Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 15

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 15 Lagarfelll vlð Lagarfljót, 25. janúar. nEf heiðskirt er og himinn klár, helgri Páls á messu, mun þá verða mjög gott ár, mark skal taka á þessu.“ Þessi vísa, sem ég lærði sem barn af móður minni, þessi gamla veðurspá — kom mér í hug árdegis, þegar sólin kom upp yfir Fagradalnum, í þessari skínandi heiðríkju, með 15 stiga frosti hérna á hæðinni (19 stig á Eyvindará samkvæmt veður- skeytum). Og veðurskeytin í morgun sögðu í spá frá hitaskil- um 350 km suðvestur af íslandi; sem sögð voru skarpari en um alllangt skeið. Veturinn hefir verið kaldur, — tæpast komið þíðviðri frá mánaðamótum okt. —nóv. Frostlina nokkrum sinn- Jónas Pétursson Borið grjót á Brúnku í stað þess að virkja um eða bloti — annálar nefndu það spilliblota. En snjólétt hefir verið, úrkoma óvenju lítil, en nokkrum sinnum norðvestan harðviðri. Glitský á suðvesturl- ofti sáust nokkrum sinnum fyrr í mánuðinum. Veðurglöggir menn, sem enn finnast nokkrir, telja þau fyrirboða norðvestan stór- viðra. Og stórviðrin komu nokkr- um sinnum. Já, Þorrinn er byrjaður. Fella- menn og Vallamenn höfðu Þorrablót í gærkvöld — og nótt. A Egilsstöðum var það að venju á bóndadagskvöld. Trog eru á borðum, hlaðin íslenzkum kjarnamat, en léttir diskar. Hagkvæmni „smæðarinnar" nýt- ur sín þar fólk hreppsins skenkir í sálarkyrnur! Hitaveita Fellahrepps og Egilsstaða er nú komin í þorra húsa í þéttbýlinu beggja vegna Lagarfljótsins, á Lagarfelli og Egilsstöðum. Eftir að borholan frá síðasta sumri var tekin í notkun er orka heita vatnsins, sem er tæplega 60 stig á Celsíus, um 2,3 megavött. Þessu gátu heimamenn komið til leiðar af því að enn hafa þeir ekki verið sviptir valdi yfir volgrunum, Vaxandi vinsældir frgeðirita á Isafirði isafirAI, 28. janúar. í FYRSTA sinn um margra ára skeið varð samdráttur á útlánum hjá bæjar- og héraðsbókasafninu á ísafirði og nemur hann 6,7%. Þó eru útlán tæpar 14 bækur á ibúa að meðaltali á ári. í ársyfir- liti bókavarðar, Jóhanns Hin- rikssonar, telur hann megin- ástæðurnar tvær, þ.e. skerðing á fé til bókakaupa og þeirri breyt- ingu á lestrarvenjum viðskipta- vina safnsins að dvelja fremur við lestur á safninu en taka bækur með sér heim. Fræðirit virðast eiga vaxandi velgengni að fagna, þvi þar varð um 10% aukning útlána á árinu. Um 30 þús. gestir heimsóttu safnið á árinu og er það um 20% aukningu að ræða frá fyrra ári. Bókasafnið er að auki með sérstök söfn í Hnífsdal og á sjúkrahúsinu. Auk þess er lánað til skipshafna og íbúa ísafjarðarsýslna. Á safn- inu voru haldnar 12 myndlistar- sýningar á árinu, en slíkar sýn- ingar hafa verið fastur þáttur í starfsemi safnsins um nokkur undanfarin ár. Bókasafnið er til, húsa á annarri hæð íþróttahússins og býr það við afar þröngan kost þar og í engu samræmi við þá mikilvægu menningarstarfsemi sem þar fer fram. - Úlfar. sem víða eru til, og þetta er nokkurs virði á síðustu og verstu tímum orkumála, sem hefir gert harkalega áþreifanlegt gjaldþrot Bakkabræðraforsjár vatnsorku- mála íslands, þar sem „hag- kvæmni stærðarinnar" hefur verið leiðarljósið! Borið grjót á Brúnku í stað þess að virkja. Þar sem asklok valdsins hefir skyggt á brjóstvit bernskunnar, bernsku orkunýtingar, þar sem byrjað var að virkja bæjarlæk- inn. Hundruð slíkra virkjana um allt land vísuðu veginn, sem einn lá til farsællar framvindu orkunýtingar fyrir landsfólkið. Virkjana í hverju vatnsfalli, stig af stigi, eftir