Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 10

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Frá ráðstefnunni. Jónas HaUgrímsson, veiðarfærafræðingur ræðir um japanska veiðarfæratankinn. Ljósmynd Krístinn. Fundargestir skoða nýja netið, sem Hampiðjan hefur hafið fram- leiðslu á. Ljósmynd Krístinn. Úr netahnýtingasal Hampiðjunnar Magni Guðmundsson: „Þýðir ekki að renna blint í sjóinn“ BLM. hitti fyrir Magna Guð- mundsson. Netagerð Vest- fjarða og spurði hvernig hon- Magni Guðmundsson. um litist á nýjungar Hampiðj- unnar: — Mér líst mjög vel á þær. í þessu er mikil framför. Það er að vísu ekki komin nein reynsla á þetta, en ég þreifaði á nýja garninu áðan og það er afskap- lega fínt, „sagði Magni." Fíng- ert garn er léttára í drætti og við það hlýtur að sparast olía. — Þið kaupið allt ykkar garn frá Hampiðjunni? — Já, allt botnvörpunet og rækjunet. Það gera einnig flest önnur netaverkstæði. Það sem ég hef séð af erlendu garni er ekki samkeppnisfært. — Hvað vilt þú segja um veiðarfæratankinn? — Ég tel brýna nauðsyn á því að Islendingar eignist veið- arfæratank, því það getur spar- að óhemju fjármuni. Ef gerðar eru tilraunir í veiðarfæratanki, þá veit maður nokkurnveginn hverju má treysta. Það þýðir ekki að renna blint í sjóinn. í Hampiðjunni var nýlega haldin ráðstefna netagerðarmanna og ann- arrá hagsmunaaðila á sviði netagerðar og voru þar haldnir fyrirlestrar um nýjungar og tilraunir, sem verið er að gera á þessu sviði. Þetta er í annað skipti, sem Hamp- iðjan efnir til kynningar- fundar af þessu tagi en síðast var slíkur fundur haldinn fyrir fjórum ár- um. Ráðstefnugestir voru um 30 og komu víðsvegar að af landinu. Að sögn Magnúsar Gústafssonar, forstjóra Ilampiðjunnar. hefur fyrirtækið með þessu viljað efla tengslin við viðskiptavini sína en einnig og kynna þær nýj- ungar sem fyrirtækið hef- ur nú upp á að bjóða. „Ilampiðjan hefur reynt að fylgjast með því sem er að gerast á sviði netagerð- ar erlendis og það er gagnlegt fyrir neta- gerðarmenn, útgerðarfélög og aðra hagsmunaaðila á þessu sviði að rabba sam- an um það sem betur mætti fara og koma þekk- ingu sinni áfram til skipstjórnarmanna. Ráðstefna netagerðarmanna Nýjungar í netagerð kynntar RÁÐSTEFNAN stóð í tvo daga og fyrri daginn voru kynntar nýjungar Hampiðj- unnar. Síðari daginn voru fluttir fyrirlestrar um ýmis efni, m.a. talaði Guðni Þor- steinsson, fiskifræðingur, um stórmöskvatroll og ýmislegt annað varðandi togveiðar. Benedikt Guðmundsson hjá Landhelgisgæslunni og Þórður Eyþórsson í sjávarútvegsráðu- neytinu ræddu um möskva- mælingar og reglugerðir þar að lútandi. Loks töluðu þeir Jónas Hallgrímsson, veiðarfæraverk- fræðingur og Guðni Þor- steinsson um veiðarfæratanka. Nýjungar Hampiðjan hefur komið Guðmundur Gunnarsson. neta- gerðarmaður. Ljósm Kristinn. Jónas Hallgrímsson og Guðni Þorsteinsson: „Æskilegt að veiðar- færatankur verði settur upp hérlendis“ Á fundinum var mikið rætt um hugsanlega smíði á svoköll- uðum veiðarfæratanki. en í hon- um eru gerðar athuganir með eftirlíkingar á veiðarfærum. t slíkum tönkum má t.d. sjá hvernig trollið breiðir úr sér neðansjávar og hvaða áhrif ýmsar breytingar á veiðarfær- inu hafa á hæfni þess til veiði. Jónas Hallgrímsson, vann ný- lega við athuganir á íslenskri nót í veiðarfæratanki í Japan og greindi hann frá niðurstöðum þeirra athugana á fundinum og lýsti jafnframt kostum tanksins og göllum fyrir fundarmönnum. Guðmundur Gunnarsson, neta- gerðarmaður, fór nýlega til Fær- eyja og Hull, til þess að kynna sér mismunandi gerðir veiðar- færatanka og hann sýndi myndir af athugunum, sem hann varð vitni að í ferð sinni. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, vann fyrir rúmum áratug við athuganir á veiðarfærum í Þýskalandi og sagði hann að grundvöllur væri fyrir því að smíðaður yrði veiðarfæratankur hér á landi, enda væru margir aðilar, bæði ríkisstofnanir og einkaaðilar, sem gætu haft not af slíkum tanki og hefðu þegar sýnt áhuga á því. I rnáli þremenninganna kom fram að einkum virðist um þrjá möguleika að ræða varðandi smíði á veiðarfæratanki. Tank- urinn, sem Jónas hefur unnið með er þeirra ódýrastur og fyrirferðaminnstur, en vegna smæðarinnar verða módelin að vera minni og ályktanirnar, sem af athugunum eru dregnar því ónákvæmari. Japanski tankur- inn er svokallaður straumtank- ur, en þessháttar tankar eru búnir snigli, sem knýr vatnið áfram, þannig að athugandinn getur fylgst með trollinu um glugga og þarf ekki að hreyfa sig úr stað. Færeyski tankurinn er mjög stór, en hann er ekki búinn snigli svo draga verður trollið eftir honum endilöngum. í þriðja lagi var nefndur veiðarfæratankur í Hull, sem er straumtankur, en mun stærri en sá japanski og margfalt dýrari. Flestir voru þeirrar skoðunar að minni tankur myndi henta betur á íslandi. Jónas sagði að veiðarfæratankur væri hvort er eð aðeins hjálpartæki og ekki væri mögulegt að draga vísinda- legar ályktanir af niðurstöðun- um. Hann gæfi aðeins grófa vísbendingu. í tilfellum þar sem Jónas Hallgrimsson. veiðarfæra- f ræðingur. nauðsynlegt þætti að gera próf- anir í stærri tanki, mætti fá aðstöðu í tönkum erlendis. Guðni benti á að í Þýskalandi hefðu verið gerðar prófanir með módel af stærðinni einn á móti fjórum, og hefði tilraunin verið framkvæmd á þann hátt að mótorbátar hefðu dregið trollið og kafarar fylgst með því neð- ansjávar. Til þess mætti einnig grípa hér ef nauðsyn þætti til. „Kosturinn við veiðarfæra- tankinn er sá, að í honum er hægt að sjá veiðarfærin með berum augum", sagði Jónas. „Slík aðstaða gerir mögulega ýmsa tilraunastarfsemi með trollið til dæmis hvað varðar snið og efnissamsetningu nets- ins. I tankinum eru aðstæður auðvitað að mörgu leyti frábrugðnar því sem er í hafinu, en athuganir í veiðarfæratank 7 1 / # Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.