Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 16

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Tillögur um laun- þegasjóði í Svíþjóð Frá (iuðfinnu Kagnarsdóttur. fréttaritara Mbl. i Stokkhólmi 29. janúar. TVÖ STÆRSTU launþegasamtökin í Svíþjóð, LO og TCO, með samtals um 3 milljónir meðlima virðast nú vera sem næst á einu máli um uppbyggingu og rekstur svokallaðra launþegasjóða, sem mikið hafa verið til umræðu í Svíþjóð um langt skeið. í gær, miðvikudag, lagði TCO (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja) fram sínar tillögur og tillögur LO (Alþýðusambandsins) og Jafnaðarmanna voru lagðar fram í dag. Aðalmarkmið launþegasjóðanna á að vera, að veita auknu fé til iðnaðarins og gefa launþegum aukinn yfirráðarétt yfir fyrirtækjum í landinu. Margar tillögur hafa verið bornar fram á síðastliðnum 10 árum. Jafnaðarmenn og LO riðu á vaðið með sínar fyrstu tillög- ur fyrir réttum 10 árum. Síðan hafa samtök og stjórnmála- flokkar keppst við að láta sínar skoðanir í ljósi á málinu. Hiti héfur oft verið mikill í umræð- um um launþegasjóðina. Veður víða um heim Akureyri lóttskýjaó Amsterdam 7 þoka Aþena 4 heióskírt Berlfn 4 skýjaó BrUssel 10 skýjaó Chicago +2 heióskírt Frankfurt 4 skýjaó Faareyjar 9 skúr Genf 0 þoka Helsinki 0 skýjaó Jerúsalem 24 skýjað Jóhannesarb. 24 skýjaó Kaupmannahöfn i 5 skýjaó Laa Palmaa 19 mistur Liasabon 17 heióskírt London 7 skýjaó Loa Angeles 16 úrkoma Madrid 16 heióskírt Malaga 16 þokumóóa Mallorca 12 skýjeó Miami 26 heióskírt Moskva +5 skýjað New York 7 skýjað Osló +1 þoka Paría 9 heiðskírt Reykjavík 0 skýjaó Rió de Janeiro 34 heiðskirt Rómaborg 6 heióskirt Stokkhólmur 5 skýjað Tel Aviv 17 heiðskírt Tókýó 8 heiðskírt Vancouver 6 skýjað Vínarborg 1 heiðakírt Bæði LO og TCO eru sam- mála um, að sjóðina skuli byggja upp á tvennan hátt: I fyrsta lagi með því, að laun renni til sjóðanna. í því sam: bandi hafa 1% verið nefnd. í öðru lagi: Hluti af gróða fyrir- tækjanna renni til sjóðanna. En þó aðeins að vissu marki — það er, ákveðin prósenta af lág- marksgróða. Þá vill TCO aðeins hafa stærri fyrirtæki landsins. Samkvæmt tillögu LO myndi slíkt fyrirkomulag gefa iðnaðin- um tvo til þrjá milljarða sænskra króna á ári og hug- myndin er, að launþegar geti fyrir þessa peninga keypt sér hlutabréf í fyrirtækjunum, og þannig fengið eignarrétt og áhrifavald í fyrirtækjunum. Báðar tillögurnar gera ráð fyrir því, að hver sýsla í landinu hafi sinn sjóð. Alls yrðu þeir 24. Þá eiga launþegar að eiga meirihluta í stjórn sjóðanna. TCO tekur skýrt fram, að mark- mið sjóðanna sé ekki að ná völdum í fyrirtækjunum en það hefur verið skýrt stefnumið LO og Jafnaðarmanna. Launþegasjóðirnir eiga að gera launþegum kleift að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum en þá því aðeins gömlu eigendurnir fallist á að selja bréf sín. Talsmaður TCO heldur því fram, að þessar nýju tillögur taki mið af gagnrýni þeirri sem fram hefur komið og ætti að geta náð víðtæku fylgi. „Launþegasjóðirnir ættu að geta tekið til starfa 1983 eða 1984 ef Jafnaðarmenn komast á ný til valda," sagði Kjell Olaf Fált, einn helsti