Morgunblaðið - 11.01.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
41
sm ifátow \w\a á
„VALDIÐ er hjá mér. fólki
kemur ekki við hvað ég Keri,“
voru landfleyg orð eins af núver-
andi ráðherrum nýverið. Enginn
efast um vald ráðherra, en ráð-
herrastólarnir eru á tiðum valt-
ir, eins og sagan hcrmir, og tið
skipti hafa verið á mönnum i
þeim stólum siðustu árin. —
Ráðherrar koma þvi og fara en
eftir sitja ráðuneytisstjórarnir
og þurfa að sjá um að misvitur-
legum ákvörðunum ráðherra og
rikisstjórna sé komið í fram-
kvæmd.
Saga ein segir að Gunnlaugur
Briem, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri, hafi eitt sinn sagt: „Ráð-
herrar koma og fara,“ og síðan
bætt við: „En ég verð nú aldrei
var við neina stefnubreytingu.“
Önnur saga segir, að í mennta-
málaráðherratíð Vilhjálms á
Brekku hafi utanbæjarmaður
reynt að ná sambandi við hann i
síma. Símastúlkan var sögð
greiðvikin með afbrigðum og
spurði hún utanbæjarmanninn:
„Viltu ekki frekar tala við Birgi
sjáifan?" og átti þar við ráðu-
neytisstjórann.
Sumir segja að allt vald sé í
höndum embættismannanna og
það skipti litlu máli hverjir eigi
sæti f ríkisstjórnum. Fólk í inn-
lendum fréttum í dag eru ráðu-
neytisstjórarnir okkar, en þeir
eru 12 að tölu. Við ræddum við þá
í vikunni og spurðum hvernig
þeim líkaði starfið og einnig
hvort þeir teldu sig ráða ein-
hverju um ákvarðanatöku ráð-
herra.
F.P.
Heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið
Páll Sigurðsson læknir: „Starf
ráðuneytisstjóra í heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu er fjöl-
breytt og málefnin á þeim svið-
um sem ég hef menntun og
reynslu til að annast. Ég hef
gott samstarfsfólk með fjöl-
breytta sérþekkingu og í starf-
inu hef ég samvinnu við fjölda
manns víðs vegar að af landinu.
— Ég lít á mig sem sérfræði-
legan ráðunaut ráðherra fyrst
og fremst. Ég hef lært margt af
samvinnu minni við þá fimm
ráðherra, sem farið hafa með
heilbrigðismál, og vona, að mér
hafi tekist að koma skoðunum
mínum og sjónarmiðum til skila
til þeirra."
Viðskiptaráðuneytið
Þórhallur Ásgeirsson stjórn-
málafræðingur: „Væri ekki bú-
inn að vera hér aílt frá árinu
1948, ef mér líkaði ekki starfið.
— Skv. stjórnarskránni eiga
ráðherrar að taka allar stefnu-
mótandi ákvarðanir, en auðvitað
þarf starfsfólk í ráðuneytunum
að taka ýmsar ákvarðanir dag-
lega. Ráðherrar leita einnig oft
samráðs hjá starfsmönnum."
Forsætisráðuneytið
Guðmundur Benediktsson lög-
fræðingur: „Mér fellur það afar
vel. — Það er nú þannig, að
þegar ráðherra óskar upplýsinga
um ákveðið málefni, sem taka
skal ákvörðun um, þá ber ráðu-
neytisstjóra, eða þeim embætt-
ismanni sem ráðherra felur
þetta, skylda til þess að afla
gagna um málið og leggja svo
fyrir ráðherra tillögur, svo hlut-
lægt sem verða má. Iðulega
óskar ráðherra eftir tillögu um
hvernig afgreiða skuli tiltekið
mál, en hver áhrif slík tillaga
hefur á ákvörðun ráðherra, get
ég ekki fullyrt. En tillagan á að
byggjast á þeim hlutlausu upp-
lýsingum sem aflað hefur verið
og má með engu móti bera
áróðurskeim."
Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið
Baldur Möller lögfræðingur:
„Ráðuneytisstjórastörfin eru
áreiðanlega mjög ólík og mælt út
frá minni reynslu er þetta ákaf-
lega skemmtilegt starf vegna
fjölbreytileika. — Okkur er ekki
ætlað það hlutverk að hafa áhrif
á ráðherrana heldur vera þeim
til ráðgjafar, en það ber að hafa
í huga, að um 80% af afgreiðslu-
málefnum ráðuneyta eru „rút-
ínumálefni", sem ráðherrar
hvorki komast yfir né þörf er á
að þeir hafi afskipti af.“
Utanríkisráðuneytið
Hörður Helgason stjórnmála-
fræðingur: „Mér líkar starfið
ágætlega, þótt það sé býsna
erfitt og erilsamt. — Einn fyrir-
rennari minn sagði, að ráðu-
neyti væri eins og orgel sem
ráðherra léki á til að fram-
kvæma stefnu sína. Að sjálf-
sögðu er það skylda ráðuneytis-
stjóra að segja ráðherra skoðun
sína í öllum málum, en ráðherra
tekur auðvitað ákvarðanir, enda
er hann ábyrgur gagnvart þjóð-
inni, þ.e.a.s. kjósendum."
