Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 30.01.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 27 Minning: Bergný Magnúsdótt- ir frá Ytri-Hofdölum Fædd 11. ágúst 1892 Dáin 20. desember 1980 Bergný var Skagfirðingur að ætt og uppruna, fædd að Saurbæ í Kolbeinsdal. Fluttist með foreldr- um sínum, Magnúsi Gunnlaugs- syni og Guðrúnu Bergsdóttur að Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafjarðarsýslu. Voru þau hjón talin mikilli starfsorku og dugnaði gædd. Ung að aldri fór hún til saumanáms, og fyrir 1920 gerðist hún forstöðukona fyrir sauma- stofu í Borgarnesi, er þeir bræður Vigfús og Björn frá Eyrií Flókadal settu á stofn þar, eftir að þeir hófu gistihússrekstur sinn á þessum tíma. Voru þar um skeið nokkrar stúlkur við fatasaum ýmsan. Á árinu 1921 gengu þau Bergný og Björn í hjónaband og fluttu þá búferlum norður á æskustöðvar Bergnýjar og hófu þar búskap, sem þau ráku um árabil eða til vorsins 1929 er þau fluttu til Hornafjarðar. Varð Björn þá starfsmaður hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga. Brátt varð hann fastráðinn starfsmaður þess. Jafnframt annaðist hann póst- afgreiðslustörf á Höfn. Einnig vann hann um tíma hjá Ræktun- arfélagi Hafnarkauptúns, er stofnaö var 1929. Hafði það næstu árin miklar framkvæmdir á hendi og fullræktaði um fimmtíu hekt- ara lands, er skiptist milli flestra heimilisfeðra á Höfn, sem ráku þá nokkurn búskap á meðan Höfn var fámennt kauptún. Heimili þeirra Bergnýjar og Björns var rekið af myndarskap og dugnaði, og var alltaf aðlaðandi og ánægjulegt og gestrisni mikil af hálfu þeirra beggja, en þar sem störf húsbóndans voru meiri utan heimilis, féllu hin eiginlegu heim- ilisstörf í hlut húsfreyjunnar, enda var henni sýnt um að láta allt fara vel úr hendi, bæði í sjón og raun. Vorið 1944 fluttu þau hjón til Reykjavíkur og áttu heimili hér síðan meðan heilsa entist, lengst- af í Engihlíð 10. Var Björn fyrst skrifstofustjóri Áburðarsölu- og Grænmetisverslunar ríkisins, en síðar forstjóri Áburðarsölunnar. Við þessi störf kynntust margir Birni, bæði hér í Reykjavík og um allt land, naut hann jafnan mikils trúnaðar allra er honum kynntust, enda var hann hinn traustasti maður og dugnaður hans frábær. Þegar á ævina leið, fór heilsa beggja að bila og urðu þau að hætta heimilisrekstri þegar leið á sjötugsaldurinn. Fluttu þau þá til Minning: Salómon Mosdal Sumarliðason Milli Sporhamarsfjalls og Hrafnaskálarnúps í Önundarfirði er lítill og grösugur daiur sem heitir Mosdalur. Einn bær var í dalnum og þótti nokkuð einangr- aður enda langt og torsótt til næstu bæja í Valþjófsdal og á Ingjatdssandi. Skömmu eftir síð- ustu aldamót fluttust þangað, frá Kotum í Önundarfirði, hjónin Jó- hanna Eiríksdóttir og Sumarliði Jónsson ásamt börnum sínum og var Salómon næst yngstur fimm systkina. Þau hjón, Jóhanna og Sumarliði, bjuggu svo í Mosdal um tuttugu ára skeið og ólst Salómon þar upp, en hann var fæddur á Kotum 24. júní árið 1895. Af systkinum Salómons er nú eftirlif- andi yngsta systirin, Sigríður. Næsti dalur fyrir utan Mosdal er Ingjaldssandur í Önundarfirði. Þar bjuggu á Álfadal, hjónin Sigríður Arnadóttir og Jörundur Ebenesersson og eignuðust þau fimmtán börn. I þessum stóra og mannvænlega systkinahópi hét þriðja elsta barnið Ingibjörg. Hún óx úr grasi á Álfadal, fríð og fönguleg, og gjafvaxta var hún eftirsóttur kvenkostur. Það er löng bæjarleið á milli Mosdals og Ingjaldssands, en Salómon var sporléttur, hvort sem um fjall eða fjörur var að fara og kom því oft á Ingjaldssand. Um Mosdal lá leið þeirra, sem um fjörur fóru, frá Ingjaldssandi inn í Önundarfjörð. Mosdalsheim- ilið var rómað fyrir gestrisni, enda kærkominn áningarstaður Sanda- manna á erfiðri leið, oft með þungar byrðar í misjöfnu veðri. Mosdælingum fylgdi hressandi andblær — glens og gaman. — Þeir voru því jafnan