Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 8

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Sálarflækjur Miðstétt- arenglendinga Þjóðleikhúsið. LÍKAMINN — annað ekki eítir James Saunders. Þýðandi: Örnólfur Árnason. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Jón Svanur Pétursson. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Líkaminn — annað ekki er eitt þessara leikrita um sálarflækjur fólks, vonbrigði í lífinu. Allt er í raun einskis virði og hafi eitthvað einhvern tíman haft gildi er um að gera að gleyma því. Við kynnumst hjónunum Önnu og Margeiri og Helenu og Davíð. Fundum þeirra ber saman á ný eftir langan aðskilnað. Áður höfðu þau iðkað framhjáhald með góð- um árangri, vinur legið konu vinar, vinkona ginnt mann vin- konu. Eiginlega er þetta ekkert vandamái í leikritinu því að allir virðast hafa haft ánægju af þrátt fyrir smávægileg upphlaup, af- brýðiköst. En þau hjón Helena og Davíð hafa fundið bók sem beinir þeim inn á nýjar brautir. Þau eru laus við taugaveiklunina, eru orðnar venjulegar sómakærar manneskj- ur. Að mati Margeirs sem er óróleikinn uppmálaður, drykk- felldur og vonlítill, eru þau hjón orðin kreistingslaus (skrýtið orð), alsæl í þeirri merkingu að vera hætt að lifa. Davíð lítur á það sem óeðli að lifa utan Hkamans, til dæmis lifa í heimspeki, stjórnmál- um og list. Helena orðar þetta á enn afdráttarlausari hátt þegar hún segir við Margeir sem er simalandi við endurfundina að hann sé hættulegur froðusnakkur, orð séu bara hljóð sem komi út úr höfðinu á honum. Örvænting Margeirs og Önnu snerta ekki Helenu og Davíð. Þau hafa fundið lausn sem leiðir til jafnvægis. En er það nokkur lausn? Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Gagnvart iífsmynd hjónanna tveggja er sti'.lt örlögum ungs manns, nemanda Margeirs sem spyr margra spurninga um tilver- una, en fær aðeins loðin og kaldhæðin svör kennara síns. Slys sem ungi maðurinn verður fyrir vekur Margeir til umhugsunar, gerir hann enn ráðvilltari og beiskari og fær hann til að bregðast miskunnarlaust við konu sinni og vinum. Efnið er í sjálfu sér fremur einfalt, en verkið leynir þó á sér og er í sjálfu sér ekki marklaus umræða um stöðu mannsins í samfélaginu eða baráttu hans við það og um leið sjálfan sig. Einræða Margeirs í boði sem hann og kona hans halda gömlu vinunum er langt frá að vera skemmtileg. Höfundurinn kryddar hana að vísu með nokkrum djarf- legum orðum sem hneyksla áreið- anlega engan. Ekki er óhugsandi að Líkaminn — annað ekki hafi notið sín sem leikverk á heimaslóðum meðal Miðstéttarenglendinga. Verst er að sumt er bergmál frá leikriti Edwards Albees Hver er hræddur við Virginíu Woolf og þar með Ibsenblanda. Sýning Þjóðleikhúss- ins er ekki gædd þeim krafti sem þarf til að bera verkið fram til sigurs. Leikurinn er einkennilega hjáróma, helst að einhverra til- þrifa gæti hjá Gísla Alfreðssyni þegar Margeir hans er orðinn nógu drukkinn. Anna Kristbjarg- ar Kjeld, Helena Steinunnar Jó- hannesdóttur og Davíð Sigmundar Arnar Arngrímssonar voru aðeins slétt og felld hlutverk, ekki lifandi persónur. Það var eins og leikar- arnir hefðu ekki trú á því sem þeir voru að gera, væru vissir um frá upphafi að til einskis væri unnið. Um þýðingu Örnólfs Árnasonar er ekki margt að segja. Sumt virtist mér ósmekklegt eins og til dæmis færeyska orðið yrkingar um það að yrkja, fást við ljóðagerð. Á íslensku merkir orðið jarðyrkju. Annað orð sem ofnotað er í jafnt rituðu og mæltu máli er áhugaverður. Örnólfur er örlátur á það í þýðingu sinni. Leikm/nd og búningar eru verk Jóns Svans Péturssonar og naum- ast unnt að segja að það hafi verið vandasamt eins fábreytilegt og það er. Að lýsingu Páls Ragnarssonar verður ekki fundið. A-PAUL WEBER (1893-1980) Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það verður vart annað sagt en að sýningarsalurinn Djúpið í Hafnarstræti fari vel af stað á nýbyrjuðu ári því að þar hefur undanfarnar vikur verið í gangi sýning á steinprent-myndum Þjóðverjans nafnkunna A-Paul Weber, sem mörgum íslenzkum listpeytendum mun að góðu kunnur. Mörgum mun vafalaust Skákmennirnir 1976 Andreas Paul W eber minnistæð mikil sýning á verk- um hans að Kjarvalsstöðum árið 1977, en sú sýning vakti mikla athygli og mun enda hafa verið framlengd í tvígang. Ekki vildi svo vel til að ég sæi þá sýningu enda staddur erlendis, en ég fylgdist vel með henni úr fjar- lægð. Weber var sjálfur við- staddur opnun sýningarinnar og kom svo aftur til landsins ári seinna gagngert til að halda stutt námskeið í steinþrykk- tækninni við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ég fylgd- ist þá vel með því námskeiði og þá varð ég vitni að meiri færni í þrykkingu mynda með þessari tækni en í annan tíma og var þar á ferð sonur hans sem hafði markað sér það lífsstarf að þrykkja myndir föður síns og hafði þá gert það í heil 40 ár samfleitt. Jafnframt var hann borgarstjóri í Ratzeburg þar sem þeir feðgar bjuggu og þar sem safn mynda A-Paul Weber er í húsi sem kennt er við hann. Það skal áréttað hér, að þrykking grafískra mynda hefur verið iðnfag í margar aldir og hafa listamenn óspart notfært sér slíka fagkunnáttu á öllum tím- um jafnframt því sem þeir hafa sjálfir numið tæknina og þrykkt myndir sínar. Weber er öðru fremur þekktur fyrir steinþrykk-myndir sínar, sem einkennast af þjóðfélags- legri ádeilu, í senn beinskeittri og undirfurðulegri. Mætti vel halda því fram, að hann hafi verið afkvæmi fyrri aldar en starfað á vettvangi tuttugustu aldarinnar. í myndum hans má sjá bein áhrif frá listamönnum eins og Goya, Daumier og symbólistan- um Max Klinger. Er stundum líkast því sem Weber hafi verið beint framhald þessara manna og blaða- og tímaritsteiknara fyrri aldar — eins konar athug- ull förumaður og rýnandi á umhverfi sitt og samtíð. Weber var í list sinni niðursokkinn í að segja frá og er því eðlilegt að hann veldist til að myndskreyta bækur enda lýsti hann meira en 60 bækur á ferli sínum. Weber var einfari í eðli sínu, skopskyn hans háþróað en á köflum tormelt ókunnugum og því kom frægðin seint og þótt fjölmargir þekktu myndir hans komust þær fyrst fyrir alvöru í sviðsljósið eftir að hann var kominn yfir sjötugt. En eftir það rak hver stórsýningin aðra á meginlandinu og honum hlotn- aðist margvísleg viðurkenning. A-Paul Weber var 7 ára um aldamótin og lifði 80 ár af þessari öld en hann lést 9. nóvember sl. ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.