efnahagssér- fræðingur Jafnaðarmanna. Hægri flokkurinn lagði einnig fram sínar „tillögur" í dag um launþegasjóði. Þar segir, að flokkurinn sé á móti öllum launþegasjóðstillögum, sem hingað til hafa litið dagsins ljós. Aftur á móti vilji Hægri flokkurinn örva fleiri til hluta- bréfakaupa og vill gera kjör hlutabréfaeigenda betri. Meðal annars vill flokkurinn, að arður af hlutabréfum verði skatt- frjáls, þegar viðkomandi hefur átt hlutabréf í 2 til 3 ár, en þær reglur gilda í Noregi og Dan- mörku. Sömuleiðis vill flokkur- inn, að tvísköttun á arði verði afnumin. Einnig, að lægri fyrir- tækjaskattur mundi örva fleiri til hlutabréfaeignar. Mark Chapman: Titanic á ný um heimshöfín Á TÍTANIC eftir að sigla um heimshófin á ný? Varla en systurskip þess mun að öllum likindum gera það. Bandariskt skipafélag leggur nú drög að smiði 75 þúsund tonna skips, sem yrði i einu og öllu eins og Titanic, nema hvað að öll örygg- istæki, stjórntæki og siglinga- útbúnaður yrði gerður eftir ströngustu kröfum nútimans. Skipið mun skírt Títanic 2 og standa vonir til að jómfrúrferð skipsins verði árið 1985 — frá Southamton til New York. En Títanic sökk einmitt í jómfrúr- ferð sinni árið 1912 og fórust þá liðlega 1500 manns. Óstjórnleg og óviðráð- anleg löngun neyddi mig til að myrða Lennon ERLENT Atlanta. Georgiu. 29. janúar. — AP. MARK Chapman, sem áka>rður hefur verið fyrir morðið á John Lennon, hefur skýrt presti sín- um frá þvi. að hann hafi einu sinni áður haldið til New York til þess gagngert að myrða Lennon. Presturinn, Charles McGowan skýrði frá þessu i blaðaviðtali i Bandaríkjunum í dag. Hann sagði að Chapman hefði skýrt sér frá því, að einhver óstjórnleg og óviðráð- anleg löngun hefði beinlinis neytt sig til að myrða Lennon. Að sögn prestsins, þá flaug Chapman til New York frá Atl- anta þremur vikum áður en hann framdi ódæðið í New York. „Hann sagðist hafa komist yfir þessa löngun í fyrra sinnið og hringt í konu sína og sagst hafa unnið mikinn sigur. Sagðist mundu snúa aftur. Síðan snéri hann aftur til Hawai og löngunin fór aftur að vakna innbyrðis með honum," sagði McGowan, og hélt áfram: „Hann sagðist hafa logið að konu sinni og farið frá Hawai án þess að skýra henni frá því. Farið til New York og framið ódæðið." Mark Chapman er nú 25 ára gamall og verjandi hans hefur sagt, að hann muni bera við geðveiki. „Mark er greindur og sagðist hafa liðið miklar kvalir vegna þessarar löngunar sinnar. Hann sagðist hafa látið undan — eins og þetta væri fyrirfram ákveðið," sagði McGowan í viðtal- inu og sagði að lokum að Chapman hefði sagt sér: „Þar til nú fyrir skömmu, hef ég ekkert samvisku- bit haft vegna þessa. Nú hins vegar er samviskubitið farið að naga mig og ég iðrast þess inni- lega, að hafa framið þetta ódæði." Japanir fallast á að: Útflutning bíla til EBE-ríkja með „varfærni Tókýó. 29. janúmr. AP. JAPÁN hefur fallist á að draga útflutningi bifreiða til V- ur Þýzkalands, Luxemborgar, Belgíu og Hollands eftir viðræð- ur háttsettra embættismanna Japans og Efnahagsbandalagsins Kosningar i V-Berlin: Kristilegir demókratar taldir sigurstranglegir V-Berlín. 