Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 36

Morgunblaðið - 11.01.1981, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981 í stuttu máli Háskólabíó: í lausu lofti Hér er gert púragrín að hinum svokölluðu stórslysamynd- um, og margar aðrar fá sinn skammt, flestu öfugt snúið. Margir brandararnir og uppákomurnar eru bráðfyndnar, aðrar í meðallagi en fáar geta kallast slappar. Engin furða þó að myndin hæni að sér áhorfendaskara um allan heim. Prýðis fjölskyldugaman. Tónabió: Flakkararnir „Flakkararnir" sýna að Kaufman er vaxandi leikstjóri sem væntan- lega á eftir að gera stóra hluti. Hér dregur hann upp hálfgerða ógnar- veröld í Bronx-borgarhlutanum í New York sjötta áratugsins, þegar þá, sem nú, börðust unglingagengi sem engu eirðu. Umhverfið, manngerðirnar, and- rúmsloftið — sem gert er enn trúverðugra með fjölmörgum slögur- um frá þessum tíma, er óaðfinnan- legt en söguþráðurinn hefði mátt vera heldur sterkar ofinn. Augnayndi ársins, eða áratugsins? Má ég kynna: Bo Derek (ef einhver kynni að hafa ekki séð hana áður!) Kvikmyndaannáll 1980 Það sem hæst stendur uppúr. þegar rifjaðir eru upp minnisstæðustu kvikmyndaviðhurðir árs- ins sem var að líða, cru þrjár frumsýningar leik- inna, íslenskra kvik- mynda í fullri lengd. En um langt árabil hafði slíkur atburður ekki átt sér stað. Ekki skal held- ur gleymt framtaki nokk- urra ungra áhugamanna. með Kristberg Oskarsson í fararbroddi, sem frum- sýndu poppsöngleik sinn Himnahurðin breið. Með lítilli opinberri að- stoð og fátæklegum tæknibúnaði tókst þraut- seigum hópi íslenskra kvikmyndagerðarmanna að ná þessum stórmerka árangri. Stoðin og styttan var trúin á mátt sinn og megin, áhugi íslensku þjóðarinnar, sem hefur flykkst á myndirnar, veð- bönd og vaxtalán. Eftir slakan fyrripart árs hljóp svo allnokkur gróska í sýningar kvik- myndahúsanna og frá maí buðu þau oftlega uppá dagskrá vel yfir meðal- lagi. Að venju var obbi myndanna engilsaxnesk- ur. Þorri manna fer í kvikmyndahús til að stytta sér stundir og engir komast með tærnar þar sem Bandaríkjamenn hafa hælana í gerð vand- aðra skemmtimynda. Engin þjóð getur heldur í dag boðið uppá slíka breidd leikstjóra, leikara né tæknimanna, sem þeir. Háskólabíó stendur sig þokkalega hvað sýningar snertir á listrænum myndum („mánudags- myndum"), sem tæpast eiga uppá pallborðið á almennum sýningum. „ís- lenska kvikmyndafjelag- ið“ skaut upp koliinum á árinu, og bauð um skeið uppá ágætis myndir í ein- um sala Regnbogans, en gufaði síðan upp jafn hljóðlega og það kom fram á sjónarsviðið. Það var skaði. Þorri kvikmyndaunn- enda virðist ekki fylgjast nægilega vel með ágætri starfsemi kvikmynda- klúbbsins „Fjalakattar- ins“, sem að venju bauð upp á margar athyglis- verðar sýningar — fyfir litla fjárupphæð — jafn- vel í gömlum krónum. En víkjum okkur nú að al- mennum sýningum. f janúarbyrjun stóðu yfir sýningar á flestum jólamyndum fyrra árs og bar þar hvað hæst High Anxiety, Jjofthhrœðslu“ Brooks, og hina bráð- smellnu gamanmynd Foul Play, með Goldie Hawn í aðalhlutverki. Um miðjan mánuð var svo frumsýnd ein af betri myndum árs- ins, Kjarnleidsla til Kína — The China Syndrome. Og þann tuttugasta var svo frumsýnd hin