Morgunblaðið - 13.03.1981, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ 1981
Kite á möguleika á
óvenjulegri þrennu
• Tom Kite fagnar sigrinum . x.
JACK Nicklaus, Tom Kite og
Curtis Strange háðu mikla bar-
áttu um siðustu helgi i Inverrary
Golf Classic-mótinu i LauderhiII,
Florida. Inverrary-mótið er hluti
af þremur golfmótum sem haldin
eru í Florida i mars og gefa þessi
golfmót sérlega einstök auka-
verðlaun.
Mótin eru Inverrary Classic,
Doral Eiastern Airlines Open og
TPC, (Tournament Players
Championship). Ef sama atvinnu-
manni tekst að sigra fyrsta og
þriðja mótið, þá fær hann 100.000
dollara i aukaverðlaun. Ef hann
sigrar i tveimur mótum i röð þá
fær hann 250.000 dollara, og ef
hann vinnur öll þrjú mótin þá
eru aukaverðlaunin 500.000 doll-
arar. Auðvitað eru möguleikarn-
ir mjög litlir að þetta takist, en
nú á Tom Kite tækfæri á þessu,
þar eð hann sigraði Jack Nick-
laus og Curtis Strange i Inverr-
ary-mótinu.
Síðasta daginn virtist Curtis
Strange vera með pálmann í
höndunum allt fram að 12. holu,
en þá var staða þeirra þriggja
þannig að Curtis Strange var 14
undir pari vallarins, Jack Nicklaus
var 11 undir pari og Tom Kite var
einnig 11 undir pari.
Jack Nicklaus lék 12. holuna,
sem er par 3.200 yarda löng, á
undan Curtis Strange og Tom Kite
og fékk Nicklaus „birdie" með því
að setja niður 20 metra pútt.
Strange fékk bogey á þessari sömu
12. holu og var þá aðeins eitt högg
á milli þeirra. Tom Kite fékk líka
„birdie" og komst í 12 undir par.
Nicklaus var í hópi með Johnny
Miller og Raymond Floyd og til
gamans má geta að samanlagt
hafa þessir menn unnið 100 golf-
mót á sínum keppnisferli. Tom
Kite og Curtis Strange léku saman
í síðasta hópi. Staðan breyttist
ekkert á 15. holunni, sem er par 5
og er 532 yarda löng. Geysilöng
teighögg gera þessum atvinnu-
mönnum kleift að ná inn á flötina
í tveimur höggum, og eru þeir þar
með að pútta fyrir „eagle" eða 2
undir par. Það má segja að þessar
löngu holur séu öruggar birdie-
holur fyrir þá.
Nicklaus fékk sinn birdie með
því að setja niður 7 metra pútt;
Strange fékk sinn með meters
pútti og Kite fékk sinn með 2
metra pútti, og staðan var óbreytt.
Á síðustu þremur holunum kom
æfingaleysið hjá Nicklaus í Ijós og
taugaspennan gerði út um
Strange.
Jack Nicklaus gerði alvarleg
mistök bæði á 16. og 18. holu og
notaði pútter rétt fyrir utan flat-
irnar, þar sem eðlilegast var að
nota “chip“-högg og fékk bogey á
báðum holunum fyrir mistökin.
Nicklaus var þar með búinn að
klára og stóð í 13 undir pari.
Síðasta púttið hans var ekki nema
50 sentimetrar og tókst ekki.
Strange lenti einnig í erfiðleik-
um og fékk bogey á 16. og 17.
holunum. Kite hins vegar setti
niður 5 metra pútt á 17. holu, og
vissi þar með að par á síðustu
holunni mundi duga, og fékk hann
það par auðveldlega. Kite sigraði á
14 undir pari og voru verðlaunin
54.000 dollarar auk tækifærisins
sem Kite hefur í aukaverðlaunin
stóru.
Jack Nicklaus, sem býr rétt hjá
þessum golfvelli, hefur undanfar-
in ár haft einkarétt á þessu móti
og hefur unnið mótið þrisvar
sinnum, 1976, 1977 og 1978 og
hefur einnig orðið 2., 3., 4. og 6. í
hinum þátttökunum. Þessi þrjú
mót hefur Nicklaus notað mest til
undirbúnings fyrir fyrsta stórmót
ársins, Masters-keppnina, sem fer
fram í aprílbyrjun í Augusta,
Georgia og er Nicklaus talinn
sigurstranglegastur þar ár eftir ár
og verður fróðlegt að fylgjast með
hvort hann sigrar þar þetta árið.
