Morgunblaðið - 13.03.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.03.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 5 Gervasoni leitar eftir heimild til íslandsfarar PATRICK Gervas«ni leitaði fyrir skemmstu til ísienzka sendiráðs- ins i Kaupmannahöf n og spurðist þar fyrir um möguleika tii að heimsækja fsland. Einar Ágústs- son sendiherra sagði i viðtali við Mbl. i gær, að ekki væri unnt að útvega honum heimild til slikrar heimsóknar. þar sem dvalarleyfi hans í Danmörku er bundið við að hann fari ekki úr landi og hefur hann ekki enn fengið vega- bréf. Einar sagði einnig, að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði væri dvalarleyfi Ger- vasonis bundið við að hann stund- aði vinnu og eftir því sem hann bezt vissi, hefði honum verið útveguð atvinna í Kaupmanna- höfn. Ráðstefna um landbún aðarmál hefst í dag I DAG hefst í ValhöII i Reykjavik ráðstefna um landbúnaðarmál á vegum Sjálfstæðisflokksins. Ráð- stefnan stendur í tvo daga. Ráð- stefnustjóri verður Bjarni Bragi Jónsson og ritarar Árni Jónsson landnámsstjóri og Tryggvi Gunn- arsson laganemi. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins setur ráðstefn- una klukkan 16 í dag og síðan verður rætt um eftirfarandi málefni: Land- búnaðurinn, vandamál og möguleik- ar, Stefán Aðalsteinsson; Aðgerðir til að stjórna framleiðslu og áhrif þeirra, Egill Jónsson og Óðinn Sig- þórsson; Fjármagn til uppbyggingar og rekstrar í búskap og vinnslu- stöðvum, Guðmundur Sigþórsson og Matthías Á. Mathiesen; Verðmynd- un á búvöru, Brynjólfur Bjarnason, Geir Þorsteinsson og Þórarinn Þor- valdsson; Þörf fyrir búvörufram- leiðslu, Ketill Hannesson. Á morgun hefst ráðstefnan klukk- an 9 og verður þá rætt um eftirtalin málefni: Framleiðsluaukning í land- búnaði og vinnslustöðvum, Lárus Jónsson; Búsetuþróun, Jón Guð- mundsson, Sigurjón Bláfeld og Þórð- ur Þorbjarnarson; Landið og nýting þess, Pálmi Jónsson. Klukkan 10.15 hefjast almennar umræður og standa þær til klukkan 16 er ráðstefnunni verður slitið. í hádegisverðarhléi mun Steinþór Gestsson flytja ávarp. Sigurður Björnsaon Agnes Löve son, Stefán Jónsson og Sighvatur Björgvinsson tóku undir orð Eiðs að vanda Ríkisútvarpsins yrði að leysa. Kom fram í máli þeirra, að skerðing dagskrár bitnaði á þeim er síst skyldi, svo sem sjúklingum og gamalmennum, er meira ættu undir dagskrá þessara fjölmiðla en aðrir. Einnig væru hér á ferðinni öryggissjónarmið, að nauðsynlegt væri ef unnt væri að koma upplýs- ingum til almennings eins og nýleg dæmi væru um. Friðrik Sophusson gagnrýndi menntamálaráðherra harðlega fyrir ummæli um Eið sem formann fjárveitinganefndar, sem hann sagði ósanngjörn í hæsta máta. í lokaræðu sinni um málið sagði menntamálaráðherra meðal ann- ars, að nauðsynlegt væri að koma fjármálum Ríkisútvarpsins á hreint, þar mætti ekki vera halla- rekstur eins og raunin hefði verið á hin síðari ár. Einnig sagði hann, að ríkisstjórnin hefði ekki farið að óskum sínum og Ríkisútvarpsins um hækkun á afnotagjöldum, sem vissulega væri æskilegt að væru hærri en nú er. Efna til tónleika á Egilsstöðum SIGURÐUR Björnsson, óperu- söngvari og Agnes Löve, pianó- leikari, efna til tónleika á laugar- dag, 14. marz, i