Morgunblaðið - 29.03.1981, Page 11

Morgunblaðið - 29.03.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 51 Fimmtugur: Foreldrasamtök stofnuð á Akureyri: Stefán S. Tryggvason lögregluflokksstjóri Skora á bæjarstjórn að gera átak í dagvistarmálum Fimmtugur er í dag, 29. mars, Stefán S. Tryggvason lögreglu- flokksstjóri. Ég veit að honum er lítt að skapi að um hann sé skrifað, en hann verður þó að sætta sig við afmæliskveðju frá gömlum starfsfélaga. Stefán er Eyfirðingur, fæddur í Sæborg í Glerárþorpi sem nú er hluti af Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Ólafsson vél- stjóri og Guðlaug Stefánsdóttir. Stefán missti föður sinn 5 ára og ólst upp eftir það hjá móðurfor- eldrum sínum þar nyrðra til 16 ára aldurs. Hugur hans stefndi fljótt til sjósóknar og var hann á fiskibát- um og togurum frá unglingsaldri til 24 ára aldurs, fyrst á Norður- landi en síðast í Vestmannaeyjum, þar sem hann var stýrimaður eina vertíð. Á miðju ári 1955 hætti hann sjómennsku og fluttist til Reykjavíkur. í byrjun árs 1957 byrjar hann lögreglustörf. Var hann fyrst hálft ár í Ólafsvík en lauk þvínæst lögregluskólanámi og hefur starfað í lögreglunni í Reykjavík síðan. í tómstundum sínum hefur hann stundum ekið leigubifreið, en auk þess verið ökukennari í u.þ.b. 20 ár. Einnig hefur hann gaman af að safna og fást við gamlar myntir, stunda ferðalög utan lands og innan. Þetta er stuttleg lýsing á lífs- hlaupi Stefáns, því maðurinn er allur mikillar gerðar. Hann hefur löngum sett svip á lögreglu Reykjavíkur og sem vaktfélagi hans í nær tvo áratugi tel ég mig geta sagt að hann hefur þar mörgum aðstoð veitt. Hann er góður félagi og öruggur í sjón og reynd. Jafnframt því að vera ákveðinn og sterkur eins og sagt er hefur Stefán að mínum dómi góða hæfileika til að umgangast fólk með ólíkustu skapeinkenni og léttur húmor hans oft komið sér vel í lögreglustarfinu. Var oft Samísk sýn- ing á ferð um Norðurlönd NORRÆNA listamiðstöðin opnaði i Karasjok 20. mars á þessu ári eina umfangsmestu sýningu á sam- ískri list, sem nokkurn tfmann hefur verið skipulögð, Sámi dá- idda. Sýningin er skipulögð i sam- vinnu við Norræna safnið f Stokk- hólmi og nokkrar < a- stofnanir og samtök og er tilgai. gurinn að kynna samiska list allt frá sögu- legri alþýðulist og seinni tima myndum hennar til nútima mynd- listar innan Samasvæðisins. Áhersla er lögð — á þessari sýningu eins og í samískri list yfirleitt — á hina hefðbundnu alþýðulist. Meirihluti sýningargrip- anna kemur frá ýmsum söfnum, einkum Norræna safninu, sem m.a. lánar alveg einstaka galdratrommu og skreyttan brúðarsleða. Samískt listhandverk nútímans er einkum í horni og textíl, frá öllum Samalönd- unum þrem, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningin fer til allra Norðurland- anna. Upphaf ferðarinnar var í húsnæði félags Sama í Karasjok í N-Noregi, þar sem sýningin var opnuð af umhverfismálaráðherra Noregs, Rolf Hansen, þann 20. mars. Sýningin verður opin í Karasjok til 7. apríl. Frá Karasjok fer sýningin til Listasafns Ábo, 15.4.—17.5. 1981, til Listasafnsins í Gautaborg 4.6.— 23.8. 1981, til Listamiðstöðvar Henie-Onstad í Noregi október og nóvember 1981, til Listasafns Norður-Jótlands í janúar 1982, til Norræna hússins í Reykjavík í febrúar og mars 1982, og til Nor- ræna safnsins í Stokkhólmi í apríl og júní 1982. gaman að starfa með Stefáni því hann var fljótur að átta sig á hlutunum og þegar þurfti að tala menn til eins og kallað er var hann manna snjallastur. Hann er því eins og sagt er réttur maður á réttum stað, því hjartað er gott sem undir slær. Það væri hægt að segja að Stefán væri sinnar eigin gæfu smiður. Það er þó ekki að öllu rétt. Lífsförunauturinn á þar sinn hlut. Stefán er kvæntur dugnaðar- og myndarkonu, Rannveigu Krist- jánsdóttur, ættaðri úr Bolungar- vík og sameiginlega hafa þau byggt upp traust heimili þar sem börn þeirra eiga öruggt skjól. Börn þeirra eru Rannveig Kristín, Guðlaugur Tryggvi og Sigríður Halla. Til hamingju með áfangann. Allt er fimmtugum fært. Stefán og Rannveig taka á móti gestum sinum í dag kl. 15—19 að Lauga- læk 24. Þórður Kárason varðstjóri STOFNFUNDUR Foreldra- samtakanna á Akureyri var haldinn í Alþýöuhúsinu, þriðjudaginn 24. mars sl. Um eitthundrað manns sóttu fund- inn. Á fundinum var flutt ávarp undirbúningshóps og kynnt starfsemi foreldrafé- laga viðs vegar að. Umræðuhópar ræddu mark- mið og starfshætti samtak- anna, baráttumál þeirra og drög að lögum. Ennfremur var rædd þátttaka samtakanna í væntanlegum landssamtökum foreldra, sem stofna á þann 26. mars. Fundarmenn voru þeirr- ar skoðunar að eitt brýnasta baráttumál samtakanna væri dagvistarmál, en mikill skortur er á dagvistarrýmum á Akur- eyri. Var af því tilefni undirrit- að bænaskjal til bæjarstjórnar, þar sem skorað er á bæjar- stjórn við afgreiðslu fjárhags- áætlunar, sem nú stendur yfir, að gera verulegt átak í þeim málum. Annað brýnt verkefni er að beita sér fyrir stofnun fleiri foreldrafélaga við skóla og dagvistir og stuðla að aukn- um tengslum milli heimila, skóla og dagvista. Á fundinum var kosið í stjórn og samþykkt lög félagsins. (F rétUtllkynninc) Nýtt frá GKÐA hádegispylsa reykt, soðin og sérlega ljúffeng! Hádegispylsan frá Goða er enn ein skemmtileg nýjung - kryddaðri, bragð- meiri og pattaralegri en gengur og gerist! Gerðu þér góðan mat úr hádegispylsum, berðu þær t.d. fram með hvítu brauði eða grófu, grænmeti, ávöxtum, hrærðum kartöflum eða öðru því sem til fellur og hugurinn girnist. Láttu GKÐA koma þér enn einu sinni á óvart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.