til stuðnings,
eftir að hann hefur gefið skýrslu
um eitthvert mál. Málgagn mið-
stjórnar afganska kommúnista-
flokksins heitir Haqiqati Enqe-
labi-Saur og það þjónar sama
tilgangi og Pravda í Sovétríkjun-
um.
Innrætingarstarf er stundað
af miklum þrótti, ekki síst innan
hersins. Aróðursforingi í hern-
um sagði í viðtali við Kabúl-
útvarpið 23. september, að tvisv-
ar í viku væri efnt til stjórn-
málafunda með öllum hermönn-
um, þar sem þeim væru kenndar
grundvallarhugmyndir komm-
únismans.
Aðrar stofnanir
Að sovéskri fyrirmynd hefur
verið komið á fót margvíslegum
stofnunum til að tryggja íhlutun
ríkisvaldsins í sem flesta þætti
daglegs lífs. Flestar þessar
stofnanir starfa í nánu sam-
bandi við systurfélög í Sovétríkj-
unum. Meðal þessara samtaka
má nefna:
Verkalýðsfélög. 16. ágúst 1980
ályktaði stjórnmálanefnd afg-
anska kommúnistaflokksins um
verkefni verkalýðsfélaga og
sagði þar, að þau ættu framar
öllu öðru að „skýra stefnu
flokksins og ríkisstjórnarinnar
fyrir verkamönnum, skipuleggja
fundi verkamanna og samkomur
til varnar þeim árangri, sem af
byltingunni hefði leitt, og vinna
gegn jafnt innlendum sem er-
lendum samsærismönnum". Þeg-
ar allt annað hafði verið talið,
var fram tekið, að félögin ættu
að „verja hagsmuni og réttindi
verkamanna".
Æskulýðsfélög. Stofnuð hefur
verið Lýðræðisfylking afganskr-
ar æsku, sem í september sam-
þykkti að fylkja sér til stuðnings
ríkisstjórn Karmals. Á þinginu,
þegar þetta var samþykkt, sagði
Babrak Karmal meðal annars:
„Þið skuluð berjast í því skyni að
vinna hug og hjörtu hvers ein-
asta æskumanns." Hann hvatti
þingheim til að fara að orðum
Leníns, eins og þau komu fram í
ræðu hans á þriðja þingi sovésku
æskulýðsfylkingarinnar, Komso-
mol. Á þinginu í Kabúl var
sovésk sendinefnd undir forsæti
Boris Paastukhov, leiðtoga
Komsomol. Æfingabúðir- ungra
frumherja (fyrir börn) voru í
fyrsta sinn starfræktar í Afgan-
istan á síðasta sumri. Starfið var
allt að sovéskri fyrirmynd og þar
var sovéskt aðstoðarfólk.
Samtök rithöfunda og skálda.
Slík samtök voru stofnuð á
ráðstefnu í október 1980. í
ávarpi frá miðstjórn kommún-
istaflokksins var rithöfundum
bent á eftirfarandi: „Við þessar
erfiðu aðstæður ... þegar flokk-
urinn hefur sameinað öll þjóðfé-
lagsöfl til útrýmingar á andbylt-
ingarmönnum ... væntir landið
þess af rithöfundum sínum og
skáldum, að þeir skapi verk, sem
muni fylla þjóðina hatri á óvin-
inum.“ Sendinefnd frá sovéska
rithöfundasambandinu sat ráð-
stefnuna og undirritaði sam-
vinnusáttmála við afganska
starfsbræður að henni lokinni.
Bandalag listamanna. Það
var stofnað á þingi 22. septem-
ber 1980. í flokksboðskap til
þingsins sagði, að listamenn
„væru traustir samverkamenn í
því að halda á loft háleitum
markmiðum byltingarinnar".
Þar sagði einnig, að „öllum
hópum listamanna er skylt að
treysta alþjóðlega stöðu landsins
og auka samvinnuna við Sovét-
ríkin".
Blaðamannasamband. Það
var stofnað á þingi 15. septem-
ber 1980. Þingið sátu 450 afg-
anskir blaðamenn og sovésk
sendinefnd undir forsæti aðal-
ritstjóra Izvestíu, sem er mál-
gagn sovésku ríkisstjórnarinnar.
