Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 4 5
sjálfs hefði orðið allt öðru vísi, því
að hann og Morrison þoldu ekki
hvor annan, en hins vegar mynd-
uðust fljótt sterk tengsl milli hans
og Attlees.
Lífið var ekki dans á rósum hjá
Bevin. Hann eignaðist marga
óvini í félagi sínu vegna þess
hvernig hann hélt á vinnudeilu
strætisvagnastjóra í London
skömmu fyrir stríð — verkalýðs-
leiðtogum, sem stóðu að öðru leyti
með honum, svíður enn afstaða
hans til þeirra þá. Hann var í og
með dálítill einfari að dómi Sir
Vincent Tewsons. Tewson, sem var
næstráðandi Citrines í TUC á
þessu tímabili, segir að ljósið í
skrifstofu Bevins hafi nær alltaf
logað fram á kvöld. Þegar Tewson
bauð fram aðstoð hafnaði Bevin
venjulega boðinu.
Ivy Saunders, ritari hans á þeim
dögum, segir að hann hafi aldrei
hlíft sér — eða öðrum ef út í það
er farið — en seiglazt við það sem
hann var að vinna hverju sinni
unz hann rak smiðshöggið á það.
Vinnudagur hans var langur,
menn komu í viðtöl til hans með
10 mínútna millibili, hann sat
óteljandi nefndarfundi, varð að
lesa ótal skjöl og lesa fyrir ótal
greinargerðir, hann fór aldrei frá
skrifstofunni fyrr en kl. 7. 30 á
kvöldin og hafði jafnan heim með
sér fulla tösku af skjölum sem
hann hafði myndað sér skoðun á
þegar hann kom aftur kl. 9
morguninn eftir. Flestar helgar
sat hann á fundum eða ávarpaði
ráðstefnur. Þá sjaldan hann gat
um frjálst höfuð strokið á laugar-
dagseftirmiðdögum fór hann helzt
í tyrkneskt bað í Northumberland
Avenue og borðaði síðan úti með
konu sinni og Queenie dóttur
sinni, en á eftir var kannski farið í
söngleikahús. Hann fór sjaldan í
leikhús. „On with my motley" var
uppáhaldslagið hans, að því er
hann sagði Queenie.
Heilsa Bevins varð óhjákvæmi-
lega fyrir áfalli og hann var að
hugsa um að leggja niður störf
þegar hann var sextugur 1941. Ef
hann hefði sagt af sér þá hefði
hans samt verið minnzt sem eins
af risum verkalýðshreyfingarinn-
ar. En í maí 1940, þegar Churchill
varð forsætisráðherra, hóf Bevin
nýjan feril — sem verkalýðsmála-
ráðherra. Verkefni hans var að
kalla karla og konur Bretlands til
starfa í þágu stríðsrekstursins og
þetta útkall átti sér enga hlið-
stæðu. Ekki aðeins í heraflann,
heldur einnig í skotfæraverk-
smiðjurnar. Til þess að gera þetta
var honum veitt gífurlega mikil
völd — meiri völd en nokkrum
öðrum manni fram til þessa: til
þess að kalla menn í herinn, til
þess að beina verkamönnum úr
einni atvinnugrein í aðra, til þess
að flytja verkamenn úr einum bæ
í annan. Þrátt fyrir lögregluríki
og orðlagða skipulagsgáfu komst
stríðsviðbúnaður Þjóðverja aldrei
í hálfkvisti við viðbúnað Breta
undir forystu Ernest Bevins. „Stór-
kostlegt" var dómur margra
brezkra embættismanna um
frammistöðu Bevins á þessum
tíma. Frá sumum heyrðust
óánægjuraddir, aðallega af því
þeim þótti hann hranalegur við þá
sem gerðu axarsköft eða voru
seinir á sér. En Sir Frederick
Leggett, sem er 96 ára gamall og
varð staðgengill Bevins í ráðu-
neytinu, segir að Ernest hafi
staðið sig vel vegna þess að hann
hafi alltaf tekið tillit til mann-
legra hliða allra vandamála og
aldrei gleymt að hann var að fást
við fólk.