kirkjunni á Egilsstöðum. Tónleikarnir hefj- ast kl. 5 síðdegis. Á efnisskrá er: Ástir skáldsins, ljóðaflokkur eftir Robert Schu- mann, íslenzk lög og óperuaríur. Efnisskráin er hin sama og á tónleikum, sem þau Sigurður og Agnes efndu til nýlega á Vest- fjörðum og á Húsavík. BÖRNIN FYLGJAST MEÐ BARNAFÖT í SÉRFLOKKI NÝJAR VÖRUR TEKNAR UPP í DAG Umræður um f jármál Rikisútvarpsins á Alþingi: Á 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins á að stórskerða dagskrána í fyrsta skipti SKÝRSLA um málefni Ríkisút- varpsins verður væntanlega lögð fyrir Alþingi siðla i þessum mán- uði eða 1 byrjun april, að þvi er Ingvar Gislason menntamálaráð- herra upplýsti á þingi i gær. Komu þessar upplýsingar fram i svari ráðherrans við fyrirspurn Eiðs Guðnasonar, sem spurði hvað liði umræddri skýrslu, sem niu þingmenn báðu um fyrir tæpum tveimur mánuðum. Í ræðu sinni vék Eiður Guðnason að fjárhagsvandræöum Ríkisút- varpsins, sem hann nefndi „mestu menningarstofnun þjóðarinnar". Sagði hann rekstrarhalla stofnun- arinnar síðastliðin tvö ár nema 16 milljónum króna, meðal annars vegna þess að stofnunin hefði verið svipt tolltekjum af sjónvarpstækj- um, án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Einnig sagði hann vandann stafa af því, að ríkis- stjórnin þrjóskaðist við að leyfa eðlilega hækkun afnotagjalda. Eið- ur sagði, að er Ríkisútvarpið hefði hafið útsendingar sínar fyrir 50 árum hefði verið útvarpað í þrjár klukkustundir. Núna væri útvarpað í 17 klukkutíma, en enn væri afnotagjaldið hið sama, eða sam- svarandi áskriftargjaldi dagblaðs, og hefði sjónvarp í 17 klukkustund- ir vikulega þó bæst við. Eiður vék einnig að ummælum menntamálaráðherra í Vísi, þar sem hann sagöi, að „við gerum ekki allt í einu, að stórefla dagskrána, og byggja stórhýsi yfir stofnun- ina“. Ummælin sagði Eiður vera einkennileg og lýsa lítilli þekkingu á því sem um væri að ræða. I framkvæmdasjóð útvarpsins færi ákveðið fé, og til dagskrárgerðar annað. Ekki væri því um það að ræða að stytting dagskrár kæmi húsbyggingunni til góða, eða öfugt. Þá gætti einnig þess misskilnings hjá Ingvari, að hann talaði um að ekki væri hægt að stórauka dag- skrána! — Þetta sagði hann um leið og unnið væri að því að skerða hana stórlega. Hlutskipti hans sem menntamálaráðherra virtist ætla að verða það, á 50 ára afmæii Ríkisútvarpsins, að skerða í fyrsta skipti dagskrá þess. Það væri ekki öfundsvert hlutskipti. Menntamálaráðherra upplýsti, sem fyrr segir í ræðu sinni, hvenær greinargerð um Ríkisútvarpið væri væntanleg. Hann gagnrýndi Eið Guðnason harðlega fyrir að eyða tíma Alþingis í umræður utan dagskrár um mál þetta, og sagðist ekki áður hafa orðið var við það, að þingmaðurinn hefði ýkja mikinn áhuga á málefnum umræddrar stofnunar. Hefði það til dæmis komið í ljós, er hann var formaður fjárveitinganefndar Alþingis. Þá bað Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra menn einnig að gá að því, að hér væri ekki neinn óskaplegur voði á ferðinni, aðeins ætti að stytta dagskrá útvarps um hálfa klukkustund daglega, og lengja sumarleyfi sjónvarps. Það væri nú allt og sumt. Þingmennirnir Friðrik Sophus-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.