Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 34

Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 VER®)LD SKOTVOPN Hin blóðuga „hefð“ Banda- ríkjamanna Eina helgina í desemher sl. var mikill mannfjöldi samankominn úti fyrir lögreglustöð í einu úthverfi Washingtonborgar í Bandarikjunum. Erindiö. sem fólkið átti þangað. var að lita á og vita hvort það kannaðist ekki við eigur sínar í einhverju mesta þýfi, sem nokkru sinni hefur fallið í hendur lögreglunnar. Eftir því sem lögreglan taldi sig komast næst var þýfið, sem fannst á heimili Charles Welch, silfur, skartgripir, forngripir og ýmislegt fleira, metið á fjórar milljónir dollara og hafði flestu verið stolið aðeins á undanfarandi fjórum mánuðum. Jafnvel meðan verið var að kanna þýfið, sem fannst í Washington, bárust fréttir um að 16 körfur fullar af stolnum mun- um hefðu fundist á öðru heimili Welch í Minnesota. Það var vegna morðsins á dr. Michael Halberstam, frægum hjartasérfræðingi, að allt þýfið kom í leitirnar. Dr. Halberstam kom heim til sín síðla eitt kvöld og kom þá beint í flasið á innbrots- þjóf í húsinu, sem skaut hann til bana. Charles Welch var handtek- inn skömmu seinna. Morðið á dr. Halberstam og á John Lennon um svipað leyti hafa nú valdið því, að Bandaríkja- mönnum finnst nú mælirinn loks fullur og þykir sem tími sé kominn að skera upp herör gegn glæpafar- aldrinum í landinu. I Bandaríkjunum er byssan gjarnan höfð við höndina hvert ári. svo sem afbrotið kann að vera að öðru leyti. Samkvæmt skýrslum FBI voru framin 21.460 morð í Bandaríkjunum árið 1979, sem er 10% aukning frá árinu á undan, og þar af voru rúmlega 10.000 drepnir með skotvopnum. Talið er að nú séu um 25 milljónir óskráðra skammbyssna í landinu. Það kemur því ekki á óvart að flestir húsráðendur óttast ekki aðeins að tapa eigum sínum held- ur einnig lífi sínu. Dr. Halberstam virðist t.d. ekki hafa gert neitt til að hefta för þjófsins Charles Welch en var drepinn þrátt fyrir það. Sala á alls kyns öryggisút- búnaði hefur af þessum sökum aukist gífurlega og „baráttan gegn byssunni" hefur fengið byr undir báða vængi. Ekki hvað síst vilja nú margir draga úr þeim miklu áhrifum, sem The National Rifle Association, eða Skotfélagið þeirra Bandaríkjamanna, hefur á löggjafann. Skotfélagið, sem er hvort tveggja í senn fulltrúi byssufram- leiðenda og veiðimanna, hefur bundið málflutning sinn við þá klásúlu í stjórnarskránni þar sem segir, að ekki megi ganga á „rétt fólks til að eiga og bera vopn“. Þar er raunar um rangtúlkun að ræða því í raun og veru er átt við skipulegan her eða heimavarnar- lið. Þegar upplýst var að Nancy Reagan, eiginkona Ronalds Reag- ans, hefði ávallt skammbyssu á náttborðinu hjá sér, vakti það miklu meiri athygli í Evrópu en í Bandaríkjunum. Flestum Banda- ríkjamönnum finnst það bara sjálfsagt og æ fleiri húsráðendur tala nú um að verða sér úti um byssu vegna glæpafaraldursins. Ekkja dr. Halberstams, sem nú hefur gerst merkisberi í barátt- unni gegn byssunum, lýsti því vel hve byssan er ríkur þáttur í lífi Bandaríkjamannsins, þegar hún sagði: „Eg er frá Missouri og karlmennirnir í minni fjölskyldu hafa stundað veiðar allt sitt líf. Byssur voru alltaf inni á mínu heimili og ég er ekkert hrædd við þær.“ Með því að leggja áherslu á þetta er ekki ólíklegt að hún geti gert sig skiljanlega löndum sínum. „Við höfum ekkert með þessar skammbyssur að gera. Við notum þær ekki til að skjóta lynghænur. Kjarninn í þessu öllu er sá, að við hjónin komum heim eitt kvöldið og glæpamaður drap manninn minn. Við getum ekki Iifað í þjóðfélagi þar sem þetta getur gerst." —HAROLDJACKSON DAUÐADOMUR Meinið var að keisarinn át þegnana Kappinn krýndi sjálfan sig og hásætið vó tvö tonn. Réttarhöldin I máli Jean Bedel Bokassa, fyrrv. keisara Mið-Afríku- lýðveldisins, sem á sinum tima krýndi sjálfan sig krúnunni að hættl Napóleons, hafa nú enn á ný vakið upp ýmsar spurningar um stuðning Frakka við þennan afsetta einræðisherra. í réttarhöldunum var Bokassa dæmdur til dauða þó að fjarverandi væri