Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 1981 25 fclk í fréttum Árekstur í lofti + Þessari mynd var smellt af sekúndu- broti eftir að Rodney Fakatov reif fallhlíf Dan Vaughn og féll í gegnum hana. Þetta stórfurðulega slys átti sér stað á æfingu hjá bandarískum fall- hlífahermönnum í Utah-fylki í Banda- ríkjunum. Mennirnir tveir stukku út úr flugvél í um 400 metra hæð en flæktust saman á leiðinni niður. Þeir komu því báðir niður saman með eina svo til opna fallhlíf og meiddust er þeir komu niður og voru hermennirnir fluttir á hersjúkrahús í Salt Lake City. Hjólhýsið í hassi + Bandaríkjamaðurinn Robert Banta lá í rúm- inu, í hjólhýsinu sínu, þegar eitthvað lenti ofan á þakinu með gífurlegum látum. Þegar Banta fór að rannsaka fann hann afganginn af 30 kílóa marijuana„köggli“ og gat eftir hann í loftinu. Yfirvöld segja að „grasinu" hafi verð hent út úr flugvél, sem var að reyna að sleppa yfir suður Florida frá amerískum tollyfirvöldum. Lögregl- unni tókst að hafa hendur í hári flugmannsins. Engan skaðaði vð þessa óvæntu „árás“, en fleiri „kögglum" var varpað úr flugvélinni og einn þeirra stórskemmdi mannlausan bíl. Allt þetta hefur valdið herra Banta mikilli mæðu. Hann var t.d. önnum kafinn við að reka burt fólk, sem kom í þeim tilgangi að ná sér í marijuana sem dreifðist út yfir alla lóðina hans. Tjónið á hjólhýsinu er talið nema 600 dollurum og það var ótryggt. Myndin er af Robert Banta. Ef hún prentast vel má sjá gatið eftir „grasköggulinn" yfir höfði hans. I \ Hnefarn- ir hvíldir + Hún ætti að vera tiltölulega örugg um sjálfa sig hún Farah litla Fawcett meðal þessara tveggja vörpulegu manna. Til vinstri er enginn annar en sjálfur Mohammad Ali fyrrum heimsmeistari i hnefaleikum og hinn maðurinn er kvikmyndaleikarinn Ryan O’Neal. Ein af hans eftirlætisiðjum ku vera sú að berja ijósmyndara. Myndin var tekin i samkvæmi sem Hnefaleikaráðið hélt i Los Angeies fyrir skömmu og voru þau þrjú gestir ráðsins. Eldavél, bökunarofn, vifta og uppþvottavél I v__„ uppþvottavél Ráð til orkusparnaðar frá Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðu neytisins og Sambandi ísl. rafveitna 1. Notum þrepastilli og hitastilli rétt. 2. Notum rétta potta og pönnur. 3. Sjóðum í litlu vatni. 4. Þíðum matvælin fyrir matreiðslu. 5. Fyllum ofninn. 6. Notum steikhitamæla. 7. Notum viftuna rétt og ekki að óþörfu. 8. Uppþvottavélin. 1. Þrepastilli á eldavélarhellu skal stilla á hæsta straum þar til suða kemur upp, eftir það nægir lægsti straumur. Hitastilli skal stilla strax á það hitastig sem óskað er eftir. 2. Pottar og pönnur eiga að vera með sléttum og þykkum botni. Pottar með kúptum botni þurfa allt að helmingi meiri orku. Pottar og pönnur eiga að þekja alla plötuna. Fjórðungur orkunnar fer til spillis ef pottur sem er 16 sentimetrar í þvermál er látinn á 18 sentimetra plötu. Lokið á pottinum þarf að vera hæfilega þétt. Til að viðhalda suðu þarf þrisvar til fjórum sinnum meiri orku ef lokið er ekki á. 6. Ef vafi leikur á steikingartíma þá er gott að nota steikhita- mæli. Allar steikur og ofnrétti má setja í kaldan ofn. Steik- ingartíminn lengist um 5—10 mínútur en orkan nýtist betur. 7. Auk orkunotkunar viftunnar eykur hún loftskiptin í íbúðinni, þannig að kostnaður við hitun vex. I stað loftsins sem viftan blæs út þarf ferskt loft. Þegar viftan er í gangi fæst rétt loftræsting ef eldhúsglugginn er lokaður, en þess í stað haft opið inn í annað herbergi hússins, þar sem gluggi er opinn. Nauð- synlegt er að hreinsa síuna í viftunni reglulega, t.d. mánað- arlega. í flestum viftum er spjald sem opnast þegar viftan er í gangi, ef spjaldið opnast ekki þá er viftan óstarfhæf, og ef spjaldið lokast ekki myndast dragsúgur og upphitunarkostn- aður eykst. 3. Nóg er að nota 1—3 desilítra af vatni við suðu á kartöflum og öðru grænmeti. 4. Best er að þíða frosinn mat í ísskápnum. Það þarf meiri orku og tekur allt að þriðjungi lengri tíma ð matreiða frosin matvæli. Athugið að frosið grænmeti er best að matreiða beint. 5. Reynum að nýta ofninn vel, t.d. með því að baka og steikja samtímis rétti sem þurfa sama hitastig. Hitinn kemur í veg fyrir að réttirnir fái bragð hver af öðrum. Orkan nýtist einnig betur ef steikt er og bakað hvað á eftir öðru. Grillun á mat (glóðarsteiking) er orkufrek. T.d. þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku við að grilla kjúkling en að steikja hann í potti. 8. Uppþvottavél er meðal orku- frekustu heimilistækjanna. Það sparar orku að setja hana ekki í gang fyrr en hún hefur verið fyllt alveg. Hagkvæmt getur verið að handþvo potta og aðra stóra hluti sem taka mikið pláss í vélinni. í einn uppþvott á vél með 60°C heitu vatni fara um 2,5kWh af rafmagni. Á hita- veitusvæðum er sjálfsagt að athuga hvort tengja má upp- þvottavélina við heita vatnið, við það sparast rafmagn sem annars færi í að hita vatnið. ícTfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.