Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 1
Sunnudagur
29. marz 1981
Bls. 41-72
A myndinni að ofan er Bevin á verkalýðs-
fundi 1 Rristol 1914. Á neðri myndinni
faKnar hann kosninKasÍKri Verkamanna-
flokksins 1945. _______________________
Efri myndin: Bevin ávarpar þinK verkalýðssamhandsins i
NottinKham 1930. Neðri myndin: Bevin undirritar samninK
sem utanrlkisráðherra. Neðst tii hæKri er Bevin ásamt
Florence, konu sinni. skðmmu áður en hann lézt, 1951.
Ernest Bevins, eins íremsta leiðtoga brezka Verkamannaílokksins, heíur verið minnzt sem eins aí pólitískum risum
aldarinnar i tilefni af því að eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans 7. marz sl.
Saga hans er merkileg. Þegar hann var verkamálaráðherra í síðari heimsstyrjöldinni stjórnaði hann vinnuafla Bretlands
og var valdamesti ráðherrann í striðsstjórninni fyrir utan Churchill. Jack Jones, hinn kunni verkalýðsleiðtogi, leiðir að því
rök, að staða verkamanna hafi stórhatnað fyrir tilverkan Bevins og hann hafi haft forystu um breytingar, sem hafi jafngilt
þjtiðfélagsbyltingu. Síðan var Bevin utanríkisráðherra i stjórn Attlees frá 1945 þar tii nokkrum vikum fyrir andlát sitt 1951
og mótaði grundvöll þeirrar stefnu, sem utanrikisráðherrar Bretlands hafa fylgt út í æsar allar götur siðan. Hann hafði
forgöngu um stofnun Atlantshafsbandalagsins, beitti sér fyrir Marshall-áætluninni, sem kom til leiðar efnaahagsbata
Evrópu, og sameinaði hinn frjálsa heim gegn stalinisma, öllum öðrum mönnum fremur. Eins og Christopher Mayhew,
starfsbróðir hans í utanrikisráðuneytinu á þessum dögum, orðar það: „Þetta var stærsta starf í heiminum á þessum tíma.
Starfið hæfði honum og hann leysti það af hendi.“
eftir PETER
BATTY
Ibúar þorpsins Winsford í
Somerset þar sem Bevin
fæddist í tveggja hæða
verkamannskofa fá hroll
þegar nafn hans er nefnt nú og
segja: „Við erum allir íhaldsmenn
hér“. Margt hefur breytzt í Wins-
ford síðan á dögum Bevins. Þæg-
indi og velsæld ráða þar ríkjum nú
orðið. Þorpið er á ferðamannaleið-
inni í Exmoor. Skrautklæddir
veiðimenn ríða velkembdum hest-
um sínum fram hjá snyrtilegum
sveitahúsum og þetta er heimur
sem Bevin þekkti aldrei.Stundum
koma hestamennirnir við í
þorpskránni Royal Oak þar sem
móðir Bevins skúraði gólf á hverj-
um degi til að sjá fjölskyldu sinni
farborða.
Bevin var sjöunda barn hennar
og Diana Bevin (eða Mercy Bevin
eins og hún var oftast kölluð)
hafði skilið við eiginmann sinn.
Raunar vissi Ernest aldrei hver
faðir hans var. Hann fæddist
óskilgetinn og áður en hann komst
á þann aldur að hann færi að
spyrja móður sína nærgöngulla
spurninga dó móðir hans. Hann
var þá tæplega átta ára gamall og
var sendur til sveitarinnar Morc-
hard Bishop í Devonshire til að
búa hjá hálfsystur sinni, sem
hafði gifzt járnbrautarstarfs-
manni.
Þar vill heldur enginn kannast
við Bevin. En einn kennaranna í
barnaskólanum á staðnum gat
dregið fram bekkjarkladdann frá
þessum tíma og þar mátti auðvit-
að sjá nafn Bevins — seip var
ranglega og háðulega stafsett Bev-
an. Þegar fósturfaðir hans var
hækkaður í tign færði hann sig
um set niður eftir járnbrautarlín-
unni í átt tii Exeter, til þorpsins
Copplestone. Þar þurfti hann að
ganga fjóra kílómetra í skólann,
sem nú hefur verið lokað. Áður en
eitt ár var liðið var hann settur í
annan og stærri skóla í Crediton,
markaðsbæ héraðsins í átta kíió-
metra fjarlægð, og þangað fór
hann á hverjum degi með lest og
fékk ókeypis far þar sem hann var
á framfæri járnbrautarstarfs-
manns.
Þegar Bevin var aðeins 11 ára
og varla læs var hann látinn vinna
landbúnaðarstörf í sveitinni um-
hverfis Copplestone. Á fyrsta býl-
inu fékk hann sex pens á viku og
ókeypis fæði og húsnæði. Þar sem
enginn annar á heimilinu var læs
kom það í hans hlut á hverju
kvöldi að lesa sögur úr þorpsblað-
inu.
Á næsta sveitabænum fékk
Ernest sérherbergi í einu útihús-
anna. Hann hafði það starf að
hreinsa grjót af ökrunum, reka
nautgripi, taka upp rófur og svo
framvegis. En þegar Bevin var
orðinn rúmlega 13 ára fluttist
hann úr héraðinu til hálfbræðra
sinna í Bristol.
Hann kunni enga iðn og þekkti
aðeins undirstöðuatriði í lestri,
Sjá bls. 44 og 45.