Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.01.1981, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 Landsleikur í Keflavík • Gins og sagt var frá i Morgunblaðinu i gær, hefur knattspyrnudeild KR ráðið vestur þýska þjálfarann Manfred Stevens til starfa fyrir komandi keppnistímabil. Stevens hélt af landi brott i gærmorgun, en hélt fund með leikmönnum i fyrrakvöld og var þá meðfylgjandi mynd tekin. Á fundinum lagði Stevens leikmönnum linurnar fyrir næstu misserin, eða þar til hann kemur hingað á ný. Stevens er lengst til vinstri á myndinni, en á henni eru auk þess nokkrir leikmanna KR. Ljósm. Kristján. Landsmót UMFÍ í Mosfellssveit árið 1984? Iþróttamaður Norðurlanda valin hér á landi t DAG föstudaginn 30. janúar verður valinn „íþróttamaður Norðurlanda 1980“ i Reykjavík og er það i fyrsta sinn sem það er gert hér á landi. íþróttamaður ársins 1980 á Is- landi, Skúli Óskarsson, lyftinga- maður, fær væntanlega harða keppni frá: Kjeld Rassmundsen, Danmörku, Ol.meistara í skotfimi, Björg Evu Jensen, Noregi, 01. meistara í 3000 m skautahlaupi, Pertti Karpinen, Finnlandi, 01. meistara í róðri og sænska skíða- kónginum Ingemar Stenmark, 01. meistara í svigi og stórsvigi. íþróttamaður Norðurlanda var fyrst kjörinn árið 1962. Frá árinu 1973 hefur Volvo-fyrirtækið séð um framkvæmd kjörsins. Sigur- vegarinn hlýtur 2500 sænskar kr. í verðlaun og eins fær félag sigur- vegarans 7500 sænskar kr. til unglingastarfs. Fyrirtækjakeppni í badminton FYRIRTÆKJA- og stofnana- keppni i hadminton fer fram á sunnudaginn 1. febrúar í TBR húsinu við Gnoðavog og hefst hún klukkan 13.30. Hér er um útsláttarkeppni að ræða og verður keppt bæði i tvíliða- og tvenndarleik. Nánari upplýs- ingar gefa eftirtaldir aðilar: Rafn Viggósson, Magnús Eli- asson, Ádolf Guðmundsson, Bjarni Lúðviksson, Steindór Ólafsson, Hörður Ragnarsson og Vildís Kristmannsdóttir. -----» » «---- Fyrsta bikar- mót SKÍ FYRSTA bikarmóta SKÍ á þess- um vetri verður haldið á Akur- eyri um helgina. Keppt verður í flokki fullorðinna og verður keppt í stórsvigi á morgun laug- ardag. en s'vl^ * sunnudag. Þá verður og keppt i göngu oi' stökki. Flestir helstu keppnis- menn landsins munu taka þátt í mótinu. Meistaramót í frjálsum MEISTARAMÓT íslands innan- húss fer fram í Laugardalshöll og Baldurshaga dagana 14. og 15. febrúar jik. Keppnisgreinar verða þessar: Fyrri dagur: Laugardalshöll kl. 11.00. 800 m. karla og kvenna. Kúluvarp karla og kvenna. Hástökk karla. Baldurshagi kl. 14.30. 50 m karla og kvenna. Langstökk karla. Seinni dagur: Laugardalshöll kl. 8.30. 1500 m karla. Hástökk kvenna. 4x3 hringir boðhlaup karla og kvenna. Baldurshagi kl. 13.30. 50 m grindahlaup karla og kvenna. Þrístökk karla. Langstökk kvenna. Keppni í stangastökki fer fram síðar og verður nánar auglýst um það. Skriflegar - þátttökutilkynningar skulu hafa borist til skrifstofu FRÍ íþrótta- ■'-‘aAinnj laugardag, eða póst- m íos > • / j -v' oniiflQtr- hólf 1099 í síðasta lagi m^.._ inn 9. febrúar. í KVÖLD kl. 20.00 leika Islend- ingar og Frakkar landsleik i handknattleik i íþróttahúsinu i Keflavik. Leikur þessi er annar leikur liðanna af þremur sem fram fara hér á landi. Fyrsta leik liðanna lauk með öruggum sigri Frakka 22—21. íslenska lands- liðið ó þvi næsta leik og vonandi ÍS SIGRAÐI UMFL 3-1 í 1. deild íslandsmótsins i blaki, en liðin áttust við að Laugarvatni i fyrrakvöld. Stúdentarnir hófu leikinn af miklum krafti og komust i fyrstu hrinunni i 11—0. Laugdælirnir löguðu stöðuna þó verulega áður en yfir lauk, en IS vann 15—8. UMFL náði sér síðan vel á strik í næstu hrinu, liðið ‘ mjög vel og sigraði mjög I Dai tekst þvi að sigra f leik sýnum i kvöld. Leikurinn í kvöld er fyrsti landsleikurinn i handknattleik sem háður er i Keflavik. Vonandi láta áhorfendur sitt