Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 67 I STUTTU MALI Gamla bíó: RADDIR (,,Voices“) Raddir fjalla um efni sem býður uppá væmna meöferð, vandmeðfarið vægast sagt. Samruna ungs og heilbrigös tónlistarmanns og heyrnar- og mállausrar stúlku. Þökk sé fyrst og fremst ágætum leik ungra og efnilegra leikara, Amy Irving og einkanlega Michael Ontkean, að ekki verður slys. Handritið er glompótt, en á stundum bregður fyrir raunsæjum og grátfyndnum lýsingum á basli hinna lítilsmegandi í fátækrahverfum stórborganna. Orrustan um Oscarinn ’81 Á morgun, þann 30. þ.m., verða frægustu verðlaun skemmtiiðnaðarins, Oscars- verðlaunin, afhent í 53. skifti, vestur í Santa Mon- ica. Með tilheyrandi pomp og pragt, sem minnir á gullöld Hollywood borgar, þegar stjörnurnar voru stjörnur og almenningur barðist um á hæl og hnakka að fá að berja augum, þó ekki væri nema augnablik, þegar þessum dæmalausu fyrirbrigðum brá fyrir á rauða dreglinum úr límús- íninum á leið inní kvik- myndahús á frumsýningu, eða við ámóta merkilegt tækifæri. Frá fyrstu tíð hafa þessi heimsfrægu verðlaun, og örlagavaldar í lífi manna, verið ærið umdeild. Mörg- um þykir sem valið á verð- launahöfunum hafi ekki alltaf einkennst af listrænu framlagi þeirra, heldur önnur sjónarmið látin ráða. Þá hefur bein og óbein auglýsingastarfsemi hinna tilnefndu sjálfsagt all nokk- ur áhrif á skoðanir meðlima Bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar. En hvað um það. Eftir öðrum fréttum úr kvik- myndaheiminum er ekki beðið með meiri óþreyju í hinum vestræna heimi, en hinni árlegu afhendingu Oscarsverðlaunanna, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og víst er það að engin önnur verðlaun skipta hina útvöldu jafn- ■ miklu máli og óskarinn — hann er alþjoðlegt tákn velgengni sem hvarvetna greiðir götu verðlaunaþeg- ans. Og frá fjárhagslegu sjónarmiði er hann sann- kallaður galdragripur — myndirnar taka mikinn fjörkipp ef þær hljóta ein- hver af hinum umtalsverð- ari verðlauna og listamenn- irnir hækka taxtann ... Það má segja að fátt hafi valdið furðu manna hvað snertir tilnefningarnar í ár, nema það helst að tvær af hinum mest tilnefndu eru teknar í svart/hvítu — The Elephant Man og Raging Bull. En allar götur síðan 1960, er Thc Apartment hlaut Oscarinn sem besta mynd ársins, hafa verð- launin fallið litmyndum í skaut. Líkt og undanfarin ár gerir undirr. sér það að leik að giska á líklegustu sigur- vegarana í hverri grein. Standandi mun betur að vígi en oft áður, þar sem hann hefur séð velflestar þær myndir sem mestu máli skifta við útnefning- una í ár. En lítum nú á tilnefn- ingarnar. Líkiegasta sigur- vegarann set ég efstan, síð- an koll af kolli... BEZTA MYND ÁRSINS Þetta eru þau verðlaun sem jafnan vekja mesta eftirtekt. Fáum kemur á óvart að sjá Ordinary People og Raging Bull á meðal þeirra tilnefndu, ýmsir furðuðu sig aftur á móti að Coal Miner's Daughter, Tess og The Ele- phant Man, þar sem þær höfðu ekki hlotið jafn ein- róma lof gagnrýnenda eins og t.d. The Stunt Man og Meland Iloward. Allir virð- ast búnir að gleyma Star- dust Memories, að maður tali ekki um The Shining, e. meistara Kubrick, sem hef- ur reyndar aldrei verið hátt skrifaður í Hollywood. Sama máli gegnir með Scorsese, en samt lítur list- inn þannig út: 1. Raging Bull, U.A. 2. Ordinary People, Para- mount 3. The Elephant Man, Paramont. 