Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
t Moskvu. nokkru áður en Aksel Larsen var útskúfað. Yzt til vinstri
er Einar Olgeirsson.
Ný bók um uppljóstranir
Aksels Larsens til nazista
Danskir
kommúnistar
svipta geisla-
baugnum af
fyrrverandi
foringja sínum
„Ég var tekinn til íanga af Þjóðverjum
5. júní 1944 og þeir upplýstu að flokksformaður
minn, Aksel Larsen, hefði skýrt þeim frá
ólöglegri andspyrnustarfsemi minni á árunum
1941—1942. Mér brá illilega í brún enda þótt
mér væri fullkunnugt um að danska lögreglan
hefði einnig safnað upplýsingum um mig. Síðan
hitti ég Aksel Larsen þegar við vorum báðir á
heimleið úr þýzkum fangabúðum árið 1945. Þá
sagði hann við mig að hann væri nú „dauður
maður í danskri pólitíku eftir allt sem hann
hefði ljóstrað upp um við Gestapo.44 Þetta segir
David Hejgaard, blaðamaður, en hann er einn
margra sem „ber vitni“ í bók sem er að koma út
hjá Zacs-forlagi í Danmörku þessa daga og
heitir „Et studie i rodt, hvidt og blát“ og það
sem mesta athygli vekur að þar er frá því skýrt
og stutt rökum að Aksel Larsen, sem var á
stríðsárunum formaður danska kommúnista-
flokksins - sem var að vísu bannaður þá -
hafi í stríðinu ljóstrað upp um ótal marga
flokksfélaga sína í yfirheyrslu hjá Gestapo, án
þess að hann væri á nokkurn hátt beittur
pyndingum eða þvingunum.
Aksel Larsen. Myndin er tekin íáeinum árum fyrir andlát hans.
Höfundur þessarar bókar er
Tage Revsgaard Anderson, dyggur
flokksmaður, og illar tungur halda
því fram að kommúnistaflokkur
Danmerkur geri með bókinni end-
anlega upp sakirnar við Aksel
Larsen og tíni af honum geisla-
bauginn.
Mikill hluti bókarinnar eru
skjöl, sem fram til þessa hafa
aldrei verið birt. Þar á meðal er
útskrift á yfirheyrslu yfir Aksel
Larsen eftir að Gestapo hafði
handsamað hann. Þar kemur fram
að án þess að Aksel Larsen virðist
hafa verið beittur neinum þrýst-
ingi, skýri hann fúslega frá allri
starfsemi flokksins, gefi upp nöfn
á flokksfélögum og öðrum sem
honum var kunnugt um að ynnu
með andspyrnuhreyfingunni, og
hann tjáir sig — eftir þessum
gögnum að dæma — einnig um
starfsemi flokksins á fyrstu árum
hernáms Þjóðverja í Danmörku.
Samkvæmt yfirheyrslugögnum
þessum byrjaði Aksel Larsen
gætilega, en við hverja yfirheyrslu
leysti hann æ meira frá skjóðunni.
,.Ég skal gefa sannferðuga frá-
sögn af öllu sem viðkemur starfi
flokks míns þar sem mér finnst
það réttast — og það eina sem er
forsvaranlegt gagnvart þeim
kommúnistum sem bæði sitja í
fangelsi og þeim sem ganga laus-
ir,“ sagði Aksel Larsen í einni af
fyrstu yfirheyrslunum, sem fram
fór í nóvember 1942, eða löngu
áður en andspyrnuhreyfingin í
Danmörku tók verulega að láta að
sér kveða.
