Morgunblaðið - 29.03.1981, Side 30
70
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981
Hinir makalausu
ViA Tabra, vestanmetrin viA Genesaretvatn hafa
verift Rrafnar upp riistir af kirkju sem reist var
þar sem menn áiitu að mettunarundrið hefði átt
aér stað. Á kirkjuKðlfinu var þessl mosaikmynd
af fiskum og körfu með hrauði.
„Ég er brauð lífdns“
Oftar en einu sinni hefur á
þessari síðu verið fjallað um
hjónabandið, gildi þess, ham-
ingju sem það veitir og vanda-
mál sem ógna því. En ekki eru
allir sem lifa í hjónabandi.
Fjöldi fólks lifir eitt gegn vilja
sínum og eignast aldrei lífs-
förunaut. Líklegt er, að vandi
þessa hóps sé ekki minni en
annarra. Nú verður reynt að
drepa á fáein atriði til um-
hugsunar, bæði þeim sem lifa
einir og hinum sem umgangast
þá.
Öðruvísi
Með flestu ungu fólki bærist
þrá eftir maka. Fyrir flestum
fer þannig að þeir finna hann.
Ekki þó allir. Fólk þarf ekki að
vera komið langt á þrítugsald-
urinn þegar vinir og kunningj-
ar fara að spyrja. „Ertu ekki
enn komin(n) á fast?“ Flestir
svara í léttum tón og snúa
spurningunni upp í grín. En
undir niðri býr um sig nagandi
ótti og óánægja, sársauki og
jafnvel biturleiki. Hvers vegna
finn ég ekki þann eða þá sem
ég get deilt lífinu með? Vinirn-
ir stofna heimili einn af öðrum
og eignast börn. Þar sem vinir
eða fjölskyldan kemur saman
er umræðuefnið börnin, heim-
ilisstofnunin o.s.frv. Mörgum,
sem ekki finna sér maka,
reynist byrði að halda kunn-
ingsskap við gifta vini sína af
þessum sökum og draga sig i
hlé. Þá er gjarnan farið að
spjalla á bak. Er eitthvað að
honum (henni)? Hún (hann)
kemur bara aldrei nú orðið. Er
hún (hann) að verða eitthvað
skrýtinn?
Vinátta
Einn versti óvinur mannsins
er einmanaleikinn. Þeim, sem
ekki finna sér maka, er hætt-
ara en öðrum að verða honum
að bráð. Einsemdinni fylgir oft
biturleiki. Það er því mikil-
vægt að leggja talsvert að sér
til að vera ekki einmanaleika
og biturleika að bráð. Vinátta
verður ekki til af sjálfri sér.
Hana verður að rækta. Það
kostar fyrirhöfn, elju, nær-
gætni og fórnfýsi. Hinn ógifti
hefur meira frelsi til að velja
sér vini en þeir sem lifa í
hjúskap. Hann þarf ekki að
taka tillit til annarra en sjálfs
sín. Þannig hefur hinn ógifti
tækifæri til að stofna til og
rækja vináttu sína við aðra á
fyllri og frjórri hátt. En einnig
hér eru rógtungurnar hvassar.
Sé stofnað til vináttu með
aðila af sama kyni, þykir það
umræðuvert. „Skyidu þeir
(þær) vera eitthvað hinsegin?"
Sé stofnað til vináttu við aðila
af hinu kyninu þykir það ekki
síður „umræðuefni". Slíkt lýsir
jafnan betur þeim sem róginn
flytur en hinum sem fyrir
honum verða.
Heimilið
í bók sinni „So You’re
Single" segir Margaret Clark-
son, einhleyp kennslukona, frá
lífi sínu og reynslu. Þar fjallar
hún m.a. um hverja þýðingu
það hafði fyrir sig að stofna
eigið heimili, þótt ein væri, og
leggja við það rækt og alúð.
Sumum finnst það ef til vill
yfirlýsing um uppgjöf og von-
leysi að fara að „koma sér
fyrir" einn. Margaret Clarkson
gerði þetta þó af fullri alvöru
og gekk upp í því eins og aðrir
„húsbyggjendur". Hún gekk
meira að segja svo langt að
kaupa sér sumarhús að auki.
Af frásögn hennar er ljóst að
þetta hefur auðgað líf hennar
og gert henni kleift að koma til
móts við vini sína, bæði gifta
og ógifta. Hún hefur ekki
aðeins notið gestrisni heldur
einnig og ekki síður getað látið
hana í té. Dæmi hennar er til
eftirbreytni. Og hvers vegna
skyldu þeir sem einir Súa
þurfa að fara á mis við ánægj-
una af vel búnu heimili? Samt
sem áður hygg ég að þeim sem
eru einir sé á ýmsan hátt gert
óhægara um vik að eignast
„þak yfir höfuðið" en fjöl-
skyldufólki. Ymis fyrirgreiðsla
af hendi hins opinbera er
gjarnan háð fjölskyldustærð.