Ef til vill var erfiðasta vanda-
mál Bevins að kolaframleiðsla
minnkaði og aðferð hann til að
leysa það — þvingað útboð manna
til að vinna í námunum eins og
menn eru kvaddir til herþjónustu
— var kannski umdeildasta
ákvörðunin í ráðherratíð hans, að
minnsta kosti loðuðu óvinsældir
hennar lengi við hann. Mikil reiði
ríkti gegn áætlun hans um „Bev-
in-drengina“ og hún tókst ekki
sérlega vel.
Að margra dómi verður Bevins
frekar minnzt fyrir að koma til
leiðar umbótum sem lengi hafði
verið þörf á í verksmiðjum, svo
sem hvíldarheimili fyrir verka-
konur, heimili handa einhleypum
stúlkum, dagvistarstofnanir
handa útivinnandi húsmæðrum,
atvinnu handa fötluðum, betri
matstofur, bætt samgöngukerfi og
bætta læknisaðstöðu o. sv. frv. —
sem nú þykja sjálfsagðir hlutir í
atvinnulífinu, en voru taldir bylt-
ingargjarnir í stríðinu. Jafnvel á
árinu 1942, þegar stríðið gekk
sérstaklega illa fyrir Bandamenn,
minnast margir samstarfsmenn
hans þess að hann hugsaði upp-
hátt um heiminn eins og hann
ætti að verða þegar sigur ynnist.
Uppáhalds orðtæki hans á þessum
tíma var: „Þetta er alþýðustríð:
það verður að leiða til alþýðufrið-
ar.“
Enginn ráðherra naut eins mik-
ils álits í stríðslok nema Churchill.
A sama hatt og herútboð hans
hafði verið meistaralegt var af-
vopnun hersins vel framkvæmd og
mannúðleg. Winston vildi sæma
hann heiðursmerki, en hann hafn-
aði því á sama hátt og hann
hafnaði boði Ramsay MacDonalds
um aðalstign á árunum eftir 1930.
Vegtyllur skiptu hann ekki máli
og auður ekki heldur.
Árið 1946 var hann 64 ára
gamall og hjartaveill. Margir gerðu
ráð fyrir að hann mundi segja af
sér. En hann var staðráðinn í að
hafa áhrif á viðreisnina eftir
stryjöldina og var tregur til að fá
það starf í hendur manna eins og
Herbert Morrisons. Uppi var
hreyfing um að skipa Morrison
leiðtoga Verkamannaflokksins í
stað Attlees og það gerði Ernest
heitt í hamsi. Butler lávarður,
samráðherra Bevins í stríðinu,
heldur því fram að Bevin hafi
verið þannig skapi farinn, að
þegar hann hafði veðjað á hest
veðjaði hann alltaf á hann eftir
það — og þannig var það með
hann og Attlee.
Ef Bevin hefði sjálfur mátt ráða
eftir stórsigur Verkamanna-
flokksins hefði hann kosið að taka
við fjármálaráðuneytinu. En þá
hefði hann komizt í snertingu —
og illdeilur — við Morrison, sem
Attlee hafði lofað að hafa yfir-
umsjón með innanrikismálum.
Þegar Bevin var sagt að hann ætti
að verða utanríkisráðherra varð
hann fyrst fyrir vonbrigðum. Það
hafði líka áhrif á næstu persónu-
legu fyrirætlun hans, því að hann
og kona hans höfðu pantað sumar-
leyfisdvöl í Devon.í þess stað steig
hann upp í flugvél daginn eftir
ásamt Attlee og fór til Berlínar til
að koma fram fyrir hönd Bret-
lands á Potsdam-ráðstefnunni
ásamt Stalín og Truman. Þriðji —
og að mörgu leyti afdrifaríkasti —
kafli ferils hans var hafinn.
Starfsmenn utanríkisráðuneyt-
isins biðu komu Bevins á vettvang
utanríkismálanna með varúð og
sömuleiðis Rússar og Ameríku-
menn. Að sögn Sir Roderick Barc-
lay, sem var helzti aðstoðarmaður
hans 1949 til 1951, hófst samvinn-
an skínandi vel. Starfsmenn ráðu-
neytisins komust að raun um að
Bevin las skjöl þeirra, hlustaði á
það sem þeir höfðú að segja og tók
síðan ákvörðun. Þetta var ákveðni
sem þeir kunnu vel að meta.
Hann einsetti sér að læra tökin
á Rússum, því að hann hélt að
utanríkisráðherra Verkamanna-
flokksins væri betur í stakk búinn
til þess vegna hugmyndafræðilegs
skyldleika vinstrimanna. En eftir
margra mánaða ferðalög varð
hann stöðugt vondaufari, eins og
hörkulegur svipur hans á frétta-
myndum frá þessum tíma sýnir
alltof vel. Herská og ósveigjanleg
afstaða Stalíns olli honum von-
brigðum, einkum þegar boð hans
um að framlengja vináttusamning
Breta og Rússa úr stríðinu til 50
ára var virt að vettugi. Hann varð
beiskur andstæðingur stalinista
og kommunista.
Sir Frank Roberts, helzti ráðu-
nautur Bevins á undan Sir Roder-
ick Barclay, spurði eitt sinn Bevin
hvenær hann hefði fyrst lært
tökin á Rússum. Hann svaraði því
til, að það hefði verið á Bristol-
sigur. Og færa má að því rök að
gefa megi henni nafnið Bevin-
áætlunin eins og George-Brown
lávarður heldur eindregið fram,
þar sem hún var aðeins óljóst
loforð um hjálp til að endurreisa
skipulag atvinnumála í Evrópu
sem kom fram í Harvard-ræðu
Marshalls hershöfðingja, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, í júní
1947, en það var aftur á móti
Bevin sem greip þetta tilboð á lofti
og sneri því, að sjálfsögðu með
aðstoð Bandaríkjamanna, upp í
áætlun um efnahagsbata Evrópu.
Starf hans náði hámarki árið 1949
með stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins, sem Sherfield lávarður,
þáverandi aðstoðarutanríkisráð-
herra, segir að hafi verið mesta
afrek Bevins á sviði utanríkis-
mála. Roy Jenkins og Butler
lávarður taka í sama streng.
Allt þetta afrekaði Bevin þegar
hann var kominn undir sjötugt og
þegar hann fékk óhugnanlega tíð
hjartaáföll. Sir Roderick Barclay
minnist þess að læknir Bevins
sagði eitt sinn að eini heilbrigði
hluti líkama hans væru fæturnir
og þar sem hann vóg um 270 pund
þurftu þeir að bera mikla byrði.
Hann átti líka fullt í fangi með að
beygja sig og þurfti stundum hjálp
við að hnýta skóreimarnar. En
hjartað olli honum mestum erfið-
leikum. Hann gat átt von á áfalli
hvenær sem var: í diplómataboði
eða við undirritun samninga eða
jafnvel þegar hann steig um borð í
Queen Mary að viðstöddum full-
trúm heimsblaðanna. Sem betur
fór stóðu þau stutt og hann hafði
pillur á sér til vonar og vara, ef
neyðin kallaði. Lífvörður Bevins
og ritari hans höfðu alltaf auka-
birgðir við höndina og höfðu æft
sig í því að skjóta þeim að Ernest
án þess að nokkur tæki eftir.
Bevin fékk lítið hrós í flokki
sínum fyrir að standa upp í hárinu
á Rúissum, því að hann átti alltaf
í útistöðum við félaga sína iengst
til vinstri í flokknum. Þetta olli
því, að hann fjarlægðist þingið.
