Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 32
Lækkar
hitakostnaöinn
JtaguuliIaMfr
Síminn á afgreióslunni er
83033
JKtreimblntiiti
MIÐVIKUDAGUR 21. JANUAR 1981
Mun betra
útlit með
sölu á
loðnuhrogn-
um en 1980
ÚTLIT er fyrir. að í vikunni
verði undirritaður í Japan
samningur um sölu á
1.000—1.200 tonnum af
frystum loðnuhrognum héð-
an.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson,
forstjóri Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, hefur
undanfarið verið í Japan og
mun nokkur verðhækkun
hafa náðst í viðræðunum frá
því sem var í fyrra. Árið
1979 seldi SH 3300 tonn af
loðnuhrognum til Japan, en
aðeins 450 tonn í fyrra. SH
er langstærsti útflytjandi
þessara afurða héðan.
Sölumiðstöðin mun eiga
kost á samningi um sölu á
frystri loðnu á sömu kjörum
og Norðmenn hafa samið
um. Japanirnir gera hins
vegar kröfu um mjög stóra
loðnu í þeim samningi og þar
sem íslenzka loðnan er smá
er ekki útlit fyrir að samn-
ingar verði gerðir um frysta
loðnu að sinni, en þau mál
nánar rædd síðar. Eigi að
síður er útlit fyrir að á
þessari vertíð verði bæði
fryst loðna og loðnuhrogn að
einhverju marki.
Þessa mynd tók Jóhann D. Jónsson á Egilsstöðum þegar
napur vetrarvindurinn þaut um holt og hæóir. enda
skutu hrossin í höm eins og sjá má.
Stjórn Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins:
Rætt um lántöku freð-
fiskdeildarinnar í dag
Höfum jafnvel fjarlægst fiskverðsákvörðun, segir Ingólfur Ingólfsson
FUNDUR var haldinn í Yfir-
nefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins i iíar. en lítið hefur
miðað i átt til ákvörðunar nýs
Svalbarðseyri:
300 tonn af frönsk-
um kartöflum á ári
KAUPFÉLAG Svalbarðsstrand-
ar mun i næsta mánuði hefja
rekstur verksmiðju sem á að
framleiða eitt tonn af frönskum
kartöflum á dan úr nurðlenskum
kartöflum ok er ráðKert að fram-
leióslan verði um 300 tonn á ári
fyrir innanlandsmarkað.
Þetta er fyrsta verksmiðja
sinnar tegundar á landinu og í
samtali við Sævar Hallgrímsson
kjötiðnaðarmann sem veitir hinni
nýju kartöfludeild forstöðu ásamt
kjötdeild og eldhúsi kom fram að
verksmiðjan er hönnuð í samráði
við danska verksmiðju, Sanalcol,
sem framleiðir bæði franskar og
soðnar kartöflur. Nýjar vélasam-
stæður eru á leiðinni til landsins
og verða þær settar upp af
dönskum sérfræðingum sem
munu aðstoða við upphaf fram-
leiðslunnar. Sævar sagði að 4—5
manns myndu vinna við þessa
grein og verður framleiðslan boð-
in í 800 gramma pakkningum og 2
kg, djúpfryst og háifsteikt.
Aðspurður sagði Sævar að
verksmiðjan yrði samkeppnisfær
við þá innfluttu framleiðslu sem
boðið er upp á af þessari tegund
matvæla, en þar er kg af frönsk-
um kartöflum á 'kr. 12.
fi.skverðs sem gilda á frá ára-
mótum. Á morgun verður hald-
inn fundur í yfirnefndinni, en í
dag verður væntanlega fundur i
stjórn Verðjöfnunarsjóðs fisk-
iðnaðarins þar sem fjallað verð-
ur um fjáröflunarleiðir til að
tryggja rekstrargrupdvöll fisk-
vinnslunnar.
Hugmyndir stjórnvalda munu
vera þær, að þær deildir sjóðsins,
sem verst eru staddar og þá
einkum freðfiskdeildin, taki lán
til að tryggja rekstur fiskvinnsl-
unnar eftir að fiskverð verður
ákveðið og til að hægt verði að
halda genginu stöðugu. Fulltrúar
vinnslu og veiða eiga fjóra full-
trúa í sjóðsstjórninni og hafa
þeir lýst andstöðu við þá hug-
mynd að Verðjöfnunarsjóður taki
lán. I stjórn sjóðsins eiga einnig
sæti þrír fulltrúar stjórnvalda.
Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi
sjómanna í Yfirnefnd Verðlags-
ráðs, sagði í gær að hann teldi
fráleitt að slík lántaka yrði sam-
þykkt í sjóðsstjórninni. „Eftir
öllum sólarmerkjum að dæma
gerist ekkert varðandi fiskverðs-
ákvörðun fyrr en eftir helgi og ég
tel að ákvörðunin geti jafnvel
dregist meir. Staðan er mjög
óljós og ég tel, að við höfum
jafnvel fjarlægst lausn frá því
sem var um áramótin," sagði
Ingólfur.