Samgöngu-
ráðuneytið
Brynjólfur Ingólfsson lögfræð-
ingur: „Ég hef verið í þessu
starfi í 20 ár og á erfitt með að
hugsa mér neitt annað. Starfið
er skemmtilegt, ákaflega lífrænt
og margt sem gerist. — Okkar
starf er í eðli sínu ráðgjafastarf
og því eiga ekki að fylgja og hafa
ekki fylgt nein veruleg áhrif á
stefnumörkun ráðherra, enda
stefnan yfirleitt rígbundin og
ákveðin fyrirfram og oft í
stjórnarsáttmála."
Menntamála-
ráðuneytið
Birgir Thorlacius, Samvinnu-
skólagenginn: „Mér líkar starf-
ið vel, ekki síst vegna þess hve
mörgu gáfuðu, duglegu og
skemmtilegu fólki ég hef kynnst
í sambandi við það heima og
erlendis og vegna þess hve verk-
efni eru fjölbreytt. Ég hef starf-
að fyrir sjö forsætisráðherra og
tíu menntamálaráðherra og hef-
ur það verið lærdómsríkt og
oftast mjög ánægjulegt. —
Varðandi síðari lið spurningar-
innar, hvort ég telji mig ráða
einhverju um ákvarðanatöku
ráðherra, þá tel ég svo ekki vera
eða hafa verið."
Fjármálaráðuneytið
Höskuldur Jónsson viðskipta-
fræðingur: „Þegar á allt er litið
er ég ánægður í starfi mínu.
Viðfangsefni eru mér að vísu
misjafnlega hugleikin en sam-
vera við góða samstarfsmenn
bætir þau verk, sem mér eru lítt
að skapi. — Hvað er ákvarðana-
taka? Sé átt við stefnumótun,
t.d. um hlutfall skatta af þjóðar-
tekjum, eða hvort ríkissjóðs-
tekna skuli aflað með beinum
eða óbeinum sköttum, þá er slík
ákvarðanataka stjórnmála-
mannanna. Um einstök mál leit-
ar ráðherra álits starfsmanna
ráðuneytisins. Viss verkaskipt-
ing er hér í ráðuneytinu. Tillög-
ugerð um lausn mála er því eins
samstarfsmanna minna og mín.
Ráðherra ræður niðurstöðum
mála. Um áhrif okkar á þá
úrlausn læt ég aðra um að
dæma.“
Félagsmála-
ráðuneytið
Hallgrimur Dalberg lögfræð-
ingur: „Prýðilega. Samstarfs-
fólkið er ágætt og verkefnin sem
unnið er að hér fjölbreytt og
oftast ánægjulegt að sinna þeim.
— Ef verið er með spurningunni
að ýja að þessu margumtalaða
embættismannavaldi, þá þekki
ég lítið til þess, a.m.k. ekki í
þessu ráðuneyti. Allir þeir tólf
ágætu menn, sem hafa gegnt
embætti félagsmálaráðherra í
þau ár sem ég hefi starfað í
ráðuneytinu, hafa verið menn til
að taka sínar ákvarðanir, en þeir
hafa einnig verið menn til að
leita eftir tillögum og ráðlegg-
ingum innan veggja ráðuneytis-
ins, sem vafalaust hafa oft
valdið miklu um endanlega
ákvarðanatöku þeirra, enda tel
ég slík vinnubrögð rétt og sjálf-
sögð.“
Sjávarútvegs-
ráðuneytið
Jón Laxdal Arnalds lögfræð-
ingur: „Það er erfitt og krefj-
andi, en líflegt. Ég hef sjóast vel
í því. — Ráðgjafi hefur oft áhrif,
en ræður ekki. Ég vona, að
áhrifin hafi einhver verið."
Iðnaðarráðuneytið
Páll Flygenring verkfræðing-
ur: „Starfið er mjög áhugavert,
en vel gæti ég hugsað mér annað
skemmtilegra starf. — Eftir að
ráðherra hefur tekið ákvörðun,
sem er framkvæmanleg, reyni ég
aldrei að telja honum hughvarf.
Við framkvæmum að sjálfsögðu
það sem fyrir okkur er lagt.“
Landbúnaðar-
ráðuneytið
Sveinbjörn Dagfinnsson lög-
fræðingur:„Líkar starfið vel.
Aldrei leitað eftir því að ráða
gjörðum ráðherra, enda ekki
litið á það sem verkefni okkar
ráðuneytismanna."
fclk f
fréttum