Shinwell lávarður, samráðherra
hans á þessum dögum, heldur því
fram, að Bevin hafi eiginlega
aldrei notið sín í Neðri málstof-
unni, ekki verið mikill þingmaður,
að hann hafi ekki þolað gagnrýni,
honum hafi alltaf þótt mótstaða
grunsamleg í meira lagi og gram-
izt hún og hann hafi litið á hana
sem persónulega móðgun, talið að
þeir sem væru honum ósammála
dögunum þegar hann varð að
semja í eigin persónu um ferm-
ingu og affermingu hvers skips við
hvern skipstjóra fyrir sig. Flestir
þeirra vildu bjóða honum í glas
þegar þeir ræddu skilmálana. En í
samningum við rússnesku skipin
lærði hann fljótt að semja um
skilmálana fyrst og þiggja í glas á
eftir. Barclay sagði að Bevin hefði
þybbazt eins lengi við og hann gat
á alþjóðlegum ráðstefnum þegar
Rússar voru sérstaklega þreytandi
á þeirri forsendu að þolinmæði
væri ómetanleg og að lokum hlyti
einhver að gefast upp.
Gladwyn lávarður minnist þess
að þegar Bevin þurfti að slaka á á
kvöldin, þegar ýfir stóð sérstak-
lega erfið ráðstefna með Rússum í
París, hafi Bevin gjarnan skipu-
lagt samsöng meðal brezku full-
trúanna í hótelíbúð sinni. Einu
sinni truflaði hótelstjórinn söng-
inn til að kvarta yfir of miklum
hávaða. Gladwyn telur óhugsandi
að Molotov, hinn rússneski starfs-
bróðir Bevins, og ráðunautar hans
hefðu getað slakað á með þessum
hætti — þetta var það sem gerði
Ernest Bevin dálítið einstakan á
vettvangi utanríkismálanna eftir
stríðið.
Þegar Rússar höfðu lagt stein í
götu hans reyndi hann að tryggja
öryggi hins frjálsa heims með
stuðningi við Sameinuðu þjóðirn-
ar. Það hafði í för með sér enn
fleiri erfið ferðalög og enn fleiri
vonlausar ráðstefnur. Það hafði
líka í för með sér ótal ræður.
Þegar litið er á gamlar frétta-
myndir og horft á Bevin flytja
þessar ræður og hlustað á hann
vekur athygli sá einlægi áhugi
sem hann hafði á málstað SÞ —
áhugi sem fáir vestrænir stjórn-
málamenn mundu fyllilega deila
með honum nú í dag, stolt hans af
afrekum Breta í síðari heimsstyrj-
öldinni og gremja hans í garð
Rússa vegna sýnilegs skilnings-
leysis þeirra á þessum afrekum.
Slíkar tilfinningar virðast ekki
njóta nógu mikils stuðnings nú í
dag.
Þegar Bevin hafði mistekizt að
fá Rússa til samstarfs við endur-
reisn Evrópu hófst hann handa
um að reisa hana við sjálfur, í
hverju landinu á fætur öðrum,
með hverjum samningnum á fæt-
ur öðrum. En stærsta afrek hans í
embætti utanríkisráðherra var að
skuldbinda Bandaríkin til þátt-
töku í vörnum Vestur-Evrópu.
Marshall-áætlunin var líka mikill
væru í raun réttri að reka rýting í
bakið á sér. George-Brown lávarð-
ur heldur því fram, að Bevin hafi
litið niður á stjórnmálamenn og
talið þá óæðri mannverur. Sér-
staklega fannst honum Herbert
Morrison háll og reikull og ótrúr.