Hann var þá spurður hvernig
hann rökstyddi þá skoðun sína:
„Varðandi fjárhagsstuðninginn
eins og það er nú orðað hjá þeim
tel ég að um sé að ræða meira en
áherzlumun hjá ríkisstjórninni.
Ef það á að vera í formi lántöku
hagsmunaaðilans þá er það eng-
inn stuðningur. Menn geta farið í
einhverja peningastofnun án þess
að ríkissjóður sé á bak við það. Ef
það á að fjármagna afleiðingar
kjarasamninga með lántökum í
sjávarútvegi og fiskvinnslu þá er
það dáiítið merkileg pólitík,"
sagði Ingólfur Ingólfsson.
Þá ræddi Morgunblaðið einnig
við Hjalta Einarsson, fram-
kvæmdarstjóra Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna i gær. Hann
sagðist enga trú hafa á að
fiskverð kæmi fyrr en samningar
milli útvegsmanna og sjómanna
væru komnir lengra. Þá sagði
hann, að fulltrúar fiskvinnslunn-
ar vildu fá að vita hvort rekstur
fiskvinnslunnar yrði tryggður
með láni eða framlagi. „Menn eru
ekki spenntir fyrir því ef tryggja
á rekstur fyrirtækjanna með
lántökum, sem síðar á að greiða
með verðhækkunum erlendis,
sem ekki eru fyrirsjáanlegar,"
sagði Hjalti Einarsson.
Nýr fundur í Yfirnefnd Verð-
Iagsráðs sjávarútvegsins verður
haldinn á morgun og á honum
verða lagðar fram tölur um
afkomu fiskvinnslunnar byggðar
á reikningum frá 1979, en fram-
reiknaðar til byrjunar þessa árs.
Fulltrúar BNOC væntanlegir til samninga:
Búist við hækkun á gasolíuverði
f BYRJUN febrúar eru væntan
legir til landsins fulltrúar hrezka
ríkisolíufyrirtækisins BNOC til
\iðræðna um verð á Kasoliu. sem
fslrndinKar kaupa af fyrirtækinu
á þessu ári.
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjári í viðskiptaráðuneytinu tjáði
MM að í júlí í fyrra hefði verið
saniið um kaup á 100 þúsund
tonnum af Kasolíu frá BNOC. Áttu
fjórir farmar, alls 80 þúsund tonn,
að afhendast á seinni hluta ársins
1980 og einn farmur í byrjun árs
1981. Hins vegar varð gasolíunotk-
un í fyrra minni en áætlað hafði
verið og komu því aöeins þrír
farmar eða 60 þúsund tonn í fyrra
en tveir farmar koma fyrri hluta
þessa árs eða 40 þúsund tonn. Búið
var að semja um kaup á allt að 100
þúsund tonnum af gasolíu á þessu
ári en Þórhallur sagði að það væri
nokkuð ljóst að sú tala yrði lægri.
Olíukaupin frá BNOC eru miðuð
við svokallað mainstream-verð og
er jafnaðarverð um 330 dollarar
hvert tonn á þeim 100 þúsund
tonnum, sem þegar hefur verið
samið um. Er það nokkru hærri
upphæð en skráð gasolíuverð á
Rotterdammarkaðnum á síðustu
mánuðum. Þórhallur Ásgeirsson
sagði aðspurður að ekkert benti til
lækkandi mainstream-verðs á gas-
olíu, þvert á móti mætti búast við
hækkandi verði, m.a. vegna hækk-
unar á hráolíuverði.
Gervasoni fær dval-
arleyfi í Danmörku
SAMKVÆMT upplýsingum sem
Morgunhlaðið aflaði sér í Dan-
mörku í gærkvöldi hefur verið
ákveðið að Frakkinn Patrick
Gervasoni fái dvalarleyfi í Dan-
mörku og er áætlað að tilkynnt
verði um það í Danmörku i dag,
en dönsk stjórnvöld tóku þessa
ákvörðun á pólitískum grund-
velli, m.a. vegna þrýstings frá
fslenzkum stjórnvöldum.
Miðað er við að Gervasoni
verði veitt 6 mánaða dvalarleyfi
til bráðabirgða og síðan fram-
lengist það samkvæmt lögum
Efnahagsbandalagsins um 5 ár
ef maðurinn hefur fengið vinnu
eða leitað eftir henni á 6 mánaða
tímabili, og ef hann leitar eftir
vinnu án þess að það gangi fær
hann atvinnuleysisbætur og rétt
eins og vinnandi maður.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins ætlar danski
dómsmálaráðherrann að beita
sér fyrir því að Gervasoni fái
vegabréf sem gildi innan Efna-
hagsbandalagsins og Ebbe
Holm, hinn danski lögmaður
Frakkans, lét svo ummælt í
gærkvöldi aðspurður að hann
teldi að þetta danska vegabréf
veitti Gervasoni leyfi til þess að
ferðast til íslands sem ferða-
maður.