Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 2

Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK KVIKMYNDIN „Punktur punktur komma strik“, sem Kerð er eftir samnefndri sögu Péturs Gunnars- sonar, verður frumsýnd í Háskóla- biói í kvöid. Almennar sýnin«ar hefjast á laugardaK ok verður kvik- myndin sýnd i tveimur kvikmynda- húsum samtímis. Háskólabíói og LauKarásbíói. Leikstjóri er Þorsteinn Jónsson en kvikmyndatökumaður SÍKurður Sverrir Pálsson. Alls koma 300 manns fram i myndinni. SöKuhetj- una Andra leika þeir Pétur Björn Jónsson ok Hallur HelKason, en ErlinKur Gislason ok KristbjörK Kjeld foreldra hans. Framleiðandi myndarinnar er Óðinn hf. ok fram- kvæmdastjóri Örnólfur Árnason. Á myndinni eru leikarar, höfund- ur, framkvæmdastjóri og kvik- myndatökumaður ok á borðinu eru tvö eintök af kvikmyndinni. Ljósm. Mbl. Rax. Fjörefni til Eyja og fjörkippur í fólkið í NÓGU var að snúast í Vest- mannaeyjum í Kær, en fjöldi loðnu- skipa kom þá inn með afla, sem fékkst um klukkustundarstim vestan við Eyjar. Loðnan var hæf til hroKnatöku ok eftir hádeKÍ í Kær var byrjað að pakka þessu fjörefni í neytendaumbúðir fyrir Japansmarkað hjá SES, en i daK verður byrjað á pökkuninni i öðrum vinnslustöðvum. íslenzkir og japanskir eftirlits- menn skoðuðu loðnuna og hrognin í bak og fyrir áður en hrognin voru dæmd nægilega stór í gær. Þar sem íslenzka loðnan er í smæsta lagi er það ekki fyrr en skömmu fyrir hrygningu, sem þau þykja hæf í þessa vinnslu og jafnvel þá finnst Japönum hrognin vera í minnsta lagi. En sem sagt, hrognin þóttu orðin nógu stór í gær og vinnsla hófst þá af fullum krafti. f Eyjum hafa verið tekin í notkun ný og fullkomin hreinsikerfi á tveimur stöðum, þ.e. hjá Fiski- mjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar annars vegar og hins vegar sameiginlegt kerfi Fiskiðjunnar, fs- félagsins og Vinnslustöðvarinnar. Tæki þessi aðskilja hrognin frá augum loðnunnar, ormum, sandi og öðrum aðskotahlutum þannig að hægt er að pakka hrognunum beint í neytendapakkningar eftir að þau hafa verið þurrkuð í ákveðinn tíma. Á miðvikudag tilkynntu eftirtalin skip um afla til Loðnunefndar: Börkur 80, Grindvíkingur 130, Ár- sæll 370, Gullberg 520, Hafrún 300, Júpiter 250, Gísli Árni 400, Hilmir 470 og Huginn 470. Þar til síðdegis í gær bættust eftirtalin skip við: Jón Kjartansson 40, Gígja 600, Sæberg 580, Dagfari 500, Bergur 500, Börk- ur 400. Það fer tæpast milli mála. að loðnuhrognin eru fjöraukandi ef meðfylgjandi myndir eru skoðaðar. Japaninn er glaðhlakkalegur á svipinn er hann bragðar á lostætinu og stúlkan ræður sér varla fyrir kæti við pökkunina. (Ljósm.: Sigurgeir i Eyjum.) Verkfall hjá línumönnum og rafvirkjum hjá R ARIK VERKFALL rafvirkja og línu- manna. sem starfa hjá Rafmagns- veitum ríkisins. hefur verið boð- að frá og með 18. marz, sem er næstkomandi miðvikudagur. Á þriðjudag hefur verið boðaður sáttafundur hjá sáttasemjara ríkisins. Staða deilunnar er nú járn í járn og ekki útlit fyrir samkomulag. í fyrradag var haldinn árangurslaus sáttafund- ur. Það er Rafiðnaðarsamband íslands, sem boðar verkfallið fyrir hönd aðildarfélaga sinna. Samkvæmt upplýsingum starfs- mannastjóra Rafmagnsveitnanna, Jóns Helgasonar, er erfitt að spá um áhrif þessa verkfalls. Alvar- legustu áhrifin kvað hann þó gætu orðið, þar sem ekki væru fastráðn- ir starfsmenn. Þar gætu orðið rekstrartruflanir, en auk þess myndu nýframkvæmdir leggjast að mestu niður. Jón kvað starfs- menn á Suður- og Vesturlandi yfirleitt vera úr þessum samtök- um, en á Norður- og Austurlandi væru menn betur settir hvað fastráðningar snerti og gætu slík- ir menn sinnt einföldustu rekstr- artruflunum. Jón Helgason lagði á það áherzlu, að hann óttaðist ekki að til alvarlegra truflana kæmi, þar Steingrímur Pálsson látinn STEINGRÍMUR Pálsson fyrrver- andi alþingismaður og símstöðvar- stjóri lézt á Borgarspítalanum 10. marz sl. Steingrímur var fæddur í GarðabygKð í Pembina í Norður- Dakota 29. maí 1918 og var þvi tæplega 63 ára að aldri. Jón Helgason, forseti sameinaðs þings, minntist Steingríms i upphafi funda á Alþingi i gær. Steingrímur var sonur hjónanna séra Páis Sigurðssonar og Þorbjarg- ar Steingrímsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi 1938, loftskeyta- og símritunarprófi 1941 og starfaði síðan hjá Pósti og síma í Reykjavík sem símritari og við kennslustörf í símritaraskólanum. Hann var um- dæmisstjóri Pósts og síma að Brú í Hrútafirði 1952—1974 og síðar skrifstofustjóri ritsímans í Reykja- vík. Þá átti hann sæti í stjórn Félags íslenzkra símamanna sem ritari og formaður. Steingrímur var kjörinn á þing fyrir Alþýðubandalagið á Vestfjörð- um 1967 og sat á þingi eitt kjörtíma- bil, en hafði þá verið varaþingmaður frá 1963. Eiginkona Steingríms var Lára Helgadóttir ritari og loft- skeytamaður. sem Rafiðnaðarsambandið hefði áður, er til slíks ástands kom, sýnt mikla lipurð og sanngirni og þá veitt undanþágur til lagfæringa. Kvaðst hann ætla, að sambandið gerði það nú sem endranær. Margeir Pétursson í Tallin: Hélt jöfnu gegn Tal og Bronstein MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við tvo sovéska stórmeistara i 4. og 5. umferð alþjóðlega skákmótsins í Tallin í Eistlandi. í 4. umferð hafði Margeir svart gegn Mikhail Tal og endaði skákin með jafntcfli. „Upp kom flókin staða og var skákin tvísýn um tíma en mér tókst að einfalda taflið og skákin leystist upp i jafntefli i 36 leikjum," sagði Margeir i samtali við Mbl. „I 5. umferð tefldi ég við Bron- stein og hafði hvítt. Sú skák var mun rólegri. Bronstein tókst að ná uppskiptum og við sömdum um jafntefli eftir 18 leiki," sagði Margeir, sem hefur nú hlotið 3 vinninga. Margeir sigraði Sovét- manninn Nei í 1. umferð og gerði síðan jafntefli við Sovétmennina Voorema og Hufi. Þeir Gisplis og Gufeld frá Sov- étríkjunum og A-Þjóðverjinn Voigt eru efstir og jafnir með 3'h vinninga. Margeir hefur ásamt Bronstein og Tékkanum Ftacnik hlotið 3 vinninga. Mikhail Tal hefur ásamt fleirum hlotið 2 'A vinninga. Átta stórmeistarar og 5 alþjóðlegir meistarar tefla á mót- inu í Tallin. Hæstiréttur felldi úr gildi úr- skurð Sakadóms Reykjavíkur Heimildarmannamálið: Rannsóknin beindist í raun að því hver hafi veitt Dagblað- inu rangar upplýsingar í málinu, segir Ríkissaksóknari HÆSTIRÉTTUR kvað i gærdag upp úrskurð sinn i málunum „Ákæruvaldið gegn Atla Stein- arssyni“ og „Ákæruvaldið gegn ómari Valdimarssyni“, eða Dagblaðsmálinu svokallaða. Hæstiréttur felldi úr gildi úr- skurð Sakadóms Reykjavikur, sem kvað á um, að blaðamenn- irnir Atli Steinarsson og ómar Valdimarsson skyldu gefa upp heimildir sinar að frétt um svokallað „Kötlufellsmál", sem birtist i Dagblaðinu 31. janúar sl. í dómi Hæstaréttar segir, að