fyrsta af áðurnefndum þrem ís- lensku myndum. Það var Land og synir, leikstýrð af Agúst Guðmundssyni sem jafnframt samdi kvik- myndahandritið eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar. Stór dag- ur í íslenskri kvikmynda- sögu. Fáir lofa febrúar, og lítið gerðu kvikmynda- húsaeigendur til þess að létta hann fyrir okkur. Helst ber að nefna þrjár myndir sem stóðu upp úr kraðakinu og allar helst fyrir þær sakir hversu óvenjulegar þær voru hvað efni snertir og með- ferð þess skemmtileg. Þetta voru The Warriors, The Shout — Öskrið og Butch og Sundance á yngri árum. En febrúar státar samt af kvikmyndahátíðinni anno ’80, sem var álíka þunglamaleg og hinar fyrri, en bauð upp á all- nokkur gullkorn einsog Skákmennina e. Satyajit Ray, Hrafninn e. Saura, Níu mánuði e. hina at- Tíu bestu myndir ársins ALIEN, Ridley Scott. Bresk/Bandarísk 1978. 20th Century-Fox. BREAKING AWAY. Peter Yates, USA 1978. 20th-Fox. THE CHINA SYNDROME. James Bridges. USA 1978. Columbia. COMING HOME. Hal Ashby. USA 1978. United Artists. DAYS OF HEAVEN. Terrence Malick. USA 1978. Paramount. DIE EHE DER MARIA BRAUN. Rainer Werner Fassbinder. Þýzkaland 1979. ESCAPE FROM ALCATRAZ. Don Siegel. USA 1979. Paramount. NORMA RAE. Martin Ritt. USA 1979. 20th-Fox. 10. Blake Edwards. USA 1979. Orion/Warner Bros. AN UNMARRIED WOMAN. Paul Mazursky. USA 1978. 20th-Fox. hyglisverðu Mörtu Mézar- os, en eftirminnilegust er ádrepa Wajda, Marmara- maðurinn á það stjórn- kerfi sem Pólverjar verða að búa við í skugga bjarn- arins, ekki síst með at- burði líðandi stundar í huga. Mars var ákaflega fá- tæklegur utan þess að hinn 8. var frumsýnd Veiðiferðin e. Andrés Indriðason og Gísla Gestsson, lítil, snotur mynd, gerð með þarfir barna og unglinga fyrst og fremst í huga, en börn- in vilja því miður gjarnan gleymast þegar valdar eru myndir til sýtiinga. Þá skaut einnig upp kollinum í þessum mánuði aldeilis ágætur vestri, Goin’ South, með Jack Nichol- son. En tæpast að allra skapi. Sólin hækkar og aðeins lyftist brúnin á kvik- myndahúsgestum í apríl. Engar stórmyndir á ferð, en allnokkrar vel yfir meðallagi, einkum og sér- ílagi satira Altmans, Wedding, með mörgum forkostulegum karakter- um og einum sundurleit- asta hópi leikara sem um er að ræða, og að venju hvað Altman snertir, fengu þeir að „impróvís- era“ að vild. Hardcore, með gamla tröllinu George C. Scott var einnig athyglisverð mynd, þar sem stundið var á einu kauninu í bandarísku þjóðlífi, klámiðnaðinum. í maí er svo farið veru- lega að birta. Boðið er upp á ágæta teiknimynd eftir einni af uppáhaldsbókum undirr., Watership Down. Jill Clayburgh gerir góða hluti í mynd Mazurkys, An Unmarried Woman, og Bound for Glory bregð- ur fyrir. Þá er og frum- sýndur poppsöngleikur Kristbergs Oskarssonar Himnaburðin breið, sem gerð var af áhugamönnum eingöngu. I júní ber Jacques, hinn óviðjafnanlegi, Tati, að dyrum Háskólabíós og kvikmyndafjelagið liðna, bregður upp hinni bráð- fyndnu satíru Formans um austantjaldskerfið, Fireman's Ball. Dracula eru gerð óvenjulega góð skil í samnefndri mynd Badhams og Marsha Mas- on fer á kostum sem The Goodbye Girl, og Dreyfuss tekst furðanlega að gera mikið úr litlu. En það sem