Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.1981, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981 COSPER Já, hann er skuldseigur. Hann var ekki heldur búinn að gera upp við hjúskaparmiðlunina, það vissi ég! Ingjaldur Tómasaon skrifar: „Nýlega gaf Steingrímur Her- mannsson þá yfirlýsingu, að hann teldi Sultartangavirkjun bezta virkj- unarkostinn, bæði vegna þess að hann væri ódýrastur og líka vegna þess að ekki væri samstaða, hvorki fyrir norðan né austan, um Blöndu- eða Fljótsdalsvirkjun. Hann telur að ekkert liggi á að flýta nefndum virkjunum. Nægilegt væri að þær kæmu á „næstu áratugum". Sem sagt: Dæmigerður framsóknarhæga- gangur. Þó má segja að kviknað hafi lítið ljós á virkjanatýru ráðherrans og því ber að fagna, sérstaklega ef það bryti á bak aftur hina algeru andstöðu Aiþýðubandalagsins gegn allri inniendri orkuöflun. Ást er... hundinn hans meban hann fór til Akureyrar. TM Rm. U.S. Pat. Oft.-all rights rasarved • 1980 Los Angeles Tlmes Syndlcate - .... "•.... •. ’ • L.'r -T.1 HTmt. ,r i. Þú startar þegar ég kalla nú. HÖGNI HREKKVÍSI Sultartangi skal það vera Óhagkvæmari og dýr- ari virkjunarkostur Orkuráðherra lét líka ljós sitt skína í Morgunblaðinu 24. febrúar. Hann lýsir hneykslun sinni yfir þeirri ósvífni Steingríms að styðja virkjun við Sultartanga. Ýmislegt bendir nú til þess að orkuráðherrann sé að byrja að vitkast í orkumálum. Hann boðar nú virkjunarákvörðun norðan fjalla innan mánaðar. Ráð- herrann telur, að með því að mynda uppistöðulón við Sultartanga og veita fjórum nýjum vatnsveitum í Þórisvatn, sé hægt að tryggja næga orku til ársins 1987, en þá skal gangsetja verkjun fyrir norðan. Ég man nú ekki betur en Náttúruvernd- arráð hafi mótmælt frekari veitum í Þórisvatn, og líklegt tel ég að Sultartangavirkjun, með nýjum veitum og uppistöðulóni, verði að flestu leyti bæði óhagkvæmari og dýrari virkjunarkostur en t.d. Fljótsdalsvirkjun, því að hún getur gefið 300 MW. Um einn þriðji af þeirri orku færi til framleiðslu á iðnaðarvöru til sölu á erlendan markað, sem mundi að mestu standa undir virkjunarkostnaði, líkt og gerðist í Búrfellsævintýrinu. „Samheilleg uppistaða" og „sléttferli“ í orkumálum Orkuráðherra miðar við nýja spá orkuspárnefndar. Sú nefnd rembist nú eins og rjúpan við staurinn, við að sannfæra þjóðina um að allt muni draslast þótt lítið sem ekkert sé virkjað til ársins 1987. Og auðvitað er sami rassinn á báðum, enda sú nefnd afsprengi orkuráðherra. Sá grunur læðist nú að manni, að ráðherrann muni nauðugur eða vilj- ugur framkvæma „allsekkineitt"- stefnu Alþýðubandalagsins í orku- málum. En það mun nú koma í ljós innan mánaðar. Samtal var við Hjörleif Gutt- ormsson orkuráðherra í Morgun- pósti fyrir skömmu. Þar fannst mér hann gefa mjög loðin svör. Hann talaði um að ná „samheillegri uppi- stöðu" og að ná sér inn á „sléttferli" í orkumálum! Látum þá bara greiða sína olíu Það hefir komið berlega í ljós að andstaða er mikil gegn Blönduvirkj- un. Nú síðast gerir þingmaðurinn Páll Pétursson afboð með sannköll- uðu „fjár“-kúgunartilboði, og þar með er nær augljóst, að sú virkjun er úr leik í bili. Það væri landshneyksli að greiða þessu orkumálatoppihaldi fyrir norðan eins konar verðlaun fyrir andstöðu gegn einum bezta virkjun- arkosti í landinu, með geysilegum