Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVlSI Ast er... ... að koma hon- um í draumaheim. TM R«q JS Pat Off — ail ngMs reaarved c 1978 Los Anqies Times Syndtcate Með morgnnkaffínu $ Íí - Er nokkur ykkar með tómt peninKaveski. sem hann nati selt mér? COSPER COSPER 854.3 og árið 1975 gleymdir þú brúðkaupsdegi okkar! Skammdegistaugaveiklun og f jörugt ímyndunarafl P.E. skrifar: „Duttu nú af mér dauðar lýs, þegar ég fór að sjá í lesendabréfum að fólk óttaðist að manntalið væri það sem kallað er persónunjósnir. Mér varð nú að orði þegar ég sá miðann: Það þarf nú dálítið fjörugt ímyndunarafl til að lesa úr honum spurningar um innstu leyndarmál mín, a.m.k. og þótt spurt sé hvar ég hafi verið þessa eða hina stundina, þá er nú líf mitt ekki syndugra en svo, að mér dettur ekki í hug að allir haldi að ég hafi þá aðeins verið að gera eitthvað ljótt og syndsamlegt, þótt ég bregði mér að heiman. Og býst ég við að svo sé um obbann af íslendingum. Ætli þetta flokk- ist ekki bara undir þessa venjulegu skammdegis- taugaveiklun, þegar menn gera sér ailt að rellu og stórmáli. „Hallærisplanið' Á staðurinn að heita svo til frambúðar? E.B.G. skrifar: „Erum við Reykvíkingar sáttir við þá tilhugsun, að nafnið „Hall- ærisplan" festist við hornlóðina við Austurstræti og Aðalstræti? Áður var staðurinn oft nefndur í daglegu tali „Hótel íslandslóðin" eftir að hótelið brann. Flestir vita, að farið var að nefna staðinn þessu fáránlega heiti manna á milli og í fjölmiðlum, eftir að unglingar tóku að safnast þar saman á vissum árstímum. Þessu var slegið fram sem eins konar „gæluheiti" og áreiðanlega ekki með það í huga að nafnið ætti að festast um alla framtíð við lóðina. Oftast var þá sagt „hið svokallaða Hallærisplan". I ágætum hljóð- varpsþætti, laugardaginn 24. janúar sl., var talað tæpitungu- laust um „Hallærisplan“. Orðin „hið svo nefnda" fylgdu ekki einu sinni með! Það, sem upphaflega átti að vera lýsing á stundarfyrir- brigði, er að verða föst málvenja. Eigum við að láta þaö ske og sitja auðum höndum án þess að aðhaf- ast? Svar mitt er nei. Vona að ég eÍRÍ skoð- anabræður ou systur Einkum og sér í lagi er óskemmtilegt að hafa nafngiftina til minningar um vandræði ungl- inga, sem auðvitað þarf að gera allt, sem hægt er, til að leysa, en það er önnur saga og ekki til umræðu hér. (Hitt er svo annað mál, að alltaf ber meira á því, sem illa fer, en hinu, sem vel gengur.). Ég skora á starfsmenn fjölmiðla að nota ekki orðið „Hallærisplan". Ég er innfæddur Reykvíkingur og vona, að ég eigi skoðanabræður og systur í þessu máli. Með þökk fyrir birtinguna.“ Ekki eintómar getgátur misviturra spekinga Mér finnst sem sagt alveg sjálfsagt að svara svo einföld- um spurningum eftir því sem ég get, ef þær geta orðið að einhverju gagni og upplýsinga um það hvernig þessi þjóð lifir og hvers hún þarfnast með. Eftir slíkum könnunum er visitala reiknuð. Alltaf er ver- ið að gera hinu og þessu skóna, án þess að nokkur vitneskja sé þar á bak við. Þrýstihópar búa sér til rök og ýmist ýkja eða draga frá, og geta ótrúlega oft komið fram kostnaðarmiklum aðgerðum fyrir samfélagið — án þess að nokkur maður viti hvort þarna er rétt með farið. Einasta leiðin til að fá öruggar upplýsingar um t.d. hve mikið vinnuframlag kvenna — og karla — sé á heimilunum og fjölmargt annað sem ákvarð- anir eru teknar eftir, er sú að vita hvernig allflestir Islend- inga lifa lífinu. Það gefur a.m.k. tækifæri til að stjórna og stýra af meira viti, ef réttar upplýsingar liggja fyrir en ekki eintómar getgátur mis- viturra og sjálfskipaðra spek- inga. Þeim mun réttari stýr- ing verður á þjoðfélaginu Auðvitað mætti hafa slíkar nauðsynlegar kannanir að- greindar frá manntalinu og gera þær sér og undir nafnl- eysi. En það væri auðvitað margfalt dýrara og þyrfti að eyða mun meira fé af skatt- peningum borgaranna. Mér finnst það til fyrirmyndar ef hugsað er um hagkvæmni og sparnað í kerfinu. Og meðan ekki er spurt um meiri leynd- armál en þarna er, þá er auðvitað að alveg sjálfsagt að vera með. Þeim mun réttari verða upplýsingarnar eftir því sem fleiri taka þátt í svörun- um. Og þeim mun réttari stýring verður á þjóðfélaginu. Ég legg með ánægju mitt til — þeir sem ekki vilja svara einhverri spurningu af ein- hverjum ástæðum sleppa því þá bara.“ Bæn Sigfúsar Bjartmar Kristjánsson. Syðra-Laugalandi, skrifar 22. jan.: „Ágæti Velvakandi. Góðhjartaður og velviljaður maður skrifar í dálka þína 22. janúar. Segist hann biðja fyrir öllum kennimönnum þessa lands, og mun víst ekki af veita. En sú er einkum bæn hans, að „þeim megi auðnast að boða Guðs orð klárt og kvitt, eins og það stendur skrifað, en ekki eins og þessi eða hinn vill“. Engir tveir menn eins Það gæti nú reynst þrautin þyngri að eiga að boða orðið eftir þessari formúlu. Þótt ég t.d. teldi mig boða orðið „klárt og kvitt“, þá er ekki þar með sagt, að Sigfúsi B. Valdimarssyni mundi finnast hið sama. Og ég er líka viss um, að honum mundi ekki finnast það. Því að „sínum augum lítur hver á silfrið". Þar sem engir tveir menn eru eins eða hugsa eins, hljóta viðhorf og sjónarmið að verða misjöfn, einnig hvað snertir „Guðs orð“. Bjartmar Kristjánsson Ljóta ólánið Ef ég nú fengi formúlu frá nefndum Sigfúsi og færi að „boða orðið“ samkvæmt henni, þá er það alveg öruggt að einn og annar mundi hafa við það ýmislegt að athuga, af nefndum ástæðum. Ef

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.