Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 29

Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 69 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS Samskipti við unglinga: Tvö dæmi sem ættu að vekia til umhugsunar Ein gömul, en sem einu sinni var lika unglingur skrifar: „Margoft hef ég lesið og heyrt um unglingana í dag, hversu hugsunarleysi og óforskömmgheit þeir hefðu í frammi við eldra fólk. Jú, misjafn sauður er í mörgu fé, en gildir það þá ekki um báða aðila? Ég er ein af þeim eldri. Ég hef aldrei orðið fyrir neinum árásum eða óforskömmugheitum af hálfu unglinga. Þvert á móti. Hér fer á eftir lítil saga sem ég sjálf hef upplifað. Sáu mig liggja þannig á götunni Árið 1969 var ég svo óheppin að hrasa um hellu í Austurstræti, með þeim afleiðingum að ég féll svo illa að ég handleggsbrotnaði og fékk áverka á höfuð. Ég hef verið mjög illa farin í fótum í mörg ár og gat því ekki risið á fætur af eigin rammleik. Ég lá þarna hjálparvana í götunni og bað hvern nálægan að hjálpa mér. En hvað skeði? Tvær virðulegar frúr (eldri) stóðu í dyrum einnar virðulegrar verslunar og sáu mig liggja þarna í götunni. Þær létu sig hafa það að láta mig liggja þarna í u.þ.b. 10 mín., en af hverju veit ég ekki. Fólk gekk framhjá og sinnti ekki beiðni minni um hjálp. Þurfti hugarfar unglingspilts Þá kom að 15—16 ára gamall piltur með fangið fullt af vörum sem hann e.t.v. hefur verið sendur eftir í næstu búð. Hann lagði vörurnar frá sér og spurði mig hvort hann gæti hjálpað mér. Sagði ég já, ef hann vildi hjálpa mér að standa á fætur, því það gat ég ekki án hjálpar. Jú, ég fann að ég var brotin og gleraugun mín lágu skammt frá mér, þó óbrotin, svo ég bað hann að rétta mér þau. En ég var líka meidd í andliti. Er ég var komin á fætur upp, komu hinar virðulegu frúr og buðu mér að setjast á stól í versluninni sem ég þáði eftir að hinn ungi piltur hafði hjálpað mér upp nokkrar tröppur að versluninni. Ég bað því næst þessar virðulegu frúr að hringja á sjúkrabíl fyrir mig. Þá hringdu þær í Bifreiðastöð Stein- dórs og báðu um leigubíl, en í hvaða tilgangi veit ég ekki. Þarna sér maður að það þurfti hugarfar unglingspilts til að hrista upp í kærleikshugarfari hinna eldri. önnur saga! Annað dæmi 7. okt. sl. varð ég aftur fyrir því óhappi að hreinlega fjúka um kpll er ég var á leið í strætisvagn. Ég slasaðist illa og enginn var nálæg- ur. Þá kom bíll og í honum voru þrjú ungmenni. Tveir piltar komu til mín og spurðu hvort þeir gætu eitthvað hjálpað mér. Jú, ef þeir vildu hjáipa mér á fætur því ég var illa handleggsbrotin, en fann að ég var óbrotin á fótum. Þeir hjálpuðu mér í bílinn svo ég væri meira í hlýju, en er ég var komin í bílinn spurði ég hvort þeir vildu ekki bara keyra mig á slysavarð- stofuna, sem þeir gerðu. Þess skal getið að kona, sem kom þarna að, fór og hringdi á sjúkrabíl, en það dróst að hann kæmi. Hinir ungu piltar hjálpuðu mér inn á slysa- varðstofu. Annar pilturinn bað mig vera óhrædda, því hann hefði lært fyrstu hjálp. Kastið ekki hnútum Já, ég segi nú og spyr: Er það Þessi seglbátur RUFFIAN 23 