fjáraustri norður til jöfnunar orku- verðs. Látum þá bara greiða sína olíu að fullu, úr því þeir vilja heldur rándýra erlenda orku en innlenda hræódýra orku, sem liggur beint fyrir framan nefið á þeim. Möppudýr brjóta lög Litt fjáður námsmaður skrifar: „Ágæti Velvakandi! Ég er einn þeirra fjölmörgu námsmanna, sem beðið hafa þess að fá orlofsseðil sendan. í lögum um orlof er kveðið skýrt á um að orlof skuli sent út eftir útsendingu orlofsseðils í nóvember og febrúar. Þegar þetta er skrifað, 11. mars, bólar enn ekkert á seðlinum. Ekkert annað en stuldur Við skulum athuga það, að hér er um lögbrot að ræða. Það hlýtur að Sérlega skemmtileg og vel gerð mynd Dagný skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að þakka sjónvarpinu fyrir sýningu myndarinnar „Bjöllurnar þrjár“, mánudagskvöldið 2. mars. Myndin var að mínu mati sérlega skemmtileg og einstaklega vel gerð. Ég vona að sjónvarpið sjái sér fært að endursýna þessa frábæru mynd, áður en langt um líður. Bestu kveðjur." vera kominn alvarlegur brestur í kerfið, ef þeir sem eiga að sjá um að lög þessi séu framkvæmd, brjóta þau. Ég reyndi að grennslast fyrir um hverju þetta sætti. Eftir marg- ar símhringingar, komst ég í sam- band við eitt möppudýrið, sem tjáði mér að þetta hefði „tafist aðeins" hjá þeim. Hvað hefur tafist? Orlofsgreiðendur eru fyrir löngu búnir að inna greiðslur sínar af hendi. Þetta er ekkert annað en stuldur á fé þeirra, sem síst mega við því. Svo til verðlausir peningar verða alveg verðlausir. „Nei, við leyfum eng- ar undantekningar!“ Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að innborgað orlofsfé hafi verið notað í eitthvað annað og „töfin“ stafi af því. Við skulum taka samanburðardæmi. Hvað ger- Einn hálffertugur skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar mjög til að koma á framfæri tveim hugmyndum um málefni aldraðra. Sú fyrri er á þann veg að ellilífeyrisþegar sem ekki eru vistaðir á vegum hins opinbera njóti samsvarandi bóta samkv. skattalögum og barnabæt- ur eru hverju sinni. Hin hugmynd- in er sú að allir ellilífeyrisþegar fái niðurfellingu á afnotagjöldum ist ef þegnar þessa lands greiða ekki rafmagns-, hita- og síma- reikninga sína? Svarið vita allir. Það er lokað fyrir. Þá dugir ekkert að segja: „Heyrðu ég tafðist aðeins. Má ég ekki borga eftir hálfan mánuð?" „Nei, við leyfum engar undantekningar," er örugglega svarið. Siðleysi og lögbrot Hér er um • að ræða algjört siðleysi og skýlaust lögbrot af hendi þeirra sem sjá um stjórn á þessum málum. Reyndar er þetta í fullkomnu samræmi við alla stjórnun þessa lands. Siðleysi og kjaftæði situr í fyrirrúmi. Þegar landsmenn hafa losnað við þann ógæfulega hóp vindhana sem kall- ast Alþýðubandalag er kannski einhver von um að hægt verði að byggja upp allt það sem sá flokkur hefur lagt í rúst.“ síma, hljóðvarps og sjónvarps, án tillits til þess hvort þeir búa einir eða hjá öðrum. Byggi ég þessar tillögur á þeirri staðreynd að óhemju fjármagn sparast ríkinu þegar aldraðir reyna að sjá um sig sjálfir, eða þegar skyldfólk þess leggur á sig þær byrðar, sjálfviljugt eða til- neytt, að annast það. Slíkt verður seint að fullu greitt eða þakkað. Með þökk fyrir birtinguna." Tvær hugmyndir um málefni aldraðra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.