Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981
Peninga-
markadurinn
GENGISSKRÁNING
Nr. 20 — 29. janúar 1981
Ný kr. Ný kr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollar 6,230 8,248
1 Starlingspund 14,961 15,005
1 Kanadadollar 5,193 5,208
1 DOnsk króna 0,9670 0,9698
1 Norsk króna 1,1562 1,1595
1 Saansk króna 1,3715 1,3755
1 Finnskt mark 1,5665 1,5730
1 Franskur franki 1,2925 1,2963
1 Balg. franki 0,1857 0,1862
1 Svissn. franki 3,2893 3J988
1 Hollensk florina 2,7442 2,7521
1 V.-þýzkt mark 2,9783 9 OflAQ 4,1700»
1 ítötsk líra 0,00628 0,00629
1 Austurr. Sch. 0,4208 0,4220
1 Portug. Escudo 0,1127 0,1130
1 Spánakur paaati 0,0758 0,0760
1 Japansktyan 0,03056 0,03065
1 írskt pund 11,113 11,145
SDR (aératök dráttarr.) 28/1 7,8068 7,8294
r \
GENGISSKRANING
Nr. 20 — 29. janúar 1981
Nýkr. Nýkr.
Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
1 Bandarfkjadollar 6,853 6,873
1 Starlingapund 18,457 16,506
1 Kanadadollar 5,712 5,729
1 Dónsk króna 1,0837 1,0668
1 Norak króna 1,2718 1,2755
1 Sasnsk króna 1,5087 1,5131
1 Finnskt marfc 1,7254 1,7303
1 Franskur frankí 1.4218 1^4259
1 Balg. franki 0,2043 0,2048
1 Svissn. franki 3,6182 3,6287
1 Hollansk florina 3,0186 3,0273
1 V.-þýzkt mark 3,2781 34»56
1 itöiak Ifra 0,00691 0,00692
1 Austurr. Sch. 0,4629 0,4642
1 Portug. Escudo 0,1240 0,1243
1 Spénskur pasati 0,0634 0,0836
1 Japanskt yan 0,03362 0,03372
1 írskt pund 12,224 12,260
V y
Vextir:
INNLÁNSVEXTIR:.
(ársvextir)
1. Almennar sparisjóðsbækur....35,0%
2.6 mán. sparísjóösbækur............36,0%
3.12 mán. og 10 ára sparisjóösb.37,5%
4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán..40,5%
5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán.46,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningur.19,0%
7. Vísitölubundnir sparifjárreikn. 1,0%
ÚTLÁNSVEXTIR:
(ársvextir)
1. Víxlar, forvextir ...........34,0%
2. Hlaupareikningar.............36,0%
3. Lán vegna útflutningsafuröa. 8,5%
4. Önnur endurseljanleg afuröalán . 29,0%
5. Lán með ríkisábyrgö .........37,0%
6. Almenn skuldabréf................38,0%
7. Vaxtaaukalán.................45,0%
8. Vísitölubundin skuldabréf ... 2,5%
9. Vanskilavextir á mán.........4,75%
Þess ber aö geta, aö lán vegna
útflutningsafurða eru verötryggö
miöaö viö gengi Bandaríkjadollars.
Lífeyrissjódslán:
Lífeyríssjööur starfsmanna ríkía-
ins: Lánsupphæö er nú 80 þúsund
nýkrónur og er lániö vísitölubundið
meö lánskjaravísitölu, en ársvextir
eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en
getur veriö skemmri, óski lántakandi
þess, og eins ef eign sú, sem veð er í
er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt
lánstímann.