aufúsugestir á Ingjaldssandi. Salómon var maður sem gæddi umhverfi sitt gleði og viðmælendur bjartsýni. í návist hans var gott og mannbæt- andi að vera. Kynni Ingibjargar og Salómons voru reist á traustum grunni. Þau þekktust frá barnæsku. Voru upp- fædd í sama firði, við sömu fjöll og dali. Þau giftu sig 24. október 1924 og tóku við búi í Mosdal af foreldrum Salómons og héldu þar uppi sömu gestrisni og myndar- brag. En búseta þjóðarinnar í landinu var að breytast og þar kom að Mosdalur þótti einangraður og afskekkt að búa þar. Árið 1930 brugðu þau Ingibjörg og Salómon búi í Mosdal og fluttu til ísafjarð- ar og bjuggu þar í 15 ár eða til 1945 að þau fluttust til Reykjavík- ur og byggðu sér einbýlishús við Skipasund og hefur heimili þeirra staðið þar æ síðan og þar andaðist Salómon þann 6. janúar sl., á dóttur sinnar á Akranesi og voru þar um stund eða til þess er Björn lést 24. apríl 1972, en Bergný nokkru lengur eða þangað til veikindi hennar urðu svo þung, að hún varð að fá sjúkrahússvist á Akranesi. Dvaldist hún þar það sem eftir var ævinnar, en hún andaðist 20. des. síðastliðinn, eftir langvarandi og erfið veikindi, sem hin fjölþættu læknavísindi gátu ekki ráðið bót á, þrátt fyrir mikla þekkingu og góða aðbúð á allan hátt. Börn þeirra hjóna Bergnýjar og Björns eru fjögur, tvær dætur og tveir synir, hér talin í aldursröð: Guðmundur, húsasmíðameistari í Rvík, kvæntur Viktoríu Kristjáns- dóttur, Kristín, húsfreyja í Rvík, gift Jóhannesi Péturssyni kenn- ara, Hrefna, húsfreyja á Akranesi, gift Kjartani Guðjónssyni fiski- matsmanni, Svavar, kaupmaður í Rvík, kvæntur Ásu Kristinsdóttur. Sonur Bergnýjar, áður en hún giftist, er Ásgrímur Sveinsson, er lengi rak klæðskeraiðn á Sauð- árkróki, en hefir nú á hendi önnur störf þar, kona hans er Hólfríður Jóhannesdóttir. Eiga systkinin öll falleg og ágæt heimili, eru prýðilega gefin, ágæt- lega verki farin og hin gerfileg- ustu um framkomu og störf. Við andlát þeirra hjóna Berg- nýjar og Björns, eru horfin af sjónarsviðinu gagnmerk og mynd- arleg hjón, bæði af aldamóta- kynslóðinni, sem við köllum svo og minnumst með þakklátum huga. Má segja, að þau hjón bæði og hvort um sig, hafi með framkomu sinni og störfum greinilega sýnt, hvernig aldamótakynslóðin vildi vera, hugsa og starfa. Með þessum orðum er ekki varpað neinum skugga á aðrar kynslóðir þjóðar- innar. Eg votta öllum börnum þeirra Bergnýjar og Björns, tengdabörn- um og öðrum ástvinum þeirra innilegustu samúð og kærar þakk- ir fyrir mikil störf og vinsemd. Jón ívarsson áttugasta og sjötta aldursári. Heimili þeirra hjóna var fallegt og bar smekkvísi húsráðenda fagurt vitni. Þar ríkti jafnan elska til manna og málleysingja. Það var Salómon mikið lífslán að giftast Ingibjörgu Jörundsdótt- ur. Hjónaband þeirra var traust og farsælt allt til hinstu stundar. Þeim varð fimm barna auðið. Af þeim dóu tveir synir við fæðingu. Þau sem upp komust eru: Lilja, gift Henry Van Beers. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Kali- forníu. Gyða, ógift, en hefur hald- ið heimili með foreldrum sínum að Skipasundi 61 hér í Reykjavík. Jóhann Mosdal, giftur Elsu Jó- hannesdóttur. Þau eiga tvö börn og eru búsett í New York. Auk sinna eigin barna ólu þau hjón upp frá frumbernsku Jóhönnu Sumarliðadóttur, bróðurdóttur Salómons, en hún er gift Sigfúsi Sigurðssyni. Þau eiga þrjú börn og eru búsett hér í Reykjavík. Salómon Mosdal Sumarliðason var af traustu vesffirsku bergi brotinn. Framan af ævi sinni lagði hann gjörva hönd á störf bæði til sjós og lands, en seinni árin vann hann hjá Reykjavíkurborg. Nú þegar vegferð hans er lokið, minn- ist ég hans með þakklátum huga og sendi fjölskyldu hans og ástvin- um samúðarkveðjur. Jón I. Hjarnason ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Sigurvegarar i opna mótinu á Akranesi. Valur Sigurðsson og Jón Baldursson. ásamt Vilhjálmi Sigurðssyni keppnisstjóra. Helgina 24. og 25. janúar var haldið opið mót í barómeter á Akranesi. 