Morgunblaðið - 13.03.1981, Blaðsíða 32
Sírnirm
á afgreiöslunni er
83033
2WerjjnnbInl>i&
ttMHHMHMi
Síminn á ritstjóm
og skrifstofu:
10100
JHerfltwblnbib
Sbhmhhhhhhhmhhmhm
FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Benedikt fluKmaður tekinn af
fiugvélarflakinu eftir nær
tveggja stunda bið. blautur, kald-
ur og slasaður. á þaki flugvélar-
flaksins sem rétt skaut kolli upp
úr Firðinum.
Hrapaði í Hornaf jörð 2 km frá landi:
Ljósmynd Skúli Wnldorfl.
„Hrópaði hástöfum þegar ég
heyrði til bátanna í þokunni“
„IJIÐIN á flakinu fór aðallega i
það að berja sér til hita og halda
sér uppi á flakinu. en mér var
orðið anzi kalt f jökulvatninu,“
sagði Benedikt Snædal flugmaður
í samtali við Morgunblaðið í gær.
eftir að hafa bjargast er Piper-vél
Flugfélags Austurlands fórst á
firðinum við Höfn í Hornafirði, en
hann beið björgunar í svartaþoku
nær tvo km. frá landi uppi á þaki
flugvélarinnar sem var aðeins um
25 sm. upp úr sjónum. Vélin
brotnaði i tvennt við stjórnklef-
ann þegar hún skall niður og
komst Benedikt út um gatið á
þakinu.
„Ég náði fljótlega í bjargbelti
sem var í sæti fyrir aftan mig,“
sagði hann, „og gat rifið mig upp
um gatið sem opnaðist á þakinu, en
að öðru leyti geri ég mér satt að
segja ekki fyllilega grein fyrir
atburðarásinni þegar slysið varð.
Ég veit ekki hvað ég var búinn að
vera lengi uppi á flakinu þegar ég
heyrði til báta einhversstaðar í
þokunni og þá hrópaði ég hástöfum
eins og ég gat, en hvernig mér varð
við þegar ég sá bátinn stefna til
mín verð ég að hafa fyrir mig að
sinni."
Átta sæta Piper Navajo PA31-
310 farþegavél Élugfélags Austur-
lands var í aðflugi að flugvellinum
á Höfn í Hornafirði í mjög slæmu
skyggni þegar samband við flug-
vélina rofnaði skyndilega laust
fyrir kl. 12, en skömmu áður hafði
flugmaðurinn heyrst segja að að-
stæður væru ískyggilegar. Nokkur
töf varð á að björgunarsveitin á
Höfn hæfi leit vegna biðar eftir
fyrirmælum frá Flugmálastjórn,
en það sem fyrst fannst úr flugvél-
inni var eitt hjól hennar og sæti á
reki niður Hornarfjarðarós um það
bil 1V2 km frá þeim stað sem vélin
fannst síðan á. Vélin skall niður í
fjörðinn um það bil tvo km. frá
landi vestan við höfn og komu
leitarmenn_að flakinu um kl. 13.30.
Að sögn eins björgunarsveitar-
manna var það tilviljun að hitta á
flakið, því þokan var niðadimm.
Voru björgunarsveitarmenn á
Zodiac gúmmítuðrum með utan-
borðsmótor, en lóðsbáturinn á
Höfn sem einnig leitaði komst ekki
inn á fjörðinn þar sem flakið var.
Flugmaðurinn var fluttur í skyndi
í Heilsugæslustöðina á Höfn þar
sem gert var að sárum hans, en
hann fékk m.a. höfuðhögg og skurð
á höfuð, en var þó ekki alvarlega
slasaöur, sem þykir furðu sæta
eins og aðkoman var á slysstað.
Vélin var að koma frá Reykjavík
með lítinn farangur.