varnaraðilar þyki eiga rétt á greiðslu kærumálskostnaðar, 1.000 krónum, úr ríkissjóði, en Magnús Þ. Torfason, hæstarétt- ardómari, skilaði í þessu sam- bandi sératkvæði og telur hann lög ekki standa til þess að dæma varnaraðilum sérstaklega máls- kostnað í máli þessu. Dómur Hæstaréttar fer hér á eftir í heild sinni: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörns- son, Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Magnús Þ. Torfason. Með kæru 2. þ.m., sem barst Hæstarétti sama dag, hefir varn- araðili samkvæmt heimild í 6. tl. 172. gr. laga nr. 74/1974 kært til Hæstaréttar úrskurð sakadóms Reykjavíkur uppkveðinn sam- dægurs. I greinargerð sinni krefst hann þess, að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að dæmt verði að sér sé eigi skylt að svara spurningum þeim, sem mál þetta lýtur að. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Ríkissaksóknari hefir skilað greinargerð í málinu. í henni segir m.a., að rétt þyki „af ákæruvaldsins hálfu ... að taka fram eftirfarandi: 1. Embætti ríkissaksóknara var ókunnugt um þessa rann- sóknarbeiðni og hefur engin af- skipti haft af framvindu rann- sóknarinnar. 2. Rannsóknarþörfin er byggð á því mati Rannsóknarlögreglu ríkisins, að umrædd frétt gefi tilefni til að ætla, að opinber starfsmaður eða opinber sýslu- maður hafi með refsiverðum hætti brotið trúnað í skilningi 136. gr. almennra hegningarlaga. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið, en að meginefni fréttarinnar, þ.e. að hin grunaða hafi játað fyrir fyrrgreindum forstöðumanni safnaðarins að vera völd að dauða eiginmanns síns, sé beinlínis röng. Rannsókn- in hefur því í raun beinst að því, hver hafi veitt hinum tilgreindu blaðamönnum rangar upplýs- ingar í þessum efnum. Yfirlýstur tilgangur rannsóknarinnar er því hæpinn, þar sem þeir aðilar, sem gerst máttu vita, bjuggu ekki yfir slíkri vitneskju sem fréttin gekk út á. 3. Ekki er í ljóá leitt eða því haldið fram, að umrædd frétt hafi tálmað rannsókn málsins eða valdið öðrum réttarspjöllum í meðferð þess. 4. Vægi opinberra hagsmuna við úrlausn þessa ágreiningsefnis er því nokkuð á huldu. Áf framangreindum ástæðum þykir af hálfu embættis ríkis- saksóknara eigi efni til að krefj- ast staðfestingar á hinum kærða úrskurði." Varnaraðili krefst þess, svo sem lýst hefur verið, að úrskurð- ur sakadóms Reykjavíkur, er ger- ir honum skylt að svara tiltekn- um spurningum fyrir dóminum, sé felldur úr gildi. Ríkissaksókn- ari telur „eigi efni til að krefjast staðfestingar á hinum kærða úrskurði". Kröfugerð af hálfu ákæruvaldsins verður eigi túlkuð á annan veg en þann, að fyrir Hæstarétti sé fallið frá þeirri kröfu, sem höfð var uppi fyrir sakadómi um að varnaraðila yrði úrskurðað skylt að svara spurn- ingum um þau efni, er greinir í hinum kærða úrskurði. Þegar kröfugerð ríkissaksóknara er virt og staða hans að lögum, sbr. 1. málsgr. 20. gr., 1. málsgr. 21. gr. laga nr. 74/1974, verður þegar vegna hennar að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Varnaraðili þykir eiga rétt á greiðslu kærumálskostnaðar, 1.000 krónum, úr ríkissjóði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er úr gildi felldur. Ríkissjóður greiði varnaraðila, Atla Steinarssyni, 1.000 krónur í kærumálskostnað. Sömu dómsorð féllu í máli Ómars Valdimarsson- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.