Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 1

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 1
44 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 24. tbl. 69. árg. FOSTUDAGUR 30. JANUAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Haig á sinum fyrsta blaðamannafundi: Taf arlausar aðgerðir gegn hryðjuverkum Washinnton. 29. janúar. AP. ALEXANDER M. Haig, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær á sínum fyrsta blaðamanna- fundi eftir að hann tók við embætti, að ríkisstjórn Ron- alds Reagans ætlaði að ein- beita sér að baráttunni gegn hryðjuverkamönnum víða um heim, sem hann sagði að nytu nú víðtækari stuðnings Sovétmanna en nokkru sinni fyrr. Á blaðamannafundinum sagðist Haig hafa miklar áhyggjur af veru kúbanskra hermanna í þriðja. heiminum, sem væru aðeins lepp- ar Rússa, og að nýleg innrás Líbýumanna í Chad í skjóli rússn- eskra vopna væri „mjög alvar- legur atburður". William Dyess, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins, sagði í dag, að í framtíðinni færu samskipti Bandaríkjamanna og Rússa eingöngu eftir því hvern- ig Rússar höguðu sér í heimsmál- unum. „Við munum ekki fylgja skilyrtri slökunarstefnu,“ sagði hann. Haft hefur verið eftir embættis- mönnum í varnarmálaráðuneyt- inu bandaríska, að þjálfun sér- staks herafla til að berjast gegn hryðjuverkamönnum hafi verið aukin mjög að undanförnu þó að leynt hafi farið. í ræðu, sem Reagan flutti sl. þriðjudag þegar hann fagnaði heimkomu gíslanna, sagði hann, að ef það kæmi fyrir aftur að hryðjuverkamenn réðust á bandarískt sendiráð eða ógnuðu lífi Bandaríkjamanna erlendis, yrði gripið til „tafarlausra að- gerða“. Skyndileg afsögn Suarezar á Spáni Alexander M. Haig utanrikisráðherra Bandaríkjanna leggur hér við hlustirnar þegar fréttamenn spurðu hann i fyrradag spjörunum úr á hans fyrsta blaðamannafundi eftir að hann tók við embætti. Ilann lýsti því yfir, að stjórnin myndi standa við samkomulagið um lausn gíslamálsins og ennfremur, að baráttan gegn hryðjuverkamönnum. sem nytu stuðnings Rússa, yrði tekin föstum tökum. AP-símamynd Madrid, 29. jan. - AP. TILKYNNT var í Madrid í dag, að Adolfo Suarez, for- sætisráðherra, hefði sagt af sér embætti og þykir afsögn hans koma mjög á óvart. Suarez, sem er 48 ára gam- Pólland: Stjórnvöld hóta að bæla niður verkföll Varsjá. 29. janúar. AP. PÓLSKA stjórnin lýsti því yfir í dag, að hún kynni að „neyðast til að grípa til óhjákvæmilegra ráðstafana til að bæla niður verkföllin í landinu*'. Þessi aðvörun stjórnvalda kemur deginum áður en fulltrúar Samstöðu og samningamenn stjórnarinnar ætla að taka upp formlegar viðræður um ágrein- ingsmálin og kröfur verka- manna. í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem lesin var í pólska ríkisút- varpinu, sagði, að ráðherranefnd- in gerði það „heyrum kunnugt, með tilvísan til stjórnarskrárlegs réttar síns, að henni beri skylda til að halda uppi lögum og reglu og aga“. Ennfremur var sagt, að ef núverandi ástand breyttist ekki neyddist stjórnin til að tryggja eðlilegan rekstur verk- smiðja og fyrirtækja í landinu. í dag komust fulltrúar Sam- stöðu og stjórnarinnar að sam- komulagi um að hefja á morgun formlegar viðræður um kröfur verkamanna og eiga þær að fara fram í borginni Rzeszow í Suð- austur-Póllandi, en í þeim hluta landsins hefur mikið verið um skyndiverkföll í dag og síðustu daga. Sovéska fréttastofan Tass réðst í dag mjög harkalega á hin óháðu verkalýðsfélög í Póllandi og sak- aði þau um „kúganir, hótanir, ögranir og ofbeldi" til að ná fram „pólitískum