Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 12

Morgunblaðið - 30.01.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Óli í Suður- garði sjötugur Óli í Suðurgarði í Vestmanna- eyjum er sjötugur í dag. Hann er sérstæður persónuleiki með fjöl- þættan skóla lífsreynslunnar að baki. Maður af sterkum stofni sem minnir á fjöllin i landslaginu, það sem gnæfir upp úr. íslenska veð- urfarið er nú einu sinni þannig að það er alltaf allra veðra von og að því leyti er Óli líkur því mikla náttúruveldi, hann er gagnrýninn og gamansamur í senn, harð- skeyttur og blíðlyndur, en fyrst og fremst drengur góður og vinur vina sinna. Hann er ekkert að mylja moðið eða flækja málin í smáatriðum, en maður veit hvað hann meinar alveg eins og maður ratar heiðina og fjallið eftir leiða- merkjum sem maður hefur fundið af persónulegum kynnum við landið. Ólafur Þórðarson fæddist 30. janúar 1911 í Reykjavík og Njáls- gatan og nánasta umhverfi var hans bernskuathvarf með tilheyr- andi tilþrifum í Skuggahverfinu, prakkaraskap dugmikilla stráka og athafnasemi. Sextán ára hóf hann rafiðnaðarnám og lauk því um tvítugt. Um árabil stundaði hann síðan rafvirkjun og búa margar kunnar byggingar að handverki hans, Landakot, Korp- úlfsstaðir, Valhöll á Þingvöllum og á miðjum aldri má segja að hann hafi lagt rafmagn í heilt þorp, Ólafsvík. Sjómennska var Óla í blóð borin og mörg urðu árin til sjós, lengi á Skalla-Grími, síðan ýmsum skip- um og á stríðsárunum var óli á millilandaskipum, bæði á islensk- um skipum og einnig á norskum skipum sem sigldu víða um heim. Þá kynntist þessi snaggaralegi maður ævintýrum heimsborganna og heimshornanna, gekk á vit þeirra og naut þess að vera til, naut þess að vera laus við land- festar eins og friðlaust skip. Óli er tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Jónu, átti hann tvær dætur, Þuríði og Ástu og með Svölu, seinni konu sinni, þrjú börn, Árna óla, Jónu og Margréti. Ævi Óla í Suðurgarði er marg- slungin, en hvarvetna hefur hann litið á alla menn sem jafningja sína. Þótt hann legði rafmagn jöfn höndum í glæsibyggingar og lág- reist hús verkamannsins þá hafði hann meiri hamingju af vinnu fyrir þann sem minna mátti sín. Þar lék uppreisnarmaðurinn í honum, hinn sjálfstæði og frjálsi tónn einstaklingins, enda má segja án hiks að Óli í Suðurgarði sé með sjálfstæðari mönnum, enda ekki alltaf sammála hvorki síðasta né næsta ræðumanni. Þegar ÓIi var að ala okkur peyjana upp fyrir Ofan hraun, þá var það sjaldnast með sérstökum blíðmælum. Hann kenndi okkur að gera starf að leik og leik að starfi, en umfram allt að skásigla þrjóskunni fyrir rökum. Þegar eldraun stríðsáranna var gengin yfir tók við rólyndara tímabil, störf að rafvirkjun í Eyjum og sjómennska jöfnum höndum auk ýmissa starfa og búskap stundaði Óli lengi vel í Suðurgarði, ræktaði jörðina og efldi nytjar hennar. Sjálfur gerð- ist hann bjargveiðimaður skjótt eftir að hann flutti til Eyja um 1940 og er nú einn grónasti bjargveiðimaður Eyjanna og veið- ir hvert sumar. Síðastliðið sumar þegar hann sló upp á fuglinn í Stórhöfða sló hann ef til vill ekki eins snöggt og fyrir þrjátíu árum, en hann sló lipurt og örugglega, með hand- bragði veiðimannsins sem þarf að nota minni orku en ella með þvi að nýta útsjónarsemina og reynsl- una. Kappið er það sama, en aðferðin fágaðri. Ungir menn sem reyndu sig við hlið hins gróna veiðimanns náðu ekki sama ár- angri. Þau Svala í Suðurgarði og Óli hafa skilað mörgum lostæti á matborðið, nýveiddum og reyttum lunda tilbúnum á pönnuna og í áratugi hefur sérstakt bragð fylgt í kaupbæti með lundanum sem Svala og Nýja reyttu. Nú er Nýja sigld á vit feðra sinna en það verður fýsilegt að mæta þar í lunda ef maður á annað borð fær að kíkja inn. Það er tígurleg sjón að sjá bjargveiðimanninn feta þverhnípt bjargið með háf sinn, ganga til verka í umhverfi sem slær öllum listsýningum mannanna ref fyrir rass. Slíkir menn bera ákveðna tilfinningu og lotningu fyrir lífinu og ekki undarlegt að þeir skuli taka lærða og leika sem jafningja. Óli í Suðurgarði gekk svo langt að hann tók jafnvel Bakkus sem jafningja sinn. Lengi vel stóð slagurinn þannig að hvorugur lét undan síga. Það var sem tveir þreyttu sjómann en afl stóð í afl, vöðvar spenntir. Oft brast í borð- um og nálægri byggð þegar Bakk- us og Óli sungu dúett. Það var dýrkeypt reynsla en upp úr stóð fjallið áður orustunni lauk og um árabil hefur Óli verið eitt af ankerum þess þýðingarmikla og árangursríka starfs sem AA- samtökin hafa skilað nætur og daga. Þar kom sér vel árvekni