Fulltrúar Flugmálastjórnar fóru
til Hafnar í gær til þess að kanna
aðstæður, en björgunarsveitar-
menn festu flakið þannig að það
hyrfi ekki í firðinum. Þegar vélin
brotlenti var nær háflóð. Starfs-
maður á verkstæði við fjöruborð
fjarðarins í Höfn heyrði hróp utan
af firðinum skömmu eftir að vélin
fórst, en hafði þá ekki heyrt um
slysið og gerði sér ekki grein fyrir
hvað um var að vera.
Skreiðarsamlagið og Sambandið semja við Nígeríumenn um kaup á skreið:
Samið um 180 þúsund pakka
-10% verðhækkun í dollurum
Jafnréttisráð:
Átelur
veitingu
ráðherra
„ÞEGAR allt þetta er virt verður
tæpast annað séð en aö um mismun-
un sé að ræða, hvort sem hún er
vegna kynferðis eða af öðrum ástæð-
um ... Jafnréttisráð átelur þvi
þessa veitingu ráðherra og að hann
skyldi ekki leita álits ráðsins áður
en hann veitti lyfsöluleyfið," segir
m.a. f greinargerð Jafnréttisráðs
við afgreiðslu svonefnds Dalvikur-
máls, sem varöar veitingu Svavars
Gestssonar heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra i stöðu lyfsala á Dal-
vik. Jafnréttisráð samþykkti grein-
argerðina einróma á fundi sinum f
gær.
í greinargerðinni segir Jafnréttis-
ráðið, að Svavar Gestsson hafi ekki
farið rétt með, er hann fjallaði um
fyrri lyfsöluleyfisveitingar ráðherra
og vitnar ráðið í yfirlit ráðuneytisins
þar sem fram kemur, að aðeins einu
sinni í þau 23 skipti sem heilbrigðis-
ráðherrar hafa skipað í slíkar stöður
hafi verið skipaður aðili, sem hvorki
umsagnarnefnd né landlæknir röð-
uðu nr. 1 í hæfnisröð.
Lokaorð greinargerðar Jafnréttis-
ráðs eru: „Við umfjöllun þessa máls
hefur Jafnréttisráði orðið enn ljós-
ara en áður hve mikið vantar á að
jafnréttislögin tryggi nægilega, að
jafnréttis sé gætt. Ráðið telur því
nauðsynlegt að endurskoða lögin og
leita leiða til þess að gera þau
virkari."
Sjá greinargerðir Jafnréttis-
ráðs og ráðherra á bls. 18 og
19 og viðtal við Freyju V.M.
Frisbæk á bls. 17.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Landsfund-
ur 29. okt.
til 1. nóv.
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins verður haldinn 29.
október til 1. nóvember nk.
Ákvörðun um fundartimann var
tekin á fundi miðstjórnar flokks-
ins i gær og tillaga þess efnis
samþykkt með 15 atkvæðum
gegn 2.
Ekki eru nein ákvæði um hve-
nær landsfund skuli halda í lögum
flokksins og hefur landsfundur
áður verið haldinn að hausti og
má hér nefna árin 1961 og 1969.
Síðustu ár hefur fundurinn þó
verið haldinn að vori og spurði
Mbl. Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks-
ins, í gær hverju það sætti, að
miðstjórn hefði tekið þessa
ákvörðun nú. „Það er þá fyrst að
geta þess,“ sagði Kjartan, „að
miðstjórn telur þetta heppilegasta
fundartímann. Þá er í dag almenn
óvissa um stjórnmálaástandið og
telja menn að línur skýrist með
haustinu. Einnig er það ofarlega í
hugum manna að nota megi tím-
ann til haustsins til þess að ná á
ný samstöðu með öllum sjálfstæð-
ismönnum."
Samþykkt ríkisstjórnar:
Benzínhækkun
ekki leyfð
RÍKISSTJÓRNIN hafnaði á fundi
sínum í gærmorgun samþykkt Verð-
lagsráðs um 5% hækkun á benzíni,
sem hefði þýtt hækkun á hverjum
lítra úr 5,95 krónum í 6,25 krónur.
