Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 39

Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANUAR 1981 39 Minning Hrings- dalshjónanna 11. janúar árið 1881 fæddist Einar bóndi Bogason frá Hrings- dal í Arnarfirði. Eiginkona hans Sigrún Bjarnadóttir fæddist að Fremri Uppsölum í Selárdal 21. nóvember sama ár. Á þessu ári eru því 100 ár frá fæðingu þessara merku hjóna. Bæði eru þau nú liðin fyrir nokkrum árum, en við sem þekktum þau og áttum því láni að fagna að vera samferða- menn um skeið, minnumst þeirra nú með þakklátum huga. Niðjar þeirra eru allir á lífi, að undantek- inni einni dóttur, sem andaðist tæplega fimmtug fyrir 5 árum. Hjónin eignuðust 7 dætur og einn son, allt harðduglegt og myndar- legt fólk, sem haslað hefur sér völl víða í athafnalífi okkar. Á stundu sem þessari hvarflar hugurinn aftur í tímann og mynd kemur fram af þeirri lífsbaráttu, sem háð var í Arnarfirði fyrir 100 árum og fram á þennan dag. í þeirri athafnasemi voru hjónin virkir þátttakendur fram til árs- ins 1944. Einar fæddist í Hringsdal, og þar átti hann heima til ársins 1944. Staðurinn var ættaróðal hans, þar sem merkir athafna- menn, um margt á undan samtíð sinni í búskap og sjávarútvegi, höfðu byggt upp. Árið 1902 útskrifaðist Einar sem gagnfræðingur frá Möðru- vallaskóla, en það var sama árið og skólahúsið brann. Á Möðruvöll- um fékk Einar þann grunn, sem gerði honum kleift að fást við margs konar fræðimennsku, sem hann notfærði sér alla ævi og var sífellt að auka við. Til dæmis náði Einar talsvert langt á stærðfræði- sviðinu með sjálfsnámi einu. Hann hafði brennandi áhuga á kennslumálum, og kom fram með ýmsar nýjungar á þeim vettvangi, Minning: _ Ellert Arnason fv. yfirvélstjóri Fæddur 3. september 1896. Dáinn 1. janúar 1981. Við fráfall Ellerts Árnasonar er horfinn úr samfylgd okkar einn af hinum mikilhæfu brautryðjendum í vélstjórastétt sem mörkuðu var- anleg spor í tækniþróun í landinu. Ellert var fæddur 3. sept. 1896 í Keflavík. Foreldrar hans voru Árni Magnússon snikkari frá Eystri Kirkjubæ, Rang. d. 11. ágúst 1897 og Guðrún Jónsdóttir frá Uppsölum, Hraungerðishr. d. 4. júlí 1952. Ellert ólst upp með þeirri kyn- slóð sem heillaðist af fyrirheitum aldamótaskáldanna um bjartari framtíð fyrir land og þjóð, þar sem upphaf tæknimenningar til sjávar og sveita átti að vera lyftistöng frá örbirgð til velsæld- ar. Hann fylgdi þeirri leið til tæknimenntunar sem þá stóð til boða hér á landi og fór í læri i járnsmíði hjá Kristófer Egilssyni, hinum valinkunna hagleiksmanni. Þar mótaðist og þroskaðist hið fágaða handbragð í hverskonar smíði, sem var svo auðkennandi fyrir Ellert æ síðan. Samhliða járnsmíðanámi stundaði hann nám í Iðnskólanum. Iðnnámið var aðeins tilskilinn áfangi á þeirri námsbraut, sem Ellert hafði markað sér, en það var vélstjóra- menntun við Vélstjóraskólann í Reykjavík, þaðan sem hann brautskráðist með hárri einkunn 1921. Að loknu vélstjóranámi starfaði Ellert sem vélstjóri á togurum, en 1922 réðist hann til Rafmagns- veitu Reykjavíkur til vélstjóra- starfa við Elliðaárstöðina, sem þá hafði verið í rekstri um eins árs skeið. Þar var faðir minn, Ágúst Guðmundsson, stöðvarstjóri, þá upphófst samstarf sem varði í 30 ár, samstarf sem auðkenndist af gagnkvæmu trausti og vináttu. Sem unglingur dáðist ég að verklagni og kunnáttu Ellerts á öllum sviðum. Hæfileiki til að tileinka sér tæknifræði var honum í blóð borinn, og kom það sér vel í því brautryðjandi starfi sem vél- gæsla i orkuveri var þá, enda reyndi oft á útsjónarsemi og verkhyggni til lausnar aðsteðjandi vanda. Það var ekki aðeins í verkahring vélstjóranna við stöðina að halda vélum og rafbúnaði í lagi, heldur engu síður að sjá vélunum fyrir vatni, en á þessum árum bar það oft við í frosthörkum að vatnið hvarf af vélunum. Þá var ekki um annað að ræða en að vélstjórinn við stöðina legði land undir fót