Morgunblaðið - 13.03.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
15
Fréttir
í stuttu
máli
EINNI HÆÐ OF-
AUKIÐ - 23 FÓRUST
Kairó, 12. mars. — AP.
TVÆR íbúðarblokkir hrundu í
gær til grunna í bænum Beni
Suif í Egyptalandi með þeim
afleiðingum að 23 fórust og 15
slösuðust. Eigandi annarrar
byggingarinnar hafði bætt
fimmtu hæðinni ofan á húsið
án samráðs við byggingaryfir-
völd og svo fór að húsið þoldi
ekki ábótina, hrundi saman og
tók með sér áfasta byggingu.
FJÖLSKYLDA
FERST í BRUNA
Barcelona. 12. mars. — AP.
FJÖGURRA manna fjölskylda
frá Uruguay fórst í nótt sem
leið í bruna, sem upp kom í sex
hæða byggingu í miðborg
Barcelona. Eldurinn kom upp í
verslun á jarðhæð byggingar-
innar og er talið líklegt að
íkveikja hafi valdið.
VATIKANIÐ
MÓTMÆLIR
FÓSTUREYÐINGUM
Vatikaninu, 12. mars. — AP.
PÁFASTÓLL fordæmdi í dag
mjög harðlega fóstureyðingar,
sem gerðar eru til þess að
koma í veg fyrir fæðingu
barna, sem talin eru vanheil
að einhverju leyti. Sagði þar,
að slíkt væri ekki aðeins brot á
læknaeiðnum heldur einnig á
frumburðarrétti hvers manns,
réttinum til að lifa. „Fötluðu
fólki ber sama virðing og
öðrum mönnum," sagði í yfir-
lýsingu páfastóls.
HRYÐJUVERKA-
MENN SKJÓTA
Mílanó. 12. mars — AP.
Hryðjuverkamenn úr Rauðu
herdeildunum ítölsku réðust í
dag inn í Alfa Romeo-bíla-
verksmiðjurnar og skutu einn
verkstjórann í fæturna. Lög-
reglan umkringdi verksmiðj-
urnar fljótlega en hryðju-
verkamennirnir komust á
braut. Rauðu herdeildirnar
hafa mjög látið til sín taka í
Alfa Romeo-bílaverksmiðjun-
um og hafa sakað verkstjóra
jafnt sem aðra yfirmenn um
að vera „óvini verkamanna“.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 slydda
Amaterdam 14 rigning
Aþena vantar
Berlín 3 skýjað
Briiasel 15 skýjað
Chicago 6 skýjað
Feneyjar 10 þoka
Frankfurt 18 rigning
Fnreyjar 7 skýjað
Genf 21 skýjað
Helsinki -10 heiðakírt
Jerúsalem 14 skýjaö
Jóhannesarborg 22 heidskírt
Kaupm.höfn 1 skýjað
Las Palmaa 24 skýjað
Lissabon 20 heiðskirt
London 14 skýjað
Loa Angeles 24 skýjað
Madrid 21 skýjað
Malaga 14 skýjað
Mallorca 22 skýjað
Miami 28 skýjað
Moskva -4 skýjað
New York 7 heiðskírt
Osló 1 skýjað
París 18 rigning
Reykjavik 3 þokumóöa
Rió de Janeiro 35 heiðskirt
Rómaborg 15 skýjaö
Stokkhólmur -2 heiöskírt
Tel Aviv 20 skýjað
Tókýó 12 heiöskírt
Vancouver 12 heiðskirt
Vinarborg 17 skýjað
Kínverskir hermenn vinna stjórninni og kommúnistaflokknum hollustueiða, samkvæmt
nýuppteknum venjum þar austurfrá.
Spánn:
Armada ákæröur
fyrir uppreisn
Madrid, 12. marz. AP.
FYRRVERANDI hernaðarleið-
beinandi Juan Carlosar Spánar-
konungs og í eina tíð einkaritari
konungsfjölskyldunnar. Alfonso
Armada hershöfðingi. hefur ver-
ið ákærður fyrir heruppreisn og
tilraun til að steypa af stóli
stjórn landsins. Þessar upplýs-
ingar voru hafðar eftir varnar-
málaráðuneytinu spænska i dag.
Armada hershöfðingi var rek-
inn úr starfi sem varaforseti
herráðsins tveimur dögum eftir
valdaránstilraunina 23. febrúar sl.
og handtekinn skömmu síðar.