Tom Kite verður undir smásjá
um næstu helgi þegar hann tekur
þátt í Doral-keppninni og vonandi
gengur honum vel, því enda þótt
að líkurnar séu fremur litlar, er þó
alltaf möguleiki á að hann vinni
allar þrjár keppnirnar í röð, því
það hefur nú þegar einum manni
tekist, og það var Hubert Green,
en því miður fyrir hann voru
engin aukaverðlaun sem þessi í
spilinu á þeim árum.
Baldvin Berndsen
Brynjólfur
hleypur vel
HINN ungi og efnilegi millivega-
lengdahlaupari úr ÚIA, Brynjólf-
ur Hilmarsson, sem búsettur er i
Sviþjóð, tók nýverið þátt i
sænska innanhússmeistaramót-
inu. Hljóp Brynjólfur 1.500
metra hlaup á 4:01,7 minútum og
800 metra hlaup á 1:57,4 min,
sem er ágætur árangur.
Brynjólfur segist æfa fyrir 800
og 1500 metra hlaup, en hann
hefur keppt fyrir fslands hönd i
langhlaupum i landsliði fuilorð-
inna og í millivegalengahlaupum
i unglingalandsliði.
Meistaramót
unglinga í
lyftingum
fslandsmeistaramót i ungl-
ingaflokkum i iyftingum verður
háð í anddyri Laugardalshallar-
innar á morgun og hefst keppni
klukkan 15.00. Aætlað er að
mótinu ijúki milli kiukkan 18.00
og 19.00. Keppt verður í tveimur
hópum, 7 þyngdarflokkum og eru
skráðir keppendur 17 talsins.
Eru þeir á aldrinum 14 — 19 ára.
Ýmsir þeirra sem keppa að þessu
sinni eru nýliðar og þykja sumir
þeirra afar efnilegir.
Ódýr
matarkaup
Okkar Skréö
tilboö verð
Nautahakk 10 kg. 43,00.-
Nautahakk 1. kg. 48,00.- 71,20.-
Folaldahakk 24,50.- 39,70.-
Kindahakk 34,70.- 53,00,-
Saltkjötshakk 34,70.- 53,00,-
Svínahakk 49,00.- 68,00,-
Ærhakk 26,00.- 39,00.-
Marineruö lambarif 28,60.- 34,70,-
Síldarsalat
Rækjusalat
Skeinkusalat
ítalskt salat
Lauksalat
Hrásalat
47.50 kr. kg.
56,15 kr. kg.
59,25 kr. kg.
39,45 kr. kg.
29,55 kr. kg.
24.50 kr. kg.
Unghænur 10 stk. í kassa 24,00.- stk.
Kjúklingar 10 stk. í kassa 41,90 - stk.
Ódýru söltuöu rúllupylsurnar.
Allir kjötskrokkar afgreiddir hjá okkur.
Opiö til kl. 7 á föstudögum.
Opiö á laugardögum kl. 7—12.
OMur Skráð
iiiDoo varo
Folaldabuff 64,70.- 83,25.-
Folaldagullasch 62,40,- 74,00.-
Folaldaanitchal 64,70,- 83J2S.-
Folaldafillet 66,25.- 84,70.-
Folaldamörbrá 66,25,- 84,70,-
Raykt folaldakjöt 23,70.- 29,00.-
Saltaö folaldakjöt 15,75.- 26,00.-
KJOTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.S.86ÍII
Okkar Skrá
tilboð vtrð
Nautabógsteik 33,75.- 43,60.-
Nsutagrillsteik 33,75.- 43,60-
Nautaenitchel 93,55- 134,00-
Naulagullaech 77,00- 106,60.-
NautaRoast-Beef 84,70- 102,00.-
Nautainnanlsri 98,55 - 134,00.-
Nautafillet 112,60.- 147,80.-
Nautamörbrá 112,60.- 147,80,-
Kreditkorthafar
verzliö viö okkur.