Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 53 55 Þegar lögreglan vildi fá hana til að upplýsa hvernig hún hefði orðið ólétt, aftók hún með öllu að skýra frá því 5 5 Það tekur á taugarnar að þjóna Titan í opinberri skýrslu, sem varnamálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefur nýlega birt, kemur fram, að óhugnanleg aukning hefur orðið á slysum vegna mannlegra mistaka i Titan eldfiaugastöðvum. I septembermánuði síðast- liðnum fórst tæknimaður og 21 slasaðist og varð það til þess að skýrslan var samin. í henni kemur fram, að 21 „óhapp" átti sér stað á síðasta ári í Titan eldflaugastöðvum og þar af áttu 12 rætur að rekja til mannlegra mistaka. Árið 1979 urðu 18 óhöpp og þar af ollu mannleg mistök helmingnum. í skýrslunni er fullyrt, að mistök starfsmanna í eldflaugastöðv- unum hafi meiri hættu í för með sér en bilanir í tækjabún- aði. Titan eldflaugin ber átta megatonna kjarnaodd, sem er hinn öflugasti í kjarnorku- vopnabúri Bandaríkjanna á Kjarnaoddurinn er „traustastur" landi. Alls eru 54 slíkar eld- flaugar í stöðvum neðanjarðar í þremur ríkjum Bandaríkjanna. Titan eldflaugarnar eru nú orðnar 16 ára gamlar og menn hafa síauknar áhyggjur af ör- yggisbúnaði þeirra. Síðustu töl- ur um slys og óhöpp í Titan stöðvunum sýna berlega hina óhugnanlegu þróun. Árið 1970 varð eitt slys, árið 1971 fjögur slys, árið 1972 ekkert slys og eitt árið 1973. Nefndin sem samdi skýrsl- una fékk það verkefni eftir slysið i Damaskus i Arkansas ríki, þegar sprenging þeytti kjarnaoddinum 70 metra upp úr neðanjarðarbyrginu og eyði- lagði eldflaugina. Kjarnaoddurinn sjálfur skemmdist ekki. í skýrslunni segir, að reynsluleysi margra starfsmanna í eldflaugastöðv- unum sé helzta ástæðan fyrir síauknum fjölda slysa. Það verði sífellt erfiðara fyrir her- stjórnina að fá til starfa og halda í hæft fólk. Óvinsælustu störfin í eld- flaugastöðvunum er að flytja og skipta um eldsnéyti í Titan flaugunum, sem er gífurlega eldfimt. Þá segir í fyrrnefndri skýrslu að mjög skorti á þjálf- un starfsmanna og að ekki sé farið eftir þeim þjálfunarregl- um sem settar hafi verið. Á ári hverju hefur reynzt nauðsyn- legt að veita tímabundið leyfi frá störfum um 150—180 starfsmönnum vegna andlegra eða líkamlegra erfiðleika vegna dvalar í byrgjunum. Nefndin kemst samt að þeirri niðurstöðu í skýrslunni, að Tit- an eldflaugin sé mjög örugg að allri gerð og að kjarnaoddurinn sé traustasti hluti hennar. - IAN MATHER. ELDSNEYTI Uppeldisfræðin brenna best Richard Booth, sjálfkrýnd- ur „konungur“ Hay on Wye og eigandi stærstu fornbókasölu heims hefur gefið út yfirlýs- ingu, sem vakið hefur bóka- unnendum ugg í brjósti — jafnvel svo mjög, að þeim gæti komið til hugar, að steypa kónginum af stóli. Hann hefur skýrt frá því að „bærinn hans“ við landamæri hafa þessar aðferðir verið lagðar gersamlega fyrir róða og for- dæmdar. Hér reyndum við að líta hlutlægt á þær, og enda þótt margt í þeim sé ef til vill argasta vitleysa eru þarna ýmsir þættir, sem hafa geysimikið gildi." Próf- essorinn telur, að það eigi einkum við um geðsjúkdóma svo sem í tilviki Horufu. „Hér sem og í öðrum menningarsamfélögum hefur trú á lækningamáttinn mjög mikla þýðingu. Þið á Vesturlönd- um hafið pillurnar." „Hvers svo sem ástæðan er hafa sumar fornu lækningaaðferðirnar borið miklu meiri árangur í þessu þjóðfélagi við meðferð geðsjúk- dóma heldur en sálarfræðin," bæt- ir hann við. STEPHEN TAYLOR Englands og Wales, sem löng- um hefur verið hið fyrirheitna land bókaunnenda, muni taka upp sölu á eldsneyti. Verði hvert bílhlass af þessu elds- neyti boðið fram á kr. 20, en þar er um að ræða bækur, sem kóngurinn ætlar fólki að brenna í arninum heima hjá sér. Booth gaf þá skýringu á þessu framferði sínu, að hann væri orðinn mjög svo aðþrengd- ur vegna plássleysis fyrir bæk- urnar. Hann krýndi sjálfan sig konung árið 1977 og lýsti Hay on Wye sjálfstætt ríki! Booth rekur fimm bókabúðir í bænum, sem telur 1.400 íbúa. Troðfullar bókahillurnar eru samtals um 9 mílur að lengd. Bækur streyma inn, allt að tvær milljónir eintaka á ári. Frá því að Booth krýndi sig konung hefur fólkið í bænum vanist uppátækjum hans. Eigi að síður hefði fyrsta hugmynd hans um að losna við bækur komið þeim á óvart, hefði hún verið framkvæmd. — Eg var að hugsa um að láta reisa turn úr bókum, og síðan ætlaði ég að hljóta leg- stað þar inni, segir hann. — En það hefði orðið of mikið vesen að skýra fólki frá því að þetta væri bautasteinn en ekki lista- verk úr bókum, sagði hann nýlega við blaðamenn. Þess í stað fékk hann hug- myndina um að bjóða bækur fram sem eldsneyti. Hann hef- ur þegar gert tilraun með að brenna bækur og segir að þær séu heppilegastar fyrir ofna, þar sem bruni sé hægur. Hann segir, að bækur séu talsvert ódýrara eldsneyti en kol. Hins vegar náist beztur árangur, sé bókunum blandað saman við nokkur viðarsprek inni í ofninn. Efni bókarinnar hefur engin áhrif á hitastigið, að sögn Boothes. Þó segir hann að bækur um latneska guðfræði, löggiltar námsbækur, róman- tískar skáldsögur og „afspyrnu- lélegar bækur um uppeldis- fræði" brenni best. „Ef fólk sæi sumar náms- bækurnar, sem samdar hafa verið fyrir nýtízku háskóla, myndi það álíta, að ég væri að gera því greiða." —PAUL KEEL r^Fepðataska ep tiIvallR FepnrfRgap- Húsgagna- sýning í nýrri húsgagnaverslun. í tilefni opnunar nýrrar húsgagnaverslunar í Dúna-húsinu, sýnum viö í dag frá 2 til 5, nýja gerö af unglingahúsgögnum svo og ísiensk og sænsk vegghúsgögn. Trésmiðjan Víðir, Síöumúla 23. S. 39700. SELKO SIGURÐUR ELÍASSON HE AUÐBREKKU 52. KÓPAVOGI. SlMI 41380 Hringið eða skritið eftir frekari upplýsingum Ég óska eftir að fá ókeypis myndalista yfir SELKO hurðir Nafn: Heimili:__________________________________________________________ Sími:__________________________________________________________________________ Sendist til: Sigurðar Elíassonar h.f. Auöbrekku 52 — Kópavogi Sími 41380

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.