Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 29.03.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1981 71 Leikfélag Reykjavikur frumsýnir revíuna „Skornir skammtar4*: „Ekki nema brot af þeirri revíu sem fram fer í þjóðfélaginu“ Nokkur orð um revíuna og hvað höf- undarnir Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn hafa um hana að segja LEIKFÉLAG Reykjavikur frum- sýnir i kvöld spánnýja reviu eftir Jón Hjartarson og Þórarin Eld- járn. Nefnist revian Skornir skammtar. í henni er f jallað um veitingahúsið Frón-grrill þar sem Jón nokkur Sigurðsson áhuga- vert ræður rikjum. Ýmsa gesti ber að garði hjá honum og eru sumir skritnir fuglar. Rekstur- inn gengur fremur brösótt hjá Jóni og hann verður sifellt að vera að finna upp á einhverju nýju til að halda veitingastofu sinni fljótandi. Eins og vera ber í revíu er fjallað um kunnugleg atvik, menn og málefni úr þjóðlífinu. Þar er mikill fjöldi söngva við vinsæl lög, bæði ný og gömul. Undirleikari er Jóhann G. Jóhannsson en 11 leikarar koma fram í revíunni. Þeir eru: Gísli Halldórsson, Kjart- an Ragnarsson, Sigríður Hagalín, Helga Þ. Stephensen, Guðmundur Pálsson, Soffía Jakobsdóttir, Karl Guðmundsson, Aðalsteinn Berg- dal, Harald G. Haraldsson, Lilja Þórisdóttir og Jón Júlíusson. Leik- stjóri er Guðrún Ásmundsdóttir en leikmynd er eftir ívar Török. Nú er orðið nokkuð langt um liðið síðan revía í þessum dúr — að taka fyrir á leiksviðinu málefni og menn sem eru efst á baugi — hefur verið sýnd; en síðasta revían af þessu tagi var sýnd um miðjan fimmta áratuginn. Hér á árum áður voru revíur af þessari tegund hins vegar eitthvert vinsælasta skemmtiefni er þekktist — enda voru einstakir menn og gerðir þeirra teknir þar fyrir svo sveið undan og endaði ein slík revía með málaferlum og lögbanni. Þetta er í þriðja skipti sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir revíu, hin fyrsta var sýnd 1969 — Iðnó-revían undir stjórn Sveins Einarssonar. Síðan komu íslend- ingaspjöll 1974 undir stjórn Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Guðrún hefur leikstýrt fjölmörgum sýn- ingum á vegum Leikfélagsins og má þar nefna vinsælar sýningar eins og Spanskfluguna, íslend- ingaspjöll og húsbyggingasjóðs- skemmtanir þar sem flutt hafa verið atriði úr gömlum revíum. Höfundar revíunnar, Þórarinn Eldjárn og Jón Hjartarson, hafa báðir fengist áður við samningu skemmtiefnis. Jón átti m.a. þátt í Iðnó-revíunni og hefur samið ýmsa skemmtiþætti svo og önnur leikverk. Einþáttungur hans, Vals, hlaut fyrstu verðlaun í leikrita- samkeppni Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Þórarinn átti á sínum tíma aðild að útvarpsþáttunum frá út- varpi Matthildi, sömuleiðis aðild að viskustykkinu „Ég vil auðga mitt Iand“, samdi alla söngtexta í sýningar Þjóðleikhússins á Ösku- Atrlði úr revíunni. Jón Sigurðsson áhugavert finnur upp á ýmsu til að reyna að draga kúnna að Frón-grilli. Ein af hinum snjöllu hugmyndum hans er að halda tizkusýningu sem þarna er i fullum gangi. Það er Jóhann G. Jóhannsson sem er við pianóið, Guðmundur Pálsson sýnir nýjasta stælinn, Lilja Þórisdóttir stjórnar tizkusýning- unni en Gísli Halldórsson leikur gest, sem virðist ekki of áhugasamur fyrir því sem er að gerast. Ljdsm. Emilia. EFÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al’GLVSINGA- SI.MINN ER: 22480 Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn, höfundar revíunnar „Skornir skammtar". Ljósm. Emiiia. busku og síðast en ekki síst er hann höfundur söngleiksins Grettis. „Við náum auðvitað aldrei að sýna nema brot af þeirri revíu sem fram fer í þjóðfélaginu,“ sagði Jón Hjartarson í spjalli við frétta- menn á fimmtudag. „Við reyndum eftir föngum að vera málefnalegir við gerð revíunnar og forðast að taka fyrir einstaka menn eins og tíðkaðist hér áður. Það var engin sérstök kveikja að þessu verki. Við settumst niður síðastliðið sumar og ruddum niður á blað því sem okkur þótti eiga heima í svona verki." „Og það er búið að fara marga hringi, við vorum lengi að endur- skoða efnið og reyna að bæta það og eins hefur því verið breytt í samvinnu við leikstjóra," sagði Þórarinn Eldjárn. „Hefðbundin? Það er alltaf nokkuð skýr söguþráður í þessum gömlu revíum. Þessi er hinsvegar eins konar smáskammtalækning — dregur e.t.v. dám af kabarett." Frumsýning á „Skornum skömmtum" er sem fyrr segir á sunnudagskvöldið og er uppselt á hana, önnur sýning er á þriðju- dagskvöld og þriðja á fimmtu- dagskvöld. Myndarlcgar fcrmmgargjafir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.