ákvörðun fólksins í byggðarlögunum. Farsæld fólksins byggist á valdi þess og ábyrgð í umhverf- Jónas Pétursson ínu. Of mikil bjartsýni vegna Interferons NÝLEGA birtist í brezka blaðinu The Guardian grein eftir Hugh Hebert um Inter- feron, lyf, sem mikils hefur verið vænzt af í sambandi við baráttuna gegn krabbameini. He- bert telur alltof mikla bjartsýni ríkja vegna lyfsins, og segir m.a.: Interferon hefur orðið tilefni tryllings- legrar auglýsingastarf- semi og óhóflegrar bjartsýni, ekki síður en önnur lyf sem vonir hafa verið bundnar við í sambandi við krabba- mein. Fullkomin ástæða er til að ætla að auglýsingastarfsemi af þessu tagi verði beinlín- is til að tefja fyrir því að notkun lyfsins geti orðið almenn, en fram- leiðsla þess er veru- legum erfiðleikum háð, svo sem kunnugt er. Hebert nefnir, að útlit sé fyrir að Rússar vinni Interferon úr svínablóði, og bendi ýmislegt til þess að slíkt Interferon nýtist mönnum ekki síður en skepnum. - segir Hebert i The Guardian Lyfið segir hann komið á mark- að í Sovétríkjunum, en að því er virðist í mjög naumum skömmt- um. Hann vitnar í brezka vís- indamenn, sem telja sig vita til þess að Interferon-hylki séu seld almenningi í Sovétríkjunum, að- allega til að vinna á kvefi, flenzu og öðrum minniháttar krank- leika. Hann segir að í hverju hylki séu aðeins 1.000 einingar af Interferoni, og getur þess til samanburðar að í Bretlandi séu skammtar, sem gefnir eru krabbameinssjúklingum, með eina til þrjár milljónir eininga, þ.e. hver dagskammtur krabba- meinssjúklings í Bretlandi jafn- gildi þúsund til þrjú þúsund rússneskum hylkjum. Því næst ber hann saman verðið á hinu rússneska Interferon og því litla sem tiltækt er í Bretlandi um þessar mundir, og telur að í Rússlandi kosti 3 milljónir ein- inga jafngildi 1.200 sterlings- punda en sama magn í Bretlandi um 400 pund. Hebert minnist á grískan lækni, er hafði til meðferðar sjúkling. Sá hafði orðið sér úti um Interferon í Júgóslavíu og goldið fyrir tvær milljónir ein- inga upphæð, sem nam um 20 þúsund sterlingspundum. Telur Hebert ástæðu til að vara fólk við því að kaupa dýrum dómum efni, sem aðeins inniheldur örlít- ið magn af Interferoni. Á síðasta ári varð mikið írafár á Bretlandseyjum þegar þrir krabbameinssjúklingar, tveir unglingspiltar og tveggja ára drengur, fengu Interferon í stór- um skömmtum. Allir voru þeir langt leiddir af krabbameini, og svo fór að lokum að þeir dóu allir, þrátt fyrir Interferon- gjöfina. Tom McAllister, sem er líffræðingur en ekki læknir, hafði forgöngu um að fá Inter- feron handa drengjunum frá Danmörku. Hann hefur sætt ámæli fyrir ummæli sín í brezk- um fjölmiðlum, en mörgum þótti hann ganga óhóflega langt í auglýsingamennsku og skrumi á meðan hann gaf drengjunum þetta lyf. Vegna ummæla Hugh Heberts í The Guardian og ummæla hans um rússneskt Interferon, birtist skömmu síðar bréf í The Guard- ian frá S. Sokolov, sem er starfsmaður Novosti-frétta- stofunnar í Moskvu. Þar segir m.a.: „í framhaldi af því sem sagt er um Interferon, sem selt er al- menningi í Sovétríkjunum, er ástæða til að leggja á það áherzlu, að það er ekki ætlað sem krabbameinslyf. Sovézkir krabbameinssérfræðingar hafa gert tilraunir með Interferon á dýrum frá árinu 1974, og nú eru verulegar vonir bundnar við að það geti komið að gagni í sambandi við hvítblæði í börn- FALKIN N Suðurlandsbraut 8 — sími 84670 Laugavegi24 — sími 18670 * Austurveri — sími 33360

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.