Morgunblaðið - 11.01.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
29
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hagvangur hf. Ráðningarþjónusta
Óskum eftir að ráða fyrir einn viðskiptavina
okkar-:
Vélaverkfræðing
Fyrirtækið er stórt iðnfyrirtæki, sem skiptist
í margar deildir.
Starfið er skipulagning og stjórn á vélavið-
haldi og nýsmíði í verksmiðju, ásamt eftirliti
með öllum framkvæmdum.
Nauðsynlegair eiginleikar eru verk- eöa
tæknifræðimenntun á sviði málmiðnaðar auk
3—5 ára reynslu á því sviöi.
Við leitum að manni með skipulagshæfileika,
sem á auðvelt með að umgangast fólk.
Vinsamlegast skilið umsóknum merktum:
„Vélaverkfr." á skrifstofu okkar eigi síðar en
16. janúar.
Gagnkvæmur trúnaður.
Hagvangnr hf.
RMningarþjónutU, Mafkaða- og sðluréögjöf,
c/o Haukur HaraMaaon foratm. Þjóðhagfr^iþjónuata,
Maríanna Trauatadóttir, TðtYuþjónuata,
Granaóavagi 13, Raykiarík, Skoðana- og markaðtkannanir,
aimar «34721 «3483. Nómaketóahaid.
Markaðsfulltrúi
Óskum eftir að ráða nú þegar markaös-
fulltrúa til Iðnaðardeildar Sambandsins á
Akureyri. Viðskiptamenntun eöa sambærileg
menntun æskileg.
í starfinu felst meðal annars sala og
markaðskönnun erlendis, undirbúningur sýn-
inga og samskipti við erlenda viöskiptavini.
Umsóknir með uppýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf skilist til starfsmanna-
stjóra Sambandsins fyrir 20. þessa mánaðar.
Farið veröur með umsóknir sem trúnaðarmál.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA
STARFSMANNAHALO
Sendlastarf
Óskum eftir sendli hálfan daginn fyrir hádegi
eöa allan daginn.
Þarf helst aö hafa vélhjól.
SAMBAND ISL.SAMVINNUFEIAGA
STARFSMANNAHALO
Framkvæmdastjóri
óskast sem fyrst til þess að vinna að
undirbúningi á ráðstefnu norrænna lækna-
samtaka.
Ráðstefnan verður í Reykjavík í lok júní nk.
Fyrst um sinn er um hlutastarf að ræða þar
sem vinnutími getur verið mjög breytilegur,
en gera má ráð fyrir fullu starfi í nokkrar
vikur.
Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri
störf sendist augl.deild Mbl. fyrir fimmtudag-
inn 15. janúar nk. merkt: „Framkvæmdastjóri
— 3121“.
Fóstrur
Barnaheimili Húsavíkur vantar fóstrur sem
fyrst.
Umsóknarfrestur til 20. janúar. Uppl. gefur
forstöðukona í síma 96-41255.
Dagvistunarnefndin
Bifreiðastjóri
óskast
Upplýsingar á skrifstofu KRON, Laugavegi
91, á mánudag og þriðjudag frá kl. 2—4.
Fyrirtæki
í miðborginni
óskar eftir að ráöa ungling (16—18 ára) til
sendiferða og léttra skrifstofustarfa.
Tilboð merkt: „S — 3377“, sendist Morgun-
blaöinu fyrir 16. janúar nk.
Sölumaður —
Fasteignasala
Þekkt fasteignasala hér í borg vantar sölu-
mann, sem hefur bíl til umráða. Þarf að vera
stundvís og ábyggilegur. Tilboð sendist
augl.deild Mbl. merkt: „Fasteignasala —
3122“, fyrir 20. þm.
Handavinnukennari
Hrafnista óskar að ráða handavinnukennara
í hálft starf.
/Eskilegt að umsækjandi geti kennt vefnað.
Upplýsingar hjá Jóhönnu Sigmarsdóttur í s.
38440 á skrifstofutíma.
Markaðsráðgjafi —
Útflutningsráðgjöf
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins óskar að ráða
starfsmenn til að aðstoða fyrirtæki í mark-
aösleit og útflutningsstarfsemi.
Við leitum að mönnum með viðskiptareynslu
og/eða hagfræði/viðskiptafræðimenntun.
Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf
sendist til Útflutningsmiðstöðvar Iðnaðarins
Hallveigarstíg 1, fyrir 17. janúar nk.
Nánari upplýsingar veittar í síma 25777.
Tryggingafélag
óskar aö ráða unglingsstúlku eða pilt til
sendilstarfa og símavörzlu.
