Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981
Ríkisstjórn-
in frestaði
öllum sam-
þykktum
hækkunum
i gær
RÍKISSTJÓRNIN frestaði í gær
að taka afstöðu til 8 hækkunar-
afgreiðslna Verðlagsráðs, sem
ráðið afgreiddi frá sér í fyrra-
dag. Svavar Gestsson, félags-
málaráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ástæðan
fyrir frestun málsins væri, að
rikisstjórninni hefðu ekki þótt
næg gögn fylgja, svo að unnt hafi
verið að afgreiða hækkanirnar.
Yrði fullnægjandi gagna aflað.
Hækkanir þær, sem ríkisstjórn-
in neitaði að afgreiða í gær voru,
eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær, 8-13% hækkun gosdrykkja,
11% hækkun á fargjöldum Land-
leiða og hópferðabíla, 5% hækkun
á farmiðum í innanlandsflugi, 9%
hækkun á aðgöngumiðaverði kvik-
myndahúsa, 6-12,8% hækkun á
smjörlíki og 20% hækkun á salt-
fiski í smásölu, aðallega frá BÚR.
Þá var loks neitað að samþykkja
hækkun vísitölubrauðanna um
18,5-25,2% eftir tegundum.
Það mun samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins einkum hafa
verið síðastnefnda hækkunin, sem
olli því, að ríkisstjórnin vildi afla
meiri gagna, en hækkunin, sem
Verðlagsráð samþykkti var 4,6-8,7
prósentustigum hærri en bakara-
meistararnir sjálfir höfðu ákveðið
og verið kærðir fyrir.
Hafskip kannar
rekstrargrund-
völl bílaferju
Strákar i sundi.
LjÓNm. Kristinn
Á VEGUM skipafélagsins Ilaf-
skips hf. hefur að undanförnu
verið unnið að athugun á hag-
kvæmni á rekstri farþega- og
hílaflutningaskips eða bílaferju.
Ásbjörn Magnússon, fyrrum sölu-
stjóri Flugleiða, veitir verkefni
þessu forstöðu. Mbl. spurðist
fyrir um það í gær hjá Ragnari
Kjartanssyni framkvæmdastjóra
Hafskips hvað þessum athugun-
um liði.
— Þetta er mikið verk og tekur
talsvert langan tíma, en við ráð-
gerum að niðurstöður liggi fyrir
síðari hluta marzmánaðar, sagði
Ragnar. — Hér er um að ræða
Vaxtamálið enn fyrír ríkisstjórn:
Margvíslegar ástæður fyrir
nánari könnun vaxtatillagna
Hafnarfjörður:
Vitni vantar
að ákeyrslu
Rannsóknarlögreglan í Hafnar-
firði hefur beðið Morgunblaðið að
auglýsa eftir vitnum að ákeyrslu
þar í bæ að kvöldi miðvikudagsins
28. janúar sl. Ekið var á rauða
Citroen-bifreið fyrir framan aðal-
dyr hússins Breiðvangur 22 milli
klukkan 20-22 um kvöldið. Tjón-
valdurinn svo og vitni, eru beðnir
að gefa sig fram við lögregluna í
Hafnarfirði sem allra fyrst.
GREINARGERÐ Scðlabanka Is-
lands um vaxtamálin liggur enn
fyrir rikisstjórninni og hefur ekki
hiotið afgreiðslu þar. Tillögurnar,
sem i henni eru, og skýrt var frá 1
Morgunblaðinu í gær, eru byggðar
á bráðabirgðalögum rikisstjórnar-
innar frá þvi á gamlársdag og er
nánari útfærsla á þeim og efna-
hagsáætlun rikisstjórnarinnar, sem
birt var jafnhliða bráðabirgðalög-
unum.
Morgunblaðið spurði Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra um
vaxtamálin í gær og kvaðst hann
ekki vilja ræða efni greinargerðar
Seðlabankans á þessu stigi. „Aðal-
atriðið er,“ sagði forsætisráðherra,
„að við ákváðum um áramót að
stytta binditíma lána og það ákvæði
verður að komast í framkvæmd
mjög fljótlega. Þessi greinargerð
Seðlabankans þarfnast nánari at-
hugunar og umræðu.“
Gunnar Thoroddsen sagði enn-
fremur, að í bráðabirgðalögunum frá
því á gamlársdag hafi verið ákvæði
um að hinir verðtryggðu sparireikn-
ingar, sem teknir hefðu verið upp 1.
júlí í fyrra, skyldu breytast þannig
að sparifé skyldi bundið aðeins í 6
mánuði í stað 2ja ára. Hann kvað
greinargerð Seðlabankans vera um
framkvæmd á þessu ákvæði og
öðrum atriðum, sem því tengdust.
Hann kvað greinargerð bankans
hafa borizt sér á mánudag, 26.
janúar, og hún verið rædd bæði á
ríkisstjórnarfundi á þriðjudag og í
gær.
