Morgunblaðið - 11.01.1981, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1981
HÖGNI HREKKVISI
i»i
MfN»ught Synd Inc
, M* 'í(i 0£V0A 'A, Af) NVAUIf) £/? 'i
OAHO T1IM \>o MKtiu i:’
... að viðvrkenna
að hann sé betri
kokkur.
TM Reo U S Pat Otf —all rights reserved
e 1980 Los Angeles Times Syrxjicate
Við erum i mommuleik. Ék ?r
pahbinn sem kemur heim úr
utanlandsreisu ojt Dúddi er
viðKerðarmaðurinn!
COSPER
Þeir hafa st.olið litsjónvarpinu. — Reyndar rotuðu
þeir líka manninn minn!
Mistök eru mannleg
María Friðriksdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Eitt lítið bréf til allra sem elska
þetta land eins heitt og ég, þótt ég
sé ekki fædd hér né uppalin. Ég
kem frá landi, þar sem borgir og
bæir voru lögð í rúst í síðustu
heimsstyrjöld. Kom hingað í at-
vinnuleit og var ráðin í vist í eitt
ár. En margt fer öðru vísi en ætlað
er. Nú eru liðin þrjátíu ár síðan ég
kom til íslands. Ég hef ætíð reynt
að vera góður íslendingur og ég vil
hvergi eiga heima annars staðar
en hér.
barf ekki að
flytja þá inn
Ástæðan fyrir því að ég skrifa
þetta bréf er sú, að ég má til með
að láta fólk vita af því hvað okkur
útiendum íslendingum finnst um
öll látalætin í kringum þetta
„Gervasoni-mál“. Á sunnudaginn
var átti prestur einn að tala um
Guðs orð í sjónvarpinu. Mér
ofbauð hreinlega þegar hann fór
að óskapast yfir því að yfirvöld
skyldu ekki vilja hleypa þessum
Gervasoni inn í okkar friðsæla
land. Fólk sem hikar ekki við að
koma hingað með svikum og
blekkingum er vandræðageml-
ingar og þeir fyrirfinnast alls
staðar. Það þarf ekki að flytja þá
inn.
Þá skalt þú sko
fá fyrir ferðina
Og það sem mér þótti nú enn
verra en ræða prestsins var að
Guðrún Helgadóttir skyldi láta
sína eigin skoðun bera skynsem-
ina ofurliði. Og það sem hún sagði
og haft var eftir henni í fjölmið-
lum var henni hreint og beint til
skammar. Hún hagar sér í þessu
máli eins og krakki í sandkassa
sem fær ekki leikfangið sem hann
hefur ágirnd á og segir: Fyrst ég
fæ ekki það sem ég vil, skalt þú fá
fyrir ferðina. Nei, frú Guðrún,
svona hagar maður sér ekki, ef
maður ætlar að gera landinu sínu
gagn. Þú getur ekki sagt neitt það
sem afsakar framkomu þessa
manns, fyrst gagnvart hans eigin
landi, hvað þá hvað það varðar að
koma inn í okkar land á fölskum
pappírum. í mínu föðurlandi er
herskylda. Hver og einn verður að
sinna skyldu sinni gagnvart sínu
landi. Þeim sem hleypur frá skyld-
um sínum er ekki treystandi,
hvorki heima hjá sér né í öðrum
löndum. Það er mín skoðun.
Þú hefur kjark og
kraft til þess
Ég vildi óska þess, frú Guðrún,
að þú sæir að þér. Þú ættir ekki að
berjast á móti landi þínu og
ríkisstjórn í því skyni að styðja
útlending, sem ekki er treystandi.
Ég vildi óska þess að þú berðist af
lífi og sál í þágu okkar litla lands.
Þú hefur kjark og kraft til þess.
Ég þekki þig ekki persónulega en
held að þú sért allt of vel gefin
kona til þess að sjá ekki að þér
hafa orðið á mistök. En mistök eru
mannleg. Það er bara svo skrambi
erfitt að viðurkenna þau. Ekki
satt? Ég óska þér samt alls hins
besta á nýja árinu og vona að ég
eigi eftir að hitta þig einhvern
tíma. Það yrði mér ljúf stund."