með lukt í hendi í leit að ánni, sem hafði stíflast af krapi, og þurfti að losa um fyrirstöðuna. Þessu fylgdi mikil þrekraun og vosbúð. í slík- um leiðöngrum lá Ellert ekki á liði sínu. Mér er þetta sérstaklega minnisstætt fyrir þá sök, að þegar vænta mátti mannanna heim kaldra og hrakinna, var brugðið upp prímus í eldhúsinu heima og hellt upp á könnuna. Það kom sér vel að fá heitan kaffisopa og brjóstbirtu, þegar svo bar undir. Verzlunarmannafélag Suðurnesja heldur árshátíö sína, í félagsheimilinu Stapa, Njarö- vík, föstudaginn 16. janúar og hefst hún með borðhaldi. Heitt og kalt borö. Hinn vinsæli Ómar Ragnarsson skemmtir og hljómsveitin PÓNIK leikur fyrir dansi. ; Aö sjálfsögöu mun Einar Júl. taka lagið sé þess óskaö. Miðasala er hafin á skrifstofu félagsins og er opin fyrir sölu miöa, milli kl. 2—6 alla virka daga. í Einnig veröa miöar seldir hjá trúnaöamönnum á vinnustööum. Félagsmenn, nú fjölmennum viö og skemmtum okkur konunglega. Ath. aö húsiö veröur opnaö kl. 19.00 og boröhald hefst kl. 20.00 stundvíslega. Skemmtinefndin enda var hann farandkennari í sinni sveit um langt árabil. Sigrún ólst upp í Selárdal. Á hennar heimili ríkti mikil fátækt. Mun hún aðeins hafa verið 8 ára er hún þurfti að fara að vinna og létta undir með framfæri sínu. Ung missti hún föður sinn, en hann drukknaði í aftakaveðri sem gerði á Arnarfirði. Fórust í því veðri margir bátar og 18 menn 1936 var Ellert ráðinn hjá Sogs- virkjun til starfa við Ljósafoss- stöðina, sem þá var í byggingu. Undanfari þess starfs var kynnis- ferð til sænskra framleiðenda véla og rafbúnaðar. Eftir heimkomuna fylgdist hann með niðursetningu véla og rafbúnaðar í stöðinni, samhliða verkstjórn ýmissa verk- þátta á staðnum. Þegar Ljósafossstöðin tók til starfa var hann ráðinn stöðvar- stjóri, starf sem hann gegndi með mestu prýði fram til ársins 1947 að hann var ráðinn til starfa við gufustöðina við Elliðaár, sem þá var í byggingu. Trúmennska og samviskusemi var Ellert svo í blóð borin, að hann taldi sig ekki eiga heimangengt frá Ljósafossi ef eitthvað var að veðri og það er haft fyrir satt, að Ellert væri ekki í rónni á leiðinni frá Ljósafossi til Reykjavíkur, fyrr en hann sá ljósbjarmann yfir borginni, þá vissi hann að allt var í lagi í stöðinni hans. í gufustöðinni varð Ellert að takast á við breytta tækni í raforkuframleiðslu, þar sem há- þrýst gufa framleidd í olíukyntum kötlum var frumorka í stað vatns- orku. En hér sem annarsstaðar var hann fljótur að átta sig á hlutunum. Við fráfall föður míns 1952 varð Ellert að axla aukin umsvif í starfi svo sem umsjón með sam- rekstri stöðva og umfangsmiklar útréttingar, sem jukust stórlega með tilkomu írafossstöðvar og aðalspennistöðvarinnar við Elliða- ár. Þegar Ellert lét af störfum 1966 sjötugur að aldri og þá starfsmaður hjá Landsvirkjun hafði hann þjónað raforkuvinnslu um 44 ára skeið. Starfsferill Ellerts var með glæsibrag, sem auðkenndist af árvekni og samviskusemi sem meta ber að verðleikum, og varð- veita í minningu nú, þegar hann er allur. í febrúar 1930 kvæntist Ellert Sigþrúði Sigurbjörnsdóttur ættaðri frá Ysta-Hvammi í Aðal- dal. Þau eigtiuðust tvö börn, Sig- létu lífið, aðeins einn bátur af mörgum kom þá aftur að landi. Var þetta mikil blóðtaka fyrir Arnfirðinga, en Arnfirðingar hafa bæði fyrr og síðar orðið að færa Ægi konungi miklar fórnir. 