26 pör tóku þátt i mótinu. frá Akranesi, Borgar- nesi, Reykjavik, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Spilað var um silfurstig. Jón Baldursson og Valur Sig- urösson tóku afgerandi forystu i mótinu fyrri keppnisdaginn og voru með 100 stiga forystu þegar mótið var hálfnað og héldu sinu striki seinni daginn og sigruðu með yfirburðum. Röð efstu para varð þessi: Bridgedeild Barðstrend- ingafélagins Staðan eftir 6 umferðir í Aðalsveitakeppni félagsins er þessi: Ragnar Þorsteinsson Óli Valdemarsson Gunnlaugur Þorsteinsson Baldur Guðmundsson Viðar Guðmundsson Sigurður Isaksson stig 102 96 91 88 71 52 stig Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 222 Bridgedeild Skúli Einarsson Rangæinga- — Þorlákur Jónsson Georg Sveinsson 120 félagsins — Rúnar Magnússon 75 10 sveitir taka þátt í sveita- Eiríkur Jónsson keppni hjá deildinni og er 4 — Páll Valdimarsson 74 umferðum lokið. Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 70 Staða efstu sveita: stig Jón Ásbjörnsson Gunnar Guðmundsson 64 — Símon Símonarson 65 Sigurleifur Guðjónsson .61 Karl Alfreðsson Gunnar Helgason 59 — Þórður Elíasson 53 Ingólfur Jónsson 56 Guðjón Stefánsson Karl Gunnarsson 43 — Jón Björnsson 51 Næsta umferð verður spiluð á Hörður Arnþórsson miðvikudag í Domus Medica og Jón Hjaltason Guðmundur Hermannsson 48 hefst keppnin kl. 19.30. — Sævar Þorbjörnsson 32 Spiluð voru 3 spil milli alls 75 spil. para, Bridgefélag Suðurnesja Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Spilað var í Hótel Akranesi. Gaf hótelið peningaverðlaun fyrir 3 efstu sætin og veitti margháttaða fyrirgreiðslu sem gerði það kleift að halda þetta mót. Bridgeklúbbur Akraness færir Jakob Benediktssyni hótelstjóra bestu þakkir fyrir myndarlega aðstoð. Bridgesamband Vesturlands Vesturlandsmót í tvímenning verður haldið á hótelinu í Stykk- ishólmi helgina 7.-8. mars nk. Þátttaka er opin öllum spilurum á Vesturlandi. Þátttökugjald, sem innifelur mótsgjald og gist- ingu og máltíðir fyrir aðkomu- menn er áætlað 300 kr. á spilara. Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en 20. febrúar til Halldórs S. Magnússonar, Stykkishólmi. Vesturlandsmót í sveitakeppni verður haldið í Munaðarnesi helgina 21.—22. mars n.k. Þátt- taka er heimil öllum spilurum á Vesturlandi. Þátttöku skal til- kynna eigi síðar en 6. mars til Þorsteins Péturssonar, Hömr- um, sími um Reykholt. Keppnistímabil félagsins er nú rúmlega hálfnað. Það hófst 23. september sl. með einmenn- ingskeppni og urðu úrslit þessi: stig Karl Hermannsson 76 Gestur Auðunsson 72 Óli Kjartansson 72 Næsta mót var Butler- tvímenningur, minningarmót um Skúla Thoroddsen. Keppt var um veglegan farandbikar sem ekkja Skúla og börn gáfu til keppninnar. 22 pör mættu í þessa keppni og urðu úrslit þessi: stig Grethe Iversen — Gísli Davíðsson 271 Guðmundur Ingólfsson — Gísli Torfason 263 Haraldur Brynjólfsson — Gunnar Sigurjónsson 262 Sl. þriðjudag var spiluð síð- asta umferðin í JGP-mótinu sem er sveitakeppni. Ellefu sveitir tóku þátt í keppninni og er það ein minnsta þátttaka sem verið hefir hjá félaginu í langan tíma. Sigraði sveit Karls Hermanns- sonar sem hlaut 173 stig en sveit Elíasar Guðmundssonar varð í öðru sæti með 150 stig. í sveit Karls eru ásamt honum Jóhann- es Sigurðsson, Alfreð G. Al- freðsson, Gtsli Torfason og Magnús Torfason. Næstkomandi þriðjudag, 3. febrúar, hefst meistaramót Suð- urnesja í tvímenningi og verður spilað í fimm kvöld. Keppnin verður með barometerfyrir- komulagi. Spilað er í fundarsal í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Sjávargötu 6—10 í Ytri-Njarð- vík. Hefst keppnin kl. 20. Félag- ar eru hvattir til að mæta tímanlega og vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.