I aðalræðunni á þinginu komst
Jamila Palwasha, varamaður í
miðstjórn afganska kommún-
istaflokksins, svo að orði: „Það
er heilög skylda sérhvers fram-
sækins blaðamanns, sem ber hag
ættjarðarinnar fyrir brjósti, að
birta staðreyndir úr þjóðfélagi
okkar, sem staðfesta að Saur-
byltingin mun standa um aldur
og ævi (þ.e. byltingin í apríl
1978). Jafnframt verður hann að
benda á þá staðreynd, að með
degi hverjum verður ástandið
stöðugra í hinu lýðræðislega og
hugdjarfa Afganistan. Loks
verður hann að minna á þær
staðreyndir, sem sýna að áhrif
landsins og virðing á alþjóða-
vettvangi fer vaxandi. Þessum
boðskap verður að koma til
allrar . þjóðarinnar, nágranna-
landa og heimsins alls.“ Sam-
vinnusáttmáli var undirritaður
milli blaðamannasambands Sov-
étríkjanna og þess afganska í
Kabúl 4. nóvemSer.
Efnahagsaöstoö
Samhliða því sem öllum þegn-
um landsins hefur verið gert
ókleift að ferðast með löglegum
hætti til annarra landa vegna
þess, hve háir ferðamannaskatt-
ar eru, hefur efnahagslíf Afgan-
istan orðið í raun hluti af því
sovéska. Fyrir innrásina höfðu
Sovétmenn aðstoðað Afgana við
vegagerð og lagningu Bagram-
flugvallar, þar sem fyrstu sov-
ésku hermennirnir lentu í des-
ember 1979. Með þeirri aðstoð
kynntust þeir öllum staðháttum
í landinu, sem varð til þess að
auðvelda þeim hernaðaraðgerð-
ir.
Öll venjuleg alþjóðaviðskipti
Afgana hafa lagst niður. Sovét-
menn leggja Afgönum nú til
80% af þeirri aðstoð sem þeir fá
að sögn' Karmals. Ferðamenn
koma ekki lengur til landsins og
matvælaframleiðsla hefur rask-
ast vegna aðgerða sovéska hers-
ins gegn andspyrnuhópum.
Samhliða því sem Sovétmenn
hafa lagt fram fjármagn til
nýrra framkvæmda, til dæmis
við gerð orkuvirkja eða leit að
náttúruauðlindum, hafa flótta-
menn skýrt frá því, að í raun séu
Sovétmenn að arðræna afgönsku
þjóðina. Dr. Abdol Latif Aruah,
fyrrverandi deildarstjóri í
námu- og iðnaðarráðuneyti Afg-
anistan, sem flúði frá Kabúl í
október 1980, sagði að næstum
allt jarðgas Afganistan fari til
Sovétríkjanna, og afganskir
embættismenn geti ekki fylgst
með því, hve mikið magn er
flutt, því að mælarnir á pípunum
eru innan sovésku landamær-
anna.
Fleiri lykilþættir
Um síðustu helgi var lögreglu-
stjórinn í Kabúl handtekinn
ásamt stórum hluta lögregluliðs-
ins. Fram hefur komið, að með
austur-þýskri aðstoð væru Sov-
étmenn að koma upp öryggis-
lögreglukerfi í landinu. Meðal
annars skýrði yfirflugstjóri flug-
félags Afganistan frá þessu,
eftir að hann hafði flúið land í
september sl. Með slíku öryggis-
lögregluneti er KGB gert kleift
að ná undirtökunum. Handtaka
lögreglustjórans á dögunum
staðfestir ef til vill, að því stigi
sé nú náð.
í júlí var komið fyrir í landinu
hreyfanlegum móttökustöðvum
fyrir sjónvarp, þannig að Kab-
úl-sjónvarpið getur nú sent sov-
ésku sjónvarpsdagskrána.
Beinu sambandi hefur verið
komið á milli afgönsku frétta-
stofunnar Bakhtar og sovésku
fréttastofunnar Tass.