18 ára gömul vistaðist Sigrún í Hringsdal. Þar kynntist hún verð- andi eiginmanni sínum, og giftust þau 26. desember 1908. Bjuggu þau í fyrstu á hálfri jörðinni, en rúnu sem er gift Guðlaugi Jóhann- essyni vélgæslumanni og Sigurþór í>óstftr. í Reykjavík, kvæntan Sig- urborgu Bragadóttur. Sigþrúður lést að Ljósafossi 14. júní 1938. Systurdóttir Sigþrúðar, Ragna Halldórsdóttir, tók við heimilis- haldinu, gekk börnunum ungu í móðurstað og hélt uppi þeim heimilisbrag sem Sigþrúður hafði mótað af stakri kostgæfni. Ragna var Ellert stoð og stytta allt til hinstu stundar, en hún lést 1976. Það var mikið áfall fyrir Ellert að sjá á bak svo góðum lífsförunaut, ekki síst fyrir þá sök að þá hafði Ellert förlast svo sýn að hann gat ekki farið frjáls ferða sinna. Síðustu æviárin var Ellert vist- maður að Hrafnistu, þar sem hann naut góðrar umönnunar og hjúkrunar. Það voru döpur örlög fyrir jafn fróðleiksfúsan mann og Ellert var að ljúka glæstum lífs- ferli blindur og með verulega skerta heyrn. Nú þegar leiðir skilja eru efst í huga fagrar endurminningar um góðan dreng, og þakklæti fyrir fórnfúst samstarf og trausta vin- áttu, sem faðir minn og móðir og við systkinin urðum aðnjótandi í svo ríkum mæli. Börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég fyllstu hluttekningu. Blessuð sé minning þans. Ingólfur Ágústsson skömmu síðar tóku þau við henni allri, þar sem þau bjuggu til ársins 1944 er öll börnin voru horfin suður og líkamskraftar þá þorrnir eftir langt og erfitt ævistarf. Hringsdalur var harðbýl jörð eins og jarðir eru víða á Vestfjörð- um. Sjósókn varð því að stunda með búskapnum svo að sæmileg eftirtekja yrði. Einar hafði því í raun með höndum þrenns konar störf, þ.e. bóndi, sjómaður og kennari. Auk þess hlóðust á hann margs konar opinber störf fyrir sveit hans. Einar var því oft langdvölum í burtu, og stóð þá Sigrún fyrir málum í Hringsdal. Voru það engin vettlingatök þar sem hún fór. Hringsdalur var alla tíð menn- ingarsetur í þjóðbraut, og þar kom hver maður við sem leið átti framhjá. Hverjum og einum var tekið með mikilli rausn. Árið 1944 brugðu hjónin búskap sem fyrr segir. Var það þung raun að skilja við skepnurnar sínar, en meiri dýravinum en þau voru hef ég ekki kynnst. Tvo hesta gat Einar ekki við sig skilið og fór hann ríðandi frá Hringsdal alla leið suður í Mosfellssveit. Við komuna til Reykjavíkur hófst nýr kafli í lífi þeirra hjóna. Gerðist Einar þá um sinn sláttu- maður á sumrin fyrir nokkra bændur í Mosfellssveit, en Einar var sérlega afkastamikill með orfinu og var mjög umtalað. Einhver skemmtilegustu ár sem Einar átti var tímabilið 1947—52 en þá var hann kennari í Dals- hverfi undir Vestur-Eyjafjöllum. Þar lenti hann með góðu fólki, sem hann með hlýju minntist oft á við mig. Síðustu ár ævinnar stundaði Einar fræðistörf og var þá tíður gestur í Landsbókasafni. Lét hann sig mjög skipta sögu og ættfræði. Einar var hagmæltur og tók fyrir meðal annars að binda í ljóð ýmsar reglur fyrir nemendur. Þannig gaf hann út Stærðfræðileg formúluljóð, landfræðilegar minn- isvísur og stafsetningarljóð. Sigrún var einnig mikill hagyrð- ingur, enda af merku skáldakyni komin. Þessum hæfileikum flíkaði hún hvergi út á við, en ljóð hennar einkennast öðru fremur af mýkt, einstakri góðmennsku og blíðu. Tíminn líður og mennirnir breytast. Aum er nú aðkoman í Hringsdal. Þar er allt í eyði, húsið komin að hruni og ekkert sem minnir á hið göfuga mannlíf sem fyrrum var lifað á þessum stað. Minningin ein um það lifir í hugum okkar sem til þekktum, og við þökkum þann styrk og þann fróðleik sem þessi góðu hjón veittu. Örn Steinsson + Þökkum samúð og vinarhug viö fráfall og útför JÓNS SIGURÐSSONAR, Granaskjóli 21, sem lést 15. desember sl. Sérstakar þakkir til Stálsmiöjunnar h.f. og Verkstjórafélagsins Þórs. F.h. vandamanna. Guöný Guöjónsdóttir, Siguróur Jónsson, Kristin Beck, Guójón Jónsson, Þorgeróur Traustadóttir. t Þakka innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát eiginmanns míns ÁGÚSTSJÓHANNESSONAR framkvæmdastjóra. Fyrir hönd aöstandenda, ísafold Jónsdóttir. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu viö fráfall og útför ástkærrar dóttur okkar, ÓLAFAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Rip, Skagafiröi. Fyrir hönd dóttur hinnar látnu, systkina og annarra vandamanna. Sólveig Júlíusdóttír, Þórður Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.