hæst rís í bjartasta mán- uði ársins er Óðal feðr- anna, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar og frá- bærra leikara sem fæstir höfðu nokkra leikreynslu fyrir. Júlí býður upp á tvær afbragðskvikmyndir, hina lífsglöðu mynd Peter Yat- es, Breaking Away, mynd Hal Ashbys um viður- styggð og eyðileggingu hernaðar, andlega sem líkamlega, Coming Home, „Norðan harðan gerir garð“ hjá Altman í mynd- inni Quintet, furðulegri framtíðarspá, en hinn upprennandi hrollvekju- meistari John Carpenter notar þokuna til að hrella áhorfendur sína í The Fof/. I ágúst fer Haustsónata Bergmans framhjá und- irr., en eftirminnilegir eru nokkrir kaflar úr spæj- aramyndinni The Big Fix, stórleikur Sally Field í Normu Rae. Þá sýndi Don karlinn Siegel okkur rétt einu sinni hvernig á að gera sannkallaða spennu- mynd með Flóttinn frá Alcatraz, þrátt fyrir að efnið væri allt annað en frumlegt. Frekar er lágt risið á myndavalinu í september og í því er meira að segja að finna eina mestu lág- kúruna í myndaflóðinu í alvörukvikmyndahúsun- um, það er Sagan af O. Eftirminnilegastar eru endursýningar Point Blank og The Graduate — Frú Robinson, en ekki var að sjá, að tímans tönn hefði nokkuð unnið á þessum filmum. Framhjá mér fór mynd ágætisleik- arans James Caan, Hide in Plain Sight, sem sögð er hafa mikið til síns ágætis. Sá armi keisari Cali- gula drottnaði yfir gor- mánuði, ekki illa við hæfi. Bette Midler, „hin guð- dómlega", gladdi augu sem eyru þeirra sem sáu The Rose og Mannsœm- andi líf var raunsæ, átak- anleg mynd um bölvun eiturlyfja, sænskættuð, gerð af Stefan Jarl. Tvær kvikmyndaperlur rak á fjörur kvikmynda- unnenda í nóvember. Hin undurfagra mynd Mal- icks, og ekki síður kvik- myndatökusnillingsins Nestors Almendros, Days of Heaven, sem því miður hvarf alltof fljótt af svið- inu og væri ráð að endur- sýna; og meistaraverk. Fassbinders, Hjónaband Maríu Braun, með hinni stórkostlegu leikkonu Hönnu Schygulla, (Effi Briest). Remember My Name, er rómuð mynd, sem var horfin af sjónar- sviðinu áður en mér tókst að sjá hana. Þá var gaman að sjá gamalkunna og góða takta hjá Burt Lanc- aster, í annars frekar ómerkilegri mynd, Go, Tell the Spartans. Barðar voru bumbur vegna frumsýningar Ur- ban Cowboy, með John Travolta, en hér var kom- in fyrsta myndin til landsins af hinum svo- kölluðu „country“-mynd- um sem upp á síðkastið hafa rutt sér til rúms vestan hafs. Reyndar fer það nú svo, að óþekkt stúlkukind, Debra Wing- er, stelur senunni frá Travolta og er aðal púðrið í myndinni. Þegar tók að líða á desember, fóru jóla- myndirnar að skjóta upp kollinum, sú fyrsta var Xanadu, sem verður í minnum höfð, sökum þess að hún var fyrsta myndin sem sýnd var hérlendis með hljómtækninýjung- inni Dolby. Þvínæst kom Jasssöngvarinn, með Neil Diamond, hún verður minnisstæð einkum sök- um þess að hún er fyrsta stórmyndin sem frum- sýnd er hérlendis fyrst í Evrópulöndum. Bestu jólamyndirnar í ár voru aftur á móti Alien, ef fólk er í vafa um hvað orðið hrollvekja þýðir, þá hvet ég það á myndina; og 10, þár sem Edwards lýsir í alvörublöndnu gamni miðaldraraunum manns. Þar með er ársuppgjöri 1 lokið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.