Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 26

Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 t Elskulegur eiginmaöur minn, VÍGLUNDUR KRISTJANSSON, lést aö Vtfilsstööum aöfaranótt 28. janúar. Þuríöur Arnadóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HALLFRÍÐUR JÓNA JONSDÓTTIR, Meðalholti 8, veröur jarösungin fró Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 30. janúar kl. 3. e.h. Gísli Guömundsson, Bryndís Gísladóttir, Reynir Schmidt, Björgvin Gíslason, Guöbjörg Ragnarsdóttir Halla Gísladóttir, og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar MARELS ODDGEIRS ÞÓRARINSSONAR, Einarshöfn, Eyrarbakka. Sigrióur Gunnarsdóttir, Ingibjörg Marelsdóttir, Friöþjófur Björnsson, Guóni Marelsson, Jóna Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Viö þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar, ÓLAFS S. INGÓLFSSONAR, Aratúni 16, Garöabss. Katrín Vilhelmsdóttir og börn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu meö blómum, skeytum og gjöfum viö andlát og útför STEINDORS KR. JÓNSSONAR, skipstjóra, Baróstúni 5, Akureyri. Emma Siguröardóttir, Ester Steindórsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Kristín Steindórsdóttir, Ragnar Magnússon, Jón Steindórsson, Fjóla Traustadóttir, og barnabörn. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég uet með enxu móti fellt mitf við heKðum kri.stinna manna, sem ég vinn með, en ók kæri mii? ekki um að finna að við þá. Hvað á ég að taka til bragðs? Þér hafið spurt mjög erfiðrar spurningar, því að okkur gengur betur að sjá gallana hjá öðrum en hjá okkur sjálfum. Áður en þér fellið þungan dóm, ættuð þér að minnast orða Jesú: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“ Ég held ekki, að þessi orð feli í sér, að við eigum að vera blind fyrir ávirðingu kristinna manna, heldur hitt, að við eigum fyrst að athuga okkar gang. „Sá yðar, sem sýndlaus er, kasti fyrstur steini í hana“. En ég geri mér líka ljóst, að þér erqð í miklum vanda. Ef þér hafið mælt yður sjálfan með sama mæli, eigið þér hægar með að sjá, hvar náungi yðar er á vegi staddur. Ef breytni hans er fagnaðarerindinu raunverulega til hindrunar gætuð þér talað við hann með kærleika og nærgætni. Biblían segir: „Bræður, ef misgjörð kann að henda mann, þá leiðréttið þér, sem andlegir eruð, þann mann með hógværðar anda, og haf gát á sjálfum þér, að þú freistast ekki líka“ (Gal. 6, 1.). Vera má, að þér vinnið hann með þessu móti, bæði fyrir yður og Guð. Einlægum kristnum manni, sem kann að stíga víxlspor, þykir alltaf vænt um, þegar honum er leiðbeint, svo að hann megi þóknast Drottni sínum æ betur. En ætlið ekki, að leiðrétting yðar fái neinu til vegar komið, nema þér getið sjálfur tekið leiðréttingu. Minning: Ragnheiður O. Stephensen Ragnheiður Stephensen var fædd á Grund í Grundarfirði þ. 15. janúar 1914. Foreldrar hennar voru sr. Ólaf- ur Stephensen, Magnússonar bónda í Viðey, Ólafssonar, kallað- ur sekreteri, í Viðey, Magnússonar konferensráðs og dómstjóra í Við- ey, Ólafssonar stiftamtmanns Stephanssonar einnig í Viðey, og konu hans Steinunnar Eiríksdótt- ur, á Karlsskála við Reyðarfjörð Björnssonar frá Kirkjubóli í Vaðlavík, Jónssonar í Stóru- Breiðvík, Asmundssonar á Gunn- laugsstöðum í Skógum, Pétursson- ar. Móðir Steinunnar var Sigríður Pálsdóttir frá Karlsskála, Jóns- sonar á Víðilæk í Skriðdal, Sig- mundssonar Jónssonar. Jón Sig- mundsson var tvikvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Marteins- dóttir og var þeirra son m.a. Marteinn, faðir Kristínar, móður Þórarins, föður Benedikts kaup- manns í Reykjavík, sem var kvæntur Hansínu Eiríksdóttur frá Karlsskála, systur Steinunnar Eiríksdóttur. Síðari kona Jóns Sigmundssonar