Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981
11
í Hampiðjunni:
fram með ýmsar nýjungar að
undanförnu og töluverður hluti
vélakostsins hefur verið endur-
nýjaður vegna þessa. Starfs-
menn Hampiðjunnar gerðu
grein fyrir nýjungunum á
fundinum. Fyrst var nefndur
nýr flotteinn, sem verksmiðjan
hefur hafið framleiðslu á.
Hann á að gera kleift að fækka
flothringjum til muna á netun-
um og af þeim sökum verður
slit á garni minna.
Einnig hefur verksmiðjan
hafið framleiðslu á Krafttogi,
sem hefur stórum meira nán-
ingsþol en tóg af venjulegri
gerð og þolir meira átak.
„Að undanförnu hefur verk-
smiðjan reynt að grenna garn-
ið í netunum til þess að minnka
viðnámið, þegar trollið er dreg-
ið í sjónum, en halda jafnframt
sama styrkleika. Þetta hefur
skilað talsverðum árangri",
sagði Guðmundur Gunnarsson,
netagerðarmaður. „Grannir
þræðir í garninu gera netið
mýkra og jafnframt sterkara“.
Einnig eru líkur á að þetta
spari efni. Vélarnar sem fram-
leiða þetta garn eru auk þess
mun afkastameiri en þau
eldri,“ sagði Guðmundur.
„Framleiðsla á þessum nýju
netum er enn á tilraunastigi,
gera þó mögulegt að draga
ýmsar ályktanir að hegðun
trollsins í sjónum. „Áreiðanleiki
niðurstaðanna fer eftir stærð
módelsins og nákvæmnin
minnkar eftir því sem módel af
stærðinni 1 á móti 30 til 60 og
það gefur u.þ.b. 85% nákvæmni
og ég tel það nægjanlegt fyrir
þau not sem höfð yrðu af tankn-
um hérlendis," sagði Jónas.
Guðni sagði að margir aðilar
hefðu sýnt því áhuga, að settur
yrði upp veiðarfæratankur hér-
lendis. Nefndi hann í því sam-
bandi netagerðarmenn, skip-
stjóra, útgerðarfélög og ýmsar
ríkisstofnanir, svo sem Rann-
sóknarráð ríkisins og Haf-
rannsóknarstofnun. Einnig væri
mjög æskilegt að nemendur í
Stýrimannaskólanum fengju af-
not af tankinum, en þar gætu
þeir séð hvernig netið bregst við
þegar breytingar eru gerðar á
samsetningu þess. „Það getur
verið mjög erfitt fyrir skipstjóra
að gera sér grein fyrir því
hvernig trollið liggur í sjónum
og það kemur oft ekki fyrr en
eftir margra ára reynslu, sem
getur verið dýrkeypt."
Guðni sagði að menntun á
þessu sviði hefði alla tíð verið
vanrækt, en nú hefði kennsla um
veiðarfæri verið tekin upp við
Stýrimannaskólann og það kæmi
eflaust að góðum notum við
kennsluna ef nemendur hefðu
aðgang að veiðarfæratanki.
Kostnaður við uppsetningu
veiðarfæratanka hérlendis getur
verið allt frá hundrað milljónum
að milljarði gamalla króna, eftir
því hvaða stærð og gerð er valin.
Voru menn almennt sammála
um að ekki þyrfti að sjá í eitt til
tvö hundruð milljónir til smíði á
slíkum tanki, því að svo margir
hefðu lýst áhuga sínum á því að
tankurinn yrði smíðaður og
kostnaðurinn myndi dreifast á
marga aðila. Þó voru menn
sammála um að líklega myndi
það dragast að tekin yrði
ákvörðun um smíði á
veiðarfæratanki. Fyrir liggur á
Alþingi síðan í haust tillaga um
þingsályktun, þar sem lagt er til
að athugað verði með kaup á
veiðarfæratanki, en sú tillaga
hefur ekki enn verið afgreidd.
— og fyrsti búturinn kom út úr
vélinni í dag. Við hyggjumst
sníða prufutroll á næstunni og
sjá hvernig þessar endurbætur
reynast. Það verður forvitni-
legt að sjá hvort olíueyðsla
verður minni, en við gerum
okkur talsverðar vonir um
það,“ sagði Guðmundur.
„Á síðasta ári hófum við gerð
trolla með nýju sniði og nú
báru menn saman bækur sínar
um hvernig þau hefðu gefist.
Netopið á þessum trollum er
hærra og með því er reynt að
ná til fisks sem er laus frá
botni og sleppur yfirleitt þegar
veitt er með troll af venjulegri
gerð. Voru menn sammála um
að það fiskaðist betur í þessi
troll. Gömlu trollin koma þó til
með að vera notuð áfram, því
þau gefa sama fisk, þegar
fiskurinn heldur sig við botn-
inn,“ sagði Guðmundur.
Loks minntist Guðmundur á
nýbygginguna, sem hafin er á
Bíldshöfða, en þar hefur
Hampiðjan tryggt sér fram-
tíðarrými til stækkunar og
útþenslu starfseminnar. „Sá
áfangi, sem nú hefur verið
byggður er um 3600 ferm og
verður framleiðsla þar hafin í
mánuðinum," sagði Guðmund-
ur.
Mgk.. VlBöftP
Starfsmaður Hampiðjunnar skoðar möskva úr netahnýtingarvél fyrir pokaefni.
Ljósmynd Kristinn.
Flvturöu inn vörur f rá
SvíþjóÖ?
„FOB VÁSTERVIK"
Gæti það lækkað
innkaupsverðið?
HAFSKIP HF. hefur um sextán ára skeið haldið uppi
reglubundnum siglingum til Svíþjóðar, nú vikulega til
Gautaborgar og hálfsmánaðarlega til Halmstad.
HAFSKIP HF. hefur nú bætt við nýjum viðkomustað, nú
á austurströnd Svíþjóðar, VÁSTERVIK, og verður viðkoma
þar á 25 daga fresti. Borgin er staðsett miðja vegu milli
Stokkhólms og Helsingborgar, en á því svæði eru
f jölmargar verksmið jur, sem selja þekktar vörutegundir til
íslands.
Tilgangur okkar með því að bæta VÁSTERVIK við aðra
viðkomustaði HAFSKIPS í Svíþjóð, er að sjálfsögðu að
bæta þjónustuna. Þannig geta nú innflytjendur, sem kaupa
vörur frá VÁSTERVIK svæðinu gert samanburð á verði á
innfluttri vöru frá Svíþjóð. Athugið hvort hagkvæmara sé
að kaupa vöruna „EX FACTORY" eða „FOB VÁSTERVIK"
Allar frekari upplýsingar eru fúslega veittar
í Markaðsdeild Hafskips hf. í síma 21160.
HAFSKIP HF.
Hafnarhúsinu, v/Tryggvagötu, Sími 21160
M.S.LANGÁ
13. febrúar1981
13. mars 1981
Umboðsmaður
í VÁSTERVIK:
Knut Sjögren A/B
S 59301 VÁSTERVIK
P.O. Boxll,
Telex: 3912
Sími: 0490-301 30