og voru sakarefnin hin margvislegustu, t.d. mannát, fjöldamorð á skólabörnum og opin- ber fjárdráttur. í forsíðuleiðara í hinu virta franska dagblaði Le Monde nú nýlega var ráðist allharkalega á Giscard d’Estaing forseta fyrir að reyna að draga fjöður yfir fyrri vináttu sína við „slátrarann frá Bangui". „í rétt- arhöldunum var varpað skýru ljósi yfir grimmdarverk Bokassa," sagði í leiðara Le Monde. „Hitt duldist hins vegar flestum hvers vegna Frakkar voru að hlaða undir hann í allan þennan tíma. Mið-Afríkulýðveldið er bláfátækt land, sem hefur enga pólitíska eða efnahagslega þýðingu fyrir Frakkland." Bokassa var steypt af stóli í byltingu, sem Frakkar studdu 20. september 1979 en síðan hefur hann búið á Fílabeinsströndinni. Bokassa var af fátækum kominn eins og raunar aðrir landar hans, ólst upp í kofahreysi í frumskóginum en þegar hvað hæst stóð í stönginni fyrir honum sat hann í tveggja tonna bronshásæti með gullkórónu á höfði, skreytta 13 karata gimstein. I leiðara Le Monde var það rifjað upp, að Giscard hefði farið til Mið-Afríkulýðveldisins til að stunda eftirlætisíþróttina sína, dýraveiðar, minnst var á ásakanir um að hann hefði þegið demanta að gjöf frá Bokassa og að Frakkar hefðu kostað hina fáránlegu krýningarhátíð árið 1976, sem talin er hafa kostað 24 milljónir dollara. . „Hvernig gat forsetinn verið svo lengi í vinfengi við mann, sem hann kallaði „grimman og fyrirlitlegan“ eftir að hartn hafði verið rekinn frá,“ spurði Le Monde. Á sínum tíma vildi Bokassa ekki viðurkenna að hann hefði sjálfur tekið þátt í því að drepa 100 skólabörn en að sögn Amnesty Int- ernational voru þau að mótmæla keisaralegri fyrirskipun um að þau skyldu bera skólabúninga og gjalda fyrir þá okurfé. Búningana var að- eins unnt að fá keypta í einni verslun og svo vildi til, að hún var að hluta í eigu einnar af níu eiginkonum Bok- assa. Hver búningur kostaði 20 dollara en það jafngildir mánaðar- launum kennara í Mið-Afríkulýð- veldinu. I skýrslu Amnesty International kemur fram, að börnunum hafi verið smalað saman eftir mótmælin og flutt til Bangui-fangelsisins þar sem þau hafi verið lamin, pyntuð, kæfð og skotin til bana. Nefnd lögfræðinga frá ýmsum Afríkulöndum komst síðar að þeirri niðurstöðu, að Bok- assa hefði „með vissu" tekið þátt í drápunum. Kvitturinn um mannátið komst fyrst á kreik með byltingunni 1979 en þegar byltingarmennirnir ruddust inn í keisarahöllina fundu þeir i frystikistunum sundurlimaða mannslíkama. Hallarstarfsmenn Bokassa sögðu síðar að hann og hans nánustu hefðu lagt sér mannakjöt til munns við trúarlegar athafnir. Bokassa var mikill aðdáandi Napo- leons Bonaparte og reyndi að líkja eftir honum í ýmsu. Sem fyrr segir krýndi hann t.d. sjálfan sig keisara og krýningarskrúðann gerði sama fyrirtækið og Napoleon skipti við þegar hann var krýndur 1804. De Gaulle var einnig í miklu uppáhaldi hjá Bokassa og þegar hann var jarðsettur árið 1970 brast Bokassa í ofsalegan grát, varpaði sér yfirkom- inn af harmi ágröfina og stundi upp á milli ekkasoganna: „Pabbi, pabbi.” Bokassa leitaði fyrst hælis í Frakklandi eftir að honum hafði verið steypt af stóli. Einkaþota hans, sem franska ríkisstjórnin hafði gefið honum, lenti á flugvelli fyrir utan París en Bokassa var meinuð land- vist. Hann hélt þá til Fílabeins-r strandarinnar og hefur síðan gert Giscard d’Estaing lífið leitt með alls konar yfirlýsingum um hina miklu vináttu þeirra. - CAROLYN LESII Svona lék skjálítinn niu hæða fjölbýlishús i Napoli. Nú bítast harðsvíraðir pólitikusar um gróðann sem þeir þykjast eygja í fyrirhuguðu uppbyggingarstarfi. ■ ÍTALÍA Mafían eygir hagnaðarvon í hörmungunum Hálfgert hernaðarástand rikir nú í fátækrahverfum Napolí. Þar slást húsnæðisleysingjar um þak yfir höfuðið, en eins og kunnugt er misstu fjölmargir heimili sín við hina gifurlegu jarðskjálfta sem urðu á þessum slóðum í nóvember sl. Þá berjast pólitisk öfgaöfl innbyrðis baráttu. Rétt fyrir jól hlutu kona, karlmaður og 14 ára gamall drengur skotsár i bardaga milli nýfasista og kommúnista, er