markmiðum" sínum og sagði að þau væru jafngildi „pólitískrar stjórnarandstöðu" í landinu. all og var í fararbroddi þegar Spánverjar hurfu frá einræðislegum stjórnar- háttum og tóku upp lýð- ræði, sagði einnig af sér sem formaður Miðflokka- sambandsins, stjórnar- flokksins á Spáni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í dag, að ákvörðun Suarezar væri „óafturkallanleg" og að hann hefði sagt af sér af persónulegum ástæðum. Ríkisstjórn Suarezar fór að dæmi forsætisráðherrans og sagði einnig af sér en mun sitja þar til nýr flokksformaður og að líkindum forsætisráðherra hefur verið útnefndur en það mun gerast á landsþingi Miðflokkasambands- ins í næstu viku. Adolfo Suarez forsætisráðherra hefur að undanförnu sætt mikilli gagnrýni flokksmanna sinna, sem hafa kennt honum um lítinn árangur í baráttunni gegn hryðju- verkamönnum og vaxandi verð- bólgu og atvinnuleysi. Þrátt fyrir það er talið, að Suarez muni sækjast eftir nýrri útnefningu sem formaður á landsþingi Mið- flokkasambandsins og að sögn stuðningsmanna hans eru þeir bjartsýnir á að hann hljóti hana. Juan Carlos Spánarkonungur skipaði Suarez forsætisráðherra 1976 og flokkur hans, Miðflokka- sambandið, fór með sigur af hólmi í tvennum kosningum, 1977 og 1979. Landsþing þess átti að fara fram í þessari viku en var frestað vegna verkfalls flugumferðar- stjóra. Stjórnmálahræringarnar á Bretlandi: Ihaldsþingmenn lýsa áhuga á miðjuflokki London, 29. jan. AP. ROBERT Ilicks. sem situr á þingi fyrir breska íhaldsflokkinn. Sagði i dag í viðtali við BBC, að svo kynni að fara, að hann og um 20 aðrir óánægðir þingmenn thaids- flokksins gengju til liðs við nýjan miðjuflokk ef af stofnun hans yrði. í tveimur skoðanakönnun- um, sem skýrt var frá i dag, kemur fram, að slikur flokkur gæti notið umtalsvcrðs fylgis. Skoðanakönnun, sem Lundúna- blaðið Daily Mail stóð fyrir, sýnir, að þrír af hverjum tíu styðja nýjan jafnaðarmannaflokk og í skoðana- könnun Guardian var niðurstaðan sú, að 27% sögðust mundu kjósa hann. Þegar haft er í huga að frjálslyndir undir forystu David Steels hafa mikinn hug á samstarfi við slíkan flokk þykir ljóst, að hann gæti fengið umtalsvert fylgi og jafnvel meirihluta í kosningum. I viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, sagði Robert Hicks, þingmað- ur Ihaldsflokksins, að hann og um 20 aðrir þingmenn flokksins hefðu til athugunar að ganga í hugsan- legan nýjan miðjuflokk. Hann sagði, að hinn frjálslyndari armur Ihaldsflokksins væri mjög óánægð- ur með efnahagsmálastefnu Thatchers, sem valdið hefði meira atvinnuleysi en verið hefði um hálfrar aldar skeið. Berjast um aðgang að Amazon Lima. Perú, 29. janúar. AP. TIL blóðugra bardaga kom í gær milli Perúmanna og Ekvadormanna á landama'r- um rikjanna og er undirrótin áratuga gamlar deilur þjóð- anna um aðgang að Amazon- fljóti. Ekvadormenn scgjast hafa misst tvo menn í árás perúanskra herþyrlna á landama'rastöð en Perúmenn halda því fram. að þeir hafi snúist til varnar gegn innrás- arliði frá Ekvador. Stjórnmálanefnd Samtaka Ameríkuríkja hélt í dag skyndifund í Washington og hvatti deiluaðila til að setjast að samningaborði. Átök á landamærum ríkjanna hafa ekki verið ótíð á liðnum árum en þessi eru þau alvarlegustu síðan 1978. Landsvæðið, sem um er deilt, gæti veitt Ekvador- mönnum aðgang að Maranon- ánni, sem fellur í Amazon- fljót, og er auk þess skammt frá mestu olíulindum Perú- manna. Árið 1942 gerðu þjóð- irnar með sér samning um yfirráð á þessu svæði eftir mikil og mannskæð átök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.