SAMLAG skreiðarframleiðenda og
Sambandið hafa gert samninga við
nokkra aðila I Nigeriu um sölu á
180 þúsund pökkum af skreiö þang-
að i ár, en samtals fluttu Íslend-
ingar i fyrra út um 250 þúsund
pakka af skreið til Nígeriu. Verð-
mæti þessa samnings nemur 53,5
milljónum Bandarikjadollara eða
350 milljónum islenzkra króna (35
milljörðum gkróna) og náðist 10%
meðaltalshækkun f erlendri mynt
miðað við samninga á siðasta ári.
Að auki hafa fyrirtækin gengið frá
samningum um sölu á hertum
þorskhausum.
Morgunblaðið ræddi í gær við þá
Magnús Friðgeirsson, sölustjóra
sjávarafurðadeildar Sambandsins,
og Braga Eiríksson, framkvæmda-
stjóra Skreiðarsamlagsins. Þeir
sögðu, að 180 þúsund pakkar af
skreið jafngiltu 8.100 tonnum af
skreið eða 56.700 tonnum af fiski upp
úr sjó. Bankaábyrgðir hafa borizt
fyrir fyrstu sendingunum héðan og
er fyrsta skipið nú að safna saman
skreið á ströndinni. Stefnt er að
reglulegum afskipunum um leið og
afurðir eru tilbúnar til afskipunar
98 tryggðir hafa verið flutningar frá
íslandi til Nígeríu. Um verðhækkun-
ina, sem náðst hefði í þessum
samningum sögðu þeir, að hún vægi
nokkuð upp á móti þeirri aðför, sem
gerð hefði verið að skreiðarverkun
hérlendis með breyttri verðlagningu
á hráefni til skreiðarverkunar við
fiskverðsákvörðun, greiðslum
skreiðarverkenda í verðjöfnunarsjóð
og frumvarpi til laga um aukin
útflutningsgjöld á skreið.
Nú selja Skreiðarsamlagið og
Sambandiö beint til Nígeríu, en á
síðasta ári var einnig um að ræöa
sölu gegnum milliliði í Sviss og
víðar. Er sendinefnd frá Nígeríu
kom hingað til lands 17. janúar sl.
lögðu Nígeríumenn ríka áherzlu á,
að í ár yrðu þessi viðskipti milliliða-
laust milli Islendinga og Nígeríu-
manna. Einnig fóru þeir fram á
verðlækkun miðað við hæstu ein-
staka samninga síðasta árs.
Mjög mikið hefur verið hengt upp
af fiski í vetur, og er þeir Bragi og
Magnús voru spurðir hversu mikil
aukning væri í herzlu það sem af er
árinu, sögðu þeir að erfitt væri um
slíkt að segja og engar tölur væru
fyrirliggjandi. Þeir bentu á, að í
Noregi hefði orðið meira en þreföld-
un skreiðarframleiðsiu í ár. Á síð-
asta ári fóru 11,8% af bolfiskafla í
skreiðarverkun og var þá um veru-
lega aukningu að ræða, en hún er
enn meiri í ár. Þeir sögðu að ætla
mætti, að framleiðendur viðkomandi
sölusamtaka myndu framleiða tals-
vert fram yfir þá samninga sem
Sambandið og Skreiðarsamlagið
hafa nú gert. Þessi fyrirtæki fluttu
út 145 þúsund pakka af skreiö til
Nígeríu í fyrra, en einnig seldu
fyrirtækin talsvert af hertum þorsk-
hausum til Nígeríu og nokkuð af
skreið til Ítalíu. Samtals seldu ís-
lendingar um 250 þúsund pakka af
skreið til Nígeríu á siðasta ári. Mest
seldu íslendingar 800 þúsund pakka
til Nígeríu árið 1957, en síðan hafa
miklar sveiflur verið í skreiðarsölu
til Nígeríu og sum árin síðan hefur
ekkert verið selt þangað.
Mikil aukning varð á framleiðslu
hertra þorskhausa og sölu þeirra til
Nígeríu á síðasta ári. Útlit er fyrir,
að þessi framleiðsla aukist enn í ár,
en Nígeríumenn vilja nú eingöngu fá
þorskhausa, en ekki ýsu- og ufsa-
hausa.