29. janúar. _ Frá Thómas Moller. fréttar. Mbl. Á FUNDI sem formenn þing- flokka SPD, FDP og CDU héldu i dag með forseta þingsins i Berlin var samþykkt að halda skuli kosningar þann 10. maí nk. Einnig verður stefnt að því að leysa upp þingið ekki seinna en 18. marz. Ef ekki hefði komið til þess að stjórn SPD/FDP var felld 4. janúar vegna stærsta fjármálahneykslis I sögu borgar- innar. hefðu kosningar farið fram vorið 1983. Þrátt fyrir kröfu stjórnarandstöðu CDU um kosningar strax og greinilega mikla óánægju borgarbúa með stjórn borgarinnar lögðu stjórn- arflokkarnir ríka áherzlu á myndun nýrrar stjórnar, sem nyti meirihluta þingmanna. Þetta tókst með aðstoð æðstu manna SPD í Bonn! Hans Jock- em Vogei, þá dómsmálaráðherra og af mörgum talinn væntan- legur arftaki Helmut Schmidt kanzlara var sóttur frá Bonn og var samþykktur sem nýr borgar- stjóri Berlínar. Flestir nýju ráð- herranna koma einnig frá Bonn og einn þeirra var sendifulltrúi V-Þjóðverja í Austur Berlin. I gær voru birtar niðurstöður ábyggilegrar skoðanakönnunar um fylgi flokkanna þriggja, e.f kosningar færu strax fram. Um 49 prósent kjósenda myndu kjósa CDU, í stað 44,4 prósent í síðustu kosningum. Aðeins 28 prósent ætluðu að kjósa SPD i stað 42,7 prósent í kosningunum 1979 og FDP myndi fá fylgi níu prósent kjósenda í stað 8.1% áður. Kristi- legir demókratar (CDU) eru mjög bjartsýnir á úrslit kosninganna. Væntanlegt borgarstjóraefni þeirra Richard von Weizsacher hefur ákveðið að hætta störfum sem varaforseti þingsins í Bonn og snúa sér algerlega að kosn- ingabaráttunni í Berlín. Þess má geta að undirskriftasöfnun CDU sem fór fram um síðastliðna helgi til stuðnings kröfunni um nýjar kosningar gekk framar öllum vonum, en tæplega 200 þúsund manns skrifuðu undir á tveim dögum. Eftir þrjátiu ára stjórn SPD/ FDP í Berlín eru margir kjósend- ur sýnilega þreyttir á síendur- teknum hneykslismálum og finnst vera tími til kominn að breyta um stjórn. 1 l okyo. 1 samnmgi aöilanna var samdrátturinn kallaður, að flytja bifreiðar til landanna með „var- færni“. Þessum tilslökunum Jap- ana var lýst af hálfu aðalsamn- ingamanns EBE, sir Roy Den- man, sem „ófullnægjandi en þó spor í rétta átt“. Denman sagði á fundi með fréttamönnum, að enn væri drjúg- ur skoðanaágreiningur milli valdamanna í Japan og ríkja Efnahagsbandalagsins. Þann 25. nóvember síðastliðinn var gefin út yfirlýsing af hálfu EBE þar sem skýrt var tekið fram, að Japanir yrðu að opna markaði sína ef takast ætti að minnka J)ann gífur- lega greiðsluhalla sem ríkir milli aðilanna. Viðskiptahalli EBE ríkj- anna við Japan nam á síðastliðnu ári 10 milljörðum Bandaríkjadala. Tilslakanir þær sem samkomu- lag náðist um eru í grófum dráttum: • Japanir heita, að „tempra" inn- flutning á bifreiðum til V-Þýzka- lands og Beneluxlandanna. • Dregið verði úr útflutningi jap- anskra sjónvarpstækja til V- Þýzkalands. • Fyrirtækjum frá ríkjum EBE verði gefinn kostur á, að gera tilboð í opinber útboð á rafeinda- tækjum í Japan. • Verulegar tollalækkanir verði á tóbaki og ýmsum iðnvarningi frá EBE-ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.