Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1981, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 3. grein Við atburð eins og þann að vera tekinn fyrir ölvun við akstur vakna ýmsar spurningar um framgang þeirra mála eins og komið hefur fram í fyrri greinum um þessi mál. Hér á eftir verður rætt við prófessor Þorkel Jóhann- esson, forstöðumann Rannsóknar- stofu Háskólans í lyfjafræði, og Kristínu Magnúsdóttur, sem þar starfar, um mælingu alkóhóls í blóði, sem fer fram á rannsókn- arstofunni. Einnig verður rætt við Þorkel um læknisfræðilegt mat á ölvunarástandi en það er hald margra að koma beri á slíku mati, þegar ákveðin er sekt eða sýkn ökumanns, sem grunaður er um ölvun við akstur. Rætt verður við Hjalta Zóph- óníasson deildarstjóra í dóms- málaráðuneytinu, m.a. um mögu- legar breytingar á ýmsum þáttum, sem snúa að töku blóðsýna. Læknisfræði- legt mat? Þegar alkóhólmagn í blóði er notað sem mælikvarði á aksturs- hæfni er einstaklingur talinn ölv- aður fari alkóhólmagn í blóði upp fyrir ákveðin mörk. Þessi mörk eru sett við 0,5%o alkóhóls í blóði, en við þau mörk er talið að alkóhóláhrifa fari að gæta á aksturshæfni. Þegar ölvun er metin út frá læknisfræðilegu sjónarmiði er venjulega reynt að meta ölvunina út frá ósamræmi í hreyfingum. Athugað er til dæmis, hvort menn séu þvoglumæltir. Þeir eru látnir gangast undir eins konar skrift- arpróf og á þann hátt athugað, hvot þeir hafi vald á handarhreyf- ingum sínum. Þeir eru látnir ganga eftir striki og athugað hvort jafnvægisskynið er í lagi. Menn eru látnir fara með þulur eins og „Stebbi stóð á ströndu, var að troða strý, strý var ekki troðið nema...“ til að athuga hvort ökumaður hafi vald á máli sínu. Síðan eru athuguð ýmis önnur ölvunareinkenni eins og roði í andliti eða óeðlilegur gljái í aug- um, svo eitthvað sé nefnt. Læknisfræðilegu mati á ölvun ber ekki í öllum tilfellum saman við niðurstöður alkóhólmælinga Samkvæmt athugunum í Þýska- landi á 450 einstaklingum, sem athugaðir voru við löggæzlu, kom í ljós, að af þeim voru 105 ekki ölvaðir við læknisskoðun. Úr þeim hópi voru þó 35% með alkóhól- magn milli 1,1 og l,8%o, 12% með alkóhólmagn milli 1,9 og 2,5%c, 2% höfðu meira en 2,5%o alkó- hólmagn í blóði. Einnig kom í ljós, að af 35 mönnum, sem við lækn- isskoðun voru taldir vera mjög ölvaðir, reyndust 6% hafa undir 1%0 af alkóhóli í blóði. Ber þessum rannsóknum saman við aðrar samskonar rannsóknir (Hæstaréttardómar XL bls. 188). Við spurðum prófessor Þorkel Jóhanneson að því hvort hann teldi æskilegt að koma á klínísku mati við ákvörðun ölvunarástands ökumanns? „Já, ég tel það hyggilegt og hef lagt það til við lögreglustjóraemb- ættið hér í Reykjavík og ýmsa fleiri aðila að fenginn yrði sér- stakur lögreglulæknir, sem væri (helst) sérmenntaður í réttar- lækningum. Yrði að haga því þannig, að lögreglan hefði alltaf aðgang að slíkum lækni og gæti það létt störfum af læknum, sem taka blóðsýni úr mönnum á slysa- deild sjúkrahúsanna. Slíkur lækn- ir kæmi sér einnig vel, þegar ökumaður er talinn undir öðrum áhrifum en áfengisáhrifum. Því enn eru ekki til nein fastsett mörk hvað varðar ýmis lyf og er vanda- mál að fastsetja slík mörk. Því gæti læknir komið að góðum notum við að meta ástand manns, sem væri undir einhverjum annar- legum áhrifum öðrum en áfeng- isáhrifum. Mæling á áfengismagni í blóði Hvernig er áfengismagn í blóði mælt? „Sú aðferð sem notuð er við greiningu á alkóhóli (etanóli) í blóði kallast gasgreining á súlu og er þessi aðferð almennt notuð við alkóhólákvarðanir á Norðurlönd- um og víðar. Kostir aðferðarinnar eru mikið næmi og hæfni til þess að greina sundur náskyld efni.“ „Rannsókn á blóðsýni fer þann- ig fram segir Kristín Magnúsdótt- ir að samanburðarlausnir, sem venjulega eru fjórar, eru blandað- ar með þynnivökva, sem er 0,4%o n-própanól leyst í vatni, þrjár þynningar af hverri. Sýni eru blönduð í glasi með þynnivökva, þrjár þynningar af hverju. Þynn- ingarnar eru númeraðar jafnóðum og númer skráð á vinnublað. Sýnum er síðan komið til gas- greiningar eftir að þau hafa verið látin standa í eina klukkustund. Gasgreiningin er framkvæmd þannig, að tekinn er einn millilítri af loftfasa úr glasinu og sprautað inn í gasgreininn. Áður var notað- ur vökvi. Skráð er á gasgrein- ingargrafið númer viðkomandi þynningar. Samanburðarlausnir eru teknar inn á milli sýnanna og reiknilínan endurmetin. „Síðan er farin önnur umferð með sýningarþynningar, ekki þær sömu og áður og samanburðar- lausnir og gagsgreiningargröf fengin. Þess er einnig gætt, að reiknilínan sé jafnan endurmetin milli þess, að tvær þynningar sama sýnis eru ákvarðaðar." Matur í maga hefur áhrif á magn alkóhóls i blóði. ekki að vera hægt að rugla sýnum saman. Það er sem sagt fylgt ákveðnu kerfi og við höfum ekki orðið vör við annað en þetta kerfi virkaði vel. Ef svo hefði ekki verið hefðum við breytt og endurbætt kerfið að sjálfsögðu." Nú gekk dómur í máli konu nokkurrar þar sem hún bar brigð- ur á að niðurstöður þær sem fengust úr blóðsýni væru réttar og taldi að um rugling á blóðsýni hefði verið að ræða, hvað er að segja um þetta, Þorkell? „I máli því sem hér um ræðir komu fram að því er mig minnir þrjú vitni, sem sögðu að konan hefði drukkið svo lítið áfengis- magn að ekki gæti hafa mælst það magn sem kom fram við rannsókn á alkóhóli í blóði hennar. Afstaða Hæstaréttar var sú, að hann taldi sig ekki geta borið brigður á að þarna gæti verið um einhvers konar mistök að ræða. En það skal undirstrikað að Hæstiréttur gat ekki ákvarðað hvar slík mistök hefðu getað átt sér stað né heldur sannað að slíkt hefði átt sér stað.“ Hvernig er með sýni sem berast utan af landi, mér skilst að þau séu ekki alltaf merkt eins og þau eiga að vera þ.e. með sérstöku númeri og bókstafsnúmeri hlutað- eigandi embættis en ekki nafni viðkomandi? „Eftir að settar voru skýrar reglur um töku og frágang blóð- sýna árið 1975, þá gætti í fyrstu misbrests í framkvæmd þessara ákvæða að merkja glösin á þann hátt sem að ofan greinir. Dóms- málaráðuneytið bað okkur í rann- sóknarstofunni að láta vita ef slíkt Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý_ „Loks eru topphæðir mældar og áfengismagn sýna reiknað út og niðurstöður færðar í dagbók alkó- hólákvarðana. Ef nauðsyn ber til, til dæmis þegar orðið hefur nokk- ur munur á mælingum tveggja sýna, er þriðja umferðin farin. Síðan er tekið meðaltal af þessum tveim eða þrem mælingum og er sú tala lögð til grundvallar þegar alkóhólmagn í blóði er ákvarðað." Munur á mælingum? Er stundum verulegur munur á mælingum á sýnum? „Ekki get ég sagt,“ segir Kristín, „að það komi fram verulegur munur. Ef við tökum dæmi úr mælingum dagsins í gær þá tókum við tvisvar sinnum þrjár mæl- ingar á sýni. I öðru tilfellinu fannst alkóhólmagn á bilinu l,32%o upp í l,41%o. Ekki er hægt að tala um verulegan mun í þessu sambandi einkum ef haft er í huga að tölurnar eru innan við +/- 10% vikmörkin, sem við munum ræða um hér á eftir." Getur ekki komið fram bilun í gasgreinitækinu, sem leitt gæti til skekkju á mælingunum? „Það er ekki líklegt að geti komið fram skekkja á mælingum vegna þess að samanburðar- lausnir eru keyrðar í gegnum tækið í 5.—10. hverri rannsókn til þess að fylgjast með því að þær breyti sér ekki. Farin er önnur umferð með samanburðarlausnum eftir ákveðin tíma, þannig að það kæmi í ljós ef um bilun væri að ræða. Þegar talað er um saman- burðarlausnir er átt við það þegar þekkt magn alkóhóls er þynnt með n-própanóllausn í vatni, en próp- anól er notað til viðmiðunar við útreikning á magni alkóhóls (et- anóls).“ Nú er gert ráð fyrir mælinga- skekkju í rannsóknum af þessu tagi og því eru reiknuð ákveðin viðmörk til að tryggja rétta niður- stöðu, hvað er reiknað með mikl- um vikmörkum, spyr ég Þorkel? „Ef þéttni alkóhóls í blóði er meiri en l,0%o eru vikmörk frá miðtölugildi talin vera mest +/- 10%. Ef þéttni alkóhóls í blóði er l,0%o eða minna er venja að telja vikmörk frá miðtölugildi +/- 0,10%o.“ „Þessi staðalfrávik eru að sjálfsögðu grundvölluð á rann- sóknum. En þar sem það er hlutverk okkar sem rannsóknar- stofu að rannasaka hvernig megi endurbæta hlutina og þróa þá til betri vegar, þá höfum við tileinkað okkur þægilegri og tryggari aðferð til að mæla alkóhól í blóði en það er að nota loftfasa í staðinn fyrir vökva eins og ég sagði áðan vegna þess að vökvinn ber með sér prótein, sem vili setjast í tækin. Með því að notast við loftfasann teljum við að mælingarniðurstöð- ur verði nákvæmari og væntan- lega vel fyrir innan +/- 10% vikmörkin." Er ekki tilhneiging til þess að staðalfrávik mælinga hækki eftir því sem niðurstöður mælinga hækka? „Aðferðin sem hér hefur verið lýst nær ekki nema upp að 3%o en þá setjum við þak á niðurstöðurn- ar.“ Geta sýni ruglast? Telur þú hættu á að sýni geti ruglast í meðförum rannsóknar- stofunnar, spyr ég Kristínu? „Við teljum lítinn sem engan möguleika á ruglingi, því sýnin koma í lokuðum umslögum og með hverju sýni fylgir beiðni með sama númeri og á sýninu. Lögregl- an í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi og jafnvel víðar kemur með sýnin beint á rannsóknarstofuna og auk þess sem þeir koma með sýni frá ýmsum embættum utan af landi. Fyrir kemur að sýnin komi í pósti. Hvert sýni er sett í þrjú glös með þynniblöndu. Þessi glös eru númeruð og númerin færð á vinnuskýrslu ásamt númeri blóðsýnis. Með þessari aðferð á kæmi fyrir og gerðum við það. Nú er það undantekningarlaust að blóðsýni eru merkt eins og þau eiga að vera.“ Hvernig er með geymsluþol blóðsýna? „í blóðsýniglösin er sett rot- og storkuvarnarefnið natríumflúoríð. Gerðar hafa verið rannsóknir á vegum rannsóknarstofunnar á geymsluþoli blóðsýna og kom í ljós að geymsluþol þeirra er mikið. Er því hægt að senda sýni frá stöðum útan af landi, sem liggja fjarri Reykjavík, án þess að það breyti nokkuð niðurstöðum á magni alkóhóls í blóðinu. Ef sýni eru geymd í kæliskáp (+4°) þá er geymsluþol sýnanna enn meira, má jafnvel geyma þau í fleiri mánuði þannig." Eitt eda tvö blóösýni Nú skilst mér að rot- og storku- Kristín Magnúsdóttir sprautar loftfasa í gasgreinitækið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.