Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 18

Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 58 Sjötugur á morgun: Böðvar Bjarnason húsasmíðameistari Á morgun, mánudaginn 30. mars, verður sjötugur Böðvar Bjarnason, byggingameistari í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Mér kom í hug að senda honum stutta afmæliskveðju í tilefni dagsins. Elís Böðvar Bjarnason er fædd- ur í Böðvarsholti í Staðarsveit 30. marz 1911. Foreldrar hans voru Bjarni Nikulásson, bóndi þar, og kona hans Bjarnveig Vigfúsdóttir. Þeim hjónum varð sjö barna auðið. Þau eru þessi, auk Böðvars: Karl, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Kristrúnu Þórarinsdóttur; Sól- veig, ekkja Bjarna Guðbjörnsson- ar, búsett í Reykjavík; Vigfús. Þráinn, bóndi í Hlíðarholti í Stað- arsveit, kvæntur Kristjönu Sig- urðardóttur frá Hrísdal; Ólöf gift Jóni Egilssyni, bónda á Selalæk á Rangárvöllum; Guðjón bifvéla- virki í Ólafsvík, kvæntur Kristínu Jónsdóttur; Gunnar hreppstjóri í Böðvarsholti, kvæntur Áslaugu Þorsteinsdóttur. Með þeim systkinum í Böðvars- holti ólst upp fóstbróðir þeirra Friðrik Lindberg, starfsmaður hjá Pósti og síma í Reykjavík. Á sextánda ári fór Böðvar til sjóróðra á Suðurnesjum. Reri hann fimm vertíðir frá Sandgerði og var eftirsóttur sjómaður sökum atorku og dugnaðar. Þá ákvað hann að hefja iðnnám. Lærði hann húsasmíði hjá Vigfúsi Jónssyni húsasmið í Gimli á Hellissandi. Stundaði síðan byggingarvinnu í Reykjavík og á Snæfellsnesi, m.a. hjá Alexander Valentínussyni, sem var orðlagður völundur. Bók- legt nám stundaði Böðvar í Iðn- skólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi með góðum vitnis- burði. Síðan stofnaði hann tré- smiðju í Ólafsvík og hóf sjálfstæð- an rekstur, sem hann hefur unnið við fram á þennan dag. Hann hefur haft fasta búsetu í Ólafsvík frá 1938. Segja má með sanni, að enginn hafi átt stærri hlut að raunverulegri uppbyggingu Ólafs- víkurkauptúns en Böðvar, þar sem hann mun hafa staðið fyrir bygg- ingu flestra húsa, sem þar voru reist fram undir 1960. Eitt er það hús öðrum fremur, sem vitni ber um verk hans sem húsasmíða- meistara. Það er Ólafsvíkurkirkja. Hún var vígð 1967, en bygging hennar hófst 1961. Því verki helg- aði hann krafta sína umfram allt annað þau ár sem hún var í smíðum. Það var honum heilög skylda og hugþekk að vanda til þeirrar smíði eftir fremstu föng- um. Böðvar á langa og merka sögu að baki á sviði hrepps- og hér- aðsmála. Fyrsta byggingarnefnd í Ólafsvík var sett á laggirnar um 1940 og fyrsti fundur þeirrar nefndar haldinn á heimili hans. Hann átti sæti í nefndinni sam- fellt til ársins 1974 og var lengst af byggingafulltrúi. í hreppsnefnd Ólafsvíkur og sýslunefnd Snæfell- inga sat hann í mörg ár. Ennfrem- ur var hann í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi um árabil. Lengi í stjórn Kaupfélags Ólafsvíkur og stjórnarformaður, þar til félagið hætti störfum. Formaður stjórnar Sparisjóðs Ólafsvíkur hefur Böðv- ar verið í mörg ár. Þá var hann í fasteignamatsnefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, ásamt Gunn- ari Jónatanssyni og Bjarna á Berserkseyri. Loks má nefna, að Böðvar hefur alla tíð starfað vel og drengilega í Sjálfstæðisflokkn- um. Mega þingmenn flokksins fyrr og nú muna hann, er þeir heyra góðs manns getið. Kona Böðvars var Elínborg Ág- ústsdóttir frá Mávahlíð í Fróðár- hreppi, dóttir sæmdarhjónanna Ágústs Ólasonar frá Stakkhamri og Þuríðar Þorsteinsdóttur, er bjuggu í Mávahlíð nær allan sinn búskap. Börn Böðvars og Elín- borgar eru þessi: Auður gift Kristófer Jónassyni, vélstjóra í Ólafsvík. — Sturla sveitarstjóri í Stykkishólmi, kvæntur Hallgerði Gunnarsdóttur frá Hjarðarfelli. — Snorri rafveitustjóri í Ólafsvík, kvæntur Guðlaugu Ámundadótt- ur. Barnabörnin eru orðin tíu talsins. Hér hafa nokkrir þættir verið nefndir úr ævistarfi hins sjötuga sómamanns, en stiklað á stóru eins og sjá má. Við hjónin sendum afmælisbarninu beztu heillakveðj- ur á þessum merkisdegi, innilegar þakkir fyrir góð kynni og árnum honum, ættfólki hans og skyldu- liði alls hins bezta á komandi árum. Friðjón Þórðarson Mér þykir rétt að senda afmæl- isbarninu kveðju á þessum vett- vangi, til þess að þeim fjölmörgu, sem átt hafa samskipti við Böðvar um dagana, megi vera kunnugt um afmæli hans. Fram að þeim tíma er Böðvar fluttist til Olafsvíkur árið 1940, hafði hann dvalið á æskuheimili sínu að Böðvarsholti í Staðarsveit, og stundaði lika þaðan ýmsa vinnu er til féll utan heimilis. Stundaði hann meðal annars sjóróðra í 10 vertíðir frá Sandgerði. Áhugi hans á smíðum vaknaði fljótt og varð til þess að hann kaus þær að ævi- starfi og lauk meistaraprófi árið 1946. Concondeflugið yfirAtlantshaf kemur nú íslenskum bifieiða- stjórum tilgóða með SUPER PLUS Shell olíurnar hafa að baki sér ótrúlega langan reynslutíma. Ein af fyrstu reynsluferðunum, til að þrautreyna Shell smurolíu við erfiðar aðstæður, var farin árið 1907. Sextán þúsund kílómetra akstur, frá Peking til Parísar. Shell Suþer Plus, fékk eldskírn sína með 31/2 tíma flugi Concorde vélanna yfir Atl - antshafið. Verið var að kanna aðlögunarhæfni fjöl- þykktarolíu við snöggar hitabreytingar — frá 40° til 1250° Celcius. í dag selur Shell þér ekki aðeins nýjar 1 lítra umbúðir heldur einnig nýja gerð af olíu, Shell Suþer Plus. Shell Suþer Plus fjölþykktarolía, sem hæfir öllum gerðum bifreiða á öllum árstímum. Shell Super Plus gerir gangsetningu auðvelda í kulda og veitir hámarksvernd við mesta álags- hita. Shell Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur gert áður. Sem sagt: Sömu ,,Super" gæðin — að- eins töluvert betri. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir „SHELL" vörur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.