Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981
19
Frá bUasýningu Bilaborgar um helgina. Fremst á myndinni er hinn nýi Mazda 323, sem kynntur var
sl. haust.
Liðlega 50 Mazdabílar
voru pantaðir um helgina
BÍLABORG kynnti 1981 ár-
gerðirnar af Mazda á bílasýn-
inKU i húsnæði fyrirtækisins
um helgina og að söKn Þóris
Jensen, framkvæmdastjóra
komu milli 3 og 4 þúsund gestir
að skoða sýninguna. „Við erum
mjög ánægðir með útkomuna.
en við fengum liðlega 50 pant-
anir á syningunni.
Sýndar voru allar þrjár gerð-
irnar af Mazda, Mazda 323, sem
er nýr af nálinni, Mazda 626 og
Mazda 929, í ýmsum útfærslum.
Þórir sagði, að bílarnir kostuðu í
dag á bilinu 68 þúsund til 112
þúsund nýkrónur eftir því
hvernig þeir væru útbúnir, en
hægt er að fá þá í mjög mörgum
mismunandi útfærslum.
Þórir sagði aðspurður, að allar
gerðirnar hefðu verið pantaðar á
sýningunni, en þó hefði nýi
Mazda 323 skarað nokkuð fram
úr.
Þá sagði Þórir ennfremur að-
spurður, að reynzla þeirra Bíla-
borgarmanna væri mjög góð af
svona sýningum. Mikill fjöldi
fólks kæmi á hverja sýningu og
þeir fengju alltaf þó nokkrar
pantanir. „Það má kannski segja
að þetta sé ennfremur ágætis
upplyfting fyrir fólk í skamm-
deginu," sagði Þórir Jensen.
A síðasta ári seldi Bílaborg
1298 Mazdabíla og 42 Hino-
vörubíla, sem settir eru saman á
verkstæði fyrirtækisins. Frá því
í lok ársins 1977 hefur Bílaborg
sett saman liðlega 100 Hino-
vörubíla, sem seldir hafa verið
víðs vegar um landið.
Húsavik:
Versta veður sem gert hefur á vetrinum
Húsnvtk. 19. jan.
MESTA stórhríð og fannkoma
vetrarins hefur verið i dag hér á
Húsavik og i nágrannasveitum.
Stöðug fannkoma hefur verið
siðasta sólarhring og þegar liða
fór á síðustu nótt hvessti á
norðvestan svo að i verstu vind-
kviðunum sást varla milli húsa
og var af þeim sökum allt skóla-
hald barnaskólans fellt niður i
dag. Illfært er um bæinn vegna
þess að víða hefur dregið í skafla
og segja má að aðeins aðalgöt-
unni sé unnt að halda opinni,
aðrar götur eru ófærar.
Mjólkursamlagið sótti þó mjólk,
komst á flesta bæi í Aðaldal og
Reykjadal, en sá mjólkurflutning-
ur var harðsóttur sérstaklega
vegna snjóa á heimreiðum bæj-
anna. Ekki var reynt að fara í
Mývatnssveit og mjólk hefur ekki
verið sótt í Kelduhverfi í vikutíma
vegna þess að vegurinn fyrir
Tjörnes er alveg ófær. Hann átti
að hreinsa í dag, en var ekki reynt
vegna veðurs. Tjörnesingar segja
að þetta sé versta veður sem gert
hefur á vetrinum.
Fréttaritari
Fréttabréf frá Breiðavíkurhreppi:
Af veðri og búpeningi
í Breiðavíkurhreppi
Breidavikurhreppi i januar.
TÍÐARFAR hefur verið mjög slæmt síðan í byrjun desember en þó
verst síðan á jólum. Aðfaranótt 27. desember hvessti hér af suðri með
rigningu. en siðari hluta nætur gekk hann í suðvestur og var hér
suðvestan rok með slydduéljum og mikið var um þrumur og eldingar.
Veður fór kólnandi þegar á daginn leið. Þetta stórviðri hélst þar til
aðfaranótt 30. desember, en þá fór að lægja, frost var þá orðið 5 stig.
Ekki man ég eftir að komið hafi
hér áður svo langvarandi sterk-
viðri af suðvestri. Raflínur og
spænnistöðvar biluðu hér í veðr-
inu. Þann 27. fór rafmagn af öðru
hvoru en snemma dags 28. fór
rafmagn alveg af og kom ekki
aftur fyrr en um kl. 10 þann 29.
Viðgerðarmenn komu þann 28. til
að reyna að gera við línuna en
urðu frá að hverfa vegna veður-
ofsa, en þeim tókst að gera við
morguninn eftir, þrátt fyrir
vonskuveður og mjög erfiðar að-
stæður. Sjóselta hafði farið í
spennistöðvarnar og urðu viðgerð-
armenn að hreinsa þær allar. Ekki
urðu neinar meiriháttar skemmd-
ir í þessu veðri hér í sveit.
Járnplötur fuku af tveimur verk-
færahúsum, þá varð messufall í
Hellnakirkju um hátíðirnar vegna
ótíðar og ófærðar.
Vegurinn frá Hellisvöllum til
Hellissands hefur alltaf verið fær
öllum bílum en aftur hefur verið
talsverður snjór á köflum á vegin-
um frá Hellisvöllum austur sveit-
ina og nærliggjandi sveitir og
hefur tvisvar verið mokað af
veginum. Nú er komin mjög mikil
hláka á vegum víða og einnig eru
komin svellalög á tún og skapar
það hættu á kali, sérstaklega ef
illa vorar.
Félagsstörí. Kvenfélagið hafði
jólatrésskemmtun fyrir börn 3.
janúar i félagsheimilinu á Arn-
arstapa og var hún vel sótt. Aðrar
samkomur hafa ekki verið hér það
sem af er vetri.
Landbúnaður. Heilsufar búfjár
hefur verið gott hér það sem af er
vetri. Sauðfé hefur verið á inni-
stöðugjöf síðan það kom í hús.
Nokkrir bændur böðuðu féð fyrir
jól, en margir eiga eftir að baða og
nú bíða bændur eftir því að hláni í
veðri, sérstaklega þeir sem ekki
hafa nógu hlý hús.
Margir bændur létu ær til
sæðingar snemma í desember, en
árangur af því var slæmur það
sem ég hef frétt. Framleiðsluráð
landbúnaðarins hefur verið að
senda bændum fóðurbætiskvóta
fyrir áramót, sem þeir svo fram-
vísa til seljenda fóðurvörunnar.
Nú er daginn tekið að lengja og
öll bíðum við vonglöð eftir sumri
pg sól. Megi Guð gefa öllum
Islendingum til sjávar og sveita
blessunarríkt nýbyrjað ár.
Finnbogi G. Lárusson
fréttaritari.
Lóndrangar á Snæfellsnesi.
rslið ódýrt
S pöntunarlistinn frá Bretlandi, er verslun samankomin I einni b
i þú, fjölskylda þín og kunningjar eruó viðskiptavinirnir,
allt snýst um.
og sumarlistinn 1981 er kominn.
KAYS
PÖNTUNARLISTINN
Ég óska eftir aö fá sendan Kays pöntunarlista I
póstkröfu á kr. 49.—
Nafn......................................
Heimilisfang..............................
Staður............................. Póstnr.
SÆVANQ11» - SlMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARI