Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 1

Morgunblaðið - 16.04.1981, Side 1
112 SIÐUR 89. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sigurförinni fagn- að víða um heim „Virðing umheimsins á Bandaríkja- mönnum hefur verið endurvakin“ 15. apríl. AP. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR um heim allan, að flestum kommúnistaríkjum þó undanskildum. hafa óskað Bandaríkjamönnum til hamintrjo með tíla'sih'tra ferð Keimferjunnar Kólumbíu. Á forsíðum allra dasblaða hins frjálsa heims ok víðar var athurðinum fagnaö sem nýrri Keimöld ok sajft. að Bandaríkjamenn hefðu nú endurheimt þann virðingarsess, sem tækni- kunnátta þeirra hefði löngum skipað. „Geimferjan Kólumbía er „Stjörnustríð" og „Stjörnugnýr" hvort tveggja í senn,“ sagði í breska blaðinu The Guardian. „Hún er stórkostleg framtíðarsýn og sann- kallað þjóðarstolt Bandaríkjamanna á þeim tímum, sem þeir hafa haft yfir fáu að fagna." „Sigurför Kólumbíu hefur endur- vakið virðingu umheimsins á Banda- ríkjamönnum," sagði hið vinstri sinnaða, italska blað La Republica og kínverska fréttastofan Hsinhua kallaði hana „sögulega". Kurt Wald- heim, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, sagði í skeyti til Reagans forseta, að það væri „viðurkenning á hugrekki geimfaranna og kunnáttu bandarískra vísindamanna“. „Lof sé Allah,“ sagði bakari nokk- ur í Islamabad í Pakistan, „sem hefur gert mönnum kleift að hugsa, leggja á ráðin og stjórna slíkri undravél sem geimferjunni." I Moskvu var ánægjan hins vegar ekki jafn áberandi og í frásögn Tass- fréttastofunnar var lögð áhersla á hernaðarlega þýðingu geimferjunn- ar. Sama sinnis var „Rauði sannleik- urinn“, málgagn tékkneska komm- únistaflokksins, sem sagði, að skutl- an stæði í skugga Pentagon. Þjóðarleiðtogar og þjóðþing margra landa hafa í gær og dag samfagnað Bandaríkjamönnum með þá miklu möguleika, sem nú hafa opnast mannkyni með þessu tækni- afreki. í leiðara blaðsins The Tor- onto Globe and Mail sagði í dag, undir fyrirsögninni „Heill sé þér Kólumbía“, að „níutíu og átta tonna völundarsmíð hafi í gær lent létt sem fjöður á sólbökuðum leirsléttun- um við Edwards-flugstöðina í Kali- forníu og þar með hafi Bandaríkja- menn með glæsilegum hætti tekið aftur þátt í kapphlaupinu um him- ingeiminn." Pólland: Óbreyttir flokks- menn ræða umbætur Torun. 15. apríl. AP. UM 500 óhreyttir félagar í pólska kommúnistaflokknum sátu í dag á rökstólum í borginni Torun og ra-ddu ýmsar nauðsynlegar umbætur í polsku þjóðlífi. Ilermt er, að margar grundvallarkennisetningar marx- leninismans hafi opinskátt verið gagnrýndar á þessum fundi, sem ekki á sinn líka frá því að kommúnistar heimsstyrjaldarinnar. Búist var við, að fundurinn sam- þykkti ályktun þar sem hvatt yrði til breytinga á forystuliði flokksins, að flokksþinginu yrði flýtt og að hætt yrði að stinga undir stól fréttum af stuðningi óbreyttra flokksmanna við þjóðfélagsumbætur. Það þykir til marks um þá óánægju, sem ríkir meðal óbreyttra flokksmanna í pólska kommúnista- komust til valda í Póllandi i lok flokknum, að einn fundarmanna hvatti í dag til þess, að Stefan Olszowski, fyrrv. utanríkisráðherra, yrði rekinn úr stjórnmálaráðinu en hann er harðlínumaður tryggur Sov- étmönnum. „Við treystum ekki leið- togunum. Pólska þjóðin mun komast yfir alla erfiðleika svo fremi við fáum að kjósa okkur stjórn,“ sagði 'einn fulltrúanna frá Bydgoszcz. Aíganistan: Nýjar jarð- sprengjur gera usla Islamahad. 15. apríl. AP. IIAFT er eítir vestrænum heimildum í Kabúl. að aÍK- anskir frelsissveitarmenn hafi mjoK látið til sín taka í höfuðbortíinni «jr öðrum borgum í síðustu viku þrátt fyrir að sovéskir hermenn hafi nú tekið við öryKKÍsKæslunni víðast hvar. Afgönsku frelsissveitarmenn- irnir hafa einkum beint spjót- um sínum að afgönsku öryggis- lögreglunni og félögum í flokki Babrak Karmals forseta en einnig er sagt, að þeir hafi lagt eld í ýmsar byggingar og vöru- hús í eigu stjórnarinnar. Ferðamenn, sem hafa komið til Pakistan frá Afganistan, segjast hafa séð 10 skriðdreka, strætisvagna og a.m.k. 15 bryn- varða bíla á þjóðveginum milli Kabúl og Jalalabad og hafi þeir augljóslega verið e.vðilagðir með jarðsprengjum. Pravda, mál- gagn sovéska kommúnista- flokksins, sakaði í gær Banda- ríkjamenn um að sjá skærulið- um í Afganistan fyrir nýrri gerð jarðsprengna, sem væru úr plasti og því óhægt um vik fyrir Rússa að finna þær með leitar- tækjum. Haft er eftir afgönskum emb- ættismönnum, að Rússar hafi á síðasta ári keypt 8,5 milljarða rúmmetra af jarðgasi af Afgön- um og aðeins greitt rúma 70 dali fyrir rúmmetrann. Sjálfir selja Rússar Vestur-Þjóðverj- um gas fyrir tæpa 100 dali rúmm. Landflótta embættis- menn afganskir segja, að mæl- arnir, sem fylgjast með gas- flutningunum, séu ekki í Afgan- istan heldur innan landamæra Sovétríkjanna. Pálmi Jónsson Guðrún Vigfúsdóttir Jósep og Anna Ólafur Ó. Johnson Þórir Jónsson Asmundar- st.bræður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.