þeir börðust um að ná á sitt vald ófullgerðu húsnæði í fátækrahverfinu Sec- ondigliano. í þessu húsnæði var hvorki ljós né hiti. Pólitískir öfgahópar á báða bóga reyna nú að færa sér í nyt það ástand, er skapaðist eftir jarðskjálftana, er þúsundir manna voru húsnæðislausir og illa haldn- ir. Mafían í borginni reynir nú einnig að búa í haginn, þannig að í hennar hlut komi bróðurpartur þess gróða, sem vænta má að verði vegna þeirra byggingasamninga, sem væntanlega verða gerðir á næstunni. Húsnæðisþörfin er gríðarleg og nauðsynlegt að greiða úr henni hið fyrsta, eigi stærsta borgin á Suður-Ítalíu að verða byggileg á nýjan leik. Ríkisstjórn landsins hefur skip- að Guiseppe Zamberletti yfir- umsjónarmann þess hjálparstarfs, sem unnið er á jarðskjálftasvæð- inu. Ekki virðist hann vera öf- undsverður af þeim starfa, því að nokkrum sinnum hefur honum verið hótað því, að hann verði tekinn af lífi, og hann ferðast um í brynvörðum bíl. Zamberletti er góðviljaður stjórnmálamaður frá Norður-Italíu, en honum er óger- legt að hafa stjórn á ástandinu í Napólí þar sem löngum hefur ríkt fátækt, atvinnuleysi og ótti við glæpi, enda eru stórglæpamenn vanir að fara þar sínu fram. Hann hefur einnig orðið fyrir árásum flokksbræðra sinna, Kristilegra demókrata í Napolí, en þeir eru uggandi um, að utanað- komandi aðilar hrifsi til sín þann ávinning, sem þeir höfðu talið, að falla myndi þeim sjálfum í skaut vegna jarðskjálftanna. Með degi hverjum fer þeim fjölgandi, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Hundruð fjölbýlis- húsa hafa verið lýst óíbúðarhæf og skipanir gefnar um að þau skuli tæmd. íbúarnir hafa bókstaflega verið bornir út. Elzti borgarhlutinn, miðborg Napólí, hefur verið lokuð fyrir allri bílaumferð af ótta við að hús hrynji. Mikið umferðaröngþveiti ríkir á þeim fáu götum, sem leyfilegt er að aka um, og raunir ökumanna í borginni eru ólýsan- legar. Stór hluti borgarbúa dró til skamms tíma fram lífið eða drýgði tekjur sínar með leynd — til dæmis með því að smygla tóbaki, en talið er að allt að 50 þúsund manns hafi stundað þá atvinnu. Talsverður hópur manna stundaði skransölu í ígripum svo og skó- smíðar. Jarðskjálftarnir hafa haft þær afleiðingar, að þessar tekju- lindir hafa gersamlega þornað upp og eykur það enn á eymd borgar- búa. Þar leggst allt á eitt við að magna ógn og skelfingu — at- vinnuleysi, húsnæðisleysi og að- gerðir harðsvíraðra öfgahópa, sem notfæra sér ástandið til að mata krókinn. - DAVID WILLEY AFRÍKUSLÓÐIR Þjóðfrelsi - Já! Kvenfrelsi — Nei! Nú eru brátt liðnir 9 mánuðir frá þvi að íhúar Zimbabwe hlutu fullt sjálfstæði, þ.e.a.s. helmingur þeirra. Konur i landinu kvarta yfir því, að þær séu enn þrælar og þurfi að lúta stjórn karlmann- anna í einu og öllu. Örfáar konur hafa djörfung til að mótmæla misréttinu — og karlarnir kveða þær yfirleitt í kútinn með röksemdum eins og þessari: — Við erum æðri en konur vegna þess að það erum við sem greiðum lóbóluna (brúðar- gjaldið) fyrir þær. Þetta skrifaði Josiah Chirasa úr hverfinu Seke í Salisbury í dagblaðið Herald og var það tillegg hans til baráttu kynjanna, sem staðið hefur á ritvellinum æði lengi. Þessi barátta hófst á þann veg, að sama dagblað birti viðtal við Naomo Nhiwatia, sem er 39 ára gömul kona. Hún hefur hlotið menntun sína í Bandaríkjunum og lauk þar háskólaprófi. Hún er ráðherra póst- og símamála í ríkisstjórn Mugabe og er ógift en það er mjög sjaldgæft fyrir konu á hennar aldri f Afríku. í viðtalinu sagði hún m.a.: — Karlmenn hafa leyfi til þess að neyta áfengis á almannafæri. Þeir mega jafnvel vera alkóhólistar. Þeir mega reykja og eiga eins margar konur og þá lystir. Nhiwatia vill láta loka öllum bjórkrám. Hún vill, að réttur kvenna sé virtur og að brúðar- gjaldið verði afnumið en það er á bilinu frá kr. 1400—14.000. — En vandinn er sá, segir hún, að lóbólan á sér orðið svo djúp- stæðar rætur í afrísku samfélagi, að fyrirbærið hefur ranglega verið tengt kapítalisma. Ég hef enn ekki I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.