Lífeyrissjóöur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild
aö lífeyrissjóönum 48.000 nýkrónur,
en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3
ár bætast við lániö 4 þúsund nv-
krónur, unz sjóösféi»'-‘ u ■>
ára oAi|-' _._a. nefur naö 5
aö sjóönum. Á ti'mabilinu
frá 5 til 10 ára sjóðsaöild bætast viö
höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar 2
þúsund nýkrónur á hverjum ársfjórö-
ungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 120.000 nýkrón-
ur. Eftir 10 ára aöild bætast viö eitt
þúsund nýkrónur fyrir hvern ársfjórö-
ung sem líöur. Því er í raun ekkert
hámarkslán í sjóönum. Fimm ár
veröa að líöa milli lána.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur með
byggingavísitölu, en lánsupphæöin
ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til
25 ár aö vali lántakanda.
Lónskjaravísitala var hinn 1. janú-
ar síöastliðinn 206 stig og er þá
miðað við 100 1. júní’79.
Byggingavísitala var hinn 1. janú-
ar síðastliðinn 626 stig og er þá
miöað við 100 í október 1975.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru
nú 18—20%.
Föstudagsmyndin:
Símahring-
ingarnar
Á dagskrá sjónvarps kl 22.55 er
bandarísk sjónvarpsmynd, Síma-
hringingarnar (When Michael
Calls), frá árinu 1971. Aðalhlut-
verk Michael Douglas, Ben Gazz-
ara og Elisabeth Ashley. Þýðandi
er Jón O. Edwald.
Ung fráskilin kona sem býr með
dóttur sinni fær dag nokkurn
dularfulla upphringingu. I síman-
um er ungur drengur, sem segist
heita Michael og vera systursonur
hennar sem talinn var hafa orðið
úti í hríðarveðri fyrir mörgum
árum. Jafnframt fara dularfullir
og ógnvekjandi atburðir að gerast
í nágrenninu.
Elizabeth Ashley i hlutverki sínu
i bandarisku sjónvarpsmyndinni.
Simahringingarnar, sem er á
dagskrá kl. 22.55.
Kvöldsagan kl. 22.35:
„Sumarferö á
Islandi 1929“
Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35
er kvöidsagan, „Sumarferð á Is-
landi 1929“ eftir Oliver Murry
Chapman. Kjartan Ragnars
sendiráðsfulltrúi les fyrsta lestur
þýðingar sinnar.
— Þetta er ferðasaga ungrar,
enskrar stúlku, sagði Kjartan, —
sem fór um landið sumarið 1929,
lengst af ríðandi en sumt á bíl og
skrifaði síðan bók um ferðalag sitt.
Hún lenti í miklum hrakningum,
aðallega á bílunum þó, vegirnir
voru ekki góðir í þá daga. Hún fór
héðan frá Reykjavík með Suður-
landi gamla upp á Snæfellsnes, að
Búðum. Þaðan fór hún ríðandi
fyrir Jökul til Stykkishólms og
áfram yfir Dali, Haukadalsheiði og
til Borðeyrar. Eftir að hún hafði
verið ferjuð yfir fjörðinn frá Borð-
eyri, fékk hún bíl til Blönduóss og
það var erfið ferð vegna þess hvað
vegurinn var afleitur. Frá Blöndu-
ósi fór hún ríðandi að mestu til
Akureyrar, þaðan að Hveravöllum
við Húsavík, í Mývatnssveit og
skoðaði eldstöðvarnar. Síðan fór
hún til baka til Akureyrar og
þaðan með Brúarfossi til Skot-
lands. Þetta var nú svo sem ekkert
ævintýraferðalag en ferðalýsingin
góð hjá henni og allt satt og rétt
sem hún fer með, sem vill nú vera
alla vega hjá útlendum ferðamönn-
um. Eitthvað hefur þeim litist vel
á þessa bók hennar í Englandi, því
að hún kom út a.m.k. fimm sinn-
um, ég var með fimmtu útgáfuna
og það getur vel verið að það hafi
komið fleiri. Ég hafði gaman af
þessari sögu, hún er dálítið sér-
stök.