ekki eftir liggja í að mæta og hvetja landann til sigurs. sanngjarnt 15—6. En þar með var allur vindur úr liði íslands- meistaranna, ÍS vann næstu hrinu 15—1 og þá næstu 15—7, sigurinn þar með í höfn. Ljóst er, að UMFL ver ekki titil sinn þetta árið, liðið hefur leikið 9 leiki á mótinu til þessa og tapað öllum. Hins vegar lék liðið á köflum alls ekki illa gegn ÍS og betri timar gætu hugsanlega verið framund- ALLT bendir til þess, að Lands- mót UMFÍ 1984 eða 1987 fari fram á íþróttasvæði Aftureld- ingar i Mosfellssveit. Talsverð landspilda er á milli Hlégarðs i Mosfellssveit og iþróttahússins að Varmá. Spilda þessi á að vera framtiðaríþróttasvæði UMFA og verður innan skamms hafist handa við að vinna við svæðið. Það hefur verið mikið kappsmál hjá hinum ýmsu ungmennasam- böndum, að halda landsmót þessi, sérstaklega vegna þess að íþrótta- aðstaða öll hefur þá jafnan verið stórbætt á viðkomandi stöðum. Böndin berast nú að UMSK að halda landsmót áður en langt um líður og í fljótu bragði virðist UMFA vera eina félagið innan FH efst T 1. deild kvenna í KVÖLD fer fram einn leikur i 1. deild kvenna i handknattleik. Á Akranesi leika ÍA og Haukar. Á laugardag leika í Hafnarfirði FH og Valur og á sunnudagskvöld leika i Laugardalshöllinni Fram ogKR. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: FH 8 6 1 1 163-105 13 Fram 8 6 0 2 151-107 12 Valur 8 5 2 1 112-85 !2 Vikingur 9 4 3 2 122—115 11 KR 8 4 1 3 104-107 9 Akranes 8 1 2 5 93—139 4 Ilaukar 8 1 1 6 96—119 3 Þór, Ak. 9 1 0 8 120-174 2 Þróttur hefur örugga forystu í deildinni, hefur 20 stig eftir 10 leiki. ÍS er í öðru sæti með 16 stig eftir 10 leiki. Víkingur og Fram hafa 6 stig hvort félag, Víkingur eftir 9 leiki, en Fram eftir 10 leiki. Lestina reka meistarar síðasta árs, Laugdælir, en þeir hafa enn ekki hlotið stig að 9 leikjum loknum. UMSK sem gæti haldið mót þetta. Má í því sambandi benda á, að önnur félög innan sambandsins myndu eiga örðugt með að finna svæði fyrir tjaldbúðir sem jafnan fylgja móti þessu ... Allt á suðupunkti hjá Palace NÚ ER allt í háalofti hjá Crystal Palace, næst neðsta liði 1. deild- arinnar í Englandi. I fyrradag losaði liðið sig við framkvæmda- stjórann Malcolm Allison. Og nú eru fjórir af fastamönnum liðsins komnir á sölulista og er óhætt að segja að um frægustu leikmenn liðsins sé að ræða. Ilér er um þá Clive Allen, Gerry Francis, Peter Nicholas og Paul Barron að ræða. Vafalaust fær Palace góðan pening fyrir þá félaga, en spurn- ingin er hvort að liðið mcgi við slfkri blóðtöku ... Skídagöngutrimm UM NÆSTU helgi fer fram skíða- göngutrimm á vegum Skíðaráðs Akureyrar. Gengið verður U/2 km í braut og hefst gangan kl. 14.00 á laugardag og sunnudag. Fólk er hvatt til að f jölmenna. Dregið í bikarkeppninni í blaki DREGIÐ hefur verið i bik- arkeppni Blaksambands ts- lands, fyrstu umferð, en leik- irnir fara fram i næsta mánuði. Eftirtalin lið dróg- ust saman í fyrstu umferð: Samhygð — Þróttur NK. HK - UMFL Fram — ÍS ÍBV — Þróttur Vikingur — Hveragerði Bjarmi — ÍMA UMSE — Skautaf. Akureyrar Þá hefur einnig verið dreg- ið í bikarkeppni kvenna. IS mætir Þrótti og Víkingur glímir við UBK. Sigurvegar- inn úr viðureign Þróttar og ÍS mætir síðan ÍMA. • Sigurður Sveinsson stórskytta náði ekki að skora neitt mark utan af velli i fyrsta landsleiknum gegn Frökkum. Vonandi gengur honum betur i næstu leikjum. Ljósm. Kristján. • Eins og frá var skýrt i Mbl i gær, var Páll Pálmason markvörður knattspyrnuliðs iBV, kjörinn iþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 1980. Meðfylgjandi mynd tók Sigurgeir ljósmyndari blaðsins í Vestmannaeyjum, er forseti Rotary-klúbbs Vestmannaeyja, Karl Olafur Gránz, afhendir Páli verðlaunagrip sinn. ÍS vann UMFL örugglega an.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.