Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
25
fólk í
fréttum
Af Bítlum
+ Paul McCartney hefur lokið við upptöku á nýrri hljómplötu og er farinn
frá eyjunni Montserrat í Karabíska hafinu. Hann sagði að svo kynni að fara
að platan yrði helguð John Lennon og þá vegna þess að blaðamenn hafa gert
svo mikið veður út af því. McCartney hefur dvalist á eyjunni síðan um
miðjan síöasta mánuð og hljóðritað plötuna. Upptakan fór fram í stúdíói
sem Goerge Martin á, en hann sá um upptökur á bítlaplötunum á árum
áður. Þrátt fyrir sögusagnir um að platan kynni að verða til þess að
bítlarnir þrír kæmu saman aftur, hafa talsmenn þeirra tekið fyrir það. Þó
bárust fréttir þess efnis að Ringo Starr hefði flogið til Montserrat til að
hljóðrita með McCartney. Einnig er sagt að George Harrison muni hljóðrita
lag í London, sem verða mun á plötunni. Fyrirhugað var að halda
minningarathöfn um Lennon í dómkirkjunni í Liverpool en margir eru því
andvígir. Kirkjunnar menn þar sögðu: „Fólk er á móti því að Lennon tengist
kirkjunni á einhvern hátt. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að
ekki ætti að segja nafn hans inni í kirkjunni. Hundruðir manna, sem voru
ósáttir við lifnaðarhætti Lennons og atferli allt, hafa skrifað okkur bréf og
mótmælt hinni fyrirhuguðu minningarathöfn."
Þjóðhetjan
frá
Argentínu
+ Það mun frekar sjaldgæft að
stjórnmálamenn i S-Ameríku-
ríkjum lifi það að verða að
þjóðhetjum i augum landa
sinna. En öðru máli gegnir
þar um knattspyrnumenn.
Þeir ná þvi, þótt frægðarsólin
á fótboltavöllunum sé yfirleitt
ekki lengi i hádegisstað. Þetta
er ein af núverandi þjóðhetj-
um t S-Ameriku, argentinska
fótboltastjarnan Diego Mara-
dona. Ljósmyndari AP-stof-
unnar tók þessa mynd af
þessum feikilega fræga fót-
boltamanni er hann kom inn á
knattspyrnuvöllinn i Buenos
Aires fyrir skömmu i fyrsta
leik sinum — og i félagsbún-
ingi Buenos Aires-liðsins Boca
Juniors. Hann er ekki enn
orðinn fastur maður i þvi liði.
Varð Boca að greiða stórfé
fyrír að fá hann til að styrkja
liðið á stórleik þessum. í leikn-
um hafði Maradona skorað tvö
mörk og ætlaði allt vitlaust að
verða er 70.000 áhorfendur
hylltu stjörnuna — æðislega!
Prestar
gagnrýna
Dana-
drottningu
+ Það var sagt frá því hér
fyrir nokkru. að krónprins
Dana. Frederik, sem nú er 12
ára, yrði fermdur í vor áður en
hann næði 13 ára aldri. —
Þegar þær sátu fyrir svörum
biaðamanna. í „Kryddsíldar-
ævintýrinu" Margrét Dana-
drottning og Vigdís Finnboga-
dóttir Islandsforseti, hafði
einn dönsku blaðamannanna
beint þeirri spurningu til
Margrétar drottningar af
hverju krónprinsinn ætti að
fermast svo ungur að árum. —
Þvi hafði Margrét drottning
svarað að bragði: Þvi ekki!
Þessi ákvörðun drottningar-
innar og eiginmanns hennar,
Henriks prins, hefur sætt gagn-
rýni starfandi presta og hennar
getið í dönskum blöðum m.a.
frá sóknarprestum í sjálfri
Kaupmannahöfn. — Það er
samdóma álit þeirra að Frede-
rik prins sé of ungur. Réttara
væri að drottningin frestaði
fermingu hans til næsta árs.
Það er almennt að danskir
unglingar fermist á aldrinum
14—15 ára. Telja prestarnir svo
mikinn mun á hinum andlega
þroska 12 ára barna og 14 ára
unglings, að þar komi tæplega
til greina að gera samanburð.
Þeir leggja áherslu á að nauð-
synlegt sé að unglingar hafi náð
þroska unglingsins er þeir
fermast. Prestur konungsfjöl-
skyldunnar hefur verið spurður
um álit sitt á þessari gagnrýni.
Hann hefur óskað eftir því að
ræða málið ekki í fjölmiðlum,
a.m.k. á þessu stigi.
Eru einhver
að giftast?
+ I trausti þess, að menn séu ekki búnir
að fá sig fullsadda af fréttum um
trúlofun Karls Bretaprins og lafði Díönu
birtum við þessa mynd frá AP-
fréttastofunni. Hugvitsamir menn þar á
bæ settu mynd af þeim inn á mynd af
dómkirkju Heilags Páls en þar mun
gifting þeirra fara fram þann 29. júlí nk.,
en þá er miðsumar hér á Fróni.
Gallabuxur nýkomnar kr. 136,00.
Flauelsbuxur kr. 119,00.
Nylonúlpur, 4 litir, kr. 295,00.
Terelynefrakkar kr. 150,00.
Kuldajakkar kr. 199,00.
Sokkar kr. 6,75, skyrtur, nærföt, peysur o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavöröustíg 22
VIÐTALSTÍMI
Alþingismanna og
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgartulltrúar Sjáltstaeöisflokksins veröa til
viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum trá kl. 14.00 til
16.00. Er þar tekiö á móti hvers kyna tyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aó notfæra aér
viötalstíma þeaaa.
Laugardaginn
14. marz
verða til viðtals
Davíð Oddsson
og
Elín Pálmadóttir
^Dale .
Carneeie
námskeiðið
virkilega hjálpað mér?
Þessa spurningu heyrum við nokkuð oft. Svarið
byggist mikið é þörfum hvors og eins. Flestir segja
okkur aö námskeiðiö hafi hjálpaö þeim aö lifa
ánaegjulegra IHi, náö betri árangri í starfi og heima.
Þetta er vegna þess, að viö höfum hjálpað þeim að
byggja sig upp á eftirfarandi sviðum:
1. Sjálfstrausti. — Þetta þýöir meiri trú á sjáifan þig og
hæfileika þína er veldur því, aö þú veröur kröftugri og
ákveönari. Þjálfar hæfileíkann aö taka eigin ákvaröanir. Þér
líöur betur ínnan um fólk og átt auöveldara meö aö
umgangast aöra.
2. Mannleg samskipti. — Þú þjálfar hæfileikann t
umgengni við aöra — kemst betur af við erfiöa einstaklinga
— verður vinsælli. Styrkir leiötoga hæfiieikana. Lærir aö
hvetja aðra og stækkar vinahóp þinn. Heimilisiífiö veröur
ánægjulegra.
3. Tjáningahæfileikinn. — Aö geta tjáö sig betur á fundum
og verða betri í samræöum.
4. Viöhorf og viðmót. — Hjálpar þér að byggja upp
jákvæöara viöhorf og halda í skefjum áhyggjum og kvíöa.
5. Minni. — Hæfileikinn aö muna nöfn — andlit og dagleg
verkefni.
6. Persónulegur eldmóöur. — Lífskraftur og sjálfstraust,
sem tryggir árangur verkefna þinna.
Vertu velkominn á kynningarfund laugardaginn
14. marz kl. 13.00 að Síðumúla 31.
Upplýsingar í síma 82411.
82411
0.411 , jh.vLstjórnunarskólinn
% Konráð Adolphsson_
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU