Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.03.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 55 Tveir í Ný- listarsafninu Það er merkilega góð sýn- ingaraðstaða, sem þeir er standa að Nýlistarsafninu hafa komið sér upp, þar sem áður voru húsakynni Rydens-kaffibrennsl- unnar og er að Vatnsstíg 3, og að auki i sama húsaporti og Galleri SÚM hafði aðsetur meðan það var og hét. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Öll eru húsakynnin hin vistleg- ustu og bjóða upp á mikla mögu- leika á öllum sviðum myndlistar og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þessum stað. Hér þarf að koma til mikil atorka og áræði til að hlutir gangi farsællega fyrir sig og aðstand- endur salarkynnanna eru minntir á það, að þeir eru staddir á íslandi, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Fyrir skömmu voru listnemar úr nýlistardeild Myndlista- og handíðaskólans með gjörninga á þessum stað ásamt kennara sínum og nokkrum öðrum. Mjög vafa- samt fyrirtæki óþroskaðra skóla- nema og þótt aðsókn hafi verið nokkur, var hún þó varla miklu meiri en þegar t.d. Nonni treður upp með frumsömdum dansi í kringum myndir sínar. Sé samlík- ingin viðkomandi ekki hugþekk, má minna á fullyrðingar þeirra í síbylju, að allt sé leyfilegt í myndlist... Hví skyldu íslenskir myndlist- armenn yfirleitt til hópa marka sér jafn níðþröngan skoðanabás og raun er á, t.d. ef tekin eru mið af viðtölum við þá í fjölmiðlum. Þá hampa þeir yfirleitt skoðana- bræðrum sínum og félögum ein- vörðungu, en skilja ekkert annað, skoða ekki sýningar annarra því að þeir finna ekkert í verkum þeirra er öðruvísi hugsa. Þetta kemur ekki síður fyrir hjá hinum eldri en þeim yngstu og getur ekkert kallast annað en hreppa- pólitík og útnesjamennska í list- um. Er af nákvæmlega sama toga. Mætti þannig halda því fram, að hinir eldri og yngri séu eineggja tvíburar í tíma og rúmi... — Hér var annars ætlunin að minnast dálítið á sýningu tveggja þekktra nýlistarmanna, þeirra Ólafs Lárussonar og Þórs Vig- fússonar. Ég endurtek „dálítið", því að gestir fá ekkert upp í hendurnar um verkin á sýning- unni og þannig mætti ætla, að ungu mennirnir álíti sig vera að sýna í miðborg Amsterdam og þó fær maður jafnan eitthvað upp í hendurnar á slíkum sýningum í formi sýningarskrár eða jafnvel heimspekilegra hugleiðinga. Harðir jarð- skjálftar í Mólúkkahafi llonK Konjc. Jakarta, 27. marz. — AP. HARÐIR jarðskjálftakippir urðu í dag í Hong Kong og skömmu siðar i Mólúkkahafi út af Indónesiu. Mældist skjálftinn í Hong Kong 6,2 stig á Richterkvarða, en var ögn vægari í Mólúkka- hafi 2.600 km norðaustur af Jakarta eða 6,1 stig. Svo virð- ist sem hvorki hafi orðið manntjón né eignaskemmdir í þessum skjálftum. Þeir áttu upptök sín í Mólúkkahafi. Það er einnig líkast því að margt, sem sett er upp hér, t.d. á þessum stað og í Gallerí Suður- götu 7, sé frekar sett upp til auglýsingar erlendis en kynningar hérlendis og verður þessu fólki furðanlega vel ágengt. Hér heima hafa sýningarnar verið óvandaðar, sýningarskrár engar, en þegar hinum ungu mönnum hefur tekist að koma ár sinni fyrir borð, setja erlendir upp sýningar þeirra og gefa út veglega sýningarskrá og auglýsa þetta sem rjóma íslenzkrar listar í dag, enda er þetta bergmál þeirra eigin skoðana og þeir himinlifandi að fá það einnig frá íslandi, Grænlandi, Svalbarða o.s.frv. Því þarf ekki að bæta við, að hinir erlendu þekkja ekki par til íslenzkrar listar, enda hér óþarfi að þekkja annað en sinn eiginn nafla og dást að spegilmynd sinni, líkt og Narkissos hinn gríski. Árangurinn af þessum óvönd- uðu sýningum hér heima er einnig að vonum; örfáar hræður láta sjá sig á sýningunum og þá oftast félagar sýnenda, jafnvel frændur, frænkur og skyldmenni hafa gef- ist upp og hefur þó stuðningur slíkra reynst mörgum drjúgt veganesti er langt hafa komist. — Á sýningu þeirri, er hér skyldi til umræðu, þykir mér mikill kraftur í myndum Ólafs Lárussonar og finnst mér per- sónulega þetta vera hans sterkasta framlag til þessa á myndlistarvettvangi. Fyrir sumt minna myndirnar nokkuð á Arn- ulf Rainer og myndhugsun hans, nema að Ólafur afskræmir sjálfan sig ekki líkt og Rainer. Það hefur enga þýðingu að taka myndirnar til rækilegrar meðferðar, þar sem sýningarskrá, nöfn og númer vanta og þvi útilokað að höfða til einstakra mynda. Þór Vigfússon á einungis tvö verk á sýningunni og renna þau saman sem eins konar environ- ments. Við áhorfandanum blasir stórt blátt málverk, einlitt, en með greiniiegum pensilförum, órólegri áferð. Sandhrúga er fyrir framan máiverkið og mislitar ljósaperur hanga í fleygboga þar yfir, svo sér í gulan, einlitan léreftsrenning til viðbótar þessu. Áhrifin eru þekki- leg en ekki stórbrotin. Ég hafði ánægju af innlitinu á þessa sýningu, en óska eftir vand- aðri vinnubrögðum með tilliti til væntanlegra sýningargesta. Upp- setningin er ágæt. Kodak myndavélar ... í fallegum gjafaöskjum Kodak Ektralite 400: Falleg og stílhrein myndavél meö linsu f/6.8 — Ijósopi 24 mm. — Innbyggðu flassi — Föstum fókus frá 1,2m til óendanlegt. Verö kr. 478,- Kodak Ektra 200: Falleg og stílhrein myndavél með linsu f/11 — Ijósopi 22mm — Föstum fókus frá 1,2 m til óendanlegt. Verö kr. 274,- Kodak Tele-Ektralite 600: Glæsileg myndavél með aðdráttarlinsu f/8— Ijósopi 22mm. — Innbyggðu sjálfvirku flassi — Föstum fókus frá 1,2 m til óendanlegt— og fimm hraðastillingum. Verö kr. 697,- HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S:36161 Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.