Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 57 Fyrir hálfum mánuði las ég í Morgunblaðinu, að gamall vinur Vísnaleiks, Margrét Ólafsdóttir, saknaði þess að hann skyldi ekki haldast vakandi og birtast reglu- lega eins og áður. Af þeim sökum og líka vegna þess að daginn lengir skal nú brugðið á leik á ný. Fyrir nokkru þegar sólin fór aftur að skína og Margrét sá vorlaukana sína gægjast upp úr moldinni, sagði hún: Sólarljósið logar skært, lyftir brúnum mínum. Veika anga vorsins kært vefur geislum sínum. Næsta vísa Margrétar er af svipuðum toga og er fram kveðin í fyrsta og þriðja vísuorði (tjóð- ur — gróður). Þvílíkar vísur eru oft sléttubönd eins og þessi: Tjóður vetrar bráðum býst brjóta sólarkraftur. Gróöur jarðar vaknar víst. Voriö kemur aftur. Þessi staka minnir á sinn hátt á söguna af Sigurði bónda á Hólsseli á Fjöllum. Eitt harð- indavorið spurði vegfarandi hann, hversu kindurnar hefðu gengið fram og hvort sauðburð- urinn hefði ekki verið erfiður. — Næsta vor verður gott, svaraði Sigurður að bragði, þar sem hann stóð í skafrenningnum á hlaðinu í Hólsseli, — og komið fram í júní. í þingveizlu á dögunum fór ég með þessar vísur í tilefni af miklum umræðum á Alþingi um leynisamninginn, sem kommún- istar halda dauðahaldi í og varaþingmaður Framsóknar- flokksins fyrir vestan, en ráð- herrar gera ýmist ekkert með eða tala um í gátum. Séra Helgi Sigurðsson segir, að viðkunnan- legast sé að kalla háttinn Stuðla- fall og eins og hann er hér kveðinn, er hann frárímaður og frumoddhentur ofan í kaupið. Fyrsta og síðasta vísan er síð- hringhend og sú þriðja auk heldur siðhringhend — og rím- samhent (sama sem síðtvíþætt): Kommum óar Óli Jóh. í sýsli, svo þá langar suö’rá Völl. Sendist þangaö nefndin öll. Sprengjubúr er þar og skúr og skemma. Innan skamms rís ðnnur slík. Olíutankur í Helguvík. Ólafur Ragnar ekki þagnar síðan. Er meö jagg og nudd og nagg: Núna gagni leyniplagg. Óli glottir, gjörir spott og leyni- plaggiö hverfur blaö viö blaö. bolsivíkkar átu það. Suö’rá Melum fugl í felum kúrir. Ekki breytist Óli Jóh. Aldrei þreytast kommar nóg. Fyrir tæpu ári sendi Elín Pálmadóttir mér afrit af bréfi, sem henni hafði borist frá Krist- jáni Eldjárn af því tilefni að hún hafði birt í Gárum litla ljóða- þýðingu eftir forsetann þáver- andi. Eg vona að mér fyrirgefist þótt ég birti hér kafla úr bréfinu: „Það eru víst býsna margir, sem einhverntíma hafa gripið í Náttúran er vor milda móðir að þýða smávísur Piets Hein. Einu sinni þýddi ég dálitla syrpu af þessu fyrir sjálfan mig. Eina þessa þýðingu notaði ég í árá- mótaávarpi, held ég. Mín þýðing var svona: Náttúran er vor milda móðir sem dýrar gjafir gaf oss, en ríkiö er vor eldri bróöir sem tók þær allar af oss. Ég sendi þér þetta til gamans, það eru áreiðanlega til fleiri þýðingar af vísunni, einhvers- staðar niðri í skúffum manna." Ég ætla að ljúka þessum Vísnaleik með fyrri hluta, sem ég vænti að birtist eftir hálfan mánuð með botnum, ef borist hafa: Oft í vafstri veraldar veröur tafsamt smátt að gera. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal AÐEINS ÞAÐ BESTA - ÍBUÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI ÞAÐ ER STAÐURINN! Komdu með til loyal Magaluf — Magaluf. Staö- »ett á miöri Magalufströndinni neö glæsilegum sundlaugum, reitingastööum og verslunum. Royal Torre Nova — Magalut. íbúöir í mjög háum gæðaflokki, austast á ströndinni. Aöstaöa öll mjög góö. Trianon — Magaluf. Allar íbúöir snúa út aö sjó. Staösett aiveg á ströndinni. Góð sundlaugaraö- staöa (sér barnalaug). Freus — Figueretas. Um 500 m frá Rialto, ódýrt en snyrtllegt. Engin sundiaug en stutt á strönd. Ponta Club — 5 km frá San Antonio. Allar stæröir af íbúöum og smáhýsum. Á staönum er ailt sem feröamaöurinn getur óskaö. iotel Pax — Magalut. Rólegt og ikemmtilega steösett hótel, stutt á itrönd. Mjög góö herbergi. Hálft æöi innifaliö. Banatica — Magaluf. Rúmgóöar tveggja svefnherbergja íbúöir í kyrrlátu umhverfi austast á Maga- lufströndinni. Hotel Pionero — Santa Ponaa. Rialto — Figueretas. Nýjar, glæsi- Hotel Ibiza Playa. — Figueretas. Rúm- Um 200 m frá strönd. Inni- og legar íbúðir, alveg á ströndinni. QÓÖ herbergi meö baöi, sima, hita og útisundlaugar, rúmgóö herbergi Stór sundlaug (sér barnalaug). svölum. Góð sundlaug og stutt á með baöi og svölum. strönd. Fyrsta flokks gístistaðir á Úrvals-verðum með Úrvals-kjörum. mrURVAL vió Austurvöll simi 26900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.