Svavar Gestsson félagsmálaráð-
herra og formaður Alþýðubanda-
lagsins sagði að margvíslegar ástæð-
ur væru fyrir því að ríkisstjórnin
vildi kanna málið nánar. Þetta sagði
hann, er Morgunblaðið spurði, hvort
vaxtahækkun, sem fælist í tillögun-
um, bryti ekki í bága við það
stefnumið ríkisstjórnarinnar að
lækka vexti hinn 1. marz.
markaðskönnun og markaðsspá,
hvernig eða hvort sé fyrir hendi
möguleiki á rekstri bílaflutninga-
og farþegaskips, en margir hafa
sýnt þessu máli áhuga og telja, að
nú sé að opnast markaður fyrir
svona skip. Ásbjörn Magnússon
stjórnar könnun þessari og hefur
hann m.a. verið á ferð erlendis til
að ræða við ferðamálafrömuði.
Við höfum einsett okkur að fá
vandaða úttekt á þessum málum,
en það er ljóst, að hér er ekki um
stóran markað að ræða og ekki
verður farið út í fjárfestingar
nema þær skili hagnaði aðra
árstíma en aðeins yfir hásumarið,
en til þess þarf að kanna hvaða
fleiri verkefni gætu komið til.
Ragnar Kjartansson sagði, að
hér væri að nokkru leyti um
hliðstæðan rekstur og bílferjan
Smyrill nema hvað í ráði væri að
fá stærra skip, veita meiri þjón-
ustu um borð og sigla frekar til
Reykjavíkur eða Þoriákshafnar,
en hann lagði áherzlu á að hér
væri um athugun að ræða og
ekkert væri hægt að segja um
möguleika eða niðurstöður fyrr en
Um 30% samdrátt-
ur er í eldavéla-
framleiðslu Rafha
Gcta talningarmenn hagnýtt sér upplýsingarnar?
Tel það vafasamt,
og slíkt er ólögmætt
— segir Klemenz Tryggvason hagstofustjóri
„ÞETTA kemur mér mjög ein-
kennilega fyrir sjónir, mjög ein-
kennilega, og ég hef ekki trú á að
þetta hafi mikla hagnýta þýðingu
fyrir þá“ sagði Klemenz Tryggva-
son hagstofustjóri i samtaii við
blaðamann Morgunblaðsins í
gær. — En Kiemenz var spurður
álits á orðrómi er Morgunblaðinu
hefur borist, að félagsfræðikenn-
ari framhaldsskúlanema a.m.k.
við cinn skóla í Reykjavík hafi
sagt nemum sínum, er að söfnun
upplýsinga f manntalinu vinna,
að þeir geti notað svör fólks til að
„gera sina eigin félagsfræðilegu
könnun“.
„Ég leyfi mér að efast um að
þetta hafi verið sagt, en hafi það
gerst, þá er það að sjálfsögðu
algjörlega óheimilt, að gögnin séu
notuð á þennan hátt,“ sagði Klem-
enz ennfremur.
— En væri vilji fyrir hendi,
gætu talningarmenn eða þeir, sem
uppiýsingum safna, ekki nýtt þær
á þennan hátt?
„Það kann að vísu að vera“
svaraði hagstofustjóri, „en það
verður ekki auðvelt. Tíminn er
naumur og mikið verður að gera
hjá þeim er upplýsingum safna.
Ég fæ því ekki séð að mikili tími
gefist til einkaathugana, þótt vilji
væri fyrir hendi, sem ég vona og
held að sé ekki.“
Klemenz kvaðst ekki vilja tjá
sig frekat um þetta atriði, og
sagðist vera þeirrar skoðunar að
moldviðri hefði verið þyrlað upp
um málið, hér væru á ferðinni
saklausar spurningar, upplýs-
ingarnar væru í flestum tilvikum
þegar fyrir hendi annars staðar og
fólk hefði ekkert að óttast.
En jafnvel þótt eitthvað það
kæmi fram í svörum fólks, sem
það vildi halda leyndu, þá væri
útlokað að það kæmist í hendur
aðila utan Hagstofu íslands sem
færi með málið sem trúnaðarmál.
Mun flóknara og erfiðara hefði á
hinn bóginn verið að skipta spurn-
ingunum, þannig að hluti þeirra
væri á nafnlausum blöðum. Því
hefði þessi leið verið valin, enda
ekkert mælt gegn því að því er
virtist.
- VIÐ HÖFUM reynt að halda
starfsmönnum okkar og ekki þurft
að grípa til uppsagna, en hins
vegar fylgir framleiðsla okkar
byggingariðnaðinum og hefur
dregist saman síðustu mánuði og
fylgt minnkandi umsvifum i hygg-
ingariðnaði og ég býst við að sú
þróun haldi áfram þetta ár, sagði
Ingvi I. Ingason framkvæmdastjóri
Rafha i Hafnarfirði er Mbl. innti
hann eftir atvinnuástandi hjá fyrir-
tækinu.
— Starfsmenn voru 58 fyrir hálfu
öðru ári síðan, en þar sem við höfum
ekki bætt við í stað þeirra sem hætt
hafa, hefur þeim fækkað smám
saman og eru nú 46, en við bætum
nokkrum við á sumrin eða um 5
mönnum, sagði Ingvi ennfremur. —
Framleiðsla á eldavélum varð all-
miklu minni á síðasta ári en 1979.
