Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 1
32 SÍÐUR
60. tbl. 69. árg.
FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði koma að flaki Piper I úr sjófylltri vélinni upp á þak hennar og hélt sér þar í nær tvær
Navajo flugvélarinnar á miðjum Ilornafirði og sækja Benedikt klukkustundir, en niðdimm þoka var á firðinum eins og sjá má. —
Snædal flugmann sem slapp nær ómeiddur úr flugslysinu og komst I Sjá baksíðu. Ljúwnynd sun w«id«rff.
Samið við flugræningjana en
óljóst hvenær gíslamir losna
DamaskuK, 12. marz. AP.
hvernig framsal á annað
hundrað gisla um borð i
pakistönsku farþegaþotunni
á Damaskus-flugvelli skuli
fara fram, en líkur benda til
þess að fólkið verði að hirast
þar sem það er komið, þar
til hinir 55 fangar í Pakist-
an hafa verið leystir úr
haldi. Fulltrúi Pakistan-
stjórnar lýsti því yfir i dag,
að tekið gæti nokkra daga
að skipuleggja framsal
fanganna, en þar aí væru
sex manns sem ekki væri
vitað til að sætu í fangelsi i
landinu.
Það var ekki fyrr en þrem-
ur mínútum áður en
flugræningjarnir ætluðu að
láta hótun sína um að skjóta
þrjá bandaríska gísla í þot-
unni koma til framkvæmda,
að samkomulag tókst um
frelsun allra gíslanna gegn
því að 55 fangar í Pakistan
yrðu látnir lausir. Gíslarnir í
þotunni eru á annað hundrað
að tölu. Hafa þeir verið um
borð í henni í 11 daga. Kahn
hershöfðingi, sendiherra
Pakistans í Sýrlandi, samdi
við flugræningjana fyrir
hönd stjórnar sinnar og sagði
hann í kvöld, að öllum gísl-
unum liði vel og hefðu mikil
fagnaðarlæti orðið um borð
þegar tíðindin voru kunn-
gjörð. Má með ólíkindum
telja að fólkið leiki á als oddi
eftir 11 daga þröngbýli og
hita, en eftir að samningar
tókust var því borinn kvöld-
verður, — sami réttur og alla
aðra daga, en það er kjúkl-
ingur í karrísósu.
Giscard og
Mitterand
jafnir?
Paris. 12. marz. AP.
NIÐURSTÖÐUR tveKKja
skoöanakannana. sem birtar
voru i París í daic. gefa til
kynna að fylgi Giscard
d'Estaings forseta og sósíal-
istans Francois Mitterands sé
hnifjafnt að kalla.
Kannanirnar voru gerðar á
vegum Le Figaro og Le Quoti-
dien de Paris á tímabilinu
5.—10. marz, en frá því að
síðustu niðurstöður kannana
voru birtar í febrúar hefur
vegur Giscard vaxið nokkuð,
en þá hafði Mitterand 3%
forskot. Forsetakosningarnar
í Frakklandi hefjast 26. apríl
nk. og verða endanleg úrslit
kunn 10. maí. I kosningunum
1974 munaði ekki nema 1,6% á
sigurvegaranum og Mitterand.