Jaime Milans Del Bosch hershöfð-
ingi og yfirmaður hersins í Val-
encia var formlega ákærður fyrr í
þessari viku fyrir vopnaða upp-
reisn og tveir aðrir hershöfðingjar
eru í haldi en hafa ekki verið
ákærðir enn.
23 hermenn, þar á meðal Anton-
io Tejero Molina, foringi í þjóð-
varðliðinu, sem stjórnaði valda-
ránstilrauninni, hafa verið ákærð-
ir og munu verða dregnir fyrir
Mannréttindabrot
í Uruguay könnuð
Genl, 12. m»rs. AP.
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna samþykkti i dag
með miklum meirihluta að senda
sérstaka nefnd til Uruguay til að
kanna mannréttindahrot þar i
iandi. Nefndin á að skýra frá
niðurstöðum sinum á fundi
mannréttindanefndarinnar á
næsta ári.
Kanadamenn og Hollendingar
höfðu frumkvæði að nefndarskip-
uninni og var tillaga þeirra sam-
þykkt með 29 atkvæðum gegn
atkvæðum fulltrúa Argentínu,
Brasilíu og Uruguay. Fulltrúi
Bandaríkjanna sat hjá ásamt sjö
öðrum.
Herinn í Uruguay tók völdin í
sínar hendur í júlí í fyrra og síðan
hafa verið að berast þaðan fréttir
um pyndingar og ótrúlegar mis-
þyrmingar á föngum, sem sakaðir
eru um andstöðu við herstjórnina.
I skýrslu, sem Halima Embarek
Warzazi, marokkanskur lögfræð-
ingur, vann fyrir mannréttinda-
nefndina, kemur fram að mann-
réttindi megi sín einskis í Uru-
guay, fólk sé handtekið og haldið í
fangelsi langtímum saman án
formlegrar ákæru og oft beitt
grimmilegum pyndingum.
herrétt. 222 þjóðvarðliðum af 288,
sem voru með í þinghústökunni,
hefur verið sleppt úr haldi, en
mega þó búast við að vera kallaðir
fyrir síðar.
18 hershöfðingjar, sem sæti eiga
í herráðinu, sóru í gær konungi,
stjórnarskránni og lýðræðislegum
stjórnarháttum hollustu sína.
Þeirra á meðal voru allir 11
yfirmenn herstjórnarsvæðanna á
Spáni.
V-þýskt fyrirtæki sagt
selja Líbýu flugskeyti
— sem borið geta kjarnorkusprengjur
Rahat. Marokkó. 12. mars. AP.
STJÓRN Moammars Khadafy i
Libýu hefur samið um það við
vestur-þýskt fyrirtæki. að það
selji henni meðaldrægar eldflaug-
ar, sem borið geta kjarnorku-
sprengjur. og á afhending þeirra
að fara fram 1986. Þessar upplýs-
ingar eru hafðar eftir heimildum
i Marokkó, sem taldar eru mjög
áreiðaniegar.
Hermt er að nú nýlega hafi
vestur-þýska fyrirtækið Otrag
gert tilraunir með flugskeytin í
líbýsku eyðimörkinni en þetta
sama fyrirtæki olli nokkurri
spennu í samskiptum austurs og
vesturs þegar það var með slíkar
tilraunir í Zaire árið 1978.
Flugskeytin geta borið kjarn-
orkusprengjur til skotmarka í
Austurlöndum nær og í Suður-
Evrópu og að því er heimildirnar
herma er nú unnið að smíði slíkra
vopna í Líbýu. Að sögn marokk-
önsku fréttastofunnar hefur
Khadafy Líbýuleiðtogi hrundið af
stað fimm ára áætlun, sem á að
færa honum upp í hendurnar
kjarnorkuvopn ekki seinna en
1986.
Formælendur þýska fyrirtækis-
ins hafa borið þessar fregnir til
baka og segja, að gerðar hafi verið
tilraunir með flugskeyti, sem ætl-
að er að koma á loft fjarskipta-
hnöttum.
15 mánaða fangelsi
fyrir 15 ára morð
Perth. Skotlandi. 12. mars. AP.
MAÐUR nokkur, John Traynor
að nafni, 39 ára gamall, var i
dag dæmdur i 15 mánaða fang-
elsi fyrir að hafa ráðið konu
sinni bana fyrir 15 árum. Allan
þennan tíma hafði hann geymt
lik konu sinnar innan i gólf-
teppi og flutt það með sér þegar
hann fór búferium.
