Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 35

Morgunblaðið - 30.01.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 35 Garðar Jóhannsson (lenjfst til hægri) átti stórleik fyrir KR gegn ÍS i gærkvöldi. Hér sést hann í viðureign gegn UMFN fyrr í vetur. ÍS-menn sterkari á endasprettinum — og KR tapaði fjórða leiknum í röð ÍS átti sterkari endasprett, er liðið atti kappi við KR i úrvals- deildinni i körfuknattleik i gær- kvöldi. ÍS skoraði tvær siðustu körfurnar á spennandi lokamín- útum ög tryggði sér sigur, 73— 69. Þetta var jafn leikur og sigurinn gat hafnað hvoru megin sem var. KR-ingarnir töpuðu þarna fjórða leik sinum i röð og án Jóns Sigurðssonar, sem er meiddur, var liðið ekki sannfær- andi. Og þetta er annar leikurinn i röð, sem iiðið nær ekki að skora 70 stig. Staðan í hálfleik i gær- kvöldi var 40—34, KR i hag. KR skoraði þvi aðeins 29 stig i siðari hálfleik. Sem fyrr segir var leikurinn alltaf jafn, en KR hafði lengst af forystu í fyrri hálfleik. Þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum komst ÍS í 59—58 og skiptust liðin á um forystuna síðustu mínúturp- ar, síðast leiddi ÍS. Bjarni Gunnar var drjúgur i liði ÍS. Eini maðurinn sem eitthvað kvað að að ráði hjá KR var Garðar Jóhannsson. Átti hann stórleik. Keith Yow var sterkur í vörn og drjúgur á köflum í sókn, en hann hefur oft verið betri. Þá gerði Ásgeir Hallgrímsson eitt og annað laglegt, eins Kolbeinn Pálsson. Hjá IS bar mest á Jóni Oddssyni og réðu KR-ingar lítið við hann. Hins vegar var Jóni skipt út af á furðulegustu augnablikum og vakti það furðu sumra. Bjarni Gunnar var mjög drjúgur í leikn- um, einnig Gísli Gíslason, sem barðist að venju eins og innikróað- ur minkur. Coleman var sterkur í fráköstum, en hittir oftast betur en í gær. Stig ÍS: Bjarni Gunnar Sveins- son 19, Mark Coleman 18, Jón Oddsson 17, Gísli Gíslason 11, Ingi Stefánsson 5 og Árni Guðmunds- son 2 stig. Stig KR: Garðar Jóhannsson 26, Keith Yow 15, Ásgeir Hallgríms- son 10, Ágúst Líndal 8, Kolbeinn Pálsson og Eiríkur Jóhannesson 4 hvor, Gunnar Jóakimsson 2 stig. -gg- Afturelding fær myndarlega gjöf frá Álafossi AFTURELDING, íþróttafélagið í Mosfellssveit, hefur verið vel stutt af fyrirtækjunum stóru, Álafossi og Reykjalundi, siðustu árin. Álafoss afhenti félaginu geysiiega myndarlega gjöf i gær og tók Ingólfur Árnason formað- ur UMFA við gjöfinni fyrir hönd félagsins. Gjöf Álafoss hljóðaði upp á 40.000 nýkrónur, eða 4 milljónir ef hugsað er i gömlu góðu krónunni. Er Ingólfur tók við gjöfinni, var hann spurður hvað félagið hefði í hyggju að gera við peningana. Kom Ingólfur þá víða við, UMFA hafði lengi ætlað að stofna blak- deild og sunddeild. Þá væri gífur- legur kostnaður samfara því að halda úti yngri flokkum í knatt- spyrnu o.s.frv. Gjöf þessi létti því gífurlega á félaginu. Haildór Björnsson, KR-ingurinn ódrepandi, þjálfar og leikur með UMFA i sumar. UMFA 3. deildar lið UMFA í knatt- spyrnu. hefur endurráðið Hall- dór Björnsson sem þjálfara fyrir komandi keppnistímahil. Halldór þjáifaði liðið einnig i fyrra og var UMFA þá I baráttusæ'i um eitt af efstu sætunum i deildn.ni án þess þó að komast i 2. deild. Ilalldór, sem er kunnur baráttuforkur úr KR, mun einnig leika með liðinu. Ungmennafélagið Einherji Vopnafiröi, auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara fyrir næsta keppnistíma- bil. Uppl. í síma 91-78019, milli kl. 18—21 næstu daga. Firmakeppni Próttar 1981 í innanhússknattspyrnu hefst í Vogaskóla 15. febrúar. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til Guöjóns Oddssonar í Litnum, Síöamúla 15, sími 33070 fyrir 1. febrúar. Þátttökugjald er kr. 400. • 1 frosti og þurrum snjó er nauösynlegt aö bera á. • Vax fyrir þurran snjó er auðvelt að bera á. Setjið vax á skiðin með stuttum ákveðnum tökum. Dreifið úr með korki eða botninum á áburðarstautnum. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.