Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 3 Stöðumæla- gjald fer nú í 1 krónu MYNTBREYTINGIN og hækkun stöðumælaKjalda hefur valdið þvi að breytingar verður að gera á þeim 1000 stöðumælum sem eru i borginni. Stöðumælagjald er nú 1 ný- króna fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur, þar sem mælum hefur verið breytt. Á þeim stöðumælum eru upplýsingar um hið nýja gjald og tímalengd. Auk þess er miði festur fyrir ofan myntrauf með áletruninni Nýkr. til frekari glöggvunar fyrir ökumenn. Einungis þarf að greiða í þá stöðumæla, sem breytt hefur ver- ið. Munu stöðumælaverðir ekki hafa afskifti af bifreiðum við aðra stöðumæla. Aukaleigugjald er nú 20 nýkrón- ur. Viðræðum um skreið fram hald- ið i Lagos SENDINEFND frá Nígeríu var hér á landi um síðustu helgi og átti viðræður við skreiðarseljendur og fulltrúa úr utanrikisráðuneyti og viðskiptaráðuneytinu. Engir samningar voru gerðir á fundi þessara aðila á sunnu- dag, en hins vegar er ákveðið að frekari viðræður fari fram i Lagos eftir hálfan mánuð. Nígeríumennirnir lýstu því yfir á fundinum að markaður- inn yrði opinn í ár. Innkaup- astofnun ríkisins í Nígeríu verður aðili að skreiðarkaup- unum og mun hafa hug á að kaupa 300 þúsund pakka, en það er tæplega það magn af skreið, sem Islendingar seldu til Nígeríu á síðasta ári. Níg- eríumenn standa hins vegar einnig í samningaviðræðum við Norðmenn um skreiðar- kaup, en þar í landi eru verulegir styrkir til þessarar framleiðslu. Talsvert bil var á milli þess verðs, sem íslendingar vildu fá fyrir skreiðina og þess, sem Nígeríumenn sögðust tilbúnir að greiða. Þar sem fiskverð liggur ekki fyrir var lítið hægt að ræða um hugsanlegt verð á skreiðinni héðan. Ómar og Jón flugleiðis með þeysubíl sinn til Osló ÓMAR Ragnarsson og Jón hróðir hans munu halda til Sviþjóðar 3. febrúar nk. flugleiðis með Ren- ault-bifreið sina til þátttöku i alþjóðlegu rallymóti i Sviþjóð, en þeir félagar fara með farkost sinn i einni af þotum Flugleiða tii Osló og þaðan verður billinn fluttur á vagni til keppnisborgarinnar Kalstad i Sviþjóð. Þessi alþjóðlega sænska keppni sem þeir bræður taka þátt í veitir stig til heimsmeistarakeppni, Evr- ópumeistarakeppni og sænsku meistarakeppninnar. Þeir bræður fá aðstoðarmenn frá Renault- verksmiðjunum, bæði frá Norður- löndum og Islandi, en einnig er vitað um hóp íslenzkra rallyakst- ursmanna sem munu fylgjast með keppninni. Keppnin fer fram 13.— 15. febrúar og verður að mestu í snjó og ís á 1300 km langri leið. Flugleiðir munu auglýsa bíl ís- lendinganna. fnrvfeftQS öinforrr^Qnrai^ 60 January Cabinet Moves ng ^00 - þront \iSs£r-, Inflatwn - | lceland Review ib»cript'on8 Mánaðarlegt frétta- og viðskiptablað á ensku HEWS FR0M KEIAIID & informatbn for visitore • Flytur helztu almennar fréttir og sinnir auk þess sérstaklega viöskipta- og efnahagsmálum, sjávarútvegi. iönaöi og feröamálum. • Flytur auglýsingar útflytjenda og þeirra fjölmörgu, sem bjóöa erlendum gestum í landinu þjónustu af ýmsu tagi. • Hefur komiö út reglulega í nær sex ár og dreifist nú í stóru upplagi víöa um lönd til fastra áskrifenda og móttakenda gjafaáskrifta. • Er oröiö ómissandi fólki erlendis, sem fylgjast vill meö íslandsfréttum. • Fjöldi fyrirtækja og stofnana senda blaöiö reglulega til vióskiptaaöila f útlöndum. Utanríkisþjónustan notar þaö einnig í almennu upp- lýsingastarfi. • Þetta er leiöin til aö fræöa viöskiptaaðila um allan heim um þaö helzta, sem hér gerist, og meö litlum kostnaöi. • Útgáfan tekur aö sér aó senda blaöið reglulega til móttakenda um víóa veröld gegn greiöslu áskriftar- og buröargjalda. • Nú er rétti tíminn. Fjölmargir eru enn ekki farnir aö notfæra sér þessa gagnlegu þjónustu. • Ókeypis sýniseintak veröur póstsent þeim sem þess óska fyrir vikulokin. ■ ■ ■ h . • . 5 jm-. .VK - ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- - ■... Askriftagjald News from lceland næstu sex mánuöi er kr. 27,00. Sendingarkostnaöur gjafaáskrifta fyrir sama tímabil er kr. 23,00 (skip) eöa kr. 38,00 (flug). Samtals kr. 50,00 (skip) eóa kr. 65,00 (flug) pr. áskrift í hálft ár. Atlantic Fishing Fylgirit um íslenzkan sjávarútveg. Janúarútgáfu News from lceland fylgir nýtt blaö, Atlantic Fishing, sem er fyrsta sérblað um íslenzkan sjávarútveg á ensku. Þaö mun fylgja News from lceland af og til í framtíöinni án aukagjalds og stuöla aö frekari kynningu á höfuöatvinnuvegi lands- ins og útflutningi sjávarafuröa. Nýr áfangi í þágu viöskiptalífsins. Hringiö í síma lceland Review og viö póstsendum sýniseintak af News from lceland ókeypis meöan umframeintök endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.