Við förum ekkert eftir þeim
Jón Þ. Haraldsson skrifar.
„Kæri Velvakandi.
Fyrir skemmstu héldum við
hátíð, sem við köllum jól eða
fæðingarhátíð frelsarans. Og
hver var svo þessi frelsari, sem
fæddist fyrir 1980 árum? Hvern
skyldi hann hafa frelsað?
Frelsaði hann þig eða mig?
Ljósið skein i myrkrinu og
myrkrið tók ekki við því. Eða
höfum við farið að boðum
hans? Hann sagði: Dæmið ekki
svo þér verðið ekki dæmdir, því
með þeim dómi sem þér dæmið
verðið þér sjálfir dæmdir, og
þér skuluð ekki morð fremja,
því hver sem morð fremur
verður sekur fyrir réttinum, og
hver sem reiðist bróður sínum
verður sekur fyrir dóminum, og
hann sagði elskið óvini yðar og
biðjið fyrir þeim, sem ofsækja
yður. Gætið þess að fremja ekki
réttlæti yðar fyrir mönnunum,
til þess að vera séður fyrir
þeim; annars hljótið þér ekki
laun hjá föðurnum, sem er á
himnum. Þegar þú því gefur
ölmusu, þá lát þú ekki blása í
básúnu fyrir þér.
Svo mörg eru þau orð. En til
hvers? Við förum ekkert eftir
þeim. Eða erum við ekki enn að
dæma og fordæma? Erum við
ekki enn að fremja ranglætis-
verk? Er ekki hernaðarandi
ríkjandi á meðal okkar?
Það þarf að vinna
o>í sýna það í verki
Hvenær skyldum við fara að
biðja fyrir óvinum okkar? —
Það væri þó mikil framför. Er
eigi að meta og virða það gott, sem
þeir finna í fari andstæðinga
sinna, í stað þess að auka við
óánægju og sundurlyndi með
þrasi, sem því miður stundum
víkur af vegi málefnanna, öllum
til tjóns.
Nú hefur verið skipt um mynt,
íslenska krónan orðin hundraðfalt
verðmeiri gjaldmiðill en áður var
og ætti því að vera í þeim mun
meiri metum hjá þjóðinni. En ef
svo á að haldast í framtíðinni
verður að gæta hófs í kröfum
öllum, hvar í flokki sem menn
standa: „Sælir eru hógværir, þeir
munu landið erfa.“
Ofar sérhyggjusjónar-
miðum og flokkshyggju
Þórarinn E. Jónsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Arið 1980 er liðið í skaut
aldanna.Árið 1981 upp runnið.
Þetta á nú ekki að verða nein
áramótahugleiðing, aðeins fáeinar
línur til þess að minna okkur öil á
að þakka liðið ár. Geyma í huga og
ávaxta allt það sem vel hefur verið
gert á því herrans ári og stuðlað
hefur á einn eða annan hátt að
þjóðarheill. Heill og hamingju
þjóðarinnar í heild á ætíð að setja
ofar sérhyggjusjónarmiðum og
flokkshyggju.
Sælir eru
hóffværir
Mín skoðun er ótvírætt sú að
stjórnmálalegir andstæðingar og
allir þeir, sem margvíslegar skoð-
anir hafa á mönnum og málefnum.
iiuivivur von ui ao
V CI UI
bráðina? Og hvenær fremjum
við réttlæti án þess að auglýsa
það, eða gefum ölmusu án þess
að blása í básúnu. Það þætti
okkur lítið þakklæti ef enginn
tæki eftir því hvað við erum
góð.
Það er nefnilega ekki nóg að
tala og segja: Ég trúi, eða: Ég
er frelsaður, það þarf að vinna
og sýna það í verki en ekki bara
í auglýsingu. Það er ekkert
gagn í að koma fullur af orðum
og andagift ef hjartað er skilið
eftir heima.
Látum því saman vinna hug
og hönd og hjartað líka, göng-
um heil til allra verka og
vinnum í trú og sannleika."