Umsóknir, er greini aldur og menntun sendist
Morgunblaðinu fyrir 15. janúar merkt: „T —
3112“.
Saumaskapur —
Framtíðarvinna
Við viljum ráða nú þegar og á næstunni
nokkrar vanar saumakonur.
Skemmtileg framleiðsla, góð vinnuaðstaða
og sérstaklega góðir tekjumöguleikar (bón-
uskerfi).
Vinsamlegast komið í heimsókn eða hringið í
Herborgu Árnadóttur, verkstjóra. Síminn er
85055.
^KARNABÆ
Fosshálsi 27.
Vön vélritunarstúlka
óskast á lögmannsstofu mína hluta úr degi
og einnig til heimavélritunar.
Starfstími og laun eftir samkomulagi.
Þorvaldur Ari Arason, hrl.
Smiðjuvegi D-9, Kópavogi,
símar 40170 og 17453.
Ráðningaþjónustan
óskar eftir að ráða
Starfsmannastjóra hjá stórfyrirtæki til að
sinna samræmingu og skipulagningu starfs-
mannamála og samningagerð. Nauðsynlegt
að viðkomandi þekki vel til kjaramála, hafi
góða skipulagshæfileika og haldgóða við-
skiptamenntun.
Rekstrarstjóra til aö annast verkskipulagn-
ingu, tilboðsgerð, yfirverkstjórn og starfs-
mannahald hjá stóru fyrirtæki í Reykjavík.
Starfsreynsla og þekking á málmiðnaði
ásamt tæknimenntun nauösynleg.
Markaðsfulltrúa til aö sinna markaðsrann-
sóknum, uppbyggingu og þróun sölukerfis
ásamt sölumennsku. /Eskilegt að viðkom-
andi hafi viðskiptamenntun og/ eða verulega
starfsreynslu í sölustörfum.
Skrifstofustjóra á aldrinum 25—35 ára til
starfa hjá traustu þjónustufyrirtæki í Reykja-
vík. Bókhaldsþekking og reynsla af tölvu-
notkun ásamt haldgóöri þekkingu á almenn-
um viðskiptaháttum nauösynleg.
Skrifstofumanna til starfa hjá bæjarfélagi úti
á landi. Fjölbreitt og krefjandi ábyrgðarstarf.
/Eskilegt að viökomandi hafi góða skipulags-
hæfileika, bókhaldsþekkingu og starfs-
reynslu í skrifstofustörfum.
Útibússtjóra til að annast verslunarstjórn,
sölumennsku, uppbyggingu og viðhald við-
skiptasambanda hjá fyrirtæki í framleiöslu-
iðnaöi. /Eskilegt að viðkomandi hafi góða
þekkingu á verslun og markaðsmálum og
geti hugsaö sér að setjast að úti á landi.
Einkaritara með mjög góða enskukunnáttu
hjá fyrirtæki í austurborginni. Starfsreynsla í
uppsetningu bréfa og skjalavörslu nauðsynleg.
Ritara til alm. skrifstofustarfa hjá stórfyrir-
tæki í Reykjavík. Vélritunar- og enskukunn-
átta nauðsynleg.
Verslunarmann til starfa viö afgreiöslu
hálfan daginn e.h. Nauðsynlegt að viðkom-
andi hafi reynslu í afgreiðslustörfum, fágaða
framkomu og þekkingu á vefnaðarvörum.
Vinsamlegast sendið umsóknir á þar til
gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á
skrifstofu okkar.
Gagnkvæmur trúnaður.
Hagvangur hf. ^þj6ou.u,
Róðninoarbiónutta og aöluróðgjöf,
c/o Haukur Haratdaaon foratm. Þ)óðhagfr*ölþfönu*la,
Marianna Trauatadóttir, TöhruþjónuaU,
Granaóavagi 13, Reykjavík, Skoöana- og markaöskannanir,
aimar «3472 » «3483. Námtkeióahatd.
Sölumaður
Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir
sölumanni til sölu á matvörum.
Umsóknir sendist til starfsmannastjóra fyrir
20. þ. mán.
SAMBANDISL. SAM VINNUFÉIAG A
STARFSMANNAHALD
Skrifstofa
rannsóknarstofnana
atvinnuveganna
óskar að ráða skrifstofumann nú þegar.
Laun greidd skv. 10. launflokki BSRB.
Umsoknir ásamt upplýsingum um menntun,
aldur og fyrri störf sendist skrifstofunni fyrir
16. janúar nk.
Skrifstofa Rannsóknast. atvv.
Nóatúni 17, 105 Reykjavík,
sími 26588.