„Mér eru fornu minnin kær“ kl. 11.00:
Tóku lögin í sínar hend
ur og refsivaldið líka
Á dagskrá hljóðvarps kl. 11.00
er þátturinn „Mér eru fornu
minnin kær“ í umsjá Einars
Kristjánssonar frá Hermundar-
felli. Sagt verður frá samskiptum
Norður-Þingeyinga við franska
duggara.
— Það verður sagt frá gamalli
munnmælasögu um viðskipti
Frakka og íslendinga, sagði Ein-
ar, — en við landamerki Her-
mundarfells þar sem ég er uppal-
inn, eru örnefni sem eru heldur
óhugnanleg og benda til þess að
þarna hafi gerst óviðfelldnir at-
burðir. Þarna er árspræna sem
heitir Frakkagilsá og rennur í
Frakkagili. Beggja vegna gilsins
og ofan við það eru tveir háir
drangar, sem kallaðir eru Þjófa-
klettar, og brekkan upp á þeim
Þjófaklettabrekka. Þessi örnefni
tala skýru máli. Það kom fyrir
þegar Fransmenn fóru í land til
að sækja vatn, að þeir freistuðust
til að grípa með sér kindur ef þær
voru á beit í fjörunni. Segir sagan
að innfæddir heimtu í þetta sinn
af þeim fé og tækju lögin í sínar
hendur og refsivaldið líka. Hafi
þeir lagt stórvið milli klettanna,
sem áður er getið, og hengt
frönsku sjómennina þar. Skráðar
heimildir fyrir þessu eru ekki til,
þannig að þetta hlýtur að hafa
gerst á fyrstu árunum sem Frakk-
ar voru þarna, eftir miðja 16. öld.
Ástæða þess að þetta hefur ekki
verið skráð er sennilega sú að
halda hafi átt atburðinum leynd-
um, a.m.k. framan af, en um það
er ekkert vitað með vissu. Svo var
það löngu seinna að þá gerðist það
sama vestan til á Langanesi að
ungur maður sem gengur við fé
kemur að duggurum og eru þeir
búnir að sauðbinda nokkuð marg-
ar kindur í fjörunni til þess að
ferja þær út í skip. Hann grípur
trérenglu og ræðst að þeim og
tekst að hrekja þá á flótta. Árið
1909 heyrði Benjamín Sigvalda-
son þjóðsagnaritari söguhetjuna
segja Sigvalda föður sínum þessa
sögu, þannig að fyrir henni eru
öruggar heimildir.
Fréttaspegill kl. 22.15:
Norrænt menningarsamstarf,
geimvísindi og fiskveiðimál
Á dagskrá sjónvarps kl. 22.15 er
Fréttaspegill, þáttur um innlend
og erlend málefni á líðandi stund.
Umsjónarmenn Helgi E. Helgason
og Ögmundur Jónasson.
Er norrænt menningarsamstarf
Islendingum til góðs eða kemur
það aðeins fáum útvöldum að
gagni: Um þessa spurningu verður
meðal annars fjallað í þættinum
og munu þeir Indriði G. Þor-
steinsson rithöfundur og Einar
Karl Haraldsson ritstjóri skiptast
á skoðunum um þessi mál. Einnig
verður fjallað um för bandarísku
geimfaranna Voyagers fyrsta og
Voyagers annars um sólkerfi
okkar en vísindamenn eru al-
mennt á því máli að upplýsingarn-
ar sem aflað hefur verið í för
geimfaranna marki tímamót í
sögu geimvísindanna. Þá verður
fjallað um deilurnar sem nú eiga
sér stað innan Efnahagsbanda-
lagsins um fiskveiðimál.
Útvarp ReykjavíK
FÖSTUDKGUR
30. janúar
MORGUNINN_____________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Bæn.
7.15 Leikfimi.
7.25 Morgunpósturinn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Morgunorð: Otto Michelsen
talar. Tónleikar.
8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Guðna Kolbeinssonar
frá kvöldinu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 M<>—- ^
Kunstund harnanna:
Pétur Bjarnason lýkur lestri
þýðingar sinnar á „Pésa
rófulausa“ eftir Gösta
Knutsson (10).