skapmannsins, næmi þess bók- elska og seigla veiðimannsins. Það virðist alltaf fylgja í kjöl- farið að þeir sem eru víðförlir þeir verða víðlesnir, því besti vinur farmannsins er löngum bókin og bókin hefur einmitt reynst Óla heilladrjúgt veganesti, ljóðin og sagnfræðin jöfnum höndum. Flestir verða að meiru eða minna leyti samdauna reglum kerfisins. Slíkt verður ekki sagt um Óla í Suðurgarði, hann á alltaf auka vindstig úr einhverri annarri átt, a.m.k. orð til þess að vekja umhugsun og umræður. Hann telur sig stundum gallharður í hópi þeirra vinstri sinnuðustu, en við vinir hans þökkum Guði fyrir að hann skuli búa hérna megin járntjaldsins þar sem engin hætta er á að menn fái ekki um frjálst höfuð strokið þótt þeir segi mein- ingu sína. Ég hef alltaf litið á Óla sem gott sýnishorn af sjálfstæð- ismanni. Óli í Suðurgarði gengur beinn í baki til móts við áttunda áratug- inn í lífshlaupi sínu og þannig er Þistill og Þönguil — Bjarni Guðmarsson og Steingrímur Másson. Ljósm. KrÍHtján. Grimudans. mf Herranótt frumsýnir: Ys og þys útaf engu! „Herranótt“ ræðst á garðinn þar sem hann er hæstur og sýnir Shakespeare. í kvöld klukkan 20 verður frumsýningin á „Ys og Þys útaf engu“ i Félagsheimili Seltjarnarness. Það var eins og að koma í alvöru leikhús, að koma á æfingu hjá Herranótt. Leikstjórinn sat með sígarettu í hendi og kaffibolla fyrir framan sig og skrifaði í bók. Svo leit hann upp öðru hvoru og gaf fyrirskipanir skrækri röddu. Leikararnir gengu um eins og í leiðslu talandi við sjálfa sig frasa uppúr leikritinu, reyktu og drukku sumir úr glasi, aðrir hlupu og æptu yfir sig: Ó Gvöð! Gripu höndum um andlit sér, og aðrir slógu á lær sér og bölvuðu. Aðal- leikararnir voru í framkomu eins og þeir hefðu ekki gert annað um dagana en leika aðalhlutverk. Höfðu allt á hornum sér, töluðu og svöruðu útí hött, og báru sig stöðugt upp við önnum kafinn leikstjórann. Einn hlammaði sér niður og hélt langa tölu, prýdda bölvi og ragni, um sína dansara- ævi: — Ég var í dansskóla 7 ára, sagði hann svo, og ég get bara ekki lært þetta. Ég get það ekki! — Þú ert ekki sjö ára núna, æpti einhver vinur hans. En leikarinn lét ekki huggast. — Árni minn! Árni minn! þetta þýðir ekki, hrópaði leikstjór- inn og hætti skriftum: Þetta þýðir ekki! Þú verður að læra þetta. Það þýðir ekki neitt svona. Fyrst leikstjórinn var hættur að skrifa greip blm. tækifærið og spurði: Hvernig datt ykkur í hug að sýna Shakespeare? — Oh! Kemur nú þessi sígilda spurning, andvarpaði leikstjórinn svo mæðulega og allt að því fyrirlitlega, að blm. áræddi ekki að spyrja meir. Hann sem ætlaði að spyrja hvort þetta góða fólk sem ætlaði að sýna Shake- speare, hefði nokkru sinni komið í Stratford! Hann sem vildi fá nákværnar skýringar á því hvers vegna unglingum dytti í hug að leika Shakespeare! En ekkert „leikskáld hefur kunnað eins og hinn mikli Breti að þekja stóran myndflöt, láta margt fólk og ólíkt lifa fyrir sjónum vorum með óendanlega fjarsýn að baki, samræma allt hið sundur- leitasta í lífinu í eina mikla mynd, þar sem skugginn gerir skinið dásamlegra, skinið skuggann dýpri, þar sem hver persónuleiki er afbrigði og andstæða og þess vegna furðulegur dráttur í ásjónu tilverunnar". Þannig skrifaði Kristján Albertsson: „En ef þessi mynd á að njóta sín á leiksviði, þá verður leikhúsið ekki einasta að eiga völ á margvíslegum kröftum sem geta túlkað fjarskyldustu þætti mannlegs eðlis, hið æðra sem óæðra, jafnlifandi, jafn- sannfærandi, heldur og á öruggri leikforystu, — á tónsprota, sem er þess megnugur að seiða fullan og hreinan tón úr hverjum streng, og stilla öll hijóðfærin í einn voldug- an samhljóm." Nú kom stúlka gangandi yfir salinn og staðnæmdist fyrir fram- an leikstjórann: — Ég lýsi frati á þessa grímu, sagði hún með áhersluþunga, en leikstjórinn bandaði frá sér hendinni og hélt áfram skriftum. Svo fór að komast á ró, allir héldu baksviðs að klæðast búningum og leikstjórinn byrjaði að éta samloku. Og með fullan munn af samlokubrauði, kallaði hann: Allt í lagi, krakkar mínir. Við tökum mínútu í einbeit- ingu. Það varð þögn, svo heyrðist hvísl og skrjáf í fötum. — Gjöriði svo vel, heyrðist í leikforystunni, mínútan var liðin. Leikurinn var allur hinn skemmtilegasti, að vísu var fram- sögn ekki alltaf skýr og handa- hreyfingar mjög dularfullar á stundum, en ætli leikararnir hafi ekki staðið sig eins og hetjur. Ys og Þys útaf engu, verður semsé sýnt í Félagsheimili Sel- tjarnarness, og það er þegar uppselt á fyrstu þrjár sýningarn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.