4. Tess, Columbia 5. Coal Miner’ Daughter, Universal. BESTA ERLENDA MYND ÁRSINS Hér fer Akademían eftir ákaflega furðulegum leið- um, en aðeins ein mynd hlýtur tilnefningu frá hverju landi! Margir eru t.d. þeirra skoðunar að í ár hafi Frakkar átt þrjár myndir sem til greina kæmu, Mon Oncle d’Amer- ique, Every Man for Him- self, e. Godard og The Last Metro e. Truffaut, en sam- kvæmt kvótanum furðulega hlaut aðeins sú síðast- nefnda tilnefningu. Hins- vegar skjóta upp kollinum á listanum, nöfn sem fáir þekkja og því síður hafa séð, eins og hin Rússneska Moscow Does Not Believe in Tears og hin Spánska The Nest. Af myndunum fimm koma aðeins tvær sterklegar til greina — Meistaraverk Kurosawa, Kagemusha og The Last Metro. Hinar má afskrifa. Þar sem að sýningar á The Last Metro eru nýhafnar, og hún gengur í dag við mikla aðsókn í stórborgun- um vestra, álít ég hana örlítið sigurstranglegri. 1. The Last Metro, U.A. Classics. Frakkland. 2. Kagemusha (The Shadow Warrior), 20th Century — Fox. Japan. 3.-5. Confidendence, New Yorker Films. Ung- verjaland. 3.-5. Moscow Does Not Believe in Tears, Mosfilm. USSR. 3.-5. The Nest, A. Punto E.L. S.A. Spánn. BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS Hér verður um erfiðustu ágiskunina að ræða, hér getur allt gerst. Sjálfsagt finnst akademíumeðlimum það full mikið örlæti að veita hinum vinsæla Robert Redford verðlaunin fyrir sína fyrstu mynd sem leik- stjóri, en það hefur aðeins gerst einu sinni áður, er Delbert Mann hlaut þau fyrir Marty, (1955). Scor- sese er langlíklegastur fyrir meistaraverk sitt, Raging Bull, en það má ekki gleyma Polanski. Þrátt fyrir hneykslismálin og landflóttann sem þeim fylgdu, á hann fjölda fylg- ismanna vestan hafs og flestir telja Tess hans lang- bestu mynd. Þá má engan vegin afskrifa hina marg- slungnu mynd David Lynch, The Elephant Man, hér er svo sannarlega úr vöndu að ráða. 1. Raging Bull, Martin Scorsese 2. The Elephant Man, Da- vid Lynch 3. Ordinary People, Robert Redford 4. Tess, Roman Polanski 5. The Stunt Man, 20th Century — Fox, Richard Rush. BESTI KARL- LEIKARINN Hér tel ég Robert De Niro öruggan, en það vekur furðu hversvegna Akademí- an gekk framhjá stórleik Donalds Sutherland í Ordinary People. 1. Robert De Niro, Raging Bull 2. Jack Lemmon, Tribute, 20th Century — Fox 3. John Hurt, The Ele- phant Man 4. Robert Duvall, The Great Santini, Orion/WB 5. Peter O’TooIe, The Stunt Man. BESTA LEIKKONA ÁRSINS Hér ætti Sissy Spacek að vera á grænni grein, þó Mary Tyler Moore geti gert henni skráveifu sökum góðrar frammistöðu sinnar. 1. Sissy Spacek, Coal Min- er’s Daughter 2. Mary Tyler Moore. Ordinary People 3. Goldie Ilawn, private Benjamin, W.B. 4. Gena Rowlands. Gloria, Columbia 5. Ellen Burstyn, Resur- rection, Universal BESTI KARLLEIKARI í AUKAHLUTVERKI Þar sem nú eru upptaldir allir veigamestu þættirnir, verður farið fljótt yfir sögu. 1. Joe Pesci. Raging Bull 2. Jason Robards, Melvin and Howard 3. Timothy Hutton, Ordi- nary People 4. Judd Hirsch, Ordinary People 5. Michael O’Keefe, The Great Sántini. BESTI KVENLEIKARI í AUKAHLUTVERKI 1. Cathy Moriarty, Raging Bull 2. Mary Steenburgen, Melvin and Howard 3. Eileen Brennan, Private Benjamin 4. Eva Le Gallienne, Res- urrection 5. Diana Scarwid, Inside Moves, AFD. BESTA KVIKMYNDA- TAKAN (Hví gleymdist kvik- myndatökumaðurinn The Elephant Man?) 1. The Blue Lagoon. Nes- tor Almendros 2. Raging Bull, Michael Chapman 3. Tess, Geoffrey Unsworth og Chislain Cloquet BESTA KVIKMYNDA- TÓNLIST A) FRUMSAMIN Altered States, W.B., John Corrigliano. BESTA KVIKMYNDA- TÓNLIST B) FRUMSAMIÐ LAG On the Road Again, úr Honeysuckle Rose. WB BESTA HUÓÐUPP TAKAN Altered States, A. Pianta- dosi, L. Fresholz, M. Mink- ler, W.D. Burton. Og þar læt ég staðar numið, minnugur þess að allt getur gerst á Oscars- verðlaunaafhendingu, rétt eins og í fótboltanum. Síðan er að þessu sinni skreytt myndum af sögufrægum hápunktum Orcarsverð- launamynda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.