Ileiðdís Norðfjörð les smá-
söguna „Tönnin hans
Nonna“ eftir Carolyn Wolff í
þýðingu Ástu Guðvarðar-
dóttur.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Islenzk tónlist. Ingvar
Jónasson og Janáke Larson
leika saman á viólu og pianó
„Cathexis“ eftir Atla Heimi
Sveinsson/ Rut L. Magnús-
son syngur „Fimm sálma á
atómöld“ eftir Herbert H.
Ágústsson. Kvartett undir
stjórn höfundar leikur með.
11.00 „Mér eru fornu minnin
kær“ Einar Kristjánsson frá
Hermundarfelli sér um þátt-
inn, þar sem sagt verður frá
samskiptum Norður-Þingey-
inga við franska duggara.
11.30 Morguntónleikar. Wenel-
in Gaertner og Richard
Laugs leika Klarinettusón-
ötu í B-dúr op. 107 eftir Max
Reger.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Á frivaktinni. Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
SIÐDEGIÐ
15.00 Innan stokks og utan.
Árni Bergur Eiríksson
stjórnar þætti um heimilið
og fjölskylduna.
15.30 Tónleikar. Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
Mstislav Rostroprovitsj og
Sinfóniuhljómsveitin í Bost-
on leika „Chant du Ménestr-
el“ op. 71 efU- *' .
.... /uexander
ul asunoff; Seji Ozawa stj./
SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR
30. janúar
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýslngar og dag-
skrá.
20.40 Á döfinni.
20.50 Prúðu leikararnir.
Gestur i þessnm þœtti er
söngvarinn Andy WUJi
aras. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.15 Manntai 1981.
Un næstn heigi verður
tekið alisherjarmanntal á
tslandi, en það var siðast
gert árið 1960. I þessum
þætti er almenningi leið-
beint hvernig á að útfylla
manntalseyðublöðin.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson. Þátturinn
verður endurtekinn iaug-
ardaginn 31. janúar kl.
16.00.
• 22.15 Fréttaspegill.
Þáttur um innlend og er-
iend málefni á liðandi
stund.
Umsjónarmenn Helgi E.
Heigason og ögmundur
Jónasson.
22.55 Simhringingarnar.
(When Michael Calls).
Bandarisk sjónvarpsmynd
frá árinu 1971. Aðaihlut-
verk Michael Douglas, Ben
Gazzara og EHzabeth Ash-
ley.
Ung kona fær dularfullar
simahringingar frá uppeld-
isbróður sínum. sem er
löngu látinn.
Þýðandi Jón O. Edwald.
Myndin er ekki við hæfi
ungra barna.
00.05 Dagskrárlok.
Emil Gilels og Filharmóniu-
sveit Berlínar leika Píanó-
konsert nr. 2 í B-dúr op. 83
eftir Johannes Brahms; Eug-
en Jochum stj.
17.20 Lagið mitt. Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna.
KVÖLDIÐ
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfrevni-
nvoidslns.
Uagskrá
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.40 Á vettvangi.
20.05 Nýtt undir nálinni.
Gunnar Salvarsson kynnir
nýjustu popplögin.
21.00 Frá tónleikum Norræna
hússins 16. april i fyrravor.
Eva Knardahl leikur á pí-
anó.
a. „Spill og Dans“ eftir Johs
M. Rivertz.
b. Sónata i e-moil op. 7 eftir
Edvard Grieg.
c. Slagur eftir Edvard Grieg.
d. „Ironiska smástykker"
eftir Dag Wirén.
21.45 „Handarvik", smásaga
eftir Cecil Bödker. Kristin
Bjarnadóttir leikkona les
þýðingu sina.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldsagan: „Sumarferð
á íslandi 1929“ eftir Olive
Murry Chapman. Kjartan
Ragnars sendiráðsfulltrúi
les fyrsta lestur þýðingar
sinnar.
23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
23.45 Fréttir. Dagskráriok.