er til sölu ef viðunandi tilboö fæst. Báturinn var smíðaður á irlandi 1976 og er vel útbúinn seglum og tækjum, jafnframt fyigir 6 manna björgun- arbátur, léttbátur og vagn. Nánari upplýsingar í síma 43699 eöa síma 40286. WKt‘bT(rtr v/w ter OVb, VÚ tsIT A Xd WTXA ilL 'Oe<bco m bvm)A ví/ó og \ii Ýiétt oaúimn. %VNA, SKWA. usnv\ mNí % WÁTT £KK/ mM NfMT L\KA WLÍ6AN /3-3 ekki eitthvað neikvætt hjá ykkur, jafnaldrar mínir, sem orsakar að unglingar bregðast illa við ykkar samskiptum. Ég hef aldrei hitt annað en góða, hjálpsama og kurteisa ungl- inga og vona að svo verði áfram þessi kannski ekki mörgu ár sem ég á eftir ólifað. Kastið ekki hnútum í hina ungu nema þið getið tekið við þeim aftur. Hér eru tvö dæmi sem ættu að vekja til umhugsunar." í öllum lengdum Þakjámið fæst í öllum lengdum upp að 10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá 6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi: KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA RENNUBÖND ÞAKSAUM B.B. fyrir þá sem byggja RB. BYGGINGAVÖRUR HE Suðurlandsbraut 4. Sími 33331. (H. Ben-húsið). Þessir hringdu . . . Fólk ætti að fá að vera í friði heima Húsmóðir í Illiðunum 6360— 5735 hringdi og sagði: Húsmóðir á Högunum sem kallar sig svo, virðist ekki skilja eðli málsins varðandi reiðhjólaauglýsingar sem bornar voru í hús til verð- andi fermingarbarna. Auðvitað er fólki í sjálfsvald sett hvort það fer eftir þessum auglýsinga- áróðri, en fólk ræður því hins vegar ekki, hvort þessi áróður berst því, e.t.v. í hrönnum. Þarna er um að ræða kapphlaup í væntanlega peninga fermingar- barna og þar að auki hugsanlega í buddu foreldranna. Aðalatriðið er þó, að fólk ætti að fá að vera í friði á heimilum sínum fyrir auglýsingum af þessu tagi. Það er lika alvarlegt íhugunarefni, hvort nota skuli helga athöfn eins og fermingu sem gróðalind. Hvar er húfan mín? 5893 — 5963 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — í ofsa- roki seinni hluta janúar fauk upp á tröppurnar hjá mér vönd- uð kuldahúfa úr skinni, en sam- sett með hekli og prjónaupp- broti. Litinn tilgreini ég ekki, það verður réttur eigandi að gera. Húfan mín fauk líka frá mér, þar sem ég átti leið um Barónsstíg í áttina að Landspít- ala. Það er rauðrefshúfa, sem ég sé svo mikið eftir. Nánari upp- lýsingar get ég veitt í síma 16917. Veit einhver hvar ÞORFINNUR HARALDUR ÍSFJÖRO, fæddur í Montreal, Quebec 22. des. 1881, er nlöurkomlnn, GUÐMUNDUR BJARNI (SFJÖRÐ, fæddur í Winnipeg, Manitoba 1. ágúst 1889 og PETREA SIGRÍDUR fSFJÖRÐ, fædd á íslandi 31. okt. 1887 börn ELÍNAR ÍSFJÖRD (f. HELGADÓTTIR eöa MAGNÚSSON) OG HALLDÓRS ÍSFJÖRD eða niöjar þeirra eöa ættingjar JÚLÍÖNU HALLDÓRU ÞRÚÐAR HALL- SON (f. JOHNSON) fyrrum búsett í Kamloops, British Columbia. fædd í Port Wing, Wisconsin U.S.A. 16. jan. 1897, dóttir ELÍNAR JOHNSON (f. HELGADÓTTIR eöa MAGNÚSSON) og HARRY FLOVENT JOHNSON? Vinsamlegast hafiö samband viö: PUBLIC TRUSTEE, File 58122S, Attention: Bob Sulentich, 800 Homby Street, Vencouver, B.C. V8Z 2 E5. S2P SIGGA V/öGA £ 1/LVtRAU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.