Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
21
Háskólakórinn
á Vestfjörðum
HÁSKÓLAKÓRINN mun heim-
sækja Vestfirði dagana 13.—15.
mars nk. og halda þrenna tón-
leika. Söngstjóri er Hjálmar H.
Ragnarsson.
Á Flateyri föstudagskvöldið
13.3. kl. 21.00; á ísafirði laugar-
daginn 14.3. kl. 17.00; á Bolungar-
vík sunnudaginn 15.3. kl. 17.00.
Auk þessa syngur kórinn við
messu á ísafirði á sunnudag. Þar
predikar einn kórfélaga, stud.
theol. Dalla Þórðardóttir.
Efnisskrá sú, sem kórinn hefur
æft í vetur er að langmestu leyti
íslenzk, jafnframt því að vera
óvenjuleg og lífleg. Hún saman-
stendur af stúdenta- og gleði-
söngvum, þjóðlögum og nýlegum
og glænýjum verkum, sem sum
hafa ekki verið flutt opinberlega
fyrr en á tónleikum kórsins um sl.
mánaðamót.
Efnisskráin er einnig nokkuð
sér-vestfirsk, þar sem hana prýða
verk 5 vestfirskra höfunda.
(0r fréttatilkynningu)
Árnesingamót í Reykjavík
ÁRNESINGAMÓTIÐ 1981 verð-
ur haldið i Fóstbræðraheimilinu
við Langholtsveg iaugardaginn
14. mars nk. og hefst með borð-
haldi kl. 19.00.
Heiðursgestir mótsins að þessu
sinni verða hjónin Guðrún Lofts-
dóttir og Pálmar Þ. Eyjólfsson
organisti og tónskáld á Stokks-
eyri, en Árnesingafélagið hefur
nýlega gefið út söngvasafn hans.
Hákon Sigurgrímsson mun
ávarpa heiðursgestinn og Elísabet
Eiríksdóttir mun syngja nokkur
lög eftir hann við undirleik Jór-
unnar Viðar.
Árnesingakórinn mun syngja
nokkur lög undir stjórn Guðmund-
ar Ómars Óskarssonar og undir-
leik Jónínu Gísladóttur.
Að lokum mun hljómsveit
Hreiðars Ól. Guðjónssonar leika
fyrir dansi.
Árnesingafélagið var stofnað
árið 1934, en Árnesingar í Rvík.
höfðu áður haldið mót, fyrst 1914.
Árið 1942 var tekinn upp sá siður
að bjóða merkum Árnesingi bú-
settum í sýslunni sem heiðursgesti
og var fyrsti heiðursgestur félags-
ins frú Valgerður Þórðardóttir á
Kolviðarhóli.
Árnesingakórinn hefur starfað
af krafti í vetur undir stjórn
Guðmundar Ómars Óskarssonar.
Kórinn hélt jólatónleika í Bú-
staöakirkju og Lágafellskirkju í
Mosfellssveit, þar sem barnakór
Mosfellssveitar kom einnig fram.
Einnig söng kórinn á sjúkrahús-
um og elliheimilum í desember.
Kórinn hyggur á tónleika með
Samkór Selfoss austur á Selfossi í
vor. Einnig er fyrirhuguð kaffi-
sala með söngdagskrá í Fáksheim-
ilinu 29. mars.
Formaður Árnesingakórsins er
Hjördís Geirsdóttir.
Formaður Árnesingafélagsins
er Arinbjörn Kolbeinsson.
(Fréttatilky nning).
2. tölublað Áfanga
komið á markað
ANNAÐ tölublað timaritsins
Áfanga. sem er tímarit um ís-
land, útiveru og ferðalög, útgefið
af Sigurði Sigurðssyni, er komið
út. Blaðið er hið veglegasta og
vandað að allri gerð.
Meðal efnis í blaðinu er t.d.
grein um Öskju og Dyngjufjöll
eftir Tómas Einarsson, grein eftir
Eystein Jónsson um gönguleiðir í
nágrenni Reykjavíkur. Þá eru
greinar um snjóflóð, skíðaúrval,
skíðagöngu, skíðastaði landsins,
skíðareglur og þáttur um jarð-
fræði. Þá eru fastir þættir í
blaðinu um starfsemi ýmissa fé-
laga og samtaka eins og íslenzka
alpaklúbbsins, Útivistar, Skot-
veiðifélagsins, Flugbjörgunar-
sveitarinnar í Reykjavík, Lands-
sambands hjálparsveita skáta og
Ferðafélags íslands.
Blaðið er 100 blaðsíður og er
prýtt fjölda mynda, bæði litmynda
og svarthvítra. Blaðið kemur út
annan hvern mánuð.
Forsíða 2. tölublaðs Áfanga
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
Þl AIGLYSIR l M AI.LT
LAXD ÞEGAR Þl AIG-
LYSIR I MORGLNBLAÐIM
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bújörð
Tll sölu er jöröln Höföi í Klrkju-
hvammshreppl V-Hún. Lelga
kemur einnig til greina. Tilboö-
um sé skilað til eiganda jaröar-
innar. Páls Guömundssonar,
fyrir 10. apríl. Áskillnn er réttur
tll aö taka hvaöa tilboöi sem er
eöa hafna öllum. Nánari upplýs-
ingar vettfr Páll Guömundsson,
Höföa, sími 95-1452.
Myntir til sölu
Stört safn mynta frá Dönsku-
Vestur-lndíum, margar í hæsta
flokkl. Skandinavfskar ártals-
myntir og peningaseölar. Biöjiö
um ókeypis verölista.
Mentstuen, Studiestrædi 47,
14455 Köbenhavn K, sími
(01)132111.
Keflavík
Til sölu 3ja herb. íbúö viö
Faxabraut. Söluverö 230 þús.
Góölr greiösluskllmálar.
Fasleienasalan Hafnargötu 27,
Ksflavfk, simi 1420.
húsnæöi
í boöi
2ja harb. íbúö
f Blikahólum til leigu til eins árs.
Tilboö sendlst Mbl. fyrir 17.
mars nk. merkt: „Blikahólar —
9626“.
IOOF 12 =1623138’/? =
IOOF 1 =1623138'/? SSpkv
Kristniboðsvika
Samkoma (kvöld kl. 20.30 í húsi
KFUM og K aö Amtmannsstíg
2B. Nokkur orö: Friörik Hilm-
arsson. Kenýja-þáttur: Susle og
Páll Friöriksson. Söngur: Jó-
hanna Möller Ræöa Benedikt
Arnkelsson Tekiö veröur á móti
gjöfum tll kristniboösins Allir
vefkomnlr.
Krialntboöaaambandiö.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
aöalfundurinn veröur fimmtu-
daginn 19. marz kl. 8.30 í
félagsheimilinu aö Ðaldursgctu
9. Venjuleg aöalfundarstörl.
Kaffiveitingar. Konur fjölmenniö.
Stjórnln.
Félagsvist
veröur haldin föstudag 13. marz
kl. 20.30 f Farfuglaheimilinu,
Lautásvegí 41.
Skemmtinefnd.
AD KFUM
Aöalfundur KFUM og Skógar-
manna veröur haldinn laugar-
daginn 14. mars kl. 13.30 aö
Amtmannsstíg 2B.
Heimavinna
Tek aö mér aö vinna bókhald
fyrir minni fyrlrtæki og telja fram
tll skatts fyrir þau. Uppl. í síma
77223.