og móðir Páls á Karlsskála var Sigríður Gunn- laugsdóttir bónda á Þorgríms- stöðum í Breiðdal Ögmundssonar á Streiti Eiríkssonar. Ragnheiður var yngst 10 syst- kina, sem upp komust. Elstur var Magnús, lengi hjá Völundi hf. í Reykjavík, kvæntur Sigurbjörgu Björnsdóttur, Eiríkssonar frá Karlsskála, Sigríður, lést um tví- tugt. Þá Áslaug, gift Jóni Pálssyni dýralækni á Selfossi Þorsteinsson- ar frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Eiríkur, forstjóri Trolle & Rothe í Reykjavík, kvæntur Gyðu Finns- dóttur Thordersen frá ísafirði, Björn járnsmiður í Reykjavík, kvæntur Sigurborgu Sigjónsdótt- ur frá Hornafirði, Stephan kaup- maður í Verðandi Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, Böðvarssonar kaupmanns úr Hafnarfirði og Kristínar Stephensen systur sr. Ólafs, Helga gift Stefáni Árnasyni fram- kvæmdastjóra Almennra Trygg- inga á Akureyri, Elín gift Pétri Jónssyni bónda á Egilsstöðum og Ingibjörg gift Birni Jónssyni vél- stjóra frá Ánanaustum. Er mikill ættbogi kominn frá þessum syst- kinum. Ragnheiður lést í Landspítalan- um í Reykjavík þ. 22. janúar 1981 eftir erfiðan sjúkdóm, sem hún bar til hinstu stundar af því þreki og æðruleysi, sem svo mjög ein- kenndi allt hennar líf. Og vissu- lega voru hennar aðstæður á stundum þannig í lífinu, að ekki hefur verið heiglum hent að ráða fram úr þeim vandamálum, sem við blöstu. Hún var ein af þessum lítt áberandi hetjum hversdags- lífsins, sem fæstir taka eftir því að þær hirða ekki um að troða sér fram, heldur eru uppteknar af vandamálum annarra. Ragnheiður lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1933. Síð- an gekk hún á húsmæðraskóla á Isafirði en stundaði eftir það ýmis störf í iðnaði og verzlun vítt og breitt um land flest ár síðan. Hún giftist Þorsteini Guð- mundssyni rafvirkjameistara, Einarssonar prófasts á Mosfelli eystra. Áttu þau hjón 3 börn, Ragnheiði f. 1946, gift Hafþóri Erni Sigurðssyni, bifvélavirkja á Blönduósi, Guðmund pípulagn- ingamann á Selfossi, kvæntur Önnu Hjaltadóttur Þorvarðarson- ar rafveitustjóra og Ólaf, vélstjóra á Blönduósi, kvæntur Bergþóru Hlíf Sigurðardóttur Guðlaugsson- ar bónda frá Hafursstöðum, syst- ur Hafþórs Arnar. 1937 átti Ragn- heiður Steinunni Helgu með Sig- urði Kristinssyni sjómanni í Reykjavík. Ólst Steinunn að mestu upp hjá Áslaugu og Jóni Pálssyni dýralækni á Selfossi. Steinunn er gift undirrituðum. Þau Þorsteinn og Ragnheiður bjuggu víða um land. Þau voru nýsest að í Garða- hreppi þegar Þorsteinn lést 1955 fyrir aldur fram frá hálfbyggðu húsi, sem þau voru að reisa sér þar. Stóð þá Ragnheiður uppi með börnin ung í bráðabirgðahúsnæði og með bágan fjárhag eins og títt er um húsbyggjendur. Þótti þá ýmsum svart í álinn hjá henni. En Ragnheiður æðraðist ekki og barð- ist áfram. Hún vann baki brotnu utan heimilis en eldri börnin gættu þeirra yngri sem kostur var. Hún kom sér fyrr en varði upp eigin húsnæði og bjó börnum sínum gott heimili þar sem ríkti glaðværð og góður andi. En Ragn- heiður var glaðsinna og hafði næmt skopskyn þó græskulaust væri, var óvenjufljót að sjá skop- legar hliðar á mönnum og tilveru, hrókur alls fagnaðar á góðri stundu, en fljót til hluttekningar ef eitthvað amaði að. Hún var reglusöm og nýtin í hvívetna, því skiljanlega hefur þurft að velta hverjum eyri meðan börnin voru í æsku og skuldabasl vegna íbúða- kaupa mikið, fyrst í Blönduhlíð 2 og síðar, þegar börnin stækkuðu, á Hverfisgötu 58, þar sem vel rúmt var um alla heimamenn og gesti. Hún hafði gaman af ferðalögum, innanlands sem utan, þó tækifæri gæfust kannski ekki mörg fyrr en síðari árin, en þá naut hún þess eftir föngum. Finnst manni víst að hún hefði verðskuldað fleiri ár við heilsu miðað við hennar