Við réttarhöldin sagði Trayn-
or sögu sína, sem var á þá leið,
að þegar hann kom heim drukk-
inn af öldurhúsinu eitt kvöld
hafi kona hans tekið á móti
honum með skömmum og látið
að því liggja, að barnið, sem hún
bar undir belti, væri ekki hans
barn. Traynor missti þá alla
stjórn á sér og sló til konu
sinnar með þeim afleiðingum, að
hún féll á arinhilluna og lést
samstundis.
„Ég varð skelfingu lostinn
þegar ég sá að hún var dáin,“
sagði Traynor. „Ég vafði gólf-
teppi um líkið og faldi það í
klæðaskápnum í svefnherberg-
inu þar sem það var í fimm ár.“
Þegar John Traynor fluttist í
annað hús í sömu götu hafði
hann líkamsleifarnar með sér og
kom þeim fyrir í kjallaranum.
Þar fundust þær þegar frændi
John Traynors var að gramsa í
gömlu dóti, sem þar var geymt.
„Ég hef haft erfiða byrði að
bera í öll þessi ár og samviskan
hefur aldrei látið mig í friði,“
sagði Traynor við réttarhöldin
og dómarinn sagðist leggja trún-
að á orð hans og kvað því upp
þennan væga dóm.
i ,til .
Islands
ferma skipin
sem hér
segir: .
AMERIKA o < Q
PORTSMOUTH
Hofsjökull 13. mars ^
Bakkafoss 16. mars H
Berglind 30. mars ^
Goöafoss 1. apríl S
Bakkafoss 6. apríl
NEWYORK N—d
Bakkafoss 18. mars
Berglind 1 apnl
Bakkafoss 8. apríl ^
HALIFAX n-3
Hofsjökull 16. mars *“]
Goöafoss 5. apríl. ^
BRETLAND/ es Ö Éaí
MEGINLAND %
ROTTERDAM
Eyrarfoss 16. mars m*!
Álafoss 23. mars H
Eyrarfoss 30. mars
Álafoss 6. apríl w
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 17. mars
Álafoss 24. mars
Eyrarfoss 31. mars
Álafoss Z.apnl H
ANTWERPEN
Eyrarfoss 18. mars 25. mars S 1. apríl
Álafoss
Eyrarfoss
Álafoss 8. apríl n—'
HAMBORG
Eyrarfoss 19. mars ^
Álafoss 26 mars ^
Eyrarfoss 2. apríl 9. apríl Ph
Álafoss
WESTON POINT Öh
Urriöafoss 18. mars J 1 aprf sS 15. apríl w
Urriöafoss
Urriöafoss
Urriöafoss 29. apríl ^
Q Q NORÐURLÖND/ §
EYSTRASALT ~
BERGEN
Dettifoss 23. mars j
Dettifoss 6. apríl
Dettifoss 20. apríl
KRISTIANSAND
Mánafoss 16. mars 0h
Mánafoss 30. mars Q
Mánafoss 13. apríl
MOSS
Mánafoss 17. mars ^
Dettifoss 24. mars ^
Mánafoss 31. mars ^"5
Dettifoss 7. apríl
GAUTABORG
Mánafoss 18. mars U
Dettifoss 25. mars ££
Mánafoss -l.aprí!
Dettifoss 8 apríl w
KAUPMANNAHÖFN C
Mánafoss 19. mars pj
Dettifoss 26. mars 2. apríl 9. apríl
Mánafoss
Dettifoss
HELSINGBORG T
Mánafoss 20. mars ^ 27. mars ®
Dettifoss
Mánafoss 3. apríl ^
Dettifoss 10. april
HELSINKI <
Múlafoss 17. mars
Múlafoss 7. apríl JZJ
írafoss 15. apríl
VALKOM Þ—4
Múlafoss 18. mars
Múlafoss 8. apríl Qf*
írafoss 16. apríl n-n
RIGA
Múlafoss 20. mars ^
Múlafoss 10. apríl Cfl
írafoss 18. apríl
GDYNIA
Múlafoss 21. mars d
Múlafoss 11.apríl íi*
írafoss 20. apríl •.
ÞÓRSHÖFN H
Skip frá Rvík 26. mars ^
Frá REYKJAVÍK: Z
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
EIMSKIP