Þegar félagi hans gaf í skyn, að
Morrison væri mesti óvinur hans
hreytti Bevin út úr sér: „Ekki
meðan ég lifi.“
Hann hélt einkalífi sínu alltaf
aðskildu. Vinir hans halda því
fram, að hann hafi ekki átt
auðvelt með að kynnast fólki, ekki
verið félagslyndur að eðlisfari, og
honum hafi ekki fundizt auðvelt
að slaka á með öðru fólki og vera í
félagsskap, nema hann hefði þekkt
það lengi. Roy Jenkins heldur, að
Bevin hafi átt sárafáa nána vini
nema Florence konu sína. Alex-
ander Frere, sem var blaðafulltrúi
Bevins í stríðinu og varð seinna
stjórnarformaður bókaforlagsins
Heinemann, segir að mjög kært
hafi verið með þeim hjónum og
hún hafi ekki farið með honum í
hinar mörgu ráðherraferðir hans
einfaldlega vegna þess, að hún var
feimin og hefði ekki vitað sitt
rjúkandi ráð. Þó kom fyrir, að hún
lét í ljós afbrýðisemi í garð hins
stóra kunningjahóps eiginmanns
síns.
Sumum þeirra fannst hún heim-
óttarleg og vera eins og smá-
bóndakona að skapferli. Meira að
segja þegar Ernest var orðinn
verkalýðsmálaráðherra var hún
ekki yfir það hafin að trufla hann
á mikilvægri ráðstefnu til að
kvarta yfir því að öskukarlarnir
væru seint á ferðinni heima hjá
þeim. Sir Roderick Barclay minn-
ist þess, að hún hringdi eitt sinn í
Bevin í utanríkisráðuneytið til að
spyrja hann ráða um, hvernig hún
ætti að meðhöndla erfiðan steik-
arbita, sem hún var að matreiða.
Hjónabandið hefur greinilega
ekki verið auðvelt fyrir hana, því
að vegna vinnunnar kom Ernest
alltaf seint heim á kvöldin og
hann var oft lengi fjarverandi að
heiman. Hann harmaði það oft í
samræðum við vini sína, að hann
gæti ekki verið oftar með Queenie
fósturdóttur þeirra. Þegar hún var
lítil hafði hann gaman af því að
fara með hana í langar gönguferð-
ir úti í sveit um helgar og í
ökuferðir í opnum bifreiðum niður
að ströndinni í Sussex. Seinna,
þegar hann var utanríkisráðherra,
reyndi hann að sjá svo um, að
henni og eiginmanni hennar væri
boðið öðru hverju í diplómata-
veizlur, svo að hann gæti verið
með þeim smástund.
Queenie er enn á lífi og er
ákaflega feimin, treg að ræða um
foreldra sína, að minnsta kosti
opinberlega. Þau voru aldrei rík,
því að föður hennar var aldrei
sýnt um að heimta kauphækkun
handa sjálfum sér og seinna gaf
hann drjúgan hluta af ráðherra-
laununum. Hann gat lítið lagt
fyrir og þegar hann var látinn
seldi móðir Queenie marga hjart-
fólgna gripi til að sjá sér farborða,
þangað til vinir þeirra komust að
því og hjálpuðu henni.
Bevin taiaði talsvert um móður
sína og hafði ljósmynd af henni á
borðinu hjá sér alla tíð. Þótt hún
létist þegar hann var lítill drengur
hafði hún samt mikil áhrif á hann.
Hann unni henni greinilega mjög
og honum fannst hann standa í
mikilli þakkarskuld við hana. Þeg-
ar hann var að því spurðúr seinna
á lífsleiðinni, hvers vegna hann
væri eins og hann væri, svaraði
hann alltaf: „vegna móður minn-
ar.“
Bevin lézt 14. apríl 1951. Hann
var án vafa mikilmenni og við
munum ekki aftur sjá hans líka.
Eins og Roy Jenkins orðar það,
„Enginn sem er fæddur 20, 30, 40,
hvað þá 50 árum síðar en 1881,
getur verið gæddur eins mikilli
eðlisgreind og Bevin ,án þess að
ryðja sér braut upp í gegnum
menntakerfið." Þegar Georg VI
spurði Bevin hvar hann hefði
fengið menntun sína svaraði hann
„í limgerðum lífsreynslunnar."
Hann var einstakur maður, risi,
einn af milljón.
Dean Acheson áeamt Bevtn áriA YMO.
Bevin ( Paría 1949 éaamt emlMettiabraaArum sínum Acheson,
Vishinsky og Schuman.