Við framleiddum 400 vélum færra í
fyrra og er það um 30% samdráttur,
en síðustu árin höfum við framleitt
1.500 til 2.000 á ári, og vorum með
1.400 vélar síðasta ár. Stærstu kaup-
endur hjá okkur eru sveitarfélög,
sem byggja t.d. leiguíbúðir. En þrátt
fyrir að útlitið sé ekki gott þá erum
við bjartsýnir og hyggjumst snúa
vörn í sókn.
Ríkisverksmiðjur:
Viðræðum
frestað
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu
starfsfólks ríkisverksmiðjanna og
Kísiliðjunnar, sem hófst í gær
klukkan 17, stóð til klukkan 21. Þá
var fundi slitið og nýr fundur
boðaður á mánudag. Ástæður fyrir
að ekki er haldið áfram viðræðum
mun vcra persónulegs eðlis, en ekki
tæknilegs, þ.e.a.s. að sérstök snurða
hafi hlaupið á þráðinn. Heldur munu
viðræður þó hafa gengið hægt.
Erfiðleikar hjá
rafveitum vegna
gjaldskrármála
SAMBAND ísl. rafveitna hefur
boðað rafveitustjóra landsins til
fundar í Reykjavík í dag og verður
á fundinum rætt um þá alvarlcgu
fjárhagsstöðu, sem nú blasir við
rafveitunt vegna ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar f gjaldskrármálum
um áramótin, eins og segir í
fundarboði. Mbl. ræddi við Órlyg
Þórðarson framkvæmdastjóra
Sambandsins og spurði hann nán-
ar hvert væri tilefni fundarins:
— Ástæðunnar fyrir þessum
fjárhagsörðugleikum er að leita í
því, að allt árið 1980 og allt frá
haustinu 1979 hafa rafveiturnar
einungis fengið að hækka gjald-
skrár sínar sem nemur hækkun á
heildsöluverði rafmagns og hefur
því ekki verið nokkur afgangur til
að mæta hækkun á öðrum rekstr-
arkostnaði, sagði Örlygur. — Raf-
veiturnar hafa því átt í erfiðleikum
með að mæta útgjaldaaukningu
sem stafar af verðbólgu og er nú
útlit fyrir að allt sigli í strand, þ.e.
stöðva verði framkvæmdir, hætta
lagningu heimtauga og þar fram
eftir götunum. Með fundi þessum er
ætlunin að ræða um hverjar horf-
urnar eru og hvað gera megi til að
hreyfa við stjórnvöldum til að líta á
þennan vanda, sagði Örlygur Þórð-
arson að lokum.
Guðmundur G. Þórarinsson gjaldkeri Framsóknarflokksins:
Útgjöldum ríkissjóðs vegna
verðjöfnunarsjóðs sjávarút-
vegsins mætt með niðurskurði
„ÉG legg áherzlu á það, að
aðgerðir i þessa átt auki ekki
peningamagnið í umferð, þannig
að að svo miklu leyti, sem til
kasta rikissjóðs kæmi, þá yrði á
móti þeirn útgjöldum að koma
niðurskurður hjá ríkinu,“ sagði
Guðmundur G. Þórarinsson.
gjaldkeri Framsóknarflokksins
og alþingismaður, er Mbl. ræddi
við hann í gær um þá útvegun
peninga til verðjöfnunarsjóðs
sjávarútvegsins, sem rikisstjórn-
in hét á gamlársdag.
Guðmundur sagði ekki ljóst fyrr
en að lokinni fiskverðsákvörðun,
hvaða upphæð þyrfti til, en í
sínum huga væru ekki til nema
tvær leiðir; annað hvort tæki
verðjöfnunarsjóðurinn lán eða
ríkissjóður kæmi beint til skjal-
anna. Yrði fyrri leiðin valin mundi
verðjöfnunarsjóður borga lánið
með hækkandi verði á erlendum
mörkuðum, en tækist það ekki að
öllu leyti yrði ríkissjóður að koma
til skjalanna í því dæmi líka.
Guðmundur sagði, að rætt hefði
verið um 15% hækkun fiskverðs,
en kvaðst ekki vilja leggja dóm á,
hvað slík hækkun kallaði á mikla
fjárþörf verðjöfnunarsjóðs. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, mun ríkis-
stjórnin álíta 35 milljónir króna
lágmarksþörf með 15% fiskverðs-
hækkun.
Mbl. spurði Guðmund, hvaða
niðurskurður hjá ríkinu ætti að
koma til að hans dómi á móti
útgjöldum ríkissjóðs vegna verð-
jöfnunarsjóðs sjávarútvegsins.
Hann sagðist ekki vilja nefna
einstök framkvæmdaatriði í því
sambandi, en einnig væri rétt að
hafa í huga, að efnahagsáætlun
ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir
„krítískri yfirferð yfir rekstur
stærstu stofnana ríkisins" og þótt
reynslan væri sú, að úr slíkum
fyrirheitum yrðu oft litlar efndir,
þá kvaðst hann álíta, að nú væri
raunverulegur vilji til þess að gera
eitthvað raunhæft í þeim málum.