Aksel Larsen gerði sér sjálfur
grein fyrir því að hreinskilni hans
gæti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir hann og sagði við stjórnanda
yfirheyrslunnar, nazistann Her-
mann Span: „Éftir þetta er ég
búinn að vera sem stjórnmálafor-
ingi. Ég er sannfærður um að
ógætni mín varðandi skipulag
starfs míns hefur getað létt yður
störfin og það er óafsakanlegt
fyrir stjórnmálaforingja. Ef ein-
hverjum öðrum leiðtoga komm-
únistaflokksins hefði orðið á eitt-
hvað ámóta hefði hann hlotið
kröftuglega fordæmingu, ég get
ekki hjá því komizt að fella yfir
sjálfum mér viðlíka dóm.“
Og síðan byrjar Aksel Larsen
fyrirstöðulaust að romsa. Fyrst
skýrir hann frá flokksforystunni.
Og Gestapo skrifar frá sér numinn
niður nöfn á aðskiljanlegum félög-
um: Thorkild Holst, Alfred Jen-
sen, Börge Houman, Björn Jensen,
Holger Vivike og svo framvegis og
svo framvegis ... „Því miður veit
ég nú ekki um heimilisföng
þeirra," bætir Aksel Larsen við
afsakandi, „en það er trúlegt að
Thorkild Holst hafi þau.“
Span sem stjórnar yfirheyrslun-
um á móðurmáli sínu vill líka vita
nöfn á því fólki, sem Aksei Larsen
þekkir innan andspyrnuhreyf-
ingarinnar. Og Aksel Larsen
romsar upp nöfnum: Teit Kærn,
læknir, Carl Jensen forstjóri,
Mogens Fog, prófessor, Helge
Kierulff arkitekt og Sörensen,
arkitekt. Og hann gerir það ekki
endasleppt heldur bætir ámóta
runum við. Dulnefni sem margir
andspyrnuhreyfingarmenn nota
hafa vafizt fyrir Gestapo, en
Aksel Larsen leysir einnig greið-
lega úr því: „Mogens Fog er
Herluf. Ib Nörlund er Winther,
Lulu Zieger er Lulu og Anna er
Anna Kirk.“
Mogens Fog, próíessor
Thune Jacobsen,
fyrrv. dómsmálaráðherra
í næstu yfirheyrslu segir Aksel
Larsen frá neðanjarðarblaði
flokksins „Land og folk“ svo og
öðrum slíkum blöðum, s.s. Ny Tid,
sem var gefið út í Helsingör, Gry í
Næstved, Ekko í Árósum og Folk-
ets Kamp í Álaborg. í þessari
yfirheyrslu fékk Span einnig í
hendur nöfn á meira en 30 sendi-
boðum og „hornsílum" í
andspyrnuhreyfingunni. Þegar
Gestapo hafði síðan pumpað Aksel
Larsen nægilega mikið var hann
fluttur til búðanna í Sachsenhaus-
en og seinna til Neuengamme, þar
sem hann var til stríðsloka. Það
mun hafa verið Thune Jacobsen,
sem var dómsmálaráðherra Dana
á árunum 1941—1943, sem fékk
fyrstu grunsemdirnar um upp-
ljóstranir Aksel Larsens. Þegar
Jacobsen varð þess vísari í október
1944, að Þjóðverjar vissu um
samstarf hans við ensku leyni-
þjónustuna flýði hann yfir til
Svíþjóðar. í fórum sínum hafði
hann tvö koffort full af skjölum.
Þar á meðal voru útskriftir af
yfirheyrslum Gestapo yfir Aksel
Larsen og voru þau ljósprentuð af
andspyrnufólki og skaut þeim
síðan upp í skjalasafni Ebbe
Muncks, þar sem Hans Kirchoff,
dr. phil. fann þau síðar, en dr.
Kirchoff hefur einna mesta þekk-
ingu á sögu hernámsáranna í
Danmörku.
Þegar Aksel Larsen sneri heim
úr fangabúðunum var honum
fagnað sem hetju af flokksfélögum
sínum, sem ekki höfðu neinn grun
um uppljóstranir hans. Hann hélt
síðan forystutaumum komm-
únistaflokksins í sínum höndum
fram til ársins 1956 þegar hann
gagnrýndi innrás Sovétríkjanna í