framlag. En sá vill sem ræður. Barnabörnin hennar eru orðin 12, heilt fót- boltalið eins og hún sagði sjálf og lét hún sér mjög títt um þau öll. Hún vissi fullvel að hverju fór um þessi jól og gaf hún öllum sínum rausnarlegar gjafir að skilnaði. Ég á Ragnheiði tengdamóður minni miklar þakkir að gjaida fyrir samfylgdina og skemmtun- ina í 20 ár þar sem aldrei bar skuggann á. Aðstoð hennar og reyndar barna hennar líka var okkur hjónum ómetanleg þegar okkar börn voru lítil og við vildum bregða okkur af bæ. Mér hefur fallið í skaut sú gæfa að eiga þannig samtímis tvær systur að tengdamæðrum og líkar stórvel við báðar, þegar sumir þykjast fullsælir af einni. Fyrir önnur kynni af þessari stóru fjölskyldu vil ég einnig þakka. Ég verð Ragnheiði Stephensen ávallt þakklátur fyrir allt það sem mér hefur fallið í skaut fyrir hennar tilstilli, og þakka henni af öllu hjarta fyrir samferðina og kynni til hinsta dags. Halldór Jónsson verkfr. Við störfuðum saman síðastliðin tvö ár. Hún var greind kona, Verslunarskólagengin og hafði hlaðið í sig ógrynni af fróðleik gegnum árin. Hún hafði yndi af góðum bókum og smellnum stökum og gat gripið í hljóðfæri ef því var að skipta. Ragnheiður hafði góða frásagn- argáfu, sóttumst við vinnufélagar hennar eftir að hlusta á hana segja frá ýmsu sem á daga hennar hafði drifið, var það litrík frásögn sem hefði sæmt góðum rithöfundi, á svipstundu var maður hrifinn úr hversdagsleikanum óralangt í burtu inn í afdal eða út með sjó og kynntumst þannig sérstæðum per- sónum skamma hríð. Ég hef oft gert mig seka um að endurtaka glettin orð hennar við góðan orðstír á hennar kostnað. Ragnheiður var í meðallagi há kona, höfðingleg, skarpleit með falleg augu og smekkleg í klæða- burði. Hún var fædd til forustu. Á vinnustað var hún traust og úrræðagóð og reiðubúin að rétta hjáiparhönd ef eitthvað fór úr- skeiðis. Dæmigert um skap Ragn- heiðar var baráttuhugurinn enda sýndi það sig best þegar heilsan fór að bila þá var það í hennar augum bara leti og þýddi ekkert annað en að hrista af sér. Á hverju sem gekk var hún sjálfri sér samkvæm og enginn hnikaði skoðunum hennar, hún trúði á einstaklingsframtakið í orði og verki. Áhugi hennar á þjóðfé- lagsmálum var sannur og taldi unga fólkið standa sig vel í lífsbaráttunni. Um leið og ég kveð Ragnheiði og þakka henni samfylgdina, sem var alltof stutt, votta ég aðstandend- um hennar samúð. Fyrst heilsan bilaði var Ragn- heiður ábyggilega ánægð með endalokin, því hennar kjörorð var — Sjálfstæði fyrir öllu. Helga Kveðja frá Sjálfstæðiskvenna- félaginu Eddu i Kópavogi. I dag þegar við kveðjum okkar góðu félagskonu Ragnheiði Ó. Stephensen, langar okkur til að minnast hennar með örfáum kveðjuorðum. Við kynntumst Ragnheiði fyrir nokkrum árum þegar hún flutti í Kópavog og gekk í félagið okkar þar sem dætur hennar störfuðu. Við sáum strax að þar var traust og dugleg félagskona. Enda var hún fljótlega kosin í ýmis störf og nefndir og innti hún þau störf vel af hendi eins og allt annað. Nú síðast sat hún í Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs og lét þar ekki sitt eftir liggja þótt hún væri orðin sárlasin. AUtaf var hún jafn skemmtileg og hreinskilin. Hún giftist Þorsteini Guð- mundssyni 10.5. 1951 en missti hann 23.4. 1955 svo hún naut hans ekki lengi. Hún þurfti því að vinna hörðum höndum til að koma bömum sínum upp, sem henni tókst með elju og dugnaði. Hún eignaðist 4 mannvænleg börn sem öll eru gift og barnabörnin eru orðin 12. Við viljum þakka henni góða samveru í Sjálfstæðiskvennafé- Iaginu Eddu og sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðj- um henni guðsblessunar í nýjum heimkynnum. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.