Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Geir Hallgrímsson: Skattastefnan hamlar upp- byggingu atvinnuveganna „Starfshópur til að leita skýrslunnar,“ segir Friðrik Sophusson Tillaga ríkisstjórnar til þingsályktunar um iðnaðarstefnu kom til framhaldsumræðu í Sameinuðu þingi í gær. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hóf umræðuna og mælti gegn breytingartillögum, sem sjálfstæðismenn hafa flutt, og fela m.a. í sér stuðning við frjálst framtak einstaklinga og félagasamtaka i iðnþróun og við stóriðju og stórvirkjanir sem þátt i sókn þjóðarinnar til bættra lifskjara. • Friðrik Sophusson (S) sagði m.a. í umræðunni að ríkisstjórnin hefði samþykkt, 30. marz 1980, að setja á stofn nefnd til að vinna að samanburði á starfsskilyrðum höfuðatvinnuvega okkar. Nefndin átti m.a. að gera athugun á lækkun á sölugjöldum á fjárfest- ingarvörum og hjálpartækjum með tilliti til jöfnunar samkeppn- isaðstöðu og aukinnar framleiðni. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórn- arinnar átti þessi nefnd að skila áliti 1. júlí 1980, enda lögð mikil áherzla á það að hraða könnun- inni. Hraði málsins var þó ekki meiri en það að nefndin var ekki skipuð fyrr en 9. september sl. — eða nokkrum mánuðum eftir að hún átti að skila niðurstöðum, sem ekki hafa séð dagsins ljós enn sem komið er. Þetta er dæmigert fyrir afstöðu núverandi ríkisstjórnar til atvinnuveganna. Friðrik minnti og á nefnd, sem á sínum tíma var send til Spánar á fund Efnahags- og framfarastofn- unar Evrópu, hvar ræða átti stefnumótun í iðnaði. í skýrslu nefndarinnar komu fram mörg gagnmerk atriði, sem ríkisstjórnin gæti margt af lært. Nefndin var i meginatriðum sammála um, hver væru undirstöðuatriði vænlegrar iðnaðarstefnu. Niðurstöður þess- arar nefndar styðja — að mínu mati — í einu og öllu við þær breytingartillögur, sem við sjálf- stæðismenn höfum flutt við þessa þingsályktun. En ráðherra minn- Skýrsla um ríkisútvarpið: Myndsamband um Skyggni við umheiminn Niu þingmenn úr Alþýðu- flokki, Sjálfstæðisflokki og Al- þýðubandalagi hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá menntamálaráðherra um málefni rikisútvarpsins, með tilvisan til 31. gr. þingskaparlaga. Fyrir- spurnin varðar flesta starfsþætti ríkisútvarpsins (hljóðvarps og sjónvarps), m.a. hugsanlegt út- varp á annarri rás og/eða sér- stakt landshlutaútvarp. Efnisþættir beiðninnar til mennta- málaráðherra Óskað er eftir því, að í skýrsl- unni verði veittar upplýsingar um hag, stöðu og framtíðaráform Ríkisútvarpsins, bæði sjónvarps og útvarps. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um hvernig jafnaður muni hallarekstur stofnunarinnar undanfarin ár, hvernig fjármagna eigi byggingu nýrrar langbylgju- stöðvar og hins nýja útvarpshúss, svo og hvernig leysa skuli brýnan húsnæðisvanda útvarpsins uns hið nýja hús kemst í gagnið. Þá er einnig óskað upplýsinga um hvaða ráðstafanir séu á döfinni til að treysta dreifikerfi útvarps og sjón- varps, þannig að tryggt sé að allir landsmenn eigi þess ævinlega kost að hlýða á dagskrá, svo og hvernig stofnuninni verði gert fjárhags- lega kleift að notfæra sér mögu- leikana á beinu myndsambandi við önnur lönd, sem skapast hafa með jarðstöðinni Skyggni. Þá er loks óskað eftir því, að í skýrslunni verði að finna upplýs- ingar um það, hvenær stereóút- sendingar muni ná til landsins alls og hvort í undirbúningi sé að hefja útvarp á annarri rás og/eða sér- stakt landshlutaútvarp. Þess er óskað, að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi samein- aðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Röksemdir fyrir beiðninni I greinargerð segir að ríkisút- varpið sé eign allra landsmanna og ein helzta menningarstofnun þjóð- arinnar, sem flytji fréttir og fróð- leik um líf og list frá morgni til kvölds alla daga ársins. Það rjúfi einangrun afskekktra byggða og færi þjóðina saman. Það sé veiga- mikið öryggistæki ef vá ber að dyrum. Dreifikerfi dagskrár sé hinsvegar ábótavant, útsendingar hafi ekki náð til fjölmennra byggð- arlaga langtímum saman og tækjakostur löngu úreltur. Það búi og við þvílíka fjárhagsörðugleika að fyrirsjáanlegur sé samdráttur í dagskrárgerð. Rík ástæða sýnist því til að menntamálaráðherra geri Alþingi grein fyrir stöðu og hag ríkisútvarpsins. Beiðendur eru: Eiður Guðnason (A), Friðrik Sophusson (S), Árni Gunnarsson (A), Vilmundur Gylfason (A), Stefán Jónsson (Abl), Halldór Blöndal (S),.Sverrir Hermannsson (S), Benedikt Gröndal (A) og Albert Guð- mundsson (S). ist ekki einu orði á þessa skýrslu í ræðu sinni um iðnaðarstefnu. Ég geri það að tillögu minni að ráðherra setji á fót eins og einn viðbótarstarfshóp til að leita að þessari skýrslu. • Guðmundur G. Þórarinsson (F) fór nokkrum orðum um stuðn- ingsaðgerðir ýmissa viðskipta- landa okkar við samkeppnisiðnað heima fyrir, sem gengi á fríverzl- unarsamninga. Hér þyrfti að huga vel að málum. Hann kvatti og mjög til þess að mótuð yrði opinber innkaupastefna, sem hefði það að meginmarkmiði að beina viðskiptum, að öðru jöfnu, að islenzkri iðnaðarframleiðslu. • Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir aðvörunarorð Guðmundar. ís- lenzka ríkisstjórnin þyrfti að fylgjast náið með opinberum stuðningi við samkeppnisiðnað erlendis, sem flokkast gæti undir brot á fríverzlunarsamningum. Hann minnti á athuganir FII og ábendingar formanns þeirra sam- taka hér að lútandi. Hann hefði bent á ýmsar tálmanir ytra á frjálsri verzlun og hagkvæmri verkaskiptingu þjóða í milli. Geir vitnaði til orða iðnaðarráð- herra, fyrr í þessari umræðu, þess efnis, að styrkir við atvinnuvegi væru ekki af hinu góða. Hvers- vegna er þá þessi ráðherra, spurði Geir, að beita sér fyrir millifærslu til að greiða niður halla í sjávar- útvegi, undirstöðuatvinnuvegi okkar, í stað þess að skapa honum heilbrigðan rekstrargrundvöll. Hann minnti og á að ráðherra hefði sagt það lítið fjármagn hjá einkaaðrlum og fyrirtækjum að þeir réðu ekki við meiriháttar verkefni í iðnþróun, þar þurfi því ríkið til að koma. Væru nú ekki ráð að draga úr skattheimtu á atvinnureksturinn til að gera hon- um kleift að byggja sig upp og rísa undir þeirri þróun til aukinnar verðmætasköpunar og atvinnuör- yggis, sem hann þarf að tryggja. • Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði millifærslu ekki æskilega, þó réttlæta megi við vissar aðstæður, tímabundið. Hann ítrekaði að styrkir og jöfn- unargjöld væru ekki æskileg, eða orkuðu tvímælis, og hefðu EFTA- lönd ekki gripið til jöfnunartolla. Hann sagði Madridráðstefnuna hafa stefnt á markaðsbúskap, en þó með varnöglum; niðurstaðan hafi verið málamiðlun ólíkra sjón- armiða. Hann sagði heldur ekki líta á ríkisrekstur sem einfæra töfraleið; fjölbreytni í rekstrar- formum þyrfti að ríkja, til að ná fram hvatningu. Nefndin, sem um hefði verið spurt, heyrði undir forsætisráðuneytið, en hann vænti niðurstaðna frá henni fljótlega. Nýr þingmaður Brynjólfur Sveinbergsson, mjólkurbússtjóri Hvammstanga, hefur tekið sæti á Alþingi í fjarveru Ingólfs Guðnasonar (F). Brynjólfur er 3ji varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. Hann hef- ur ekki áður setið á Alþingi. Umræður um þingsályktanir: Aðeins í Sam- einuðu þingi Fyrirspyrjandi og ráðherra ein- ir á mælendaskrá fyrirspurna Benedikt Gröndal (A) hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á þingsköpum varðandi meðferð þingsályktana, fyrirspurna og umræðna utan dagskrár. Þessar breytingar felast í frumvarpinu frá núverandi þingskaparreglum: 1) Tillögum til þingsályktun- ar er skipt í tvo flokka eftir efni þeirra. Fjalli þær um stjórnskipan, utanríkis- eða varnarmál eða staðfestingu framkvæmdaáætlana (t.d. vegaáætlunar) er gert ráð fyrir óbreyttri meðferð, tveim umræðum og nær ótakmörk- uðum ræðutíma. Um allar aðrar tillögur skal fara fram ein umræða. Flutningsmaður fái 10 mínútur til framsögu, en síðan verði tillögunni vísað til nefndar án frekari umræðu. Þegar nefnd hefur afgreitt málið fer fram umræða um það, og fá framsögumenn nefndar og flutningsmaður 5 mínútur, en síðan er ræðutími takmarkaður við 3 mínútur. Þingsályktunartillögur verði aðeins leyðar í sameinuðu þingi. Sá heildartími, sem þær taka, mundi við þessa breyt- ingu styttast verulega. 2) Varðandi afgreiðslu fyrir- spurna verði sú breyting gerð, að einungis fyrirspyrjandi og ráðherra, sem svarar, taki til máls. Við þetta styttist sá tími, sem þarf til afgreiðslu á hverri fyrirspurn, og ættu þá aðrar fyrirspurnir að fá af- greiðslu mun fyrr. Óvíst er að tími til fyrirspurna í heild styttist, en fleiri fyrirspurnum yrði svarað. 3) Sett verði í fyrsta sinn ákvæði í þingsköp um umræð- ur utan dagskrár, en þær hafa á síðari árum orðið veigamik- ill og nauðsynlegur þáttur þingstarfa. Gert er ráð fyrir, að slíkar umræður fari aðeins fram í sameinuðu þingi, enda ekki eðlilegt, að önnur deildin ræði ein „aðkallandi mál, sem ekki þola bið“. Settar eru hömlur á ræðutíma, svo að slíkar umræður fari ekki úr böndum eða ryðji öðrum þing- störfum frá. Birgir ísl. Gunnarsson: Alkalískemmdir húsa Vandi sem við verður að bregða Birgir ísleifur Gunnarsson (S) mælti í gær fyrir tillögu til þingsályktunar, þess efn- is, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að húseigendur, sem leggja þurfa í mikinn við- gerðarkostnað vegna alkalí- skemmda á steinsteypu í hús- um fái fjárhagsaðstoð til þeirra viðgerða, annaðhvort í formi bóta eða lána eða hvors tveggja. Ef nauðsyn ber til sérstakrar lagasetningar f þessu efni skal ríkisstjórnin undirbúa slíka iöggjöf. í ræðu Birgis ísleifs kom fram að rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að 6,6% húsa, sem byggð hafa verið í Reykjavík á árunum 1956—1972, hafi alvarlegar alk- alískemmdir. Skemmdir kunni víðar að vera og ekki ólíklegt að frekari skemmdir eigi eftir að koma í ljós. Heimild sé í lögum að Húsnæðisstofnunin veiti lán til endurbóta og endurnýjunar en ljóst sé, að hún hafi ekki fjármuni til að axla þetta stóra viðgerðarverkefni nema sérstak- ar ráðstafanir séu gerðar. Birgir benti á að ýmsir sjóðir bættu hliðstætt tjón, sem menn verða fyrir vegna ófyrirséðra atvika, eins og Bjargráðasjóður. Allnokkrar umræður urðu um málið og fékk tillagan jákvæðar undirtektir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.