Atvinna og
tómstundir
Sumum hættir til að tala um
þá sem ekki eiga sé maka á
Ííkan hátt og þeir væru fatlað-
ir. Saga kennir okkur hins
vegar að margir þeirra sem
lengst hafa náð, t.d. á hinum
ýmsu sviðum vísinda og lista,
hafa verið einhleypir. I þessu
felst ekki endilega að þeir hafi
verið „að bæta sér upp“ ein-
stæðingsskapinn með því að
sökkva sér niður í sérgrein
sína. Hitt er sönnu nær að þeir
hafi kunnað að nota sér það
frelsi og þá möguleika sem
þeir höfðu til hins ítrasta.
Sagan geymir einnig mörg
dæmi af fólki sem hefur litið
svo á að það hafi verið kallað
til ákveðinnar þjónustu við
Guð og náunga sinn og af þeim
sökum orðið að neita sér um að
stofna til hjúskapar. Samtíðin
þekkir vel Móður Theresu, sem
þannig er ástatt um. Margir
líta á hjónabandið sem Guðs
gjöf og þakka fyrir það. Aðrir
líta á hið ógifta stand sem
Guðs gjöf sér til handa. Hér er
ekkert annað hvort eða. Gjafir
Guðs eru margvíslegar.
Liklegt er, að mörgum þyki
þessi greinarstúfur líkastur
því að verið sé að fleyta
kerlingar. Tæpt á fáeinum
atriðum en engum gerð skil.
Rétt er það. Hér hafa fyrst og
fremst verið nefnd umhugsun-
arefni, bæði fyrir þá sem
kunna að vera að glíma við
vandamál þess sem ekki á sér
maka en vildi gjarna eiga og
eins hinna sem lifa í hjúskap.
Verðugt líf ræðst ekki af stöðu
okkar í mannlegu samfélagi
heldur hinu með hverjum
hætti við þjónum Guði og
náunganum þar sem við erum
sett.
Fátt hefur meira verið
rætt í heimsmálunum und-
anfarin ár en hungur og
neyð fólks og þá helst í
þróunarlöndunum svo köll-
uðu. Margar safnanir hafa
farið fram til handa bág-
stöddu sveltandi fólki og
það af festum talið gott og
sjálfsagt, þótt svo neyðin sé
fjarlæg landfræðilega talað.
m.ö.o. allur almenningur
viðurkennir að hin líkam-
lega fæða sé forsenda þess
að fólk dragi fram lífið.
Margir leggja til hliðar af
nægtum sínum til þess að
þetta umrædda fólk fái
brauð og er það vel. Föstu-
tíminn í kirkjunni er gjarn-
an notaður til þess að safna
peningum til líknarmála og
til þess að vekja fólk til
umhugsunar um neyð
náungans. Og það má segja
að á öllum tímum hafi það
verið jafnviðurkennt að
brauðið sé forsenda lífsins.
Ef næringin kemst ekki til
líkamans og líffæranna þá
er dauðinn vís.
Jesús Kristur þekkti
þessa staðeynd mjög vel. í
guðspjöllum þessa helgi-
dags (Jóh. 6. kap.) er ein-
mitt verið að fjalla um það,
hvernig Jesús bregst við
svöngu fólki. Hann gefur
því að borða!
En Jesús gerir meira.
Hann notar þennan atburð
þ.e. kraftaverkið er hann
mettar 5000 manns í
óbyggðinni til þess að benda
ákveðið á hver hann í raun-
inni sé. „Ég er brauð lífs-
ins.“ Þ.e. ég er lífsnauðsyn á
borð við hina líkamlegu
fæðu. Ég er hið lifandi
brauð sem kom niður af
himnum til þess að gefa
heiminum líf.
Engum er þetta eins ljóst
og kristnum mönnum, sem
hafa tekið orð Jesú alvar-
lega og nærast af því sem
hann hefur að gefa. Margir
eru til þess að vitna um það
líf sem felst í samfélaginu
við hinn upprisna Drottin.
Þeir hafa komið auga á
tilgangsleysið í tilveru án
Guðs, hafa fundið til hung-
urs og þorsta hið innra.
Sumir reyna að friða óró-
legt hjarta, reyna að svala
þorsta sínum með ýmsum
„andlegum æfingum" trú-
ræns eðlis. En kristinn
maður fullyrðir að hvergi sé
að finna lind eilífs hjálp-
ræðis nema í Jesú Kristi.
Enda er það í samhljóm við
allt sem Jesús sagði um
sjálfan sig.
Orðin: „Ég er brauð lífs-
ins,“ eru því ekki töluð út í
bláinn, þau eru rík af inni-
haldi og benda skýrt til þess
að Jesús býður það sem
skiptir máli í lífi og dauða.
Biblíulestur
vikuna 29. mars — 4. apríl.
Sunnudagur
Mánudagur
Þriöjudagur
MiÖvikud.
Fimmtudagur
Föstudagur
Laugardagur
29. mars Jóh. 6. 1—15
30. mars Jóh. 6, 22—29
31. mars I. Kor. 19. 1—8
1. apríl Mark. 12, hl—hh
2. apríl Jóh. 6, h7—59
